Alþýðublaðið - 10.01.1970, Page 14
14 Laugardagur 10. janúar 1970
Fred Hoyle:
ANDRÓMEDA
7.
—1963. Þá snerist hann til hinna öfganna og fór
að vinna fyrir einn hinna alþjóðlegu auðhringa. Og
það einn hinna verstu: Alhring. Þér gætuð að
minnsta kosti losað yður við hann.
— Fleming tæki aldrei í mál að vinna án hans.
— Það er svo sem auðvitað. Hershöfðinginn
tók möppurnar af borðinu. — Ég mundi segja, að
þeir væru stórhættulegir.
— Þá það, sagði Osborne þreytulega og tók upp
símtól ráðherrans.
í stjórnarherberginu á Bouldershan Fell heyrðist
orðsendingin aftur. Harvey sat í hinu herberginu
vjð upptökutækin, og Fleming var einn við stjórn-
borðið. Þeir voru fáliðaðir, Whelarr hafði farið í
skyndi, og Harries var horfinn. Bridger gekk um
A~ gólf vesældarlegur á svip. Loks ávarpaði hann fé-
laga sinn:
— Heyrðu nú, John, þetta getur haldið áfram
urrr alla eilífð.
— Má vera.
Hljóðmerkin utan úr geimnum heyrðust greini-
lega í hátalaranum.
— Ég ætla að fara héðan. Fleming leit á hann.
— Hér er ekkert meira fyrir mig að gera.
— Þvert á móti, hér er nóg fyrir þig að gera.
— Ég vil heldur fara eitthvað annað.
— Hvað segirðu um þetta?
Þeir hlustuðu nokkra stund á hátalarann. Bridg-
er yppti öxlum.
— Getur verið hvað sem er, sagði hann.
— En ég held ég viti, hvað þetta er.
— Hvað þá?
— Þetta gæti verið röð fyrirnræla.
— Þá það, þú finnur það út hvað þetta er.
— Við gerum það saman.
Á þeirri stundu kom Judy inn. Hún kom rak-
leitt til þeirra, harðneskjuleg og reiðileg á svip.
Hún gat varla beðið eftir því að komast til þeirra.
áður en hún hellti sér yfir þá.
— Hvor ykkar sagði fréttamanninum frá þessu?
Fleming starði á hana furðu lostinn. Hún sneri
sér að Bridger.
— Einhver hefur kjaftað frá, sagt þeim allt.
Það var ekki prófessor Reinhart og ekki ég. Það
var ekki Harvey eða hinir strákarnir, þeir vita ekki
nægilega mikið til þess. Það hlýtur því að hafa ver-
ið annarhvor ykkar. Hve mikið fenguð þér borgað,
dr. Bridger?
— Ég ....
Bridger þagnaði. Fleming reis á fætur og tróð
sér á milli þeirra.
— Kemur yður þetta við? spurði hann.
— Já .... Ég ....
— Já, hver eruð þér?
— Ég .... hún hikaði við. — Ég er blaða-
fulltrúi. Og mér hefur heldur betur verið sagt til
syndanna.
— Mér þykir það mjög ieitt, sagði Bridger.
— Er það allt og sumt, sem þér hafið að segja,
sagði hún og brýndi raustina.
— Látið þér hann í friði, sagði Fleming.
— Hvers vegna?
— Af því það var ég, sem kjaftaði frá.
— Þér. Húrr hrökk við eins og hún hafði verið
barin. — Voruð þér drukkinn?
— Já, sagði Fleming og sneri baki við henni.
Hann gekk til dyranna og ieit um öxl. — En ég
hefði gert það, þótt ég hefði verið allsgáður.
Um leið og hann fór út, kallaði hann til hennar:
— Og Þeir borguðu mér ekkert.
Judy stóð stjörf stutta stund. Svo tók hún eftir
því, að Bridger stóð við hlið hennar og bauð henni
sígarettu.
— Er geislabaugurinn horfinn, ungfrú Adamson?
Judy, blaðafulltrúinn, varð að gefa Osborne
skýrslu, og Osborne skýrði ráðherranum frá mála-
vöxtum. Fréttamönnum var sagt, að þetta byggðist
allt á misskilnirrgi, og Fleming var kvaddur til Lund-
úna.
I fyrstu virtist hugsanlegt, að Fleming væri að
hylma yfir með Bridger, en brátt kom í Ijós, að
hann hafði raunverulega sagt fréttamanni alla sög-
una. Bridger var settur yfir Bouldershawn Fell með-
an Fleming var fjarverandi. Hljóðmerkin héldu áfram
að berast.
Fleming virtist ósnortinn af þessu öllu saman.
Hann tók allar prentuðu arkirnar með sér í lestina
til Lundúna og grúfði sig yfir þær klukkustund eftir
klukkustund og skrifaði athugasemdir og útreikninga
á spássíuna.
Þegar hann kom í vísindamálaráðuneytið, beið
Osborne eftir honum ásamt Reinhart og óþjálum
miðaldra gráhærðum manni. Osborne reis á fætur
og heilsaði Fleming með handabandi.
— Sælir dr. Fleming. Hann var mjög formlegur.
— Hæ, sagði Fleming.
— Þér þekkið ekki Watling yfirforingja í örygg-
isdeild varnarmálaráðuneytisins.
I
I
Oskum
eftir að
ráða
VERKAMENN
í ýmiss 'lfonar störf við Áliðjuverið.
Um framtlíðarstörf >er að ræða. Þeim sem
sótt hafa áður er vinsamlega bent á að hafa
samband við starfsmannastj óra.
Umsóknareyðublöð fást í Bókaverzlun Sig-
fúsar Eymundssonar og Bókábúð Olivers
Steins, Hafnarfirði. Umsóknir skulu send-
ast eigi síðar en 16. janúar í pósthólf 244,
Hafnarfirði.
ÍSLENZKA ÁLFÉLAGIÐ H.F.
Straumsvík.
Frestun á samkeppni
Vegna mikilla anna í verksmiðju vorri hefur
hefur framleiðsla tafizt á ,,Norðurljósaefn-
um‘‘ okkar. Verður skilafrestur „Sníða og
saumasamkeppni 1970‘‘ framlemgdur til 10.
maí n.k.
ÁLAFOSS H.F.
I
I
i Áskriítarsíminn er 14900
Meinatæknir óskast
Vffillsstaðahælið vill ráða meinatækni strax
til afleysinga í veikindaforföllum (ca. 2—3
mán.)
Upplýsingar í síma 42805 virka daga milli
k|. 11 o.g 12.
Skrifstofa ríkisspítalanna.
Vinningsnúmerin:
R 5618 Volvo 164
í 343 Cortina de Luxe
STYRKTARFÉLAG VANGEFINNA