Alþýðublaðið - 12.09.1969, Blaðsíða 9

Alþýðublaðið - 12.09.1969, Blaðsíða 9
Al'þýðublaðið 12. september 1969 9 ævi Bardot tæki þessi stefnu, þegar hún fæddist í París 28. september árið 1'934. Faðir hennar var ríkur iðnrekandi, og veitti dóttur sinni dýra, en góða menntun á mjög virtum heimavistarskóla. En BB var áfjáðari í að eignast falleg föt og fara á skemmtanir en að læra. Og hún var ekki nema 14 ára gömul, þegar mynd af henni birtist á forsíðu fransks vikublaðs. Þá fór hún að fá á- huga á því að verða fræg. Það voru teknar af henni tízkumyndir, og hún fékk kvik myndatilboð, en ekkert varð af töku myndarinnar. Það var fyrst þegar hún var á átjánda árinu og laus úr skólanum, að hún fékk tækifæri til að leika smáhlutverk í kvikmynd. Þetta var árið 1952, en hvorki þessi né næstu myndir, sem hún lék í, lofuðu góðu. OG VADIM SKAPAÐp BARDOT Það var fyrst árið 1956, eft- ir að hún hafði leikið aðalhlut- verkið í myndinni „Og guð skapaðí konuna,“ undir stjórn ungs og algjörlega óþekkts manns, Roger Vadim, að frægð arferill hennar byrjaði. — Roger Vadim skapaði Brigitte Bardot, eins og við þekkjum hana, má segja, að hann hafi mótað hana með eigin hönd- um. Mynd þessi fór sigurför um 1 kvikmyndahús Vallsstaðíar1 í heiminum. Og Bardot var ekki orðin 18 ára gömul, þeg- ar hún gekk í það heilaga með skapara sínum, og hún lýsti því yfir, að hún mundi elska hann að eilífu. En það gerði hún ekki. Vadim var kröfuharður meistari og krafð ist þess, að hún hlýddi hverju kalli. En hún hafði líka sinn vilja. Hún komst brátt að raun um það að hún varð að losná tundan ánauð 'Vadims. Mótleikari hennar í „Og guð skap^aði ,konuna“ Var Iröan- Louis Trintignant, og hann var bæði aðlaðandi og róm- antískur. Á tímabili hafði hann það hlutverk að hug- hreysta Brigitte. SKÖPUÐ TIL ÁSTA i Brigitte Barot er eins (rg sköpuð í þau hlutverk, sem hún hefur haft með höndum, eins og í myndunum „Ástar- leikur“ og „Sköpuð til ásta“, svo þegar kvennagullið og vísnasöngvarinn Sacha Distel, kom fram á sjónarsviðið, varð hann ímynd karlmennskunnar í hennar augum, um stund. En eftir fárra vikna „trúlofun" hvarf hann úr lífi hennar. — Annar franskur söngvari, Gil- bert Becaud, og leikarinn Raf Vallone, voru í náðinni um tíma, eða þar til hún hitti leik- arann Jacques Charrier, fjör- ugan, ungan, líflegan og hug- myndaríkan. I AÐEINS GIFT ÞRISVAR Þó undarlegt megi virðast, hefur BB aðeins verið gift þrisvar sinnum, og má það segjast lítið miðað við það sem gerist í kvikmyndaheiminum. Aftur á móti hefur hún átt rnörg ástarævintýri. Charrier varð eiginmaður númer 2, 18. júní 1959. Hvort það var hans sjúklega afbrýðisemi eða kenj- ar BB, sem olli, skal látið ósagt, en fljótlega tók að grafa und- an hjónabandinu. í myndinni „La Verite“ hlaut hún ekki aðeins stærsta hlut- verkið, heldur lék hún einnig á móti karlmanni. Það var hinn rómantíski Sami Frey, sem tók að daðra við hana rrjeð þeim árángri, að hjónin lentu í hörkurifrildi. Hann fékk tauga- áfall og hún reyndi að fremj^ sjálfsmorð. í kjölfar þessa fylgdi skilnaður. 