Alþýðublaðið - 12.12.1969, Side 7

Alþýðublaðið - 12.12.1969, Side 7
ATþýðu'Maðið 12. dteöenlber 1969 7 Sjölugur í dag: Einar Ól. Sveinsson prófessor Eitt merkilegasta og skemmti legasta sérkenni íslenzkrar menningar á þessari öld er það, að mestu vísindamenn þjóðar- innar í íslenzkum fræðum, skuli jafnframt vera mikil skáld. En þetta á fyrst og fi-emst við um þá Sigurð Nor- dal, Jón Helgason og Einar Ól. Sveinsson, sem er þeirra yngst- ur og verður sjötugur í dag. Einar Ól. Sveinsson tók við prófessorsembætti við Háskóla íslands í fornum bókmenntum íslendinga .af Sigurði Nordal, en þyí embætti hafði áður gegnt Björn M. Olsen einn. í íslenzkum fræðum hefur Há- skóli íslands sérstöðu og sér- stökum skyldum að gegna. Hann á að vera miðstöð þeirra vís- inda í veröldinni. Hvergi verða íslenzk fræði stunduð með sömu von um árangur og á ís- landi, vegna þess, að þar iifir tunga fornra og nýrra bók- mennta íslendinga, þar hefur gerzt saga þeirrar þjóðar, sem bókmenntirnar skóp, þar voru þær skráðar og varðveittar, og þar lifa þær í hugum, sem skilja og hjörtum, sem finna til. Ekki sízt er jnikilvægt að í þau embætti, þar sem fjallað er um fornar bókmenntir þjóðarinn- ar, þær bókmenntir, sem orpið hafa mestum ljóma á ísland óg fslendinga áð fornu og nýju, veljist ekki aðeins afbragðs vís indamenn, heldur einnig and- ans menn í orðsins fyllstu meík ingu. 'Það er kunnara en frá þurfi að segja, að Einar Ól. Sveins- son 'ér mikill vísindamaður, sem hlotið hefur viðurkenningu á alþjóðavettvangi, svo sem nauðsynlegt er um þann, sem velst til þess að vera aðalkenn- ari -í íslenzkum fornbókmennt- um við Háskóla íslands. En hitt er ekki síður mikilvægt, að hann er mikill andans mað- ur að öllu leyti, skáld, húgsuð- ur, menningarmaður. Á sviði mennta er honum ekkert óvið- komandi. Þekking hans á því sviði er ótrúleg. Smekkur hans er fágaður. Og dómgreind hans er dómgreind vitmannsins. Þegar Handritastofnun fs- lands var komið á fót, þeirri stofnun, sem ætlað er að taka við til varðveizlu mestu dýr- gripurh íslenzkrar þjóðar, mátti segja, að prófessor Einar ól. Sveinsson væri sjálfkjörinn til þess að verða fyrstur forstöðu- maður hennar, ef hann vildi taka það að sér. Hann reyndist fús til þess, og hefur síðan mót- að þá stofnun og stýrt henni. Hann áfti mikilsverða aðild að undirbúningi þeirrar lausnar handritamálsins, sem færa mun fslendingum handritin heim. Þá kom í ijós, að hann er ekki aðeins vísindamáður og skáid, heldur einnig hollráður- og hygginn samstarfsmaður í vandasömum samningum stjórn málamanna. Mér hefur verið ánægja að Jlöngurp- pg nánum kynnum af prófessor Einari Ól. Sveinssyni, og ég hef lært af þeim. Gylfi Þ. Gíslason. Þótti þér ekki ísland þá / yfirbragðsmikið til að sjá? spurði Jónas Poul Gaimard. Þegar ég ferðast um Suður- land í góðu verði, svo að sýn gefur til allra fjalla, finnst mér oft, að þetta volduga breiðsvið Brennu-'Njáls sögu hafi Jónas lukið í einu orði — hinu eina rétta lýsingarorði um þetta land — þetta landslag. Sviðið er yfirbragðsmikið. Taine hóf sína miklu lýsing enskra bókmennta á því að lýsa brimi Norðursjávarins og régn skýjunum, sem troða nær him inskautum upp að ströndum hans. Hann trúði því sá gamli, að umhverfið mótaði mennina. Þegar ég horfi af skipsfjöl upp að suðurströnd íslands, sé hvíta jökla og endalausra sanda, þar sem ég veit að falla djúpir ól- ar jökulvaitna með háskasöm- um sandkvikum, ,og við strönd- ina voldugt brim, en til suðurs Atlandshafið, opið alla leið að Antarktis, flýgur stundum í hug mér, að úr þessu landslagi er lærimeistari minn, prófessor Einar Ólafur Sveinsson, sem í dag er sjötugur. Hann er mað- ur mikilla sanda og mikilla sæva. Gerð hans og æviverk allt hefur svip af því yfirbragðs mikla landi, sem fóstraði hann ungan. Skelfing liður tíminn. Þa'ð verða víst tuttugu ár næsta