Alþýðublaðið - 07.10.1969, Blaðsíða 12

Alþýðublaðið - 07.10.1969, Blaðsíða 12
12 Al'þýðublaðið 7. oíktóber 1969 MINNING: Hervin Pétursson í Ólafsvík í diag, (þriðjudaginn 7. sept.) er til moldar borinn frá Ólafsvíkuríkirteju, Hervin Pétursson, Steáliholti 4, Ól- afsvílk. Hann var fæddter á Hel'num í Breiðuvíkurbreppi hinn 21. ágúst 1904. Foreldr- ar hans vortu E1 nlborg Jóns- dóttir frá Melabúð á HetLn- um, sem nú dveílur háöldnuö að Hrafnistu, og Pétur Jó- hannsson, .formaður í Ólafs- vík. Hervin ólst upp hjá móð- iur sinni unz hann var fimim ára, eni fór þá til föður síns og stjúpmóður sinnar, Krist ínar Guðlmiunc dóttur, sem reyndist honum sem bezta móðir -aiUa tíð, Hr Hlervin féfklk aldur og þroska til, hóf hann sjióróðra með föðiur síniuim. Á sumrin fór bann til sjós vestyr á firði og á síld fyrlr Norðuriandi, eins og þá var títt urn unga menn. gíðan var hann í síma vinnu í fl’oklki Einars Jó- hannessonar, símavi'nniuverk stjóra, og fór víða um land í því starfi. Hann var um. árabil viðgerðarmaður hjá símanuim hér í Ól'aásvíb. Stíð- an. geröist hann vegagerðar- maður undir sfcjlórn Stefáns Kristjánssonar, vegavinnu- veilkstjóra, og var flokks- stjóri um skeið. Pétur Jóhannlsson, faðir Hervins, hóf fortmiennsteu sína 18 ára að aldri og var mjög hepp nn fiskimaður. Þegar trillutlit aút.gerð hófst hér, léft hann vél í vetrarbátinn sinn, Svan, og síðar lét hamn smlða nýjan bált, sem hann nsfndi Dagmar, eftir .g.ömlu ára- skipi, sem hann hafði átt. Hann gerði út allt triiluibáta fcímabiiið og var Hervi.n jafn an í sfciprúmi hjá honuim. Svo var það einnig hinn örlagaríka dag, 9. nóv. 1940. Um morguninn var almennt ró ð. Er ileið á diaginn, gerði N.A. rok. iSigling var erfið til landls og fyrir framan hafnarmynnið fyllti bátinn. hjá þeim Pétri og sökk hann dkömmu síðar. Þegar Halldór Jónsson og Guð- laugur Guðmundsson komu á slysstaðinn á m.b. Víkingi, var aðeins e’nn maður á floti, Hervin Pétursson, og var honiuim' bjargað. Pétur fórst iþar. ásamt vélstjóran- um, Guðjóni Ásbjörnssyni, og uingum háseta, Jóhannesi Vigfússyni. Þetta var einn af ógæfu og sorgardögum byggðarinnar. Eftir þetta var Hervin landmaður á ýmsuim bátum og cm steeið s/á hann um ve ðarfæri fyrir báta Hrað- frystihúss ÓCafsvíkur h.f. Hin síðari árin vann Hervin á sumrin við smíðar, máln- in.gu og viðgerð r á húsum, en hann var lagtæfcur smekk- maður. Á uppvaxtarárum Hervins var íslenz'k glíma milkið iðfcuð hér í þorpinu og tclk Hervin miikinn þátt í þeim leik, Hánn varð brátt ágætur gil'ímumaður og glímu kóngur hér um sfceið, enda var hann óhugasamur og kanpstiullur í leik og starfi. f vestur af byggðinni rJs Ólafisvíkvnenni, smarbratt og efst er-u klettabel’ti, torfarin. Þa.ngað sækja kindur mjög og þarf oft að sæfcja þær þeriTað. Hervin átti marga g'fiufer um þessar haimra- sy.llur, ©r.da var hér enginn Frh. á 15. síðu. SAMLEIÐ Framhald af bLs. 3 frá Svíunum. ABF í Finnlandi var stofnað 1919. Frædslustoifnun Verka- lýðsfélaganna í Danmörku voru stofnuð upp úr 11920, en hins vegar var AOF í Noregi ekki stofnað fyrr en 1931. Skýring- in á því, hvers vegna AOF í Noregi var stofnað svo miklu síðar en í Svíþjóð og Dan- mörku er sú, að norska verka- lýðshreyfingin