Alþýðublaðið - 18.12.1969, Blaðsíða 15

Alþýðublaðið - 18.12.1969, Blaðsíða 15
Alíþýðublaðið 18 desemlber 1969 15 HVER VILL? Framhald af bls. 1. unar togaraflotanum. Borgarstjóri skýrði frá því á fundinum, að borgarstjórn og formaður atvinnumálanefndar Reykjavíkur hefðu átt viðræð- ur við togaraeigendur og reynd ar ýmsa aðila aðra, sem kynnu að hafa áhuga á að kaupa skut- togara, sem .gerðir yrðu út frá Reykjavík, og hafi eftirtaldar spurningar verið lagðar fyrir þessa aðila: Hvaða stærð tog- ara er heppil'egast að gera út frá Reykjavík; hvaða skilyrði þyrfti að uppfylla til þess að þeir befðu áhuga á að kaupa slík skip og hvernig þeir teldu eðlilegast að fjár yrði aflað til slíkra kaupa. Kvað borgar- stjóri svör aðila æði mismun- andi eins og fram kemur hér í upphafi. Nú væri reynt að samræma sjónarmið varðandi, þá togarastærð, sem hyggileg- ast væri að kaupa, og dettað væri eftir því, með hvekjum hætti ríkisvaldið vilji stúðla að því, að af kaupunum geti jbrðið. Borgarstjóri upplýsti| að stærðirnar, sem helzt ,;|rirtust koma til greina, væruf800—• 1000 tonna skip, en kaupverð þeirra væri um 100—=125 millj ónir króna, en hann kvað við- búið, að þessi skip stæðu ekki undir hærria verði en 80 milljón um króna miðað við 7% vexti, og væri því Ijóst að leita þyrfti þeirra 20—45 milljóna króna sem á 'milli bæri, annars stað- ar. Þá sagði borgarstjóri á fund inum, að hann teldi ekki frá sínurn sjónarhóli, að það væri lausm, og alla vega engan veg- inn fullnægjandi lausn varð- andi endurnýjun togaraflötans,' þó að Bæj arútgerð Reykjavík- ur festi kaup á L—2 skuttogur- um, sém gæti e. t. v. vegna tengsla sinna við Reykjavíkur borg brúað bilið — þ. e. a. s. áðurnefndar 20—45 milljónir króna — með hærri útsvörum og þyngri skattabyrði borgar- anna. Sagði borgarstjóri, að til yrði að koma slík fyrirgreiðsla vegna skuttogarakaupa, að fleiri aðilar en BÚR gætu tekið þátt í þeim. 1 . Borgarstjóri tj áði fréttamönn um, að aðilar á vegum Reykja víkurborgar og Bæjarútggrðar Reykjavíkur hefðu kynnt sér mjög ítarlega skuttogara, sem hugsanlega kæmi til greina að kaupa, og nefndi hann í þessu tilviki m. a. vestur-þýzka og pólska togara. Hann gat þess ennfremur, að gert væri ráð fyrir, að þeir togarar, sem til mála kæfni að kaupa, væru út- búnir" nýjustu flotvörputækni, sem mjög hefði þróazt hjá ÞjóðVerjum síðustu árin, en þær krefðust mjög kraftmikilla véla. Borgarstjóri upplýsti enn- fremur varðandi könnun Bæj- arútgerðar Reýkjavíkur og út gerðárráðs Reykjavíkurborgar að Reýkjavíkurborg hefði skrif að öllum skipasmíðastöðvum hérlendis og gefið þeim kost á að gera tilboð í smíði skuttog- ara. Aðeins eitt fyrirtæki, Slipp stöðin á Akureyri, hafi talið sig þess umkomna að smíða skuttogara, en fyrirtækið gerði ekki fast verðtilboð og gat þess að til þess að fykirtækið gæti tekið að sér slík verkefni, yrði að uppfylla ákveðin skilyrði. Borgarstjöri kvað það álit manna, ,að það væri frekar verk efni fyrir Slippstöðina á Akur- -eyri og reyndar aðrar skipa- smíðastöðvar — að taka að -sér smíði minni togara, t. d.' 500—-600 tonna,' og benti á, að BÚR hefði ekki lýst áhuga sínum á kaupum minni togará. Þá kom það fram á blaða- mannafundinum með borgar- -stjóra, að samkvæmt áætlun, -er gerð hefir verið um hugsan- Nivada Svissnesk gæða úr Magnús E. Baldvinsson úrsmiður, — Laugaveg 12. 