Alþýðublaðið - 30.12.1969, Blaðsíða 9
Alþýðublaðið 30. desember 1969 9
heyrir fortíðinni til og að þörf
er nýrra sjónarmiða og nýrra
•starfsaðferða en þeirra, sem
beitt var frá 1927 til 1958. Ef
þessi öfl í Framsóknarflokknum
næðu yfirhöndinni, mundi
það hafa mjög heillarík áhrif á
íslenzkar stjórnmálaumræður,
því að þá yrði hætt að deila
hér um atriði, sem annars stað-
ar er ekki lengur deilt um, en
umræður geta farið að snúast
meir um raunveruleg vanda-
mál. í félagsmálum, menning-
armálum og utanríkismálum
hafa Alþýðuflokkur og Sjálf-
stæðisflokkur einnig reynzt eiga
meira sameiginlegt en Alþýðu-
flokkur og Framsóknarflokkur.
í þessum efnum var reynsla Al-
þýðuflokksins af samvinnu við
Framsóknarflokkinn á árunum
1934 til 1937 góð. En í ríkis-
stjórn Hermanns Jónassonar
var reynslan af samstarfi um
félagsmál sérstaklega ekki góð.
Þegar samvinnan við Sjálfstæð-
isflokkinn hófst, var hins vegar
gert stórfellt átak á því sviði.
Um Alþýðubandalagið er það
að segja, að afstaða þess í ut-
anríkismálum hefur gert sam-
vinnu við það erfiða fyrir alla
Dr. Gyífi Þ. Gíslason.
hina flokkana. Og í innanlands
máium hefur stefnu þess svip-
að miklu meira til þeirrar stefnu
Framsóknarílokksins, sem lýst
var hér að framan, en þeirrar
-stefnu, sem Alþýðuflokkur og
Sjálfstæðisflokkur hafa samein
azt um og er í raun og veru
sama stefnan og þær stjórnir í
málægum löndum hafa. fylgt og
rfyigja, sem nefndar eru frjáls-
djmtlar., Auðvitað mundi Alþýðu
flokkurinn hafa sitthvað með
öðrum hættr'en það ec'-^ef hann
einn. mætti ráða, eins og gera
má ráð fyrir, að Sjálfstæðis-
flokkurinn vildi hafa ýmislegt
öðru vísi, ef hann færi einn
með völd. En Alþýðuflokknum
og Sjálfstæðisflokknum hefur
tekizt betur en nokkrum öðrum
tveim flokkum að taka gagn-
kvæmt tillit tíl hvors annars, í
undirferlislausu og heiðarlegu
samstarfi. Tengsl Alþýðubanda-
lagsins við alþjóðakommúnism-
ann og hugmyndafræði hans
hafa löngum gert þann flokk og
fyrirrennara hans að ótryggum
samstarfsmönnum. Og líklega
er það hin illvíga stjórnmála-
barátta á fyrstu áratugunum í
ævi Framsóknarflokksins, miklu
meiri áhríf hans en svaraði til
kjörfylgis og áratuga völd hans
undir forustu manna, sem sum-
ir hverjir hikuðu ekki við að
misnota völd sín, er valdið hef-
ur því, að hann hefur of oft
reynzt samstarfsflokkum sínum
óheill. En mér er næst að halda,
að hér sé enn um að ræða arf
frá gömlum tíma, afstöðu, sem
hinir eldri foringjar og bænda-
fulltrúarnir halda í, en að hinir
yngri og frjálslyndari menn
flokksins líti öðrum augum. Það
væri íslenzku stjórnmálalífi til
mikilla bóta, ef ný sjónarmið
og nýjar starfsaðferðir næðu að
}
móta stefnu og störf Framsókn-
arflokksins í vaxandi mæli, —
ef hann yrði jákvæður og heil-
brigður í afstöðu sinni, en ekki
jafnneikvæður og bundinn for-
tíðinni og hann heíur verið.
IV.
