Alþýðublaðið - 09.12.1969, Qupperneq 9

Alþýðublaðið - 09.12.1969, Qupperneq 9
AlþýÖublaðið 9. desember 1969 9 atriðum að halda efnahagskerfi okkar og atvinnulífi í sama eða svipuðu horfi og það hefur ver- ið á undanförnum áratugum? -'Eigum við að freista þess að einbeita okkur að eflingu sjáv- arútvegs og þá einkum aukinni fiskvinnslu og treysta því, að við getum á því sviði náð svo miklum árangri framvegis eins Og hingað til, að það geti fært okkur hliðstæðar kjarabætur framvegis eins og fram að þessu? Eigum við að láta við það sitja að efla iðnað fyrir inn anlandsmarkað og sætta okkur Við smávægilegan útflutnings- iðnað? Eigum við að láta okkur nægja að hatda áfram að efla aðild okkar að alþjóðlegum sani göngum og treysta því, að það verði okkur miklu meiri lyfti- stöng en átt hefur sér stað, og hafa þó í þessum efnum átt sér stað stórkostlegar framfarir? Getum við treyst því, að rekst- ur íslenzks landbúnaðar verði á næstu árum og áratugum svo miklu hagkvæmari og ódýrari en verið hefur, að það bæti kjör þjóðarinnar verulega“. ÓÞARFAR ATHAFNIR? „Auðvitað mætti reyna þetta. Þetta er sú stefna að vilja áfram byggja einvörðungu á hinum svo nefndu hefðbundnu atvinnu vegum, sem nú er einnig farið að kalla þjóðlega atvinnuvegi. Ef fslendingar vilja hafa þetta að höfuðmarkmiði stefnu sinm ar í efnahagsmálum, — ef ís- lendingar hafa trú á því, að þessi stefna geti fært þeim nægi legar framfarir og nægilega bót lífskjara, þá er stofnun umfangs mikils útflutningsiðnaðar óþörf og þá um leið aðild að tollfrjáls- um markaði eins og Fríverzl- unarsamtökin eru“. ÚTFLUTNINGS- BDNAÐUR OG EFTA „Hin spurningin er sú, hvort ekki sé nauðsynlegt að koma á fót nýjum atvinnugreinum, við hlið sjávarútvegs, iðnaðar fyrir innanlandsmarkað, landbúnaðar, samgangna og margvíslegrar þjónustustarfsemi, til þess að sjá hinum sívaxandi fólksfjölda f jölbreytni atvinnulífsins og tryggja vaxandi arðsemi þess. Ef við svörum þessari spurn- ingu játandi, þá felst í því svan, að fslendingar eigi að gerast að ilar að tollfrjálsum markaði eins og Fríverzlunarsamtökunum. Það er ekki hægt að segja, að nauðsynlegt sé, að íslendingar komi á fót verulegum útflutn- ingsiðnaði, samtímis hinu, að ís- lendingar eigi ekki að gerast að- ilar áð Fríverzlunarsamtökun- um. Þetta tvennt hlýtur að fara saman. Það er ekki hægt að koma hér á fót_umfangsmiklum útflutningsiðnaði, nema því að eins að við eigum aðgang að tollfrjálsum markaði eins og Fríverzlunarsamtökin eru. Það ■ er hægt að segja: Við þurfum ekki á að halda neinum veruleg um útflutningsiðnaði, enda myndum við ekki reynast sam- keppnishæfir á erlendum .mörk uðum á því sviði. Við verðum því að láta okkur hina hefð- bundnu atvinnuvegi íslendinga nægja og reyna að komast eins langt á því sviði og hugsanlegt er. Þá er hægt að segja, að á- stæðulaust sé, að íslendingar gerist aðilar að Fríverzlunar- samtökunum. En það er ekki hægt að segja, að okkur sé nauð syn á útflutningsiðnaði, og hitt, að við eigum ekki að gerast að- ilar að Fríverzlunarsamtökun- um. í því felst augljós mótsögn“. AUKIN FJÖLBREYTNI ATVINNULÍFS „Að mjög vel athuguðu máli hefur ríkisstjórnin