haust, síðan ég innritaðist ung- ur grænjaxl í Deildina. E'kki skil ég, hvernig á því stend- ur, en mér finnst hafa verið heiðrikt veður og stillur allt það haust og Keilir í sífelldri síðdegissól. Ég skal ekki reyna að lýsa virðingunni, sem við rússar þá bárum fyrir þeim lærðu öldung- um, er tóku okkur undir vernd- arvæng. Þar var Aiexander Jó- hannesson, sem leiddi okkur um, um víðar lendur málvísinda af sama eldmóði og spámaðurinn lýð sinn yfir eyðimörkina forð- um, og ári síðar kom Halldór Halldórsson til málfræði- kennslu. Sagnfræði kenndu Þorkell Jóhannesson og Jón Jó- hannesson, sem báðir féllu frá langt fyrir aldur fram. Kennslu í bókmenntasögu önnuðust þeir Steingrímur J. Þorsteinsson og Einar Ólafur Sveinsson. Ég nefndi virðingu. Við vor- um ekki byltingarmenn eða uppreisnarfólk rússarnir 1950. Við vorum of ungir til að trúa á skógrækt og ættjarðarást aldamótanna og líka yngri en heimsbylting kreppuáranna. Ég held það hafi varla hvarflað 'að okkur að bjarga heiminum. Við vorum fólk án vonar — glötuð kyjislóð — fermdir af atómspnengjunni og trúarbrögð in eftir því. Ég segi ekki, að vii'ðing mín fyrir lærifeðrum mínum hafi þorrið, þótt ég standi líklega að ái'atölunni nær byltingar- gjarnri stúdentakynslóð nútím- ans en afmælisbarninu, sem við hyllum í dag, en virðingin verð ur ekki lengur skilin frá þakk læti mínu og væntumþykju fyrir allt, sem þeir gerðu cg kenndu. Þegar ég lít til baka, finn. ég, að öll kynni mín af þessum kennurum mínum voru góð, en þau tókust nokkuð misfljótt. Ég hygg, að það sé rétt, að raunveruleg kynni mín af Ein- ari Ólafi hafi hafizt síðar en við nokkurn hinna. — Ég hef stundum sagt við hann í gamni, að ég hafi ekki skii- ið neitt af því, er hann sagði tvö fyrstu árin, sem ég var nemandi hans. En smám sam- an kynntist ég kennaranum, síðan vísindamanninum og ioks manninum og skáldinu Einari Ólafi. Hins vegar hef ég ekki haft persónuleg kynni af. starfi hans sem forstöðumann's Hand- ritastofnunar íslands, en því hefur hann gegnt síðan 1962. Þykist ég og' vita, að aðrir muni skrifa um þann þátt. í gaspri mínu um skilnings- leysi mitt tvö fyrstu ári.n ligg- ur. sá sannleiksvottur, að Einar Ólafur var metnaðarfullur og kröfuharður kennari bæði við sjálían sig og stúdenta sína. Það hvarflaði víst aldrei að honum að lækka flugið niður til okkar, heidur freistaði iiann þess að hefja okkur uþp til sín, að svo miklu leyti sem það var þá unnt. Skóli hans var hollur og harður, og þökk sé honum fyrir það. Hins veg- ar lít ég svo á, að hann hati verið prófmildur. Ég hlustaði einu sinni á hann prófa, og mildari föðurhendi hef ég varla vitað farið um veslingsmann, en líklega er ekki viðeigandi að segja þá sögu hér. Kjörsvið mitt til prófs var úr kennsluefni prófessors Stein gríms, svo að ég kynntist ekki persónulega handleiðslu Ein- ars Ólafs við ritgerðasamningu. Hins vegar hef ég heyi-t mai'ga, sem reyndu, róma hjálpfýsi hans, glögga leiðsögn og gjaf- mildi á frjóar hugmyndir. Um þetta atriði á ég honum þó einn Framhald bls. 12. Jólabækur Kvöldútgáfunar — 1969 ÁRNIÓLA: V iðey j arklaustur Drög að sögu Viðeyjar Viðey var urrv 300 ára bil líkust ævintýralarrdi, þar sem margir stórviðburðir gerðust. Þessa sögu segir ÁRNI ÓLA hér a1 sinni alkunnu snilld. VIÐEYJARBÓK ÁRNA ÓLA er vönd- uð og eiguleg bók. Kærkomin jólagjöf fyrir aldna sem unga. SVEINN VÍKINGUR: Vinur minn og ég Eítir lestur þessarar bókar mun lesandinn sjá mörg vandamál mannlegs lífs í nýju -ljósi. Þessi nýja bók séra Sveins Víkings, VINUR MINN 0G ÉG er jólagjöf, sem alla gleður. SVEINN VÍKINGUR: Vísnagátur II. Séra Sveinn Víkingur sendir nú frá sér 50 NÝJAR V’ISNAGÁTUR. Fyrra bindi kom út í fyrra og náði mikl um vinsældum. Styttið skamdegið við ráðningu þess- ara skemmtilegu gátna. KVÖLDVÖKUÚTGÁFAN.

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.