Alþýðublaðið - 30.12.1969, Blaðsíða 8

Alþýðublaðið - 30.12.1969, Blaðsíða 8
8 Alþýðu'blaðið 30. desember 1969 DR. GYLFI Þ. GÍSLASON, FORMAÐUR ALÞÝÐUFLOKKSINS: VIÐÁRAMÚT i. Enn er aS líða eitt ár í ævi lít illar þjóðar, í sögu mannkyns. Á morgun hefst nýr áratugur. Sá, sem er að líða, var viðburð- aríkur, bæði hér og um víða veröld. Hinn næsti verður það eflaust einnig, þótt enginn geti vitað, hvað hann muni bera I skauti sínu. En mér er það efst í hug á þessari stundu, að hann megi færa öllum mönnum frið á jörðu, að sem fyrst ljúki þeim hörmungum, sem styrjaldir leiða nú yfir milljónir manna á fleir- um en einum stað í heiminum, að réttlæti og mannúð öðlist þann sess í huga og hjarta mannkyns, að ekki verði fram- ar reynt að útkljá deilu með vopni, að fátækt og fáfræði víki í vaxandi mæli fyrir hagsæld og menntun, þannig að æ fleiri mannsins barna verði aðnjót- andi þeirrar hamingju, sem vera á og verið gæti hlutskipti allra þeirra, sem fæðast í þenn- an heim. Okkur íslendingum óska ég þess fyrst og fremst, að á næsta áratug auðnist okk- ur að vinna betur saman en áð ur að því, að íslenzkt þjóðfé- lag verði gott heimkynni far- sæls fólks, þjóðar, sem vill hafa frelsi og réttlæti, samhjálp og sanna menningu að hornstein- um þess húss, sem hún byggir. Eg óska þess, að þjóðin megi búa við vinnufrið og vaxandi samvinnu stétta og flokka um að verjast sérhverjum vanda, sem að höndum ber, en efla sókn að bættum hag og fegurri menningu. Ií. Merkastur atburður liðins árs er án efa samþykkt Alþingis um aðild íslands að Fríverzlun- arsamtökum Evrópu, EFTA. — Fyrst um sinn mun áhrifa að- ildarinnar, sem tekur gildi 1. marz næst komandi. ekki gæta í verulegum mæli. Ymsar verð- breytingar munu þó eiga sér stað vegna talsverðrar lækkun- ar tolla á iðnaðarvörum frá EFTA-ríkjum og enn meiri lækkunav á hráefnum, sem ís- lenzkur iðnaður notar, og alls konar vélum, og hins, að söiu skattur verður hækkaður til þess að bæta ríkissjóði tekju- missinn vegna tollalækkananna. Tollalækkanirnar, sem gerðar eru í sambandi við EFTA-að- ildina, ásamt öðrum gjalda- lækkunum sem gerðar eru sam tímis, og sú söluskattshækkun, sem nauðsynleg er vegna þeirra munu þó ekki hafa áhrif til breytingar á framfærslukostnaði, hvorki til hækkunar né lækk- unar. Alþingi samþykkti hins vegar nokkru meiri hæirkun á söluskatti en EFTA-aðildin gerði nauðsynlega, þar eð rétt var talið að auka útgjöld ríkis- ins samkvæmt fjárlögum meira en ráðgert hafði verið á síðast liðnu sumri, en útgjaldaaukinn gengur nær eingöngu til skóla- mála, félagsmála og atvinnu- mála. Vonandi þarf ekki að hljótast af þessu aukinn fram- færslukostnaður, þar eð niður- greiðslur á kjöti og smjöri verða auknar og fleiri ráðstafanir gerð ar til þess að vinna gegn hækk- un framfærslukostnaðar. EFTA-aðildin mun ekki hafa teljandi áhrif á íslenzkt efna- hags- og viðskiptalíf fyrst um sinn, þótt verð hækki að vísu strax 1. marz á ýmsum útflutn- ingsvörum íslendinga vegna brottfalls tolla í EFTA-ríkjun- um og nokkur ný markaðsskil- yrði muni skapast vegna afnáms hafta. En hér innanlands verð- ur ekki nein skyndileg breyting vegna þess, að íslendingar fengu tíu ára aðlögunartíma samþykkt an, tollvernd íslenzks iðnaðar mun ekki breytast næstu fjögur ár, og nokkurn tíma mun auð- vitað taka að undirbúa hagnýt- ingu þeirra markaðsmöguleika, sem EFTA-aðild skapar útflutn ingsatvinnuvegum þjóðarinnar. Sá undirbúningur verður hins- vegar að byrja strax. Að því leyti mun því áhrifa af EFTA aðíldinni þegar byrja að gæta. En með samþykktinni um inn- göngu í EFTA var mörkuð stefna, merkileg og að mínu viti heilladrjúg stefna, sem hafa mun víðtæk áhrif á alla þróun íslenzkra efnahagsmála um langa tíð. Alþingi íslendinpg hefur hafnað einangrunarstefnu í atvinnu- og' viðskiptamálum. Það hefur ákveðið, að þjóðin skuli taka þátt í þess konar við skiptasamvinnu þjóða í milli, sem flest nálæg ríki hafa tekið upp á síðari árum og telja hafa orðið sér til mikilla hagsbóta. Vegna smæðar íslenzkrar þjóð- ar og margháttaðrar sérstöðu er okkur ýmis vandi á hönd- um í slíku sambandi. En Alþingi hefur metið vænt- anlegt hagræði meira en vand- ann og var það án efa rétt mat. Hér er í raun og veru um meira að tefla en samanburð á kosti og lesti. Hér er um það að ræða, hvort íslendingar vilja halda tengslum við þá ná- granna sína, sem þeir hafa öld- um saman átt nánast samband við, hvort þeir , vi)ja búa hér í þjóðfélagi, sem sé .