komizt að þeirri niðurstöðu, að ekki sé nægilegt að treysta til frambúð- ar á hina svo nefndu hefð- bundnu atvinnuvegi íslendinga. í því felst síður' en svo vanmat á gildi þeirra eða vantraust á framtíð þeirra. Aiira sízt felst í því vanmat á gildi íslenzks sjávarútvegs eða vantraust á framtíð hans. Sjávarútvegur hef ur verið og verður áreiðanlega um langan aldur aðalatvinnu- vegur íslendinga, vegna þess af hann hefur verið og verður á- fram arðbærasti atvinnuvegur íslendinga. Að sjálfsögðu á jafn an að leggja á það megináherzlu að bæta tækni við fiskveiðar og stefna að því, að auka og bæta vinnslu hins verðmæta afla hér innanlands. En þetta jafngildir að sjálfsögðu ekki því, að ekki sé nauðsynlegt að renna fleiri arðbærum stoðum undir íslenzkt aivinnulíf og þá sér- staklega undir íslenzka útflutn- ingsframleiðslu. Þetta telur rík isstjórnin nauðsynlegt. Ýtarleg- ar athuganir hafa sýnt, að væn- legasta og hyggilegasta leiðin til þess að auka fjölbreytni at vinnulífsins og bæta útflutnings skilyrði er, að koma á fót nýj- um útflutningsiðnaði, sem ým- ist hagnýtir þá orku, sem við getum framleitt, eða það ágæta vinnuafl, sem við höfum yfir að ráða og helzt hvort tveggja jöfn um höndum. En ef við eigum að geta komið á fót umtalsverðum útflutningsiðnaði, þá er aðild að samtökum eins og Fríverzl- unarsamtökunum nauðsynleg. Þetta eru meginrökin fyrir því, að íslendingar eigi að gerast aðilar að Fríverzlunarsamtökum Evrópu“. HAGRÆÐIÐ AF EFTA Að loknum þessum orðum greindi Gylfi Þ. Gíslason frá því hagræði, sem að EFTA-aðild myndi hljótast fyrir íslendinga og þá einkum og sér í lagi, hvaða útflutningsiðnaður myndi koma til greina. Vitnaði hann í því sambandi til ritgerðar hagfræð inganna Péturs Eiríkssonar og Jóns Sigurðssonar og Vilhjálms Lúðvíkssonar, efnaverkfræð- ings. Nefndi Gylfi sérstaklega í því sambandi aukinn sjávar- vöruiðnað, stóriðju, sem byggð- ist á ódýrari vatns- og jarðhita- orku, ullariðnað, skinnaiðnað, sútun og fleiri greinar, sem byggja á aðgangi að sérstæðum innlendum hráefnum. Jafnframt nefndi hann ýmsa möguleika útflutningsiðnaðar, sem bygg- ist á verkkunnáttu þjóðarinnar og hugkvæmni og þá sérstaklega greinar, þar sem flutningskostn- aður er ekki þungur á metun- um. Ræddi Gylfi Þ. Gíslason sérstaklega um möguleika á sviði útflutnings á prjónavarn- ingi, fatnaðarvörum, húsgögn- um o. fl., en sá iðnaður hefur hingað til búið við tiltölulega háa tolla á mörkuðum Evrópu- ríkja. Að öðru leyti vísaði ráð- herrann til hinnar ýtarlegu skýrslu sérfræðinganna, sem er eitt af fylgiskjölunum með þings ályktunartillögunni. Benti Gylfi á það, að EFTA-aðild íslands yrði algerlega jákvæð fyrir sjáv arútveg og landbúnað, en hins- vegar væri því ekki að leyna, að aðildin gæti haft óæskileg áhrif fyrir sumar tollverndaðar iðn- greinar, enda þótt skýrsla Guð mundar Magnússonar prófessors sýndi ótvírætt, að mestur hluti þessara iðngreina myndi njóta hags af því, að af EFTA-aðild yrði. Um þessar tollvernduðu iðn- greinar sagði dr. Gylfi Þ. Gísla- son: TOLLVERNDAÐI IÐNAÐURINN „Nokkur hluti íslenzks iðnaðar hefur vaxið upp í skjóli mjög hárra tolla á þær vörur, sem