klofnaði um 1930. Innbyrðis deilur innan verkalýðshreyfingarinnar á ár- unum milli 1920 og 1930 leiddu til þess að minna varð úr já- kvæðri uppbyggingu hreyf- ingarinnar en raun varð á víða annars staðar. Norska verka- lýðshreyfingin beið mikinn hnekki vegna klofningsins og deilnanna innbyrðis á þessum tíma og afleiðingin varð m.a, sú, að ekki var farið að sinna fræðslustarfseminni fyrr en ' löngu síðar en í áðurtöldum löndum. Samstarf fræðslustofnana verkalýðshreyfingarinnar á hin um Norðurlöndunum er mjög náin eins og ég hef áður drepið á. Sem dæmi má nefna, að á hverju ári senda fræðslustofn- anir verkalýðshreyfingarinnar í Svíþjóð, Noregi, Danmörku og Finnlandi námshópa í svo- nefndan Genfskóla á tveggja mánaða námskeið, en Genf- skólinn er að skipulagi lýð- háskóli. Á þessum námskeið- um er aðallega fjallað um mál- efni verkalýðshreyfingarinnar á a’^Jóðavettvangi. Námskeið- in eru haldin í tengslum við UNESCO og Alþjóðasamband 'frjálsra verkalýðsfélagaJ Það er auðvitað mjög dýrt fyrir þátttakendur að fara á þessi námskeið í Genf, ferðakostn- aður er hár og þeir þurfa að búa í útlöndum á meðan þau standa yfir. Norska ríkið greið- ir 2/3 hluta kostnaðarins en 1/3 greiðir verkalýðshreyfing- in í formi námsstyrkja til við- komandi þátttakenda. Ég vil taka það sérstaklega fram, að Genf-skólinn er mjög góður skóli. Nú taka þátt í þessum námskeiðum á hverju súmri 12 þátttakendur ffrá Sviþjóí, 9 frá Noregi, 8 frá Danmörku og 5 frá Finnlandi. Við vonum, að ef úr því verður, að svipuð starfsemi og starfsemi AOF verði sett á laggirnar hér á landi, verði ís- lendingar innan skamms einnig þátttakendur á námskeiðunum í Genf-skólanum. Mjög svipaða samvinnu höf- um við um hinn svonefnda Manchester-skóla. Við efnum í sameiningu til námskeiðs í háskólanum í Manchester á hverju ári og stendur hvert námskeið í tvo mánuði. í þess- um námskeiðum taka þátt 10 Svíar, 10 Norðmenn, 10 Danir og 5 Finnar. Vegna þátttöku í þessum námskeiðum njótum við einnig -fjárstuðnings hins opinbera. Við vonum einnig, að íslenzka verkalýðshreyfingin geti orðið aðili að þessu sam- starfi innáh tíðar. Þá eru haldin ýmiss konar námskeið á Norðurlöndunum á víxl, sem hafa mikið gildi. Danir, Svíar og Finnar koma á námskeið í Noregi o.s.frv. Á þeim vettvangi viljum við gjarna, að Íslendingar geti 'éinnig tékið þátt. líslenzku verkalýðshreyfing- unni standa til bóða öll gögn, sem við höfum, og reynsla okk- ar af starfsemi AOF í Noregi, ef það mætti stuðla að svip- aðri þróun hér á landi og orðið hefur á hinum Norðurlöndun- um. Ég hef mætt áhuga forystu- manna íslenzku ■ verkalýðs- hreyfingarinnar á starfsemi AOF og tél, að aðstæðurnar hér á landi séu ekki ósvipaðar þeim, sem um hefur verið að ræða t.d. í Noregi og Svíþjóð, á meðan uppbygging fræðslu- stofnana verkalýðsfélaganna í þeSsum löndum hefur farið fram. Þess vegna held ég, að vefkalýðshreyfingin hér á landi geti haft mikil riot af reynslu okkar. Það má segja, að það sé ein- mitt þess vegna, að ég er hing- að kominn til að kynna starf- semi AOF í Noregi og reyndar um leið fræðslustarfsemi, verka lýðshreyfingarinnar á hinum Norðurlöndunum. Ef forystu- menn íslenzku verkalýðshreyf- ingarinnar telja, að eitthvað það, sem ég kynni í fyrirlestr- um mínum, gæti komið að gagni hér á landi, þá er mark- miðinu náð.