Alþýðublaðið - 24.08.1969, Blaðsíða 10

Alþýðublaðið - 24.08.1969, Blaðsíða 10
Hallur Símonarson: VIÐGRŒNA BORÐIÐ □ Þótt franska sveitin hlyti ekki nema fjórða sæti á Evrópu mótinu í Osló er það álit mitt, að hún hafi verið næst sterk- asta sveitin á mótinu. ítalska sveitin var í sérflokki — og það var ótrúleg heppni hjá norsku sveitinni að hljóta ann að sætið og sem samnefnari um þá heppni norsku spilar- anna er alslemma, sem Björn Larsen og Koppang komust í. Það þurfti fjórar svíningar til að vinna spilið og allar heppn- uðust!! Bezta parið í frönsku sveit- inni var Henri Svarc — sem er frábær spilari — og Jean-Marc Boulenger, en þeir spiluðu í heimsmeistarakeppninni í Rió de Janeiro í Brazilíu, en sú lceppni var í maí s.l. Þá eru Jean-Marc Rudinesco og Jean Louis Stoppa athyglisvert par, þótt þeir hafi ekki spilað lengi saman. Franska sveitin var hin einasta, sem vann þá ítölsku á sannfærandi hátt. Lokatölur í þeim leik voru 73—50 eða 7—1 fyrir Frakkland, og sýndu frönsku spilararnir þá virki- lega hvað í þeim bjó. ísland og Frakkland mætt- ust í 13. umferð á mótinu í Osló og minnugir þess hvern- ig fór á 26. Evrópumeistaramót inu milli landanna (ísland vann 8—0) hætti franski fyrirliðinn ekki á neitt og stillti upp sínu bezta liði — eða þeim fjórum spilurum, sem nefndir voru hér á undan. Þetta var skemmtileg ur leikur — leikur alslemm- anna — og Frakkar sigruðu með 98—86 eða 5—3. Frakkar sigruðu Norðmenn einnig með sömu vinningsstigum. íslenzka sveitin byrjaði mjög vel á móti Frökkum og var komin 36 stigum yfir eftir að- eins fimm spil. Mesta sveiflu- spilið af þessum fimm var hið þriðja í röðinni — alslemma. Spil nr. 3 — A/V á hættu. (S) K 7 5 3 (H)---------- (T) Á K G 9 7 5 (L) 8 7 4 (S) Á G (H) D G 7 5 4 2 (T) -------- (L) K D 9 6 2 (S) D 10 9 4 ' (H) 9 8 3 (T) D 10 4 3 (L) 5 3 (S) 8 6 2 (H) Á K 10 6 (T) 8 6 2 (L) Á G 10 Sagnir á borði 1. Suður Vestur Norður Austur Hjalti Svarc Ásm. Boulenger pass 1 (H) 2 (T) 4 (H) 5 (T) 5 (H) pass pass pass Ásmundur spilaði út tígul- ás — og Svarc hristi höfuðið. Hann lagði síðan spilin á borð- ið — sagðist taka trompið og eiga alla slagina. 710 til Frakk lands. Þarna fór alslemma í hafið, en hvernig á að komast í hana? Svarið fékkst við hitt borðið. Sagnir á borð 2. Suður Vestur Norður Austur Stoppa Þorgeir Rudin. Stefán pass 1 (H) 2 (T) 3 (T) 4 (T) 5 (L) 5 (T) 6 (H) pass 7 (H) pass pass Norður spilaði út tígul ás og Þorgeir átti auðvitað ekki í neinum erfiðleikum með að vinna slemmuna. 2210 til ís- lands eða 17 stig. Það var eins gott, að Stoppa sagði ekki 3 spaða við 3 tíglum Stefáns, því 7 spaða fórnin kostar ekki nerna 500.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.