Alþýðublaðið - 24.11.1969, Blaðsíða 7
Nýjar
bækur
Stefán Júlíusson
Smásöpr eflir
Stefán Júlíusson
TÁNMGAR nefnist ný
'bó'k eftir Steflán Júllíulsson, og
eru í henni 12 smláisögur.
Slkiptist bókin í tvo hluta,
nefnir höfundur annan Sex
þætti um sama fóllk, en hinn
Sex aSra þætti. Bókin er 123
hls. að stærð, gefin út f kí'Jljiu
forrni, en prentuð í Prent-
smiðju Hafnarfj'arðar. Útgef
andi er Bókatoúð Böðvars.
Ég raka ekki í dag,
góði 1
\
★ Ég raka ekki í dag, góði,
eftir Þorsteinn Matthíasson, eru
þrettán þættir úr íslenzku þjóð-
lífi, viðtöl og frásagnir. Segir
Þorsteinn um bókina, að hún
fjalli um líf þeirra manna og
kvenna, sem risið hafa úr hafi
meðalmennskunnar og verið á-
berandi með hverri kynslóð.
Nafnið á bókinni er tekið eftir
frásöguþætti af Árna Nikulás-
syni rakara að Pósthússtræti 14
sem rakaði og klippti velflesta
bæjarbúa um árabil á fyrri
hluta aldarinnar. Bókin er 133
bls., prentuð í Grágás í Kefla-
vík, útgefandi er Örn og Ör-
lygur. Bókin kostar kr. 260,00.
Um geishur og
verzlunarmenn
★ Eldflugan dansar eftir El-
ick Moll og fjallar um hæg-
látan vefnaðarvörukaupm'ann,
sem sendur er til Japan í verzl-
unarerindum. Þar kynnist hann
einni af hinum svonefndu
geishum, og segir sagan á létt-
an og hispurslausan hátt frá
ýmsum spaugilegum atvikum í
samskiptum hans við þessar
stúlkur. Guðjón Guðjónsson,
fyrrverandi skólastjóri, hefur
þýtt bókina á lipurt og. skemmti
legt mál, en á sl. ári las hann
bókina í útvarpið, eins og marg-
ir muna eflaust. Bókin er 136
bls., prentuð og gefin út hjá
Leiftri h.f. Verð kr. 260.00.
i
Björgunar- og
sjóslysasaga
★ Þrautgóðir á raunastund er
björgunar- og sjóslysásaga ís-
lands frá 1928—li93'5, þar sem
sagt er frá mörgum frægum
björgunum og sjóslysum á
þessu tímabili. Steinar J. Lúð-
víksson, blaðamaður hefur tek-
ið saman og notið góðrar að-
stoðar Slysavarnarélags ís-
lands við öflun á heimildum.
Aftast í bókinni er atburða-
skrá. Bókin er 207 bls. gefin
út af Hraundrangi og prentuð
í Grágás í Keflavík. Verðið er
kr. 698,00 úr búð, en félögum
SVFÍ gefst kostur á að eignast
hana á sérstöku áskriítarverði.
Ný bók um Bolla,
Skúla og Adda
LEYNDARDÓMAR LUND
EYJAR 'nefnist ný unglinga-
saga eftir Guðjón Sveinsson
og er þetta þriðja bólk höf-
und'ar u-m þá félagana Bolla,
Skúla og Adida, en nú hefur
systir Bollla, Dísa, siegizt í
hópinn. Bóikin er 158 bJs.,
prentuð í Prentverki Odds
Bijörnssonar á Akureyri, en
Bókaiforlag Odd's Björnssonar
gefur hana út.
Skáldsaga effir
Svövu JakobsdóHur
★ Leigjandinn nefnist skáld-
saga eftir Svövu Jakobsdóttur,
sem nýlega er komin út hjá
Helgafelli. Svava hefur áður
gefið út smásögur, sem vakið
hafa verulega athygli, en
Leigjandinn er fyrsta skáldsaga
hennar, og segir útgefandi á
kápu bókarinnar að enginn vafi
sé á að sagan muni vekja mikla
athygli. „Hún segir furðulega
sögu með hófstilltri list og ó-
venjulegu jafnvægi,“ segir þar.
