Alþýðublaðið - 06.10.1969, Side 9

Alþýðublaðið - 06.10.1969, Side 9
Alþýðublaðið 6. ofetóber 1969 9 um í blaðinu á imorgun. Jar á nýja heimilinu sínu. átíðlega, að þau létu lýsa rúðkaupið fór fram í allri og allir þekkja alla — já, og frjálslegra á sinn hátt“. „Við förum út á land ef ég fæ nokkra vinnu úti á landi“, segir Garðar. „Viltu ekki aug- lýsa eftir vinnu handa mér í blaðinu um leið?“ Það er gert hér með, en lík- lega væri vissara að bæta við „Geymið auglýsinguna“ eins og sumir gera, því að Garð'ar verður ekki tilbúinn að taka að sér lögfræðilegu störfin úti í dreifbýlinu fyrr en eftir tvö ár. KARLMENN f HÚSVERKUM — ÚHA! Þau gera sér engar áhyggj- ur af fjárhagnum, þótt Sölvína verði aðalfyrirvinnan meðan Garðar er við nám. „Hvort mað ur telur sig hafa fjárhagslegan grundvöll til að ganga í hjóna- band, fer fyrst og fremst eftir kröfunum sem gerðar eru“, segh- hann og talar eins og lög- fræðihandbók fyrir almenning. „Ef það á að vera nauðsynlegt að eiga íbúð og bíl, ísskáp og sjónvarp og hvaðeina, þá hlýt- ur að verða bið á því hjá flest- um“. „Við byrjuðum með það sem við áttum til“, segir Sölvína, „og svo fehgum við góðar cg skynsamlega valdar gjafir, ein- tóma hentuga hluti sem er miklu þægilegra að fá í byrj- un búskapar en einhverjar l.úx- usvörur, t.d. ýmiss konar heim- ilistæki, potta og pönnur, ís- skáp og vöfflujárn. Sem betur fer er Garðar hrifinn af vöffl- um, því að það tæki er mjög oft notað“. Hún er ekki ein þeirra hús- mæðra sem vilja gjarnan þiggja aðstoð eiginmannsins við húsverkin. „Ja, hann hellti allt- af upp á könnuna fyrst, en nú er ég farin að geta búið til kaffi sem honum finnst drykkjar- hæft. Og einstöku sinnum fær hann að hjálpa til við uppþvott inn. Annars get ég ekki hugsað mér leiðinlegra en að sjá karl- menn í húsverkum — úha. Þú trúir því bara ekki hvað mér finnst gaman að taka til, þvo og bóna gólf. Nei, þó að ég væri komin með fimmtán börn, skyldi Garðar ekki fá að gera húsverkin. Hann mætti fara í búðir, en það er nóg“. Ekki hefur hún samt neina löngun til að helga sig heimil- inu eingöngu. „Nei, ég held, að ég myndi hreinlega rotna niður ef ég gerði ekkert annað en húsverk frá morgni til kvölds og kæmi aldrei út fyrir hússins dyr. Það heldur manni lifandi og frískum að fara út og vinna, umgangast fleira fólk og sjá hvað aðrir eru að gera og hugsa“. Hverjir eru svo helztu fram- tíðardraumarnir? „O, bara þetta venjulega smá- borgaralega“, segir Garðar. „Bú og býli og börn, gott og ánægju legt líf“. „Jú, mig langar að eiga hús sem er ekki eins og öll önnur hús“, bætir Sölvína við. „Glæsi legt hús í gömlum stíl með gam aldags háu þaki og skyggni yfir dyrum, svipað og Stjórnarráð- ið, ekki flatt þak og' glugga- veggir. Og stofan á að vera stór eins og veizlusalur og húsgögn- in upp með veggjunum eins og í konungshöllum frá fyrri öld- um. Því miður verður þetta aldrei hægt, en það skaðar ekki, þó að maður láti sig dreyma . .. . “ MIKIÐ ÚRVAL EIGULEGRA HLUTA Næst lítum við inn hjá Kristínu og Ómari. Hún heitir Kristín Geirsdóttir og vinnur í Austurbæjarapóteki, og hann heitir Ómar Kristinsson, vann hjá IBM í sumar, en verður við viðskiptafræðinám í vetur, bú- inn með fyrrihlutann, á eftir tvö og hálft til þrjú ár. Hún er 21 og hann 22 ára, þau giftu sig í Háteigskirkju 29. júní og eru nýlega flutt í indæla tveggja herbergja íbúð í Álf- heimum. „Við kynntumst á dansleik í Glaumbæ, en trúlofuðum