Alþýðublaðið - 03.08.1969, Blaðsíða 9

Alþýðublaðið - 03.08.1969, Blaðsíða 9
ringlaður. — Öjá, ég er nú hræddur um það, svar- aði dvergurinn. Við búum í því, konan mín og ég þ.e.a.s. ef þú veltir því ekki um koll fyrir okkur —. — Er það líka eins og alvöruhús að innan — með húsgögnum, rúmum, stól um og öllu svoleiðis??” spurði Óli; því að hann var forvitinn drengur. — Hvað annað, sagði dvergurinn hreykinn. „Við höfum smíðað og málað, teppalagt og ofið allt innbúið. Við erum handlagin, mamma og ég, skal ég segja þér. En þið skuluð bara líta inn og sjá það sjálf". — Já, en húsið er ekki stærra en fót- urinn á mér —, sagði Óli. — Hvernig I ósköpunum eigum við að komast inn? — — Það er enginn vandi — sagði dvergurinn hlæjandi. — Þið beygið ykkur þegar þið komið að dyrunum — og bá verðið þið eins lítil og við. Reynið það bara! — Öli og Tóta litu vantrúuð hvort á annað. En svo tók Óli í höndina á systur sinni, og þau gengu saman að dyrunum og beygðu sig. Og það fór alveg eins og dvergurinn hafði sagt — allt í einu voru þau orðir. jafnsmávaxin og dvergahjónin og gátu hæglega komizt inn um dyrnar. Dvergakorr- an var heldur en ekki hrifin að geta synt þeim húsið sitt. í borðstofunni var búið að leggja á borðið, og dvergakonan sagði: — Við höldum veizlu fyrir nokkra vini okkar í dag — þið megið til að heilsa upp á þá —. Og þá komu þau auga á lítinrn dverg með sítt, snjóhvítt skegg og rauða jóla- sveirrahúfu á höfðinu. Hann stóð og bað- aði út höndunum, með bænarsvip á and- litinu. Bak við hann var stilkurinn á sveppn- um og á honum voru agnarlitlar dyr og gluggar, svo að þetta leit út eins og Ijóm- andi fallegt dúkkuhús. Er — er þetta húsið þitt? spurði Óli — Nei, eigið þið von á gestum — þá megum við ekki trufla ykkur —, sagði Tóta afsakandi. — Við skulum heldur fara heim... — — Það megið þið alls ekki —, sagði dvergakcnan. — Sjáið þið bara, hér koma þeir —. Fyrsti gesturinn var lítil hagamús. Hún hafði meðferðis súkkulaði og sykur sem frænka hennar ein í borginni hafði gefið henni. Dvergakonan bjó til súkkulaði handa gestunum. Rétt á eftir komu íkorninn, broddgölturinn og kam'nan með gulrætur, epli og hnetur á veizluborðið. Óli og Tóta settu berjakörfuna á borðið sem sitt framlag til máltíðarinnar. Þetta varð fjörug og skemmtileg veizla, og eftir súkkulaðidrykkjuna var dansað og sungið þangað til allir voru orðnir dauð- þreyttir. Um leið og Óli og Tóta gengu aftur út úr dvergahúsinu urðu þau aftur stór eins og áður. — Verið alltaf velkomin í heimsókn—, sögðu dvergahjónin að skilnaði, og dýrin tóku undir. En á leiðinni heim sagði Óli við Tótu: — Eigum við nokkuð að minnast á dverg ana við hina krakkana og fullorðna fólk- ið? — — Nei, svaraði Tóta. — Það trúir okkur enginnn, og við skulum heldur geyma þetta sem skemmtilegt leyndar- mál —. Og svo flýttu þau sér að tírra körfuna aftur fulla af berjum til að gefa pabba og mömmu. — Alþýðublaðið — Helgarblið 9

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.