Á liðnu ári gerðist það,- að
stofnaður var ■ nýr stjórnmála-
llokkur, Samtök frjálsiyndra og
vinstri rmanna. Skömmu fyrir jól
rtilkynntu'fveir þingmenn Al-
þýðubandalagsins, að þeir hefðu
myndað nýjan þingflokk. Skip-
an þing'sins er því nú sú, að
Sjálfstæðisfldkkurinn hefur 23
þingmenn, Framsóknarflokkur-
inn 18, Alþýðuflokkurinn 9, Al-
þýðubandalagið 8 og Samtök
frjálslyndra og vinstri manna
2. Klofningur Alþýðubandalags
ins kom ekki á óvart. Lengi hef
ur verið ljóst, að ýmsir þeirra,
sem yfifgáfu Alþýðuflokkinn,
sumpart 1938 og ekki síður
1956, hafa smám saman verið
að gera sér ljóst, að þeir gerðu
rangt, stigu víxlspor, sem komm
únismanum á fslandi og alþjóða
kommúnismanum einum kom að
gagni. Klofningur Alþýðuflokks
ins 1938 var einhver mesta
harmsaga, sem.gerzt hefur í ís-
lenzkum stjórnmálum. Mér verð
ur ®ft hugsryS til þess, að ég tel
öldungis óvíst, að slíkt hefði
gerzt nú. En um það tjáir ekki
að sakast. Klofningurinn 1956
var ekki eins alvarlegur, en
hafði þó óheppileg áhrif og
efldi enn þá menn íslenzkra
stjórnmála, sem er kommúnism
inn og sjónarmið hans efst I
huga. Auðvitað hefðu það verið
eðlilegust viðbrögð allra þeirra
manna, sem fengu þá reynslu af
samstarfi við kommúnista, að
þeir eigi ekki heima í flokki
með þeim, að ganga í Alþýðu-
flokkinn og efla hann til auk-
inna áhrifa, í stað þess að auka
á sundrungu í íslenzku stjórn-
málalífi, ekki hvað sízt, þegar
þess er gætt, að vel getur svo
farið, að Aiþýðub.lagið klofni
enn frekar, og þeir, sem eru
sanntrúaðastir kommúnistarnir,
myndi sín samtök eða flokk. Ég
hefði fágnað samstarfi við alla
þá, sem eru jafnaðarmenn, en
gengu til samstarfs við komm-
únista, fengu af því þá reynslu,
sem við var að búast, og vilja því
ekki hafa lengur saman við þá
að sælda. En þessir menn hafa
því miður kosið að fara öðru vísi
að. Ég hef ekki trú á því, að
íslenzkir k.iósendur kæri sig um
smáflokka. Reynslan af Þjóðvarn
arflokknum og Lýðveldisflokkn
um. svo dæmi séu tekin, sýnir
það ótvírætt Líklega verður
starfsemi Samtaka frjálslyndra
og vinstri manna skammvinnt
fyrirbæri í íslenzkri stjórnmála
sögu. Ef til vill er ekki uj’ar-
iegt, þótt fólk, sem hefur orðið
fyrir þeirri bitru reynslu, er sam
starf í flokki með kommúnist-
um hlýtur að vera, þurfi ein-
hvern' tíma til þess að átta sig.
Tíminn, sem það kann að taka,
er ekki aðalatriðið. Hitt er höf-
uðmálið, að það átti sig.
V.
Á árinu, sem er að iíða, hef-
ur efnahagur þjóðarinnar tekið
að batna aftur eftir þau gífur-
legu áföll, sem íslendingar urðu
fyrir á árunum 1967 og 1968.
Ýmsir munu hafa búizt við því,
að það mundi reynast torvelt og
taka langon tírrta að rétta úr
kútnum eftir þá erfiðleiká, sem
yfir dundu. Það var ekki að á-
stæðulausu; 'Þegar jafnmikilvæg
ur ntvinnuvegúF' og síldveiði var
orðin hér á fyrri hiuta áratugs-
ins bregzt skyndilega gersam-
lega og samtímis verður gífur-
legt verðfall á flestum útflutn-
ingsvörúm þjóðarinnar, þá er
sannarlega ekki ástæða til ann-
ars en að búast við langvarandi
erfiðleikum. En þróunin hefur
sn'úizt við á skemmri tíma en
menn þorðu yfirleitt að vona.
Þorskafli hefur aukizt og bætt
að verulegu léyti missi síldar-
aflans, og breytt gengisskrán-
ing í samræmi við breyttar að-
stæður samfara ýmsum öðrum
ráðstöfunum innanlands og
hækkandi verðlag erlendis hef-
ur hleypt nýju fjöri í útflutn-
ingsframleiðsluna, þannig að
tekizt hefur að greiða þá gjald-
eyrisskuld, sem myndazt hafði
erlendis í mestu erfiðleikunum,
og aftur hefur landið nú eignazt
gjaldeyrisvarasjóð. Enn er þjóð
in þó ekki búin að vinna upp
tapið, sem hvarf síldarinnar og
verðfallið á árunum 1967 og
1968 lagði á hana. Þjóðartekj-
urnar á mann eru enn lægri og
lífskjörin þar af leiðandi ekki
eins góð og þau urðu bezt í
góðærinu. Áratuga reynsla hef-
ur vonandi kennt íslendingum,
að þjóðartekjurnar verða ekki
auknar né lífskjörin bætt með
því að fjölga krónunum, sem
menn hafa handa á milli. Ekkert
nema a.ukin framleiðsla og meiri
framieiðni getur bætt hag þjóð
arinnar. Það hefur átt sér stað
á þessu ári, enda hefur kaup-
gjaldið getað hækkað dálítið og
raunverulegar tekjur manna
nokkru meira. En varlega verð-
ur að fara, ef ekki á að stofna
því, sem áunnizt hefur, í hættu.
