Alþýðublaðið - 24.08.1969, Blaðsíða 12

Alþýðublaðið - 24.08.1969, Blaðsíða 12
gárungarnir gaman að honum og glettust til við hann á marg an hátt. Oft voru þeir Þorsteinn og Björn látnir ganga á milli bæja og lánaðir út, eins og hver önn- ur vinnudýr, til þess að mala korn og þæfa vaðmál, og var Þorsteinn annálaður þófari. Gengust þeir og einnig töluvert fyrir því, að þeim væri vikið þófarbita, og dró Þorsteinn þessa aukabita saman og geymdi þá svo dögum skipti í kofforts- garmi, sem honum hafði einu sinni verið gefinn. Lumaði hann oft á pottbrauði og smjöri og há- karli tímum saman, sem honum hafði áskotnast í þessum útistöð um við að þæfa. Engin vinátta var á milli þeirra Þorsteins og Björns, enda var séð um það, að þeir ættu aldrei heima á sama bæ. Áttu þeir í töluverðum útistöðum hvor við annan út af þófarbit- um, en ekki þó svo, að til neinna verulegra illinda drægi með þeim, enda þóttist Bjöm langt yfir Þorstein hafinn í flestum greinum, en þó einkum í skáld- skan og fögrum listum. Þær hreystisögur, sem gengu af Þorsteini Grímssyni, voru flestar af róðraríþrótt hans. Var oft leikið með hann, og hann spannaður upp í það af gárung- um að brjóta árar og sprengja keipa og gera önnur hryðjuverk með kröftum og klaufaskap. Var það merkilegt, að sá berserks- gangur, sem við einstök tæki- færi hljóp í Þorstein, skyldi oft og tíðum ekki verða að slysi. Aldrei fékkst hann til þess að láta svona, nema hann væri spannaður upp í það af glanna- fengnum mönnum, og borguðu þeir Þorsteini fyrir það ein- hverja ögn af tóbaki og mat. Stóðu margir á móti þessum uppátækjum gárunganna. Ég man eftir því, að Þorsteini Grímssyni var ekki leyft að sitja innar í Flateyjarkirkju en í krókbekknum framan við dym ar, og var það vegna þess, að hann var ekki álitinn í krist- inna manna tölu. Þorsteinn átti einn hlut, sem honum þótti verulega vænt um; það var illa málaður kofforts- ræfill, og geymdi hann þar fögg ur sínar og aukabita. Sat hann oft í rökkri á kvöldin við koffortið, skoðaði flíkur sínar og matarbita, þuklaði' lum þetta, þreifaði á matnum, tíndi hann upp úr koffortinu og breiddi úr þessu í kringum sig. Nokkrum sinnum kom það þó fyrir, eink- um meðan hann var í Krosshús- um í Flatey, að hann var að dunda við þetta fram á rauða nótt. Gárungarnir vöruðu hann við þessu og hræddu hann á draugum og púkum og öðrum forynjum, sem einhvern tíma myndu ásækja hann, ef hann legði þann ávana ekki niður. Sérstaklega var honum talin trú um það, að púkar myndu sækja hann og draga hann í sjóinn. Þorsteinn linaðist ekkert við þetta, og hélt hann uppteknum hætti eftir sem áður, enda var hann laus við alla myrkfælni og skrímsla-hræðslu. Einu sinni gránaði þó gam- anið fyrir Steina. Það var að haustdegi, og átti hann þá heima í Krosshúsum. Bar það nú við sem oftar, að Þorsteinn var að leika sér að dóti sínu og fá sér bita af pott- kökusneið, sem honum hafði ver ið gefin. Veit hann þá ekki fyrr til en fjórir hroðalega ljótir púk ar ryðjast inn í skemmuna, þar sem hann sat. Öskruðu púkar þessir ógurlega í kringum hann í myrkrinu, og gerðu þeir sig líklega til þess að ráðast á hann. Hafði Þorsteinn nauman tíma til þess að raða niður dóti sínu. Skildist honum það á buldri púkanna, að þeir vildu fá hann með sér og lofaði hann þeim því að fara með þeim, ef hann mætti loka koffortinu. Eftir það slóst hann í för með þeim út 1 myrkrið, og teymdu þeir hann með sér niður að sjó. Þegar þeir voru komnir með Þorstein þar austur á malar- kambinn, tók honum ekki að lít- ast á blikuna. Verður hann þá 1¥ hræddur um, að þeir ætli að draga sig í sjóinn, og hefir hann þá engin önnur ráð en að rífa sig frá þeim og hlaupa heim í dauðans ofboði. — Eftir þetta var Þorsteini ekkert um það gefið, eftir að rökkva tók, að sitja úti í skemmu, og vildi hann sem minnst um púkana tala. Þorsteinn átti systur, er Soffía hét. Hún var frekar lág vexti, en þéttvaxin, sterk og hnellin og víkingur til vinnu. Soffía var dökkhærð og mógeyg, vel greind og stálminnug. Réri hún oft á sjó, eins og karlmaður, og þótti mikið lið að henni, hvar sem hún snerti á verki, og ég man eftir því, að þetta var mesta artarmanneskja, sögufróð og skrafhreyfin. Soffía hafði raun af bróður sínum, þegar gárungarnir voru að leika með hann og erta hann. — Hún var aldrei við karlmann kennd, og fór það orð af henni, að hún væri ekki sköpuð eins og venjulegar konur. Eins og skiljanlegt er, varð að nota Þorstein við fiskiróðra í Flatey á sumrin og haustin. — Þótti hann þá stirður í snúning- um, og sjóhræddur, ef eitthvað bar út af. Það traust sem menn báru til hans, var allt undir því komið. hvað hann gat verið mikill víkingur við árina, ef því var að skipta og mikið lá við, en þess á milli nennti hann ekki að róa að heitið gæti, nema rétt að gutla með árinni með mestu hægð og varasemi. Var þá oft í góðu veðri ekki hægt að nudda honum til þess að taka ærlegt árartog, hvað mikið sem mönnum lá á að færa sig um sjóinn. Þetta gat oft komið sér mjög illa, enda ekki allra meðfæri að hafa hann með sér á sjó, þegar óþægðarköstin duttu í hann á annað borð. Stundum tókst þó mönnum að gera hann hræddan við illfiska, og varð þá að gæta allrar varúðar í því, að hann bryti ekki allt í sundur. Stundum tókst þó kunningjum hans að milda hann með því að gefa honum tóbak upp í sig og lofa honum aukabita, þegar í 12 AlþýSublaSiS — Helgarblað

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.