Alþýðublaðið - 28.11.1969, Page 2

Alþýðublaðið - 28.11.1969, Page 2
2 Alþýðublaðið 28. móv'ember 1969 Götu Gvendur SNORRI skrifar mér á þessa ' leið; Margt má eflaust finna að sjónvarpinu okkar, enda hafa margir notfært sér það til að 1 nöldra. Ég vona að sjónvarps- mennirnir okkar taki nöldrið ekki of nærri sér, heldur reyni •að notfæra sér það til að gera betur, en seint verður sjónvarp ið vitanlega fullkomið, og von andi aldrei, og eflaust verða alltaf 'einliverjir óánægðir. Ég sagði að vonandi verði sjón- varpið aldrei fullkomið, og ég meina það. Það hlýtur að segja sig sjálft, að finni sjónvarps- menn einhvern þann farveg sem öllum líkar, hlýtur dag- 1 skráin að staðna, verða að rút- ínq, -og á endanum verður fólk annaðhvort leitt á sjónvarpinu aftur eða þá það staðnar með sjónvarpinu og yfir það leggst •andlegur doði, sem er eitt af því hættulegasta sem til er. En þá kemur að því sem ég sagði, •að éflaust verða alltaf einhverj ir óánægðir.“ < UM MATARTÍMANN „En ég ætlaði nú ekki að ' fara að ræða um framtíð sjón- varpsins, heldur bera fram kvörtun, ekki beint gagnrýni, heldur kvörtun. Er nauðsyn- legt að láta þá dagskrárliði sem hefjast fyrir kvöldmat vissá daga vikunnar, standa fram yfir sjö og trufla þannig matmálstíma fólks? Barnatími sjónvarpsins hefst klukkan sex ef ég man rétt, en oft lýfcur hon um ekki fyrr en milli sjö og hálf átta, og dæmi eru þess að honum hafi lokið klukkan tíu mínútur fyrir átta. -Þetta þýðir, að ekki er hægt að slíta börn- in frá sjónvarpinu til að fá sér að borða, og það hefur. í för ■ með sér að húsmóðirin getur I ekki lokið uppþvotti fyrir frétt I ir. Annað er líka í þessu, það er alltaf heldur leiðinlegt að mínum dómi, þegar fjölskyldan j setzt ekki öll saman a ðsnæð-: ingi, heldur er hver í sínu horni i og fólkið er kannski að koma að borðinu eitt og eitt í einu til iað krækja sér í bita. —Þetta gildir ekki einungis um barna I tímann, heldur stendur íþrótta þátturinn oft fram yfir sjö. — I Er ekki hægt að byrja á þess- i um dagskrárliðum hálftíman- um fyrr? — Skorri.“ REFSIVERT SVART FUGL skrifar mér á þessa leið: „Heyrðu kæri. Ertu | ekki sammála manninum, sem , sagði við mig um daginn, að a það ætti að vera refsivert at-1 hæfi að selja íbúðir með hagn* aði? Satt að segja er ég þeirrarl skoðunar, að það ætti hrein-l lega að setja braskara og fjár-| glæframenn í tugthús, sem hafa . launafólk, sem er að berjast I við að eignast þak yfir höfuð-1 ið, að féþúfu. Kannski finnst' þér, gamli minn, að ég taki I nokkuð djúpt í árinni. Það má I vera. En hvers vegna dettur j nú réttlátum manni — en það . þykist ég vera — í hug, að ein hverjir samborgarar mínir — þeir, sem bafa fjármálavit — ' hafi mig eða þig að féþúfu? I Ástæðan er einföld. Ég held nefnilega, að það sé ákveðinn | hópur braskara og spekúlanta, . sem hafi ráðið íbúðaverði hér a í Reykjavík alla tíð. Ef tilraun j er gerð til að hnekkj a" veldi < þeirra, rísa málgögn þeirra, I borgaralegu blöðin Morgunblað I ið og Vísir, upp á afturlappirn-J ar og leiða rök að því, að hið gífurlega háa íbúðaverð verði ekki lækkað með félagslegu á- taki. Slíkan málflutning í mál- I gögnum auðvalds, braskara og | þeirra, sem andvígir eru félags legri samhjálp í þjóðfélaginu, verður að varast. Hann er hættulegur. Mig rekur minni til upphrópana beggja þessara blaða í gagnrýni þeirra á Fram I kvæmdanefnd byggingaáætlun j ar bæði á meðan byggingar- framkvæmdir stóðu yfir í Breið í holtshverfinu og eftir að fólk var flutt inn í íbúðimar, sem * byggðar voru á vegum hennar. j A® LÆKKA VERÐ. Það hlýtur að vera öllum ljóst að sú tilraun, sem gerð var með framkvæmdaáætluninni, átti að verða upphaf að átaki til að lækka íbúðaverð. Nýjar aðferðir voru notaðar og ný tækni kom til sögu. En auð- vitað nægir ekki alltaf ein til raun til árangurs, ekki held- ur í þessu efni. Kannski urðu Breiðholtsíbúðirnar ekki alveg eins ódýrar og vonazt var til en tilraunin var vísir að stór- átaki. Og víst er um það, að braskararnir óttuðust þetta fé lagslega átak og óttast, að á- fram verði hialdið. Þeir halda uppi orrahríð og gera tilraunir að sannfæra jafnvel það fólk, sem nýtur þess nú, að átakið Frh. á bls. fl. I 1 I í I I HVAÐ ER AÐ GERAST Í MÁLEFNUM EVRÖPU1 □ Bandaríkjamenn 'og Rússar sitja við samnmga- borð í Helsinki, Bonn-stjórnin hefur boðið