10 norrænir riihöfundar vinna hér að verkum sínum Á tímabiiinu frá 1. des. 1969 til loka september 1970 munu alls tíu norrænir rithöfundar -sem hlotið hafa starfsstyrk til að vinna að verkum sínum hér á landi í einn til einn og hálf- an mánuð hver, dvelja í Nor- ræna húsinu, þar sem þeir hafa aðstöðu til að vinna að verk- um sínum og jafnframt kynn- a-st íslandi og íslendingum. — Fyrsti rithöfundurinn, sem er - i! * ungur Finni, Timo Mukka, hef- ur dvalið hér á landi síðan 1. des. síðastliðinn. Það eru ritiíöfundasambönd landanna, sem valið hafa stvrk þegana, en athygli vekur, að af tíu -styrkþegum eru sjö Finn- ar en enginn Svíi. Auk finnsku rithöfundanna sjö, munu hing- að koma tveir norskir rithöf- ..undar og einn danskur, kona. □ Borgarstjóri, tjáði frétta- mönnum í gær ,að ráðhúsnefnd og borgarróð hefðu nú samþykkt að gera hlé á fyrirhugaðri ráð- húsbyggingu fró og með áramót- um og um óákveðinn tíma — eða a. m. k. í eitt ár. Sagði borgarstjóri að nú lægju fyrir fullbúnar teikning- ar að ráðhúsi og uppdráttur. Ennfremur lægju fyrir niður- stöður könnunar, siem efnt var tii vai-ðandi ráðhúsbygginguna, þar sem m. a. væri gert ráð fyr- ir leikhúsi undir sama þaki og ráðhúsið. — Taldi borgarstjóri á blaðamannafundinum í gær, að um a. m. k. árshvíld yrði að ræða varðandi ráðhúsbygging- una. — legan rekstur skuttogara, væri reikn-að með því, að þeir sigii og selji 25—30% aflans er-lend- is. Kvað hann mikinn hluta tog ■araaflans í dag vera mjög óhag stæðan til vinnslu hér á landi og benti á ufs-a o-g karfa í þvi efni, en verð á þessum fiski ís- uðum hefúr verið hags-tætt að unda-nförnu. Sagði borgarstjóri að það væri siæmt, ef siglt væri með aflan-n á erlendan markað ef fiskvinnslustöðvamar hér heimia væru ekki fulinýttar, en kvað þann nýja ísfisk, sem tog ararnir sigldu með, ekki vera hr-ávöru, hann færi beint á borðið hjá neyt-endum eins og hann kæmi úr skipunum. H.E.H. KÖRFUBOLTi Frarhhald bls. 13. í deildinni. Fyrst verða leikn- ir -tveir leikir. Þá leikur lið nr. 1 við lið nr. 4, og iið nr. 2 við lið nr. 3. Sigurvsgararnir úr þeim leikjum leika síðan þrjá leiki um efsta sætið, og tapliðin leika einnig þrjá leiki um 3. sæ-tið. Tilgangurinn með þessu fyrir komul-agi er fyrst og frems-t sá, að fjölga þeim leikjum, se-m mest kveðu-r að og fólk hefur mest gaman að sjá. Til dæmis verður íslandsmeistarinn í ár -að berjast alis fimm sinnum við aðal-keppiniautinn til að ná því marki í stað aðeins tveggja leikja áður, og sá möguleiki er einnig fyrir hendi að lið, sem v-erður í 4. sæti að loknum tveim umferðum, getur aillt eins vel orðið Íslandsmeistari að loknum keppnisaukanum. Má iaf þessu sjá, að með þes-su fyr- irkomulagi er girt fyrir þann möguleika að lið geti hreppt ís- landsmeistaratitil með slembi- lukku og a-nnað mi-sst af hon- um vfegna óheppni eða eins lé- legs leiks. Það lið, sem stend- ur á toppinum eftir þessa eld- raun verður ö-rugglega bezta körfuknattleikslið á íslandi hverju sinni. — gþ. v RÁÐSTEFNA Framhald af bls. 1. ef „ekki verði fljótlega skorin upp herör gegn notkun deyfi- Jyíja hér á landi, sé svipaðrar þróunar að vænta hér og meðal annarra þjóða“. Ráðstefnan í byrjun næsta árs, verður opin öllum sem á- h-Wga hafa á lausn eiturlyfja- vandanrálsins og geta þeir snú- ið sér til skrifstofu sambands- íks. en fulit^íar allra aðildar- sambauda ÆSÍ siíja ráðstefn- un.a. — ‘ BENSÍNSIÖÐ Frh. af 1. síðu. á hinn umdeilda stað, sem ben- zínstöðí-n át-ti að standa — beint frá hraðbrautinni. Breytir þetta miklu um gang málsins. Snúist málin á anna-n veg en. hér greinir o-g stjórnin vonar, mun hún þegar í stað boða til almenns fundar meðall hverfis- búa um málið og senda frá sér ýtarlega greinargerð til birting ar. Vænta má endanlegrar niður- stöðu um benzms-töðvarmálið í lok janúar næstkomandi. Kveikt verður á, j ólatré því, sem BP gaf íbú-um hverfisins, á laúgardaginn 20. des. kl. 16. — Formaður félagsins, Bragi Ní- el-sson, læknir, flytur ávarp og lúðrasveit leikur.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.