Alþýðublaðið - 25.10.1969, Blaðsíða 16

Alþýðublaðið - 25.10.1969, Blaðsíða 16
AJþýðu blaðið < 25. öktóber 1969 USA og Kanada deila nm " 'I norðvesturleið I □ Deila virðist vera að rísa upp milli Bandaríkjana og Kanada um yfirráðarétt yfir ís hafinu norðan meginlands N.- Ameríku, þ. e. norðvesturleið- inni svo nefndu. Bandaríkja- stjórn hefur lýst því yfir að hún líti á norðvesturleiðina sem alþjóðlega siglingaleið, en í hásætisræðu sinni við setn- ingu kanadíska þingsins í gær, sagði Rolan Michener land- stjóri í Kanada, að Kanada hefði fullan yfirráðarétt yfir öllum eyjum og landgrunninu norðan meginlands og í ráði E væri að setja ströng lög um ™ siglingar á þessum slóðum til <’ þess að hindra mengun, ef olíu |í flutningar tækju að gerast tíð ir um norðvesturleiðina. Það er » för olíuskipsins Manhattan á W> dögunum, sem hefur vakið hjá || mönnum vonir um að hag- “ kvæmt kunni að vera að flytja | olíu sjóveg þessa leið frá hin- H um nýfundnu olíulindum í |j Alaska, en greinilegt er að _ Kanadastjórn er ákveðin í því ■ Framih á bls. 15 1 Allar DC 6B vélar seldar □ Loftleiðir hafa nú selt Flughjálp tvær síðustu Cloud- masterfiugvélarnar í eigu fé- lagsins (DCGB), en tvær vélar voru seldar Flughjálp áður og ein var seld til Chile. Þess- ar vélar hafa að undanfömu verið leigðar hollenzka flug- félaginu Transavia og var önn ur notuð til Biafraflugsins. — Báðar vélarnar halda nu í Bi- afraflug á vegum Flughjálpar. Önnur vélanna, sem nú voru seldar, TF-LLA er fyrsta Cloud mastervélin sem Loftleiðir keyptu, en hún kom til lands ins í byrjun desember 1&59, að því er segir í fréttatilkynningu frá Loftleiðum. Hin vélin, TF- LLB kom í marzbyi'jun árið 1960. Með söiu þessarra tveggja Clondmastervéla lýkur farsæl- um ferli þessarar flugvélateg- undar í þjónustu Lofíleiðá. Samningar hafa nýlega ver- ið undirritaðir milli Rlughjálp- 9 ar og Loftleiða um að Loftleið | ir taki frá og með 8. næsta 1 mánaðar við stjórn flugrekst- a urs Flughjálpar en frá stofnun S Flughjálpar s.l. aprílmánuð, hef 1 ur hollenzka félagið Transavia “ annast reksturinn. Aðalstöðvar flugrekstursins 1 verða væntanlega í Luxem- i borg og verður fyrirliði þeirra ■ Einar Ólafsson, en Þorsteinn 9 Jónsson verður áfram yfirmað 9 ur flugliðsins í Sao Tome. — Reikningsfærslur vegna þessa 1 verða í aðalskrifstofum Loft- i leiða í Reykjavík. Flughjálp hefur nú fjórar 1 Cloudmastervélar til hjálpar-1 flugsins til Biafra, en fimmta " vélin er væntanleg á næstunni 1 eftir viðgerð ,sem nú er unnið | að. i 111 i’i:' xí NÍU ÁRA BÖRNÁ SKAUTUM □ Það var hátíS hjá níu ára krökk unum hans Sverris Kristinssonar, kennara í Kársnesskólanum í Kópa vogi, þegar hann arkaði með allan hópinn, 20 stykki, inn í Reykjavík til að fara í Skautahöllina. Þó ekki séu þau há í loftinu, þessi litlu grey, voru þau býsna seig við að standa á skautunum, utan tvö sem héldu sig sem næst kennaranum og þótti ’gctt að hafa stuðning af honum. Þegar allir höfðu spennt á sig skautana, kallaði Sverrir á þá, sem þegar höfðu brugðið á leik á svellinu. „Allír í röð, alveg eins og í strætó,“ og krakkarnir röð- uðu sér fyrir aftan kennarann og héhlu sér hvert í annað. alveg eins og í strætó, og síðan hélt lestin af stað. Að vísu urðu smátafir, þegar einn og einn krakki fékk smábyltu, en það var fljótlega staðið upp aftur og ekki bar á öðru en allir skemmtu sér hið bezta, enda munur að fá að leika sér á skautum stundarkorn í stað inn fyrir að sitja á skólabekkniim, þó að það sé útaf fyrir sig gamarí — á þessum aldri. (Mynd: Þorri). Met-haust hjá Iðnö □ Leikfélag Reykjavíkur hef ur haft 30 leiksýningar á rúm- um mánuði í haust og er hér um að ræða algert met; sýn- ingar á vegum félagsins hafa aldrei verið fleiri á sama tíma frá upphafi starfsemi L.R. Tobacco Road hefur verið sýnt fimm sinnum og hafa við tökur áhorfenda sem gagnrýn- enda verið góðar. Skopleikur- inn „Sá sem stelur fæti er hepp. inn í ástum“, eftir Daríó Fó, sem sýnt var í fyrra, hefur ver ið tekinn upp að nýju. Loks má geta þess, að Iðnó-revían hefur verið sýnd 20 sinnum fyr ir fullu húsi og við frábærar undirtektir áhorfenda. — BJaðið á mánudag □ í blaðinu á mánudag mun með al annars birtast viðtal við Pálínu Jónmundsdóttur, sýningarstúlku, ennfremur verður þar grein um störf Alþirígis í síðustu viku, grein um dönsk stjórnmál eftir Hörð Zcphaníasson, kennara, auk margs konar annars efnis. Þá mun einn- ig birtast á mánudag skákþáttur Ingvais Ásmundssonar og vísna ; þáttur Gests Guðfinnssonar.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.