Alþýðublaðið - 10.01.1970, Síða 11
Laugarda'gur 10. janúar 1970 11
SKAFTI
Frrmhald úr opnu.
sendar til Japan til að ná í stúlk
ur er vildu koma og giftast ung-
um j.aponskum mönnum sem
þarna bjuggu. Ég held þær hafi
komið með þúsund konur.
— Var þá ekki stöðug fólks-
fjölgun í landinu vegna komu
innflytjenda?
i
— Jú, en fólk flutti líka mik
ið innan landsins. Sao Paolo var
í mörg ár sú borg í heiminum
sem óx hraðast. Hún er nú ein
af stærstu borgum heims, en var
hreint ekki neitt fyrir tiltölu-
lega skömmu. Þar var mikill og
vaxandi iðnaður og hann dró
óflk að sér hvaðanæva af land-
inu. Ég heyrði t. d. að á £jarlæg
um stöðum einsog við Amazon.
fljótið hefði verið komið svo
að flestir karlmenn voru farnir
til Sao Paolo í vinnu, því það
var miklu betur borgað heldur
en vera við eitthvert dund
heima hjá sér. Sums staðar voru
sjö til átta konur á hvern karl-
mann. En þegar karlarnir voru
komnir í glaum stórborgarinn-
ar svona fjarri þá hætti þeim
til að gleyma kerlingunni og
krökkunum heima. Af þessum
ástæðum var stjórnin að reyna
að dreifa iðnaðinum um allt
land. Þegar ég var í Recife var
verið að koma þar upp bíla-
verksmiðjum. Þeir höfðu byrjað
á að framleiða Willys jeppa í
Sao Paolo og samvinnu við
Willys í Bandaríkjunum, en
seinna fóru þeir að smíða fólks
bíla sem voru alveg brazilískir.
Þær verksmiðjur reyndu þeir að
hafa líka í Recife til að við-
halda jafnvægi í byggðinni.
S. H.
BY6GÐASAFN
Framhald bls. 3.
ir í eldtraiustri geymslu í
Bókasafnshúsinu í Stykki3-
hólmi tiil bráðabirgða. Komið
mun hafa til orða að flyíja þá
síðar í gaxnalt og merkilegt hús
í Hólminum, svokallað Norska
hús, sem þjóðminjavörður hef-
ur áhuga á að láta varðveita,
en eitthvað mun þurfa að
lappa upp á það áður en mun-
unum yrði komið þar fyrir.
★ Safnað á hverjum bæ.
'Söfnun gamalla muna hefur
einnig farið fram í Dalasýslu
og annaðist Magnús Gestsson
einnig söfnunina þar. Ferðað-
ist hann um Dalina sumarið
1968, kom nálega á hvern bæ,
og var áráirigur ferðarinnar með
ágætum. Munirnir sem söfn-
uðust eru geymdir í félags-
heimilinu í Búðardal, en ekki
hefur verið tekin ákvörðun um
húsnæði til frambúðar fyrir
safnið.
Hins vegar hefur lítið ennþá
verið aðhafzt í þessum málum
í Barðastrandarsýslu, en vænt-
anlega verður þess ekki langt
að bíða, að þar verði einnig
hatfizt handa.
Margt merkilegra og sér-
kennilegra muna mun vera að
fi'nna í byggðumum við Breiða-
f.iörð. Þar voru t. d. len'gi á-
gætir báta- og skrpasmiðiir, og
eru enn til nokkrir bátar með
svokölluðu „breiðfirzku Hagi,“
sem mörgum mun þykja nofck-
urs um vert ’ að varðveita og
vel mundu sóma sér á þreið-
firzku byggðasatfni.
'Ekki hetfur enn verið tekin
ákvörðun um, hvort um eitt
eða fleiri byggðásöfn yrði að
ræða við Breiðaifjörð né held-
ur hvaða staðir kæmu helzt til
greina, en væntanlega verður
um það fjallað, þegar frekari
skriður kemst á undirbúning
og framkvæmdir.
Öryrkl týnir veski
□ Fyrr í vikunni varð ör-
yr’ki fyrir því óhappi að glata
seðlaveski sinu utan við verzl-
unina Örnólf á Snorrabraut eða
á leiðinni þaðan og niður á
Hverfisgötu. í veskinu voru
nokkur hundruð krónur í pen-
ingum og auk þess nafnskír-
teini mannsins og fleiri plögg.
Þótt ekki væri um mikið fé að
ræða er þama samt um til-
finnanlegt tjón að ræða fyrir
eigandann, sem er öryrM' eins
og fyrr segir og hefur engar
fastar atvinmitekjur. Er þess
því að vænta að finriandi
veskisins komi því á framfæri,
annað hvort við eigandann
sjálfan, en heimilisfang hans
er í veskinu, eða komi því til
lögreglunnar.
Handritin heim
70% byggingarkostnaðar
Árnagarðs, eða 42 milljónir króna, var greiddur með
ágóða af Happdrætti Háskóla íslands. Þannig hafa þeir,
sem eiga miða í Happdrætti Háskólans stuðlað að var-
anlegri geymslu fyrir dýrmætustu eign þjóðarinnar.
Kaupið miða í Happdrætti Háskóla íslands og takið þátt
í uppbyggingu íslenzkrar menntunar. Vinningar eru
hvergi stærri.
Þriðjungur þjóðarinnar
á nú kost á að hljóta
vinning — því er Happ-
drætti Háskólans glæsi-
legasta happdrætti
landsins. Verð miðanna
er óbreytt.
HAPPDRÆTTl
HÁSKÓLA ÍSLANDS
NÝJAR GERÐIR AF RUNTAL MIÐSTÖÐVAROFN UM
ÁSAMT ELDRI GERÐUM
SÝNING í BYGGINGARÞJÓNUSTUNNI, LAU(
OPIN í DAG OG Á MORGUN FRÁ KL 13—19.
OPIN ALLA VIRKA DAGA KL. 13—22.
GJÖRIÐ SyO VEL AÐ LÍTA INN.
argus auglýsingastofa