í aðalatrið- um ein:; og það þjóðfélag, sem þeir byggja, — eða hvort við eigum að einangrast og fara okk ar eigin götur, sem liggja í aðra átt en straumur tímans. Alþingi revndist framsýnt og frjálslynt í þessu stórmáli. Það kaus leiðina sem liggur fram á við, en ekki hina, sem haldið er eftir aftur á bak. Það ákvað, að íslending- ar skyldu taka sér sæti sem sjálf stæð þjóð í félagsskap góðra við skiptaþjóða, en ekki reyna að sjá sér farborða bak við byrgða g'lugga. Það er ánægjulegt og íslend- ingum til sóma, að ekki aðeins allir stuðningsmenn stjórnar- flokkanna á Alþingi skyldu standa að þessari ákvörðun, heldur ejnnig tveir þingmenn hins nýja flokks, Samtaka frjáls lyndra og' vinstri manna. Og það var líka ánægjulegt, að ekki einu sinni allir átta þingmenn Alþýðubandalagsins skyldu reynast aðildinni andvígir, held- ur aðeins sjö. Getur það varla verið tilviljun, að einn þingmað ur Alþýðubandalagsins skuli hafa verið fjarverandi, er at- kvæðagreiðslan fór fram, því að hann var sem betur fer við beztu heilsu og kom í þingsal- inn rétt á eftir. Það er honum til sóma, að hann reyndist flokks bræðrum sínum frjálslyndari og framsýnni. Afstaða Framsóknarflokksins í þessu stórmáli hefur orðið mörgum mikið undrunarefni. Ekki mun ég hér deila á flokk- inn fyrir hana. Ég læt þvert á móti í ljós ánæg'ju yfir því, að niðurstaðan skuli hafa orðið sú, að flokkurinn sat hjá við endan lega afgreiðslu málsins, þótt vit- að væri að innan hans var mikil andstaða gegn málinu.Ég tel það íslandi til gagns og sóma út á við, hve mótatkvæði reyndust fá á Alþingi, og þykist þess full viss, að það muni styrkja að- stöðu Islendinga innan samtak- anna og í samskiptum þeirra við aðrar þjóðir. Hér íangar mig að eins til þess að benda á, að sá djúpstæði skoðanaágreiningur, sem um málið mun hafa orðið í Framsóknarflokknum, er mjög athyglisverður, ekki fyrst og fremst vegna þess, að um skoð- anaágreining var að ræða, held- ur ekki síður vegna hins, að hann virðist vera milli tveggja kynslóða í flokknum. Fylgis- menn EFTA-aðildar virðast fyrst og fremst vera .yngri kyn- slóðin í flokknum, menn, sem gengið hafa menritaveginn og gert hafa sér far um að fylgj- ast með tímanum og skilið rós þjóðfélagsmála í heiminum. Andstæðingar málsins virðast hins vegar vera eldri foringjar hans og fulltrúar sveitanna, menn, sem mótuðu sér skoðun sína á þjóðmálum fyrir 30—40 áx-um og hafa í raun og veru dagað uppi í hugsunarhætti þeirx-a ára. Þeir skilja ekki breyt ingu tímanna, breytingu heims- ins. Mér liggur stundum við að halda, að þeir vilji ekki skilja hana. Hér er ekki um að kenna skorti á greind, þekkingu né revnslu. Hér er um að ræða Tast heldni við gömul sjónarmið, mót uð við aðstæður, sem eru horfn ar, hér er á ferðinni varfærni, og hik, sem einhvern tíma get- ur hafa verið hyggilegt, en mundi nú verða fjötur á fram- förum og er því afturhaldssemi. Ekki' veit ég, hvort sjónax'miðið hefði orðið ofan á í þingflokki Framsóknarflokksins, ef at- kvæði hefðu mátt ráða, fylgi við aðiid að EFTA eða andstaða gegn henni, og skal ég engum getum að því leiða. En frá sjón- armiði flokksins var það eflaust hyg'gilegast, sem gert var, að sameinast um frávísunartillögu og sitja síðan hjá. Frá sjónar- miði okkar, sem borið höfum ábyrgð á undii'búningi málsins og