Alþýðublaðið - 25.10.1969, Síða 8
8 Alþýðublaðið 25. október 1969
Allar aðstæöur
til að koma upp
gríðarstórri
hvalalaug hér
■ ■ r ■M 0* I » » f | a | ■
Hrygningartími laxanna er kominn.
upplýsingar og leiðbeiningar. laxa í fiskabúri .sædýrasafnsins.
Nokkrir hópar skólafólks hafa
jafnframt heimsótt okkur í
Sædýrasafnið í Hafnarfirði
stendur í lítilli vík milli kaup-
staðarins og annarrar víkur,
sem verið hefur mest í munn
landsmanna á undanförnum
árum, — Straumsvíkur. Strand
lengjan í þessarri litlu vik var
áður hulin sjávarsandi en hann
hefur allur verið numinn á brott
og liggur nú tryggilega inn-
múraður í veggi nýrra húsbygg
inga á höfuðborgarsvæðinu. í
víkinni standa mosavaxnar
klappir og á milli þeirra skín
enn í hraunið, sem þarna hef-
ur hlaupið fram, — svargrátt
að lit.
Niðri við sjóinn í þessari vík
hafa áhugamenn úr Hafnar-
firði afgirt um 1600 fermetra
svæði og reist þar myndarlegt
safn sjávardýra sem margir
hafa heimsótt sér til ánægju og
fróðleiks á því sumri, sem nú
er að líða. Fyrir nokkrum dög-
um slógumst við Gunnar Heið-
dal, Ijósmyndari Alþýðublaðs-
ins, í þann hóp og eftir að við
höfðum skoðað safnið undir
leiðsögn safnvarðarins, Jón Kr.
Gunnarssonar, og Gunnar tek
ið sínar myndir, var mér boðið
upp á kaffi í gömlu rórhúsi,
sem fengið hefur nýtt hlutverk
sem aðgöngumiðasala uppi á
þurru landi. Þar ræddi ég við
Jón Gunnarsson, forstöðumann
safnsins, um málefni þess og
framtíðaruppbyggingu, en Jón
hefur tekið miklu ástfóstri við
það starf, sem þarna er unnið
og er fullur áhuga og hug-
mynda um framtíðarverkefni
þeirra safnmanna.
— Hugmyndin að því, að
setja hér upp sædýrasafn fædd
ist raunar þegar hjálparsveit
skáta í Hafnarfirði setti á fót
fiskasýningu í fjáröflunarskyni
árið 1964, sagði Jón Gunnars-
son. Þessa sýningu sóttu yfir
26.000 manns og var henni
miklu betur tekið af almenn-
ingi, en við höfðum þorað að
vona. Þessi sýning var fyrst
og fremst sett á fót til fjár-
öflunar fyrir hjálparsveitiná og
tókst það vonum framar, en
undirtektir almennings gerðu
það að verkum, að ýmsir þeir,
sem að sýningunni stóðu, fóru
að hugleiða það hvort ekki væri
unnt að koma hér á fót raun-
verulegu safni sjávardýra.
Okkur fannst það í rauninni
vansæmandi fyrir jafn mikla
fiskveiðiþjóð og íslendingar
eru, að hvergi k landinu væri
til neitt fiskasafn, þar sem
fólk gæti virt fyrir sér hélztu
nytjafiska við strendur lands-
ns í sem eðlilegustu umhverfi.
Við vorum jafnframt sann-
færðir um, að grundvöllur væri
fyrir slíku safni og áhugi næg
ur meðal almennings.
Við félagarnir ræddum þessi
mál okkar í meðal næstu miss-
erin og fengum ýmsa aðra á-
hugamenn til liðs við okkur.
Þessar athuganir, leiddu til
þess að stofnað var Félag á-
hugamanna um fiska- og sæ-
dýrasafn og í júní 1968 var
undirbúningur að stofnun
safnsins kominn það langt á
veg, að safnið skyldi vera sjálfs
eignarstofnun. Félagið, sem
stendur að safninu, er opið öll-
um gegn 500 króna gjaldi og
eru sífellt að bætast nýir félag
ar við þann hóp, sem upphaf-
lega stóð fyrir byrjunarfram-
kvæmdum hér.
