Alþýðublaðið - 03.12.1969, Qupperneq 8
8 Alþýðublaðið 3. dcsember 1969
/
HVER ER ÁGREININGUR VINSTRI
Kaflar úr ræðu Helga Sætnundssenar á fundinum á fimmfudagskvðldið
Góðir áheyrendur!
Hér haía tveir framsögu-
menn rætt um þá spurningu,
hver sé ágreiningur vinstri
manna á íslandi, hvers vegna
þeir séu ebki sameinaðir í ein-
um stórum flokki. Áður en ég
vík að þessu atriði, langar mig
að varpa fram einni skyldri
spurningu. Hún er þessi: Hver
er vinstri stefna? Hver væri
sú vinstri stefna, sem frjáls-
lyndir lýðræðissinnaðir menn
og konur á íslandi gætu sam-
einazt um? f sambandi við
þessi mál er á það að líta, að
sú reynsla, sem gengið hefur
yfir okkur íslendinga á undan-
förnum áratugum, hefur og í
meginatriðum verið reynsla
annarra þjóða. Þeir atburðir,
sem hér hafa átt sér stað,
spegla að ýmsu leyti þau við-
horf, sem gerzt hafa með öðr-
um þjóðum. íslenzk stjórnmál
eru því ekki einangrað fyrir-
bæri. Þau spegla um margt þá
stóru mynd heims og umhverf-
is.
Sú vinstri stefna, sem með
öðrum þjóðum hefur náð mest-
um árangri og tekizt að sam-
eina vinstri menn, telst í meg-
.inatriðum sú, að hún sé róttæk-
ur en frjálslyndur sósíalismi,
sem tryggi umbætur og öryggi
á sviði atvinnulífsins og skipu-
lagða efnabagsþróun með sam-
ræmdum þjóðarbúskap og
frelsi og jafnrétti þegnanna,
en afneiti sérréttindum og
einkahagsmunum. Þeitta er með
öðrum orðum sú meginstefna,
sem vakir fyrir jafnaðarmönn-
um alls staðar um heim. Þetta
er draumurinn um það vel-
ferðarríki, sem jafnaðarmenn
stefna að.
Þá er spurningin þessi: Hvað
myndi vinnast við það, að á ís-
landi væri einn stór og sterk-
ist róttækan en frjálslyndan
sósíalisma, svipaðan þeim, sem
jafnaðarmenn og aðrir frjáls-
lyndir aðilar aðhyllast á Vest-
urlöndum. Þessi stefna á ekki
eingöngu fylgi í Alþýðuflokkn-
um og Samtökum frjálslyndra
og vinstri manna. Þessi stefna
ætti líka miklu fylgi að fagna
með fyrrverandi kjósendum Al-
þýðubandalagsins, sem enn er,
Framsóknarflokknum og Sjálf-
stæðisflokknum.
Mig langar að benda strax á
eina staðreynd, vegna þess að
hún má vera vinstri mönnum
umhugsunarefni: Þessi róttæka
vinstri stefna hefur um margt
markað Sjálfstæðisflokknum
bás. Sjálfstæðisflokkurinn hef-
ur að ýmsu leyti tekið tiRit til
þessarar stefnu, — auðvitað af
því að hann hefur óttazt hana,
en einnig vegna hins, að hann
hefur talið hana sanngjama og
haldið, að hún ætti fylgi með
þjóðinni. Þess vegna má Sjálf-
stæðisfiokkurinn í dag eiga það,
að hann er miklu frjálslynd-
vinstri flokkur væri á íslandi.
Löngum er sagt, að ástæðan
fyrir þessum vonbrigðum hafi
verið afstaða kommúnista í
vinstri hreyfingunni. Ég læt
hana liggja í láginni, en bendi
á, að aðrir vinstri menn geta
ekki notað þetta eingöngu sér
til afsökunar. Látum komm-
únista um þann ágreining, sem
er milli okkar og þeirra, en við
hljótum að gera þessi mál upp
við okkur sjálfa, ekki síður en
andstæðinga okkar, hvort sem
þeir kalla sig lengra til hægri
en við eða lengra til vinstri.
