Alþýðublaðið - 18.12.1969, Blaðsíða 6

Alþýðublaðið - 18.12.1969, Blaðsíða 6
6 Alþýðu'blaðið 18. d'esember 1969 Meir en hálf öld er nú liðin frá því að ég fyrst hafði kynni ■af Ögmundi Hanssyni Stephen- sen í Hólabrekku. Ég var þá barn að aldri, og gleymast mér ekki þau áhrif, sem hann hafði á mig. Olli því bæði það, hversu vel hann var á sig korn- inn að öllu leyti, fríður sýnum og karlmannlegur, og svo hitt, að um það leyti, og raunar alltaf, reyndist hann foreldrum mínum mikjll bj argvættur í þungum erfiðleikum. Og þeir voru fleiri, sem leituðu til Ög- mundar í Hólabrekku í ýmrarn vanda, og nutu hjálpsemi hans. Engan mann hef ég þekkt, sem hefur vakið mér slíka ör- yggiskennd sem hann. Það staf- aði frá honum slíkur styrkur, að manni fannst öllu borgið, ef Ögmundur tók málin að sér. Það reyndi ég oftar en einu sinni. Ég veit líka af eigin reynslu með hve miklum skilningi og umburðarlyndi Ögmundur leit á gönuskeið brokkgpngra ung- linga og kom þá ekki fram sem dómari, heldur ssm vinur. Unglingar hlutu lika að laðast að þeim manni. Hann var sem jafningi þeirra og tók þátt í QGMUNDUR HANSSON STEPHENSEN HÓLABREKKU ■ 24. apríl 1874 - D. 10. des. 1969 leikjum þeirra á gleðistundum, án þess þó að glata nokkru af þeim karlmannalega virðuleik, sem einkenndi alla framkomu hans. Fram á síðustu ár fylgcjist hann af lifandi áhuga með stormum sinnar tíðar. Hann vissi að óhæfilegt strit er lam- andi fyrir líkama og sál. Þess vegna fagnaði hann sigur- göngu vélanna, sem eiga að létta stritinu af manninum. Að ví-u hafði stritið ekki náð að lama hann, heldur stælt, en þeir .eru færri, sem slíku þreki eru gæddir. Ögmundur .var sérstaklega heilbrigður maður með jákvæð lífsviðhorf. Hann átti til leiftr- andi húmor, en húmorinn hef- SAGA SAUÐÁRKRÓKS e£ti;- Bjaihason. Síórfi óðié'5' cg £&'3mmtil8g bók. „Srjún vr ve .:;öð cg yerzlunaiböfn lausa- y '■ 1 r|i -unn í fullvaxta viðskiptamið- stöð og útgerðarbæ. U;m.l .5 í Rvík: Dragavcgi-^7, — sími 81964. L'ímfcoð á Sauðáikróki: Gunnar Helgason, sími 5233. ur verið nefndur „blóm mann- legs þroska“. Ögmundur var ágætlega músikalskur, enda gæddur fagurri söngrödd, sem hann beitti af mýkt og smekk- vísi. — Það voru fagrar stund- ir, sem ekki gleymast, þegar systkinin í Hólabrekku söfnuð- ust kringum orgelið og Ög- mundur leiddi sönginn. — Því að einmitt í faðmi hinnar stóru fjölskyldu sinnar mun Ög- mundur hafa lifað sínar beztu stundir. Hanin var ættfaðirinn, sem allir dáðu og leituðu til með Vandamál sín, yngri sem eldri. Enda var hann afkom- endum sínum allt í senn; Fað- ir, félagi og vinur. A sinni löngu ævi, sem nálg- aðist öldina, hélt hann þeim eiginleika að laða að sér æsk- una og eiga barnabörnin hans og barnabarnabörnin margar ljúfar minningar um afa sinn, mildan og traustan. Þessar fáu línur eru aðeins hugsaðar sem þakkarkveðja, fá- tæklegur sveigur á kistu þess manns, sem ég hef dáð og virt meir en aðra menn. Á níræðisafmæli hans 24. apríl 1964, flutti ég honum kvæði. Þau érindi úr því, sem ekki eru bundin deginum, læt ég enda þessar línur : Gott er að minnast góðra drengja, afrenndra íturmenna, þeirra, er hörðum höndum og anda fullveldi heimtu - frjálsri þjóð. Bjart var um öðlinga aldar morgung, er harðhugaðir heimtu vorn rétt. Heitt var hjarta, hugauri “snjöll, höndin hög, ■ ,[+, hvass vilj i. Öll vor menning öld þessa stendur á herðum styrkra áa, sem á manndóms miðju skeiði voru brattgengir br autryðj endur. Gott er að una hjá öldungi með æskuhug og aldaj- vizku. Gott er að hlýða ^ hollum ráðum, hlusta á rök horfins tíma. Stendur stofn sterkur að gerð skekinn af veðrum, skininn af sólu. En í hans skjóli ungir dafna kjörviðir, — kjarnagróður. Það er bjart yfir minningu Ögmundar í Hólabrekku í hugum vina hans og vanda- manna. Megi niðjar hans taka í arf drenglund hans og þrek. Blessuð sé minning hans. Þorsteinn Halldórsson. BILABRAUTIR — BILABRAUTIR 3 GERÐiR ýV Hvergi betra verð ýV Allir varahlutir Auka teinar — Auka bílar eg margt fleira. V Verð: 790,00 — 1190,00 — 1485,00. Póstsendum um land allt. Laugavegi 116, sími 14390, Reykjavík. mgB ■' í er 149®$

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.