— Leigjandinn er 127 bls. að
stærð. Erna Ragnarsdóttir hef-
ur gert kápumynd, en bókin er
prentuð í Víkingsprenti.
Svava Jakcbsdóttir
Frímann Helgason.
Um nafnkunna
íþrótiamenn
★ Fram til orrustu heitir bók
Frímanns Helgasonar, hins góð
kunna íþróttafréttaritara. í
bókinni ræðir hann við fjóra
nafnkunna íþróttamenn af
þremur kynslóðum, þá Jón Kal-
dal, Örn Clausen, Ríkharð
Jónsson og Geir Hallsteinsson.
Meginhluti bókarinnar er við-
tölin við íþróttamennina, sem
Frímann skrifaði sl. sumar, en
inn á milli fellir hann frásagn-
ir blaða af daglegum íþrótta-
viðburðum. — Er sérstaklega
eftirtektarvert valið á íþrótta-
mönnunum. Jón Kaldal var upp
á sitt bezta á árunum eftir
1920, Örn Clausen og Ríkharð-
ur Jónsson náðu beztum afrek-
um á árunum milli 1950 og
1960 og Geir Hallsteinsson er
mitt í orrahríðinni, talinn með
beztu handknattleiksmönnum í
Evrópu um þessar mundir. Bók-
in er 160 bls., prentuð í Grá-
gás í Keflavík og gefin út af
Erni og Örlygi. Verðið er kr.
468.00.
NÝ bók um Dagfinn
dýralækni
i.
★ Dagfinnur dýralæknir og
perluræningjarnir er þriðja
bókin um þennan vinsæla
lækni. Segir hún frá samskipt-
um Dagfinns við þrælasala,
perluræningja og sitthvað
fleira. Höfundur er Hugh Loft-
ing ,en þýðandi Andrés Kristj-
ánsson. Bókin er 200 bls., prent
uð í Grágás, en útgefendur eru
Örn og Örlygur. Verðið er kr.
198,00.
Sagnaþæltir
Oscars Clausen
AFTTJR í ALDIR nefnist
s^fn frásagna eftir Oscar
C'.'a'Usen rjt'höf'und ,seim
fiýrsta bindi er nýlega komjð
út af. Fyrir tveimiur áratug-
um komu út tvö lítil sagna-
hefti eftir Oscar með þessu
Alþýðublaðið 24. nóvemiber 1969 7
uð í þessu búndí, en auk þess
er bætt vig nýjuim þáittuim,
og segir höfundur í eftirmála
að viðbótarþættirnir hafi
flestir verið skrifaðir á árun-
um 1930—40 og hafi upp-
haflega verið ráðgert að þeir
yrðu ébki birtir, fyrr en höf
undur væri allur. Aftur f ald
ir er 232 bls,'að stærð, jprent
uð í Alþýðuprentsmiðjunni,
en bundin í Bókfelli. Útgef-
andi er Sfcugigsjá í Hafnar-
firði Verð bókarinnar ær kr.
460,00 án söluskatts.
Barnabók effir
lan Fleming
★ Töfrabifreiðin Kitty Kitty
Bang Bang er fyrsta ævintýra-
bókin af þremur, sem væntan-
legar eru eftir Ian Fleming,
höfund bókanna um James
Bond. Fjallar bókin á skemmti-
legan hátt um töfrabifreið, sem
getur ekið, flogið og siglt. — í
þessari bók færir höfundur
tækni nútímans í ævintýrabún-
ing, breytir í ævintýri því sem
efst er í huga flestra nútíma-
barna. Bókina prýða margar
mjög fallegar myndir. Ólafur
Stephensen þýddi og endur-
sagði bókina, Örn og Örlygur
gefa út en Prentsmiðjan Graf-
ík prentaði. Bókin er 48 bls.
og verðið kr. 198,00.