okk- ur ekki fyrr en við vorum búin að þekkjast í 2 ár“, segir Kristín. „Svo vorum við trúlof- uð í rúm 2 ár, og fólk var far- ið að spyrja hvort þetta ætti að verða eilífðartrúlofun. Ef Ómar væri ekki í Háskólanum, hefðum við gift okkur fyrr, en peningaráðin eru ekki eins mik- il meðan við getum aðeins reikn að með minni vinnu á veturna. Til dæmis getur maður ekki hugsað um að kaupa íbúð eins og þeir sem ekki eru að læra þegar bæði hjónin vinna úti og hafa þannig hærri tekjur. En skyldusparnaðurinn kom að góðum notum þegar við vorum að safna í búið. Það eru svo ótrúlega margir smáhlutir sem þarf að kaupa, og það dregur sig saman“. „Fólk segir, að það sé erfitt að byrja búskap núna“, segir Ómar, „en það er ekki hægt að líkja því við ástandið þegar foreldrar okkar stofnuðu heim- ili. Þá fékkst bókstaflega ekk- ert í búðunum. Núna er úrvalið mikið, og það er þó munur þeg- ar maður getur keypt það sem mann langar að eiga — eftir að búið er að safna fyrir því“. GJARNAN TVÍBURA J Þau byrjuðu með þau hús- gögn sem þau áttu fyrir, og þegar á vantaði, tók Ómar lil við smíðarnar. Þarna er ágætis hægindastóll sem hann bjó lil úr stórri vínámu, og áklæðið er eins og á sófanum, svo að þetta gæti varla betur farið. „Það er stórkostlegt að vera komin á sitt eigið heimili“, seg ir Kristín, „en það var líka sárt að slíta sambandinu þegar ég fór að heiman frá mömmu. Hún er mikið ein, því að pabbi er sjómaður og ég var lang- yngst af systkininum. En hún býr stutt frá okkur, og auðvit- að er ekki rétt að tala um að slíta sambándinu, þó að það togni kannski svolítið á því fyrst eftir breytinguna“. Hún kann vel við sig í hús- móðurstarfinu,. enda þótt hún eigi eftir að venjast frúartítl- inum og hinni nýju ábyrgð. FyrsVvoru viðbrigðin töluverð að þurfa að fara að hugsa um heimili, hagsýn innkaup og svo eldamennskuna á kvöldin að aflokinni vinnu. En Ómar hjálp ar til við húsverkin. „Hingað til að minnsta kosti — ég lofa engu um framtíðina“. Þau vilja gjarnan eignast fjögur börn, ætla þó að bíða um tíma. „Helzt eitt ár“, segir Kristín. „Mig langar mest að eignast tvíbui’a eða tvö börn með stuttu millibili til að byrja með. Og meðan börnin eru lítil, vona ég, að ég geti verið heima hjá þeim. Aftur á nióti finnr.t mér ágætt þegar krakkarnir fara að stálpast, að konan drífi sig aftur út í lífið og vinni úti hluta af degi, svo framarlega sem hún hefur heílsu til þess. Það er ekki gott að hanga heima yfir sjálfri sér og hafa of lítið að gera. Og mér finnst alls ekki mega ætlast til, að maðurinn hjálpi til við hús- verkin nema konan vinni úti eins og hann eða sérstaklega standi á“. Hún lauk prófi úr Kennara- skólanum í fyrravor, en hefur ekki löngun til að leggja fyrir sig kennslu enn sem komið er, hvað sem síðar verður. Svo var hún eitt sumar úti í Noregi hjá giftri systur sinni áður en þau Ómar' tóku endanlega ákvörð- un. „Það er betra að hugsa sig vel um áður og vera viss í sinni sök. En þegar ég var að velja snið á brúðarkjólinn, var ég svo óákveðin, að saumakon- an spurði hvort ég. væri áreið- anlega búin að velja mér mann“. i EKKERT STOLIÐ Þau eru staðráðin í að 'áta skíra börnin sín í kirkju, svo hrifin voru þau af brúðkaups- Framhald á bls. 11. Kristín og Ómar fóru líka eftir ýmsum fornum gift- ingarsiðum, og' það átti að boða gott, þegar I þau dreymdi bæði það sama á brúðkaupsnóttina — rif- rildi!

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.