í þjóðfélagi okkar hafa gerzt
miklar og merkilegar framfar-
ir á undanföroum áratugum
og við í Alþýðufloikknum ger-
um mi'kið af því, að telja, að
þær séu að verulegu leyti Al-
þýðuflokknum 'að þakka. Ég
skal ekki rifja upp þá sögu,
en minni aðeins á í því sam-
bandi, að þetta eru ekki ein-
göngu verk Alþýðuflokksins.
Alþýðuflokkurinn hefur mótað
þessa stefnu og barizt fyrir
þýðuflokkurinn var stofnaður?
Og hver er hlutur verkalýðs-
hreyfingarinnar í dag? Það,
hver er nú hlutur verka-
manna og sjómanna og iðn-
aðarmanna á íslandi, spegl-
ar kannski betur en nokk-
uð anijað, hvað vinstri stefna í
raun og veru er. Þó verður að
játa, með sárri blygð, að við
sjáum þess vottinn, hvað
sundrungin og sundurlyndið
hefur rist djúp sár í vinstri
hreyfinguna á íslandi, en þó að
hún hafi löngum verið löðrandi
í blóði innbyrðis deilna og á-
taka, hefur hún náð þessum á-
rangri fyrir sjálfa sig. Og miklu
meira. Hún hefur með þessu
málefnalega starfi markað
tímamót í sögu íslendinga.
Þetta er það sögulega hlut-
verk sem verkalýðshreyfingin
og Alþýðuflokkurinn hafa á ís
landi fyrir okkur sem teljum
O'kkur vinstra fólk.
Ég skal svo vikja örfáum orð
um að nokkrum málum sem
vinstri stefna ætti að beita sér
ur vinstri flokkur?
í umræðum um þessi atriði
stjómmálanna held ég, að okk-
ur væri hollt að leggja á þess-
um fundi til hliðar það, sem
hefur gerzt á undanförnum ár-
um og áratugum að því leyti
til, að það hljóti að marka
stefnu okkar í framtíðinni. —
Sannleikurinn er sá, að vinstvi
hreyfingin á íslandi hefur orð-
ið fyrir miklum vonbrigðum
og henni hafa vafalaust orðið
mörg mistök á, en það er ein-
mitt þess vegna, sem okkur er
nauðsynlegt að hyggja að,
hvernig við getum rætt þessi
mál í dag með það í huga að
marka þá stefnu, sem gildir
fyrir framtiðina og færi okk-
ur lengra fram á ■ leið. Þessi
stefna, sem ég lýsti áðan og
taldi að væri vinstri stefna,
hefur í raun og veru haft mik-
il áhrif í þjóðfélagi ökkar. Það
er alveg vafalaust mál, að mik-
ill hluti af fslendingum aðhyil-
Á fundi, sem AlþýSuflokksfélag Reykjavíkur og Samtök Frjálslyndra héldu í sameiningu s.l. fimmtudag flutti
Helgi Sæmundsson, ritstjóri, mjög athyglisverffa ræffu. Þessi ræffa var ekki skrifuff, en fundurinn var allur
tekinn upp á segulband og birtast hér á eftir kaflar úr ræffunni.
ari heldur en íhaldsflokkar ná-
grannalandannav Það eru bein
og óbein áhrif af þessari
vinstri stefnu, sem ég var að
lýsa. En þessi vinstri stefna
hefur samt ekki komið því til
leiðar að sameina vinstri menn
á íslandi í einum flokki.
Ég ætla ekki að rifja upp
þau mál, sem snúast um ártöl
eins og 1930, 1938 og 1956.