'Sami Frey vék ekki frá hlið hennar, og allir biuggust víð. að brátt vrði gert klárt fyrir brúðkaup núm- er 3. MAROKKANSKT VÖÐVAFJALL En þá kom annað til sögunn- ar. Það var marokkanska vöðva fjallið Bob Zaguri, sem sló Frey við og tók sér bólfestu í Ljós og skuggar í Unuhúsi Reykjavík Þ.G. □ Hringur Jóliannesson opn- ar málverkasýningu í Unuhúsi t við Veghúsastíg' kl. 20 í kvöld fyrir boðsgesti, en sýningin verður opin almenningi dag- lega kl. 2—10 til 21. september. Þetta er sjötta einkasýning Hrings, en þær hefur hann haldið í Reykjavík, Húsa- vík og Akureyri. Auk þess hef ur Hringur tekið þátt í fjöl- mörgum samsýningum, hér . og erlendis, og á hann tvær’ mynd- ir á haustsýningu Myndlista- félagsins, sem opnuð verður á morgun. Á fyrstu sýningu sinni, sem haldin var 1962, sýndi Hring- ur aðallega teikningar, og auk þess 2—3 krítarmyndir, en hann hefur stundað undanfar- in ár teiknikennslu við Mynd- listarskólann í Reykjavik. Að þessu sipni sýnir Hringur ein- ungis olíumyndir, en þær eru 26 að tölu, allar til sölu og verði,ð frá kr. 8000—12000. Verkin eru flest byggð upp á athugunum á ljósi og skuggum og mismunandi birtu. — Síð- ast hélt Hringur sjálfstæða sýn ingu 1967, og sýndi hann þá einnig olíumyndir. — hjarta BB, þar til hann varð að vikja af dansgólfinu á bað- staðnum St. Tropez fyrir marg- milljóneranum og glaumgos- anum Giinter Sachs, sem skömmu seinna varð þriðji eig- inmaður hennar (og þegar þetta er ritað er þau enn gift). En nú virðast þessir góðu dagar senn á enda. Hjónabandið með Giinther Sachs var í fyrstu ævintýri lík- ast fyrir BB. Hún er ekki á flæðiskeri stödd hvað peninga áhrærir, hún er sögð eiga um 500 milljónir króna. En Sachs átti ennþá meira fé, og hann sparaði ekki skildinginn. held- ur lét þá renna í stríðum straum um til BB, henni til mikillar gleði. En peningarnir eru ekki allt, og BB og Sachs eru farin að leita hvort frá öðru. Á með- an BB flýgur blóm af blómi, huggar hann sig með félags- skap sænskrar sýningarstúlku. 1 CONNERY FÉLI, EKKI BB hafði verið lengi í fríi frá kvikmyndunum, en átti að leika í villtavestursmynd með Sean Connery, sem var orðinn leiður á James Bond. Það leit út fyrir, að eitthvað mundi ger ast á milli þeirra, en Bond- Connery reyndist éins harður af sér og James Bond, þegar um kvenfólk var að ræða. í staðinn var það annar mótleik- ari, Stephen Boyds, sem féll fyrir BB, en aðeins skamma hríð, vegna þess að BB fór margar helgar til Madrid til þéss að vera hjá tónskáldinu Serge Gainsbourg, sem hún hafði sungið með inn á plötu. Það komst á kreik orðrómur um skilnað þeirra Gunther Sachs, en skömmu seinna fékk fólk um nóg að hugsa þegar ítalski glaumgosinn Luigi Gigi Rizzi kveikti bál í hjarta BB, og fékk það til að brenna heilt steikjandi heitt Miðj arðarhafs- sumar. Þá þurfti BB að fara til Munchen til að taka við al- heimsviðurkenningu fyrir síð- Framhald á bls. 15. □ 20. þing Sambands ungrá Sjálfstæðismanna var haldið í félagsheimilinu á Blönduósi daganá 5.—7. sept. s.l. Kjörin var stjórn til næstu tveggja ára, og var Ellert B. Schram, skrif- stofustjóri, kjöi'inn formaður. Eitt aðal málið, sem tekið var til meðferðar á þinginu, var „Þjóðmálaverkefni næstu ára“, sem er stefnuskrá ungra Sqálfstæðismanna ii iþjóðmál- um. Gerði þingið þá stjórnmála- ályktun, að þegar aftur rofi til í efnahagsmálum þjóðarinnar sé tækifærið til að hefja nýja sókn og virkja þekkingu og frumkvæði sérhvers einstak- lings til þess að stórefla menntun og velmegun þjóðar- innar, svo hún standi jafnfæt- is því, er gerist í nálægum löndum. — (

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.