Alþýðublaðið - 03.08.1969, Blaðsíða 16

Alþýðublaðið - 03.08.1969, Blaðsíða 16
Handavinna heimílanna Ullarverksmiðjan Gefjun efnir til hugmyndasamkeppni í samráði við verzl. íslenzkur heimilisiðnaó*ur, um beztu tillögur að ýmsum handunnum vörum úr: íslenzkri ull í sauðalitum og öðrum litum í loðbandi, kambgarni, lopa og Grettisgarni frá Gefiun. Keppnin er í fjórum greinum: 1. Prjónles og hekl. 2. Röggvahnýting og vefnaður. 3. Útsaumur. 4. Mynstur í ofannefndum greinum. 1. verðlaun í hverri grein eru kr. 10.000.—, en síðan skiptast fjögur þrjúþúsund króna verðlaun og átta eittþúsund króna verðlaun á greinarnar eftir mati dómnefndar. Sömuleiðis verður efni og vinna í verðlaunamunum greitt aukalega eftir mati dómnefndar. Verðlaunamunir verða eign Gefjunar. Skilafrestur er til 31. ágúst n. k. Keppnismuni með vinnulýsingu skal senda merkta númeri til Iðnaðardeildar SÍS, Samþandshúsinu, Reykjavík, en nafn þátttakanda með sama númeri skal fylgja í lokuðu umslagi. Allt efni fæst í Gefjun, Austurstræti og verzlunum íslenzks heimilisiðnaðar í Hafnarstræti 3 og á Laufásvegi 2 í Reykjavík, og ennfremur liggja frammi á sömu stöðum fjölritaðar upplýsingar um keppnina, sem eru öllum frjálsar og verða fúslega póstlagðar frítt eftir beiðni. Dómnefnd skipa fulitrúar frá Heimilisiðnaðarfélagi íslands, Handavinnu- kennarafélagi islands, Myndlistar og handíðaskóla íslands, Félagi íslenzkra teiknara og Gefjun, Akureyri. Gerist hluthafar í: HUGMYNDABANKA ÍSLENZKRA HANNYRÐA. Gcfjun

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.