Suður heiðar í
f jórðu úfgáfu
SUÐUR HEIÐAR eftir
Gunnar M. Magnúss er nú
komin út í fjlórða sinn, en
sagan feom fyrst út árið 1937.
Þetta er ungl 'ngasaga, og
var lesin í sjónvarpi á sl.
vetri, en þessari útgláfu
fylgja myndir eftir Þórdísi
Tryggvadó'ttur, þær sömui og
sýndar voru með sögunni í
sjónvarpinu. Bókin er 143
bl's. ag stærð, prentuð í prent
smiðjiu'nni Odda, en útgef-
andi er Vinaminni.
Þæltir úr
Skagafirði
MINNINGAR ÚR GOÐDAL
OG MISLEITI'R ÞÆTTIR
nefni'st rit eítir Þormóð
Sveinsson, en síðara bindi
þess er nýfcomið út hjá Bólka
forlagi Oddís Björnssonar á
Akureyri. Er bókinni sikipt í
tvo hluta; nefnist annar Af
bernsku'slóðum, og eru þar
endurminningar höfundar frá
uppvaxtaráirum hans í Sfcaga
f rði, en síðari hlutinn nefn-
ist Misleitir þættir. Bókrn er
210 bls. að stærð og fy'lgir
henni nafnaskrá fyrir bæði
bindin. Prentun hefur Prent
verk Od'ds Björnssonar á Ak_
ureyri annazt.
: .;• ' . A ;;
Ævinlýri j
múmínálfanna
★ Vetrarríki í Múmíndal er
annað ævintýrið um Múmínálf-
ana, sem bera þessi skrýtnu
nöfn eins og Múmínsnáðinn,
Tikka-tú, Aumi og Fjolka. Æv-
intýri þessi eru talin vera á
borð við Lísu í Undralandi, og
hefur höfundurinn, Tove Jan-
son, unnið sér til mikilla vin-
sælda fyrir barnabækur sínar.
Steinunn Briem hefur þýtt bók-
ina. Vetrarævintýri í Múmín-
dal er 128 bls., prentuð hjá
Grágás, Örn og Örlygur gefa
út. Verðið er kr. 198,00.
Þurfa að vera
sannar
★ Syndugur maður segir frá
er sjálfsævisaga Magnúsar
fyrrverandi ritstjóra Storms. Er
bókinni skipt í tvo megin þætti:
Æviþætti og drög að mannlýs-
ingum og svipmyndir. Segir
Magnús svo í formála, að sjálfs
ævisögur þurfi að hafa þren.it
til brunns að bera: Að þær séu
sannar, að þær hafi frá ein-
hverju að segja og að þær séu
skemmtilegar, a.m.k. læsileg-
ar. Segist hann hvei'gi hafa vís-
vitandi hallað réttu máli i bók-
inni. Þrír kaflar bókarinnar
segir Magnús sjálfur að séu
skemmtilegastir, þ. e. Mannleg
náttúra, Ég spiiaði með þeim
og Ég drakk með þeim. Aftast
í bókinni er nafna-skrá þar
sem eru á sjötta hundrað nöfn.
— Bókin er 343 blaðsíður áð
stærð, prentuð og útgefin hjá
Leiftri hf. Verð kr. 460.
Konráð Þorsteinsson.
Barnabók til ágéða
fyrir sumardvalir
FJÖRKÁLFAR ' nefnist
barnabcik eftir sænska r11-
höfundinn Sonju He Jberg,
sem nýlega er k.cimin út í þýó‘
ingu Konráðis Þorstein-son-
ar. en þýða'ndi ias sögu þessa
í barnatíma í útvarpinu í
sumar. Útgefandi er nýt-t
bd'kafor'lag, Barnabækur h.f.,
en allur ágóði af sölu bcfcar-
'innar rennur td siuimai’dvala-
heimilisins að Ölveri í Borg-
arfirði. Verðið er kr. 200.