Alþýðublaðið - 06.10.1969, Blaðsíða 14

Alþýðublaðið - 06.10.1969, Blaðsíða 14
14 Alþýðublaðið 6. cktóber 1969 4. EFTIR FRANCES 06 J , . richard lockridge i Smáauglýsmgai* stUlkan GULU KÁPUNNI hins ítrasta innan fárra klukkustunda.... Reynt upp á líf og dauöa.... — Má ég ekki bjóða þér drykk meðan við bíð- um eftir Berthu Mason? — Jú, þakka þér fyrir, gjarnan, sagði Loren. — En ekkert sterkt handa mér. í svona hita.... — Hvernig væri að reyna Blóðmaríu? Alice fór fram í eldhús. — Heldurðu, að þú hefðir ekki golt af því? — Ég kem alveg, sagði Alice og lokaði á eftir sér. Loren litaðist um. Heldur óvistleg stofa, hugsaði hún. Ópersónuleg eins og hóelherbergi. Öll íbúðin bar þess einkennilega lítil merki, að búið væri í henni....Það var engu líkara en íbúarnir hefðu ekki stigið þar fæti í óratíma. — Jæja, hér koma þá veigarnar. Alice bar inn bakka með tveimur háum glösum, fullum af vodka og tómatsafa. — Ágætt, sagði Loren. Hún klæddi sig úr gulu kápunni og lagði hana yfir bakið á slitnum sófanum. Svo settist hún. — Eg setti svolítið af Worchestersósu í það, sagði Alice, setti bæði glösin á lágt teborð fyrir framan sófann og settist í hægindastól á móti Loren. Vcnandi bragðast blandan ekki sem verst. Loren beygði sig fram og greip glasið. Hún bar það að vörunum. — Mér finnst hún áreiðanlega prýðileg, sagði hún. — Skál. — Já, skál fyrir okkar sæmilegu yskólasetu, svar- aði Alice Jackson brosandi. — Og fyrir endurfundun- um.... ' Loren teygaði drykkinn. Hún fann; að Alice horfði á hana — og andartaki síðar virtist allt taka furðulegum breytingum. ... Bros Alice Jackson stirðnaði, og svipurinn vaið næstum lymskulegur.... Andlitið, þetta ávaia, svipbrigðalausa andlit byrj- aði að renna út I móðu. .. . Stofuveggirnir virtust færast út.... En aftur á móti seig steinloftið niður á við, allaf nær og nær henni.... — Jæja, Loren, segðu mér nú, hvernig þú héfur það, hvað þú hefur verið að gera, síðarr við vorum í skóla. Röddin virtist berast til Lorenar úr órafjarlægð. Loren varð hræðilega flökurt sem snöggvast — og svo var öllu lokið. Bara myrkur og ro.... Fram að þeirri stundu, er hún fann til ógleðinnar, mundi Loren Hartley eftir öllu. En eftir það? Hvað hafði gerzt eftir það? Hvernig hafði hún yfirleitt komizt á þennan bekk í Bryarrt Park? Ef til vill hef ég verið drukkin, hugsaði hún, — kannski hef ég gleymt öllu þess vegna. Nú var klukkan að verða hálf sex. Um eitt-leytið hafði hún verið hjá Alcie Jackson. Meira en fjórar klukkustundir voru þá liðnar, meira en fjórar klukku. stundir, sem hún hafði alveg misst úr! Feiti maðurinn sat ennþá á bekknum gegnt henr.i. Rautt klumbunefið glansaði. í Loren stóð á fætur. Það þýddi ekkert að sitja ' hérna lengur og hugsa um, hvað gerzt hafði. Það var | aðeins um eina skýringu að ræða-. sennilega hafði hún drukkið fullmikið, ekið síðan á skrifstofu frænda síns ( en skipt um skoðun, gengið yfir í skemmtigarðinn og setzt á bekkinn til að sofa úr sér vímuna. Óhugsandi, tautaði Loren, algerlega óhugsandi! Slíkt hefur aldrei nokkurn tímann komið fyrir mig.... Þegar hún gekk framhjá manninum, gaf hún hon- j um hornauga. Aftur hafði hún á tilfirrningunni, að hann hefði rétt I sem snöggvast litið til hennar hálflukum augum.... Loren hélt nú upp í 42. stræti og tók þar strætis- vagn að Washingontorgi. Á, leiðinni þangað fór hún enn einu sinni yfir þetta í huganum. Hafði Bertha Mason komið til Alice Jackson? Ef svo var, þá hlaut henni að hafa orðið meira en lítið um að sjá Loren svona.... Hún fór út úr vagninum og gekk yfir 10. götu í áttina að húsasamstæðunni, þar sem hún leigði. Henni leið ennþá herfilega og þráði að komast í kalt bað. Þegar hún tók húslykilinn upp úr veskinu sínu, fann hún samanbrotinn miða. Loren mundi ekki eftir þessum miða. Hún sléttaði úr honum. Á honum stóð skrifað símanúmer. Og undir því með stórum prentstöfum: .J.A ískalt steypibað og tveir kaffibollar gerðu Loren aftur kleift að hugsa skýrt. En eina endurminningin um síðdegisstundirnar var eitt.. allsherjar tóm. ~ Loren fór í Ijósbláan slopp og hvíta ilskó, síðau lét hún fallast í stóra rósótta hægindastólinn, greip símtólið og hringdi til frænda síns í Stamford. trésmíðaþjónusta Latið fagmann annast vlðgerðir og vlðhald á tréverki húseigna yðar, ásamt breytiJigum á nýju og eldra húsnæði. — Sími 41055. VOLKSWAGENEIGENDUR! Höfum fyrirliggja'ndi: Brettl — Hurðir — Vélarlok — Geymslulok á Volkswagen i allflestum lltum. Skiptum á einum degi með dagsfyrirvara fyrir á- kveðið verð. — Reynið viðskiptln. Bílasprautun Garðars Sigmundssonar, Skipholtl 25, Símar 19099 og 20988. NÝÞJÓNUSTA í HEIMAHÚSUM Tek að mér allar viðgerðir og klæðningar á bólstruðum húsgögnum í heimhúsum. — Upp lýsingar í síma 14213 kl. 12—1 og 7—8 á kvöldin. AGNAR ÍVARS, húsgagnabólstrari. PÍPULAGNIR Tek að mér viðgerðir og uppsetningu á hrein lætistækjum, frárennslis- og vatnslögnum. Guðmundur Sigurðsson Sími 18717 Jarðýtur - Traktorsgröfur Höfum til leigu litlar og stórar jarðýtur traktorsgrðf- ur og bílkrana, tll allra framkvæmda, lnnan og utan borgarinnar. Jarðvinnslan sf. Síðumúla 15 — Símar 32480 — 31080. Heimasímar 83882 — 33982. MATUR OG BENSÍN allan sólarhringinn. VEITINGASKALINN, Geíthálsl

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.