Alþýðublaðið - 18.12.1969, Blaðsíða 13
m * .
imthi
Rilstjóri: Örn Eiðsson
Keppnisaukinn í körfunni:
Ekki er sopið káli
í ausuna sé
Miklar breytingar á íslandsmótinu
□ Stærsta og veglegasta ís-
landsmót í körfuknattleik fram
til þessa hefst þann 4. janúar á
næsta ári, og fer fram að mestu
leyti í íþróttahúsinu á Seltjarn
arnesi eins og í fyrra.
að mestu leyti fram í æfinga-
tímum félaganna.
Stórvægilegasta breytingin
er þó tilhögun keppni 1. deild-
ar liðanna — breyting sem er
gerbylting á hinu hefðbundna
Næsta ár verður ár hinna miklu breytinga hjá körfu
knattleiksmönnum okkar.
Miklar breytingar hafa ver-
ið gerðar á keþpnisfyrirkomu-
lagi í þessu móti. Til dæmis
verða nú í fyrsta sinn leiknar
tvær umferðir í öllum fl'okkum,
en leikir yngri flokkanna fara
fyrirkomulagi hérlendis. Að
þessu sinni verður tekinn upp
keppnisauki (play-off) að lokn-
inni tveimur umferðum í 1.
deild, milli hinna fjögurra efstu
Frh. á 15. síðu.
M
Valssíúlkurnar sigruðu
□ Síðastliðinn fimmtudag
sigraði meistaraflo’kkur kvenna
í Val, Fram í.úrvalsleik Reykja
víkurmótsins í handknattleik
með 8—»5. Ei’ þetta 18. mótið,
• sem þessi afburðahandknatt-
leiksflokkur fer með sigur af
hólmi. Hér munu vissulega fá-
ir eftirleika, enda algjört eins
dæmi í - íþróttasögu vorri, að
flokkur hafi vérið svn sam-
stæður og sigurglaður, sem
þessi kvennameistaraflokkur
Vals. Hér er um að ræða sig-
ur í hverju þessara móta, ís-
landsmótinu úti og inni og
Reykjavíkurmótinu, þrívegis i
röð.
Innanhússhlaupa-
braul tekin í
nolkun ettir
áramotin
□ Aðstaða frjálsíþróttafólks
til æfinga innanhúss myn batna
til muna skömmu eftir áramót-
in. Gísli Halldórsson, formað-
ur íþróttaráðs Reykjavíkur
skýrði frá þessu á fundi með
íþróttafréttamönnum í gær. —
Salur, sem er 10x60 m. og er
undir áhorfendastúkunni á
Laugardalsvellinum, verður tek
inn í notkun um mánaðamótin
janúar/febrúar.
í þessum sal, sem einnig
verður nýttur til lyftinga er
hægt að æfa spretthlaup og
grindahlaup, öll stökk nema
stangarstökk og kúluvarp og
kirnglukast. Einnig verður hægt
að æfa fyrir lengri hlapp, þó
að breidd salarins sé í minnsta
lagi. Þetta er merkur áfangi
fyrir frjálsíþróttafólk, en það
sem staðið hefur að miklu leyti
í vegi fyrir bættum árangri í
þessari íþróttagrein, er betri að-
staða innan húss.
Gísli skýrði frá því, að lagt
yrði á gólfið gerfiefnið Rubcoi’,
sem nú ryður sér mjög til rúms
á frjálsíþróttavöllum, jafnt ut-
an húss sem innan. Þetta er
efni sem er hóflega dýrt, fer-
meterinn kostar um 600 kr.
í enda þessa svæðis, undir
áhorfendastúkunni er lítill leik-
fimisalur 10x20 m. Sá salur er
aðeins ætlaður til bráðabirgða
og í framtíðinni verður áður-
nefndur æfingasalur frjáls-
íþfóttafólks 80 m. langur. í vet-
ur verður hægt að keppa í 50
m. hlaupi og grindahlaupi og
hugsanlega í lengri hlaupum.