hann framleiðir, þegar þær eru fluttar frá útlöndum. Talið er, að í þeim greinum iðnaðar, sem einkum verða fyrir áhrifum af breytingu á verndinni, hafi unn ið um 3500—4000 manns árið 1967. Hér er fyrst og fremst um að ræða eftirtaldar greinar: súkkulaði- og kexgerð, drykkj- arvöruiðnað, gólfdreglagerð, prjónlesiðnað, húsgagna- og innréttingasmíði, skinna- og leðuriðnað, sútun, málningagerð, sápugerð, sementsframleiðslu, raftækjasmíði og spuna og vefn að. í þessum greinum vinnur um það bil fimmtungur þess mannafla, sem starfar við iðn- að á íslandi, og um það bil 5% af öllum starfandi mönnum í landinu. Þegar verndartollar af framleiðsluvörum þessara iðn- greina hefðu verið afnumdir, yrðu fyrirtækin að hafa getað lækkað framleiðslukostnað sinn svo mikið, að framleiðsluverðið væri samkeppnisfært við sams konar erlenda vöru, eða breytt framleiðslu sinni með einhverj- um hætti í það horf, að þess kon ar vara væri framleidd, sem reyndist samkeppnisfær. Fyrir neytandann væri hér um að ræða verðlækkun, bæði á inn- fluttu vörunni vegna afnáms verndartollsins og á innlendu vörunni, ef það tekst að lækka framleiðslukostnað hennar. Slík framleiðslukostnaðarlækkun getur hins vegar reynzt erfið fyrir fyrirtækin, og er hér um að ræða aðalvandkvæðin í sam- bandi við þáttöku í slíku við- skiptasamtarfi sem Fríverzlun- arsamtökin eru“. i ÁSTAND OG HORFUR í IÐNAÐI „Ríkisstjórnin taldi sjálfsagt að gera ekki tillögu til Alþingis um jafnmikilvægt spor og aðild ís- lands að Fríverzlunarsamtökun um er, án þess, að farið hefði fram rækileg rannsókn á ástandi og horfum í íslenzkum iðnaði með sérstöku tilliti til hugsan- legrar aðildar íslands að Frí- verzlunarsamtökunum. Þess- vegna fól hæstvirtur iðnaðar- málaráðherra, Jóhann Hafstein, dr. Guðmundi Magnússyni, pró- fessor, á síðast liðnu vori að kanna ástand og horfur í íslenzk um iðnaði, einkum með tíIiiS til hugsanlegrar aðildar Jslands að Fríverzlunarsamtökunum. Er niðurstaða rannsókna hans birt sem fylgiskjal með þingsálykt- unartillögunni. Jafnframt hafa af hálfu einstakra ráðuneyta, og þá fyrst og fremst iðnaðarmála- ráðuneytisins farið fram ræki- legar athuganir á fjölmörgum atriðum í þessu sambandi í sam ráði við iðnrekendur, og ítar- legar viðræður hafa átt sér stað við þá um öll atriði, sem máli hafa verið talin skipta í sam- bandi við hugsanlega aðild ís- Framh. bls. 7. cyinn Lai\ders talar vió táninga um kynlifió TÁNINGABÓKIN Kæra Ann Landers. Ég er 18 ára stúlka og rrtjög áíhyg'gjufall. Ef til vill er eitihvað að mér. Mér leið- ast kossar.... Þarf ég að fara til geðlæknis...........? Kæra Anni Landers. Getur þú sagt mér, hvernig tveir sjússar geta breytt els'kulegum, gáfuðum, sið- prúðum og nærgætnum ung- uim manni í klúran, óheflað- an rudda...................? Kæra Ann Landers. Konan mín kvartar um, að ég sé ekkert rómantískur lengur. Þetta er rét't hjá henni. Ég er það ekki. En ef þú gætir séð hvernig hún rigsar um húsið í skítuigum baðslopp dlögum saman, þá mundirðu skilja það......? r I Táningabúðinni er að iinna svör rið brennandi spurningum táning- anna.

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.