Sízt af öllu það, sem næst okk-
ur er, og brennur sjálfsagt erin
sem heitastur eldur á sumum
okkar, er komum við þá sögu,
hvar sem við vorum í hildar-
leiknum. Ég. mun ekki leggja
þau viðhorf hér til grundvallar
heldur hitt, að víkja aftur; að i':
þéim atriðúm, sem ég hafffi í S’
huga, þegar ég spurði, hýað
myndi vinnast við það, að stór
henni í bliðu og stríðu í fimm-
tíu ár, en sannarlega hafa fleiri
komið við þá sögu, og í því
sambandi vildi ég fyrst Qg
fremst minnast á hlut verka-
lýðshreyfingarinnar. Alþýðu-
flofckurinn hér hefði litlú til
vegar komið, ef hann hefði ekki
notið verkalýðshreyfingarinn-
iar. Annað má segja í þessu
sambandi; Hlutur verkalýðs-
hreyfingarinnar væri annar og
miklu lakari en hann er, ef Al-
þýðuflokksins hefði ekki notið
við. Þetta sjáum við bezt með
þvj að leggja dægurbaráttuna
til hliðar örstutta stund og
virða fyrir okkur aðrar stað-
reyndir, til dæmis þessar: Hver
var hlutur verkalýðshreyfing-
arinnar á ísjandi, þogsr Al^
fyrir. Þau eru alltaf á dagskrá,
en einkum eins og verið hefur
undanfarið, er harðnað hefur í
ári hjá íslendingum og afkoma
fólks reynist svipul. í því sam-
bandi ber atvinnumálin hæst,
að tryggja öllum atvinnu við
arðbær störf og stefnu í efna-
hagsmálum sem miðar að því
að koma rekstri gömlu atvinnu
veganna á traustan grundvöll,
en efna jafnframt til nýrra at-
vinnuvega, sem einkum bein-
ast að því að virkja og nytja
náttúruauð landsins og lind-
ir. í félagsmálum er takmarkið,
að íslendingar njóti öryggis frá
vöggu tij'grafiar. Þeir-ri hugSjón
hafa vinstri menn barizt fyrir
<af meiri heiðaríéifc o'g ríkari
drenglund^ en nokkru . gðru
stefnumáli. Við höfum náð
miklum árangri í þessu efni,
en þó allt of litlum, meðal ann-
ars vegna þess hver viðhorf
eru í okkar landi. Hinum ungu
fjölgar sífellt og fyrir þá ungu
viljum við gera allt sem við
getum. Gamla fólkinu fjölgar
einnig og fyrir þá gömlu ber
okkur að gera allt sem unnt
er. Afleiðmgjn er sú að aldurs-
flokkurinn þarna á milli verður
að leggja æ harðara að sér að
sjá um þessar samfélagslegu
þarfir, bæði ungra og gamalla.
Þess vegna þarf til þessarar
samhjálpar nýja tekjustofna,
aðra en þá almennu skatta sem
lagðir eru á landsmenn. Þeim
árangri náum við ekki nema
með vinstri stefnu og vinstri
flokki. Loks minnist ég á þá
breytingu sem verður að ger-
ast á næstu árum í menntamál-
um okfcar íslendinga. Við hljót
um að vikja frá því að láta
grundvöll menntunar ■ vera
þann að ala upp gömlu em-
bættismannastéttina sem fyrr-
um var en gegnir nú engan
veginn sama hlíutverbi með
þjóðinni og áður, auk þess sem
ný viðhorf eru komin til sög-
unnar.
Hver er svo ágreiningur
vinstri manna?
Ég heyrði á ræðu Haralds
Henrýssonar að honum er for-
tíðin rík í huga. Mér er það
lika, en aðallega þegar ég er í
þann veginn að sofna. .Þegar
ég vakna vil ég miklu heldur
líta til framtíðarinnar. Víst er
það hárrétt hjá Haraldi að það
geta verið meðmæli með nýj-
um samtökum að þau séu ung.
Ég skal sízt lasta það, sem ungt
er. Samt vil ég benda á að þetta
muni ekki út af fyrir sig vera
regla sem ræður úrslitum í
stjómmálum. Stundum reynist
það góða ekki nýtt og það nýja
ekki gott. Reynslan sem feng-
izt hefur á undanföroum ára-
tugum er sannarlega lærdóms-
rík þrátt fyrir vonbrigðin. Og
nýr flokkur á að hafa forustu
um að marka stefnu á líðandi
stund og irin í framtíðina. Sam
tök frjálslyndra eru enn. eins.