pólsku stjóminni upp á viðræður. Pólskir dpilómatar í Hels inki ,segja að fyrir dyrum istandi fundur austantjalds ríkjanna í Moskvu. Það ler sem sé ýmislegt að gerast bæði austan tjalds og vestan. Helsingfors er í brenni- punkti á einu sviði, Bonn á öðru, og á hinu þriðja Moskva eins og ævinlega. Finnskir diplómatar halda áfram tilraun- um sínum til að koma á ör- yggismálaráðstefnu, og eins og austurveldin gera þeir sér von- ir um að undirbúningsviðræður að minnsta kosti geti hafizt upp úr áramótum. Þá vona menn að fyrsta þættinum verði lokið í samningaviðræðum Bandaríkjanna og Sovétríkj- •anna um takmörkun vígbúnað- ar, og hægt verði að hefja næsta þátt viðræðnanna, ef til vill í Vínarborg. Við vitum næstum ekkert sem gerist í Helsinki, en það liggur í aug- um uppi að samkomulag í Hel- sinki yrði til þess að stappa stálinu í þá sem raunverulega vilja halda evrópska öryggis- málaráðstefnu. Nú virðast rúss- neskar fréttastofnanh’ búnar að fallast á að Bandaríkin taki þátt í slíkri ráðstefnu, og rík- isstjórn Brandts ætti að geta fallist á að setjast að samn- ingaborði með Austur-Þjóð- verjum. Þar með ætti það vandamál að vera leyst, hvaða aðilar taki þátt í ráðstefnunni. Austurríski jafnaðarmannaleið- toginn Bruno Kreisky hefur lagt til að ríkjunum í Mið- jarðarhafsbotnum verði einnig boðin þátttaka. En sú tillaga verður tæpast framkvæmd, fyrr en þá síðar. Ef allt of mörg vandamál verða tekin til um- ræðu samtímis, jafnvel deilu- mál í öðrum heimsálfum, eru líkurnar litlar að nokkur veru- legur árangur geti náðst, Enn er erfitt að vita, hvar von sé á árangri. Einhliða við- urkenning á Bréznev-kenning- unni, sem einmitt mætir sterkri gagnrýni frá Júgóslövum þessa dagana, er ekki freistandi um- ráeðuefni. En ráðstefna um málefni Ev- rópu gæti ef til vill staðfest samkomulag, sem Bonn-stjórnin gerði við ríki Austur-Evrópu. Bætt samskipti Vestur-Þýzka- lands og Austur-Bvrópu, sem yrðu þó ekki til að breyta stöðu Berlínar, yrðu tvímælalaust til að auka öryggi álfunnar. Það eru ekki margir mánuðir síðan menn óttuðust að til átaka kynni að draga í Berlín. •Minnkandi spenna á þeim hættulega stað væri ávinning- ur, sem gerlegt væri að kaupa með því að viðurkenna það á- ástand, sem raunverulega er í Evrópu. Allt annað mál er að það er fjarstæða að fara fram á að Vestur-Þýzkaland líti á Austur-Þýzkaland sem erlent ríki. Á hinn bóginn ætti að vera hægt að ræða í alvöru um viðurkenningu þess, að Austur- Þýzkaland sé sjálfstæð pólitísk heild, annað þýzkt ríki og lánda mæri þess séu í raun landa- mæri austurs og vesturs í Evr- ópu. En það verður að ákvarða réttarstöðu Berlínar og koma kyrrð á í borginni. Bæði efna- hagslega og á annan hátt myndi Vestur-Berlín hagnast á minnk- aðri spennu. Það hlýtur að vera' ein ástæða þess að Schútz borgarstjóri hefur látið svc> mjög til sín taka, einkum sam- skiptin við Pólland. Það getur be'nt til þess að þáttaskil séu, framundan, að Bonn-stjórniá kemur nú fram og leggur fram formlegt tilboð um samninga- viðræður við Pólverja. Það eB hyggilegt af vestur-þýzku stjórn inni að láta Pólverja um að á- kveða á hvaða stigi umræðurn •ar eigi að fara fram. En auð- vitað vekur það tortryggni I Varsjá, að formaður þingflokk3 kristilegra demókrata, Barzel, skuli vara sterklega við öll- um undanslætti í landamæra- máhnu. Pólverjar viðurkenni Oder-Neisse-landamærin sem varanleg landamæri, en þær ættu áð hafa þau hyggindi til að bera að láta sér nægja við- urkenningu, sem sé skýlaus, eis þó þannig sett fram að Bonn- stjórnin gefi formlega ekkert eftir. Önnur vestræn og hlut- laus ríki geta síðan komið á eft ir og viðurkennt Oder-Neis3e- land'amærin og skuldbundið sig til að standa við þá afstöðu, ef einhvern tíma kemur að gerð friðarsamninga við Þýzkaland. En allir vita, að þeir verða aldrei gerðh’. < '?■ í) AUMINGJA ULBRICHT Ulbricht er í langtum erfið- ari afstöðu en ráðamennimir f Varsjá. í innanlandsmálum hef ur það gert leiðtogunum um margt léttara fyrir, að hálfgert styrj aldarástand hefur ríkt, þar sem Vestur-Þýzkáland er í hlut verki óvinarins. Það er skiljan- legt að leiðtogum Austur-Þjóð verja sé órótt^og margir þeirrd vilji ganga mjög skammt. Hin- ir íhaldssömustu af tékkósló- vakískum kommúnistum kunná Frh á 15. síðu.

x

Alþýðublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.