Þá verður hægt að keppa í öll-
um stökkgreinum nema stangar-
stökki, en ekki er hægt að
Víkingur vann
Hauka
keppa í neinpi kastgrein, þar
sem lofthæð er aðeins tæpir 4
metrar.
Þessar framkvæmdir eru
mjög mikilvægar fyrir frjáls-
íþróttafólk og er vonandi, að
árangur þess batni til muna á
næstu árum með tilkomu þess-
arar aðstöðu.
Eins og áður segir á einnig
að skapa þarna aðstöðu fyrir
lyftingamenn, en frjálsíþrótta-
menn iðka mikið lyftingar við
þrekæfingar, þannig að lyft-
ingarnar koma einnig frjáls-
íþrót.tamönnum til góða.
Keppni í 1. deild ísiands-
mótsins í handbolta var fram
lialdið í gærkvöldi. Þau úrslit
komu nokkuð á óvart að Vík-
ingur sigraði Hauka, 18:17.
Fram vann ennfremur KR
nokkuð naumlega, 16 mörk
gegn 13, en að fyrri hálflcik
loknum var staðan 7 gegn 6
fyrir Fram. , ^
..
í leit oð
betri heimi
Þessi bók gieyrrvir marg
ar af merkustu ræðum
bandaríska öldunga
deildarþingmanjisins og
fyrrv. dómsmálaráðherra
Bandaríkjanna Robert F.
Kennedy, er hann flutti
á. árabilinu janúar 1965
þegar höfundur tók íyrst
sæti sitt í öldungadéild
Bandaríkjaþings, unz'"
hann lézt í júnímánuði
.1968.
Ritgerðir þessar fjalla mjög ýtariega um öll þau helztu vanda-
mál, sem efst voru á baugi í heiminum á þessu tímabili, svo
sem unglingavandamálið, kynþáttavandamálið, framfarabanda
lagið, eftirlit með kjarnorkuvopnum, samskiptunum við Kína
og styrjöldina í Vietnam.
Allir þekkja höfundinn og starf hans fyrir barrdarísku þjóðina
og allan heiminn, en ekki munu vera jafn vel kunn hér á
landi hin vandv.irku vinnubrögð, er hann viðhafði til þess að
komast ávalit að niðurstöðu, enda þótt aliir væru honum ekki
þá þegar sammála: Ennfremur eru HUGSJÖNiR hans vel kunn
ar um allan heim, en ekki mun HUGREKKI hans sjálfs og
virðing fyrir þessum sjaldgæfa marrnlega eíginleika hafa verið
jafn vel þekkt, né skilningur hans á því, að til þess að hið
fyrrnefnda mætti rætast, þurfti hið síðarnefnda að vera tii
staðar í ríkunv mæli. Hann hefði því örugglega tekið undir
með íslenzka skáldinu og stjórnmálamanninum, sem sagði:
„Hugsjónir rætast, þá mun aftur morgna.“
Það keimir Ijóslega fram í þessari bók, að höfundur hefði
ekki þurft að bera ættarrrafnið Kennedy til þess að öðtast
þær vinsældir og virðingu, sem hann hlaut, þegar sem' ungur
maður, því að hann hafði eiginleika mikilmennis í sjálfum sér
þá eiginleika, sem eru djúp vizka, samfara lotningu fyrir líf-
inu sjálfu og töfrum bess.
Það er því vissulega hægt að taka undir orð bróður hans, Ed
ward, er hann flutti í minnirrgu bróður síns látinS: „Það
þarf ekki að setja hugsjónablæ eða mikla bróður m'inn látinn
umfram það, sem harrn var í lifanda lífi. Hans ætti að minn-
ast beinlínis sem góðs og heiðarlegs manns, sem sá óréttlæt
ið og reyndi að leiðrétta það, sá þjáningu og reyndi að lina
hana, sá sty.rjöld og reyndi að stöðva hana."
Góð jólagjöf fyrir hugsandi fólk á öllum
aldri. Rauðskinna.