“ Hvað segirðu um stjómmála- ástandið í Noregi nú að aflokn- um mjög spennandi kosning- um? „Þetta var ákaflega skemmti- leg kosningabarátta og getum við jafnaðarmenn ágætlega vel við unað úrslit kosninganna, hó að enn vant.i tvö þingsæti til þess að við komumst í stjórnaraðstöðu, en tvö þing- saeti getur tæplega talizt mik- ill munur. Ef atkvæði í kosn- ingunum hefðu dreifzt lítið eitt öðru vísi en raun varð á væri ekki óhug«andi, að við hefðum fengið meirihluta í Stórþinginu með sama at.kvæðamagni og við fengum í kosningunum. Það munaði bví litlu, að við kæmumst í stjórn aftur. Það er mín skoðun, að á næstu fjórum árum muni staða jafnaðarmanna í Noregi geta styrkzt verulega, þegar hin nýja stefnuskrá Alþýðuflokksins hef ur verið rædd og kynnt þjóð- inni, en hún kemur til með að hafa veruleg áhrif á þróun mála í landinu, svo og að flokks forystan yngist enn.' Kosningaúrslitin eru saga út af fyrir sig, en þau byggðust á þeim málum, sem Alþýðu- flokkurinn kom á framfæri og barðist fyrir á undanförnum fjórum árum. Auk þess skipti miklu máli sú breyting, að nýtt og ungt fólk hefur verið valið til trúnaðarstarfa í svo til öllum deildum flokksins. Raunveru- lega -er Trygve Bratteli, for- maður flokksins, nú sá eini i forystuliðinu, sem kom til starfa fyrir stríð eða á hernámsárun- um. Þessi breyting er því stór- felld bæði málefnalega og með tilliti til forystumanna. Það er alveg ijóst, að þegar stjórn borgaraflokkanna fram- kvæmir verðlagsstefnu sína hlýtur dýrtíðin að aukast að mun í Noregi. Hækkun sölu- skattsins frá næstu áramótum og stefna borgaraflokkanna í verðlagsmálum mun leiða til a.m.k. 10% verðhækkunar. Það er þegar Ijóst, að verð- hækkunin verður miklu meiri en út frá var gengið. Vegna þessarar staðreyndar neyddist ríkisstjórnin til að setja á verð- stöðvun fyrir tæpum hálfum mánuði og ennfremur að hækka vexti um 1% og ennfremur varð hún að gera sérstakar ráð- stafanir með tilliti til fjárfest- ingar. Þetta hlýtur að leiða til þess, að Alþýðuflokkurinn sigri í næstu kosningum, ef ekki gerist eitthvað mjög óvænt á kjörtímabilinu“. Heldurðu, að Per Borten tak- ist að halda stjórn borgaraflokk anna saman heilt kjörtímabil í viðbót? „Þetta er ein af þessum stóru spurningum, sem erfitt er að svara. Róður ríkisstjórnarinn- ar er svo þungur, að tvísýnt er, hvernig fara mun. Stjórnar- þátttaka Vinstri flokksins er að margra dómi sér í lagi erfið og talið jafnvel líklegt, að flokkurinn kunni að skerast úr leik. En Alþýðuflokkurinn hef- ur lýst því yfir, að hann sé reiðubúinn að taka við stjórn- artaumunum, ef ríkisstjórn borgaraflokkana gefist upp. Að sumu leyti yrði það þó Alþýðu- flokknum hagkvæmt, ef ríkis- stjórn borgaraflokkanna sæti út kjörtímabilið'*. II. E. H. Námskeið í finnsku í Háskólanum. Finnski sendfkennarinn við Háskóla Islands, ihum. kan’d1. Julha K. Peura, hef ur námskeið 1 frnnsku fyrir almenning í vetur. —Þeir sem vilja táka þátt í því (byrjendur og fram haldsn'emendur) kjami til viðtals í Norræna húsinu þriðjudaginn 7. okt. kl. 20.15. FRÁ HÁSKÓLA ÍSLANDS

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.