Mikilvægast er, að halda áfram
að vi-nna gegn því atvinnuleysi,
sem efnahagserfiðleikarnir sköp
uðu. Það er sú kjarabót, sem
öllum almenningi er mikilvæg-
ust og nauðsynlegast er því að
vinna að. í því sambandi er þýð
ingarmest, að vinnufriður h.ald-
ist á ári því, sem nú hefst. Ekk
ert væri vinriandi mönnum og
þjóðarbúinu í heild skaðlegra
en ef til þess kæmi, að vei-kföll
lömuðu framleiðsluna, sem ein-
mitt nú hefur verið að aukast
og er að verða undirstaða frek-
ari framfara. Vonandi reynist
gæfa íslendinga slík, að samn-
ingum þeim, sem nú standa yfir
milli sjómanna og útvegsmanna,
ljúki með sanngjörnu og rétt-
látu samkomulagi á grundvelli
þeirrar hæk.kunar á fiskverði,
sem bættar aðstæður á erlend-
um mörkuðum ættu að geta gert
mögulega.
VI.
En hvað er framundan í efna-
hagsmálum íslendinga? Fyrir
hverju ætlar Alþýðufiokkurinn
að beita sér á þeim áratug, sem
nú er að hefjast?
Ég benti á það að framan, að
með ákvörðuninni um aðild að
EFTA hefði í raun og veru ver-
ið mörkuð framtíðárstefna í
framleiðslu- og viðskiptamálum
þjóðarinnar. Þá stefnu þarf að
frámkvæma af skynsemi og' hag
sýni. íslendingar verða að koma
á fót nýjum atvinnugreinum,
fyrst og fremst nýjum útflutn,-
ingsatvinnuvegum. Megin-
áherzlu í því sambandi á að
leggja á nýja hagnýtingu þeirra
auðlinda, sem þjóðin hefur yfir
að ráða, og þá fyrst og' fremst
fullvinnslu sjávaraflans og 'fram
leiðslu iðnvarnings úr afurðum
landbúnaðar. Ýmis sá iðnaður,
sem nú er stundaður hér á
landi, getur eflaust hafið útflutrj
ing vegna tollfrelsis í EFTA-
ríkjunum, en án efa einnig til
annarra markaða. Og markviss*
verður að vinna að því, að hér
komist á fót útflutningsiðnaður,
sem vinnur úr erlendum hrá-
efnum. Það hefði verið torveít
ef ekki ómögulegt án aðildar að
EFTA. Um það verður ac>
minnsta kosti ekki deilt, að þacl
er mun auðveldara en ella, þeg-
ar aðgangur er að stórum toll-
frjálsum markaði. Þrátt fyrir
fjarlægð landsins frá erlendum
rriörkuðum og þann kostnað,
sem því fylgir, eiga fslendingar
að geta verið samkeppnisfærir
á ýmsum sviðum í slíkum iðn-
aði, bæði vegna góðra skilyrða
til framleiðslu ódýrrar raforku
og þó ekki síður vegna ágæts
vinnuafls, sem þjóðin hefur yfir
að ráða. Ef hér er hyggilega
haldið á málum, eru miklir
möguleikar fyrir hendi, og björt
framtíð ætti að geta beðið þjóð
arinnar á komandi áratug. Búa
þarf vel í haginn fyrir nýtt frarn
tak, bæði einstaklinga, sam-
vinnufélaga, sveitarfélaga og
ríkis. En jafnframt þarf að
tryggja, að hin vinnandi hönd
fái í sinn hlut réttlátan hluta
þess arðs, sem ný fyrirtæki og
nýjar atvinnugréinar skapa. Og
nýjunga er ekki aðeins þörf í
sjávarútvegi og iðnaði. í málum
iandbúnaðarins þarf einnig
breytta stefnu, vegna bændanna'
sjálfra, vegna þjóðarheildarinn-
ar.
En ekki aðeins á sviði fram-
leiðslu og viðskipta bíða mikil
og stór verkefni. Framfarir í
efnahagsmálum eru einar sér
ekki nægilegar, ef þeim fylgja
ekki umbætur í félagsmálum og
menningarmálum í víðustu
merkingu orðanna. Um menn-
ingarmál verður rætt síðar. Hér
skal hins vegar á það minnzt,
að í félagsmálum verða íslend-
inga.r á næstunni að gera nýtt
og stórt átak. Það kerfi almanna
trygginga, sem við búum við,
hefur gegnt stórkostlegu hlut-
verki t.il tekjujöfnunar og átt
grundvallarþátt í því að slcapa
hér betra og réttlátara þjóðfé-
lag en ella. En miklar þjóðfé-
lagsbreytingar hafa átt sér stað
síðan það var mótað. Tímabært
er orðið að taka ýmis grundvall
aratriði þess til gagngerðrar end
urskoðunar, tengja það heilsu-
gæzlu og heilbrigðismálum svo
og lífeyrismálum og jafnvel
skólamálum í ríkara mæli en
átt hefur sér stað og auka þann
ig stóriega tekjujöfnunaráhrif
þess í þágu þeirra, sem þjóðfé-
■lagið á og viil .rétta hjálparhönd.
Alþýðuflokkurinn skoðar það
sem .ei-tt meginverkefni sitt á
.næstu. árum að vinna að fram-
gangi- þessa máls. '
Framih. á bls. 13