Mánuði síðar afhenti bæjar-
stjórn Hafnarfjarðar okkur svo
til umráða 10.000 fermetra
landssvæði hér í víkinni, en af
því höfum við enn sem komið
er ekki getað tekið undir starf
semina nema um 1600 ferm.
Við unnum svo að öflun safn
gripa, byggingu húsa hér á lóð-
inni og uppsetningu safnsins
þar til í vor, en safnið var
opnað fyrir almenning þann 8.
maí.
— En aðsóknin?
— Aðsóknin hefur farið fram
úr öllum vonum. Við höfum
nær ekkert auglýst, en það sem
af er hafa rösklega 47.000
manns heimsótt okkur hér, —
og margir oftar en einu sinni.
M(e(stur jhefur fólksstraumur-
inn verið um helgar og jafn-
vel oft á tíðum þá komið svo
margt manna, að við höfum átt
í erfiðleikum sakir þrengsla.
Aðra daga hefur aðsóknin
verið jöfn og þegar svo er býst
ég við að safngestir hafi mest
gagn af heimsókninni hingað
því þá hefur okkur gefist mun
betri tími til þess að sinna gest
um okkar og veita þeim ýmsar
Turnfálki þessi settist yfirkominn
rúmsjó. Skipverjar fluttu hann í
nú að hjarna viff.
af þreytu á íslenzkt skip úti á
land og gáfu safninu og er fálkinn
og svo er eins um þessa fallegu
fylgd með kennurum sinum en
þó verð ég að segja það, að
mér finnst skólarnir hefðu átt
að sinna þessu safni betur því
ég er sannfærður um, að hér
getur skapast aðstaða í sam-
bandi við náttúrufræðikennslu,
sem hvergi er annars. staðar að
fá á íslandi ef undan er skil-
ið myndarlegt fiskasafn þeirra
Vestmannaeyinga. f fram'tíð-
inni hljóta þessi söfn bæði að
verða notuð í miklum mæli af
skólunum í nágrenni þeirra
enda kjörið tækifæri að hag-
nýta söfnin til dýrafræði-
kennslu á svipaðan hátt og gert
er varðandi slík söfn úti í
heirni.
Ég yil'til gamans geta þess,
að í hópi þeirra erlendu ferða-
langa, sem hingað hafa komið,
var forstöðumaður stórs fiska-
safns í Ohio-fylki í Bandaríkj
unum. Hann hreifst mjög af
þeim möguleikum, sem okkar
safn hefur hér og sagði að all-
ar aðstæður til þess að reisa
hér stórt og fullkomið safn
sjávardýra væru mun betri en
víðast hvar, þar sem hann
hefði séð. Ættum við ekki í
þeim erfiðleikum í sambandi
við mengun sjávar, sem er-
lendis væru nær óyfirstígan-
legir fyrir slík söfn.
Þessi skoðun sérfræðingsins
er tvímælalaust rétt, því þrátt
fyrir frumstæðar aðstæður bor
ið saman við erlend söfn, þá
hefur okkur auðnast að hafa
hér fiskitegundir og láta þær
þrífast, sem ýmis erlend söfn
hafa hreinlega gefist upp á.
— Hvert telur þú vera hlut-
verk safna, sem þessa?
' Hlutverk þeirra er í raun-
inni tvíþætt. Annars vegar til
'skemmtunar og fróðleiks fyrir
almenning og hins vegar í
tengslum við ýmis vísindastörf.
Ég vil sérstaklega geta þess,
að íslenzkir fiskifræðingar hafa
verið okkur mjög hjálplegir og
sýnt málefnum safnsins mikinn
áhuga. Hefur tekizt gott sam-
starf við þá og mun sjálfsagt
eiga eftir að eflast áð mun við
tilkomu hins nýja hafrann-
sóknaskips okkar íslendinga,
Bjarna Sæmundssonar.
Feit cg falleg bleikja.