munum hafa framkvæmd þess með höndum, hefði auðvit að verið æskilegra, að næst stæi'sti flokkur þjóðarinnar hefði fylgt málinu. En hitt var næstæskiiegast, að enginn þing- manna hans greiddi atkvæði g'eg'n aðildinni. Þeir, sem að því unnu, gerðu vel. III. Á árinu, sem er að líða, átti ríkisstjórn Alþýðuflokks og Sjálfstæðisflokks tíu ára starfs afmæli. í íslenzki'i stjói'nmála- sögu hafa engir flokkar starfað jafnlengi saman samfleytt. Hér er auðvitað ekki um tilviljun að ræða. I stjórnmálum getur til- viljun skipt máli og jafnvel haft úrslitaáhrif á örlag'astundum. En hið langa og góða samstarf Alþýðuflokks og Sjálfstæðis- flokks á sér enga slíka skýr- ing'u. Grundvöllur þess er sá, að þeir hafa reynzt líta líkust- um augum íslenzkra stjórn- málaflokka á það, hverri stefnu skuli fylgja í atvinnumálum, við skiptamálum, félagsmálum, menningarmálum og utanríkis- málum. I þrjátíú ár eða á ár- unum 1927 til 1958 vai' Fram- sóknarflokkurinn áhrifamestur íslenzkra stjórnmálaflokka^ — ekki vegna þess, að hann. hefði mest kjörfylgi, heldur vegna hins, að ranglát kjördæmaskip- un færði honum úrslitaáhrif á Alþingi. Það var fyrst og fremst verk Framsóknarflokksins, að á þessum árum var fylgt hafta- steínu í einu eða öði'u formi á ílestum sviðum atvinnu- og við- skiptalífs, beitt var innflutnings og gjaldeyrishöftum, fjárfesting ai'eftirliti, verðlagseftirliti, verndartollastefnu, skaðlegri styrktar- og verndarstefnu fylgt 1 málefnum landbúnaðarins, röngu gengi haldið uppi árum saman með útflutningsbótum og innflutningsgjöldum. Þess- ari stefnu eða ýmsum þátt- um hennar var víða um lönd fylgt á kreppuárunum um og eft ir 1930 til þess að vinna gegn þeim vanda, sem þá var við að etja, ekki sízt af jafnaðarmönn um. En Framsóknarílokkurinn fylgdi henni ekki aðeins á kreppuárunum, heldur hefur trúað á hana alla tíð síðan, einn ig löngu eftir að aðstæður all- ar eru orðnar gerbreyttar og jafnaðarmannaflokkar hafa fyr- ir löngu tekið upp nýjar starfs- aðferðir og aðhyllast ný sjónar- mið í samræmi við breyttar að- stæður. Fyrst og fremst vegna áhrifa Framsóknarflokksins á ís lenzk stjórnmál fyrstu fimmtán árin eftir lok síðari heimsstyrj- aldarinnar urðu íslendingar meira en áratug' á eftir ná- grannaþjóðum sínum í Vestur- Evrópu með þær breytingar í efnahagsmálum sínum. sem þær framkvæmdu flestar hverjar og næstum allar á eina lund. Þær tóku yfirleitt upp þá stefnu í efnahagsmálum, sem oftast er köiluð frjálslynd stefna. Bein höft á framkvæmdum og við- skiptum eru afnumin og vernd- artollar lækkaðir eða íelldir niður, samþjóðleg' samvinna ^ verkaskipting milli þjóða er aukin. .Tafnframt er aukin á- herzla lögð á stefnuna á pen- ingamálum og fjármálum ríkis- ins til þess að halda þjóðarbú- skapnum í jafnvægi og stuðzt við almenna áætlunargerð, jafn framt því sem áherzla er lögð á ráðstafanir í félagsmálum og menntamálum til tekjujöfnunar og aukins réttlætis í þjóðfélags- málum. Alþýðuflokkurinn og Sjálf- stæðisflokkurinn voru einu flokkarnir, sem hér gátu sam- einazt um slíka stefnu. Fram- sóknarflokkurinn hefði ekki 1959 viliað taka þátt í ríkis- stjórn, sem hefði æ.tlað að íylgja slíki'i stefnu,. enda hefui' hann gagnrýnt hana allar götur síð- an. Mér býður h'\ s vegar í grun að innan Framsóknarflokksins séu í raun og veru mjög skiptar skoðanir um þessi atriði og að hér sé á ferðinni sams konar skoðanaágreiningur og um aðild ina að EFTA. Mér þykir ekki ósennilegt, að það séu fyrst og fremst eldri foringjar flokksins og bændafulltrúar hans, sem ráði því, að enn fylgir flokkur- inn þrjátíu til fjörutíu ára gam- alli kreppustefnu sinni. Á riinn böginn þykir mér líklegt, að ein mitt sömu mennirnir og gerðú ■sér Ijósarí nauðsyn þess, að ís- land tengdist EFTA geri sér einnig Ijóst, að þessi.. - gamla stef'na Ffamsóknarflokksins

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.