Alþýðublaðið - 10.02.1970, Qupperneq 8

Alþýðublaðið - 10.02.1970, Qupperneq 8
8 Þ’riðj^4iaigur 10, febi’úar 1970 MEO RÚSSLAND Á HEILANUM Sagan af Barböru, eiginkonu Geralds Brooke, unga, brezka leklorsins er dvaldi í rúm fjögur ár í sovézkum fangabúðum □ Stundum h-ataði hún húsið, indæl'a litla húsið siem iþiaaí höfðu orðið svo hrifim af þegar þau fluttu til London. En nú var það eims og fangélsi þaa*' Sem hún vair ein. Nei, hún máttii ekki hugsa um fangeisi, það rifjaði upp of sárar minningar1. •Hún varð að vera róleg. „Það er gott hvað ég er venjuleg og hversdagsl'eg manneskjía“, sagði •hún við sjálfa sig. „Annars væri ég orðin brjáluð. Geraid hefur meh'a en nóg ímyndunör- •afl fyrir okkur bæði. Hvernig skyldi honum líða? Ætli hann .... nei, ég má ekki fara að hugsa um það allt“. ■v VAR ÞAÐ ALLT SETT Á SVIÐ? Barbara Brooke þorði ekki að rifja upp það sem gerzt hafði þennan hræðilega sunnu- dag í apríl þegar hún var færð til yfirheyrslu í Lubyanika fanig elsið í Moskvu. Og Gerald var hvergi nærri. Hún vissi ekki einu sinni hvort hún fengi nokkurn tíma að sjá hann aft- ur. Fjögur ár og þrjá mánuði var Gerald í rússrieskum fangelsum og þrælkunarbúðum, og hún kvaldist af ótta og óvissu um örlög hanis. Naín hennar birtist á forsíðum heimsblað- anna, en hún var aðeinis venju- leg ensk stúlka sem aldrei hafði verið viðriðin jafnreyfarailegan hlut og njósnir. Gerald var heldur enginn njósnari. Hann vair eldheitur hugsjónamaður og hafði flækzt út í þessa vit- leysu af tómri löngun til að hjálpa þjáðu og kúguðu fól’ki. Kannski var þetta rússneska útlagasamband í Evrópu ein- ungis gildra til að veiða í hrekk lausar sálir? Ef til vill var allt siett á svið í því skyni að kom- •ast að samningum um manna- •skipt.i. Peter ög Helen Kroger voru njósnarar sem störfuðu fyrir Sovétríkin og hafði tekizt að komast að afar mikilvægum hernaðarleyndarmálum í Bret- landi. Þau náðust og voru dæmd í 20 ára fangelsi. En í fyrra- sumar sömdu Bretar við Rússa um að Gerald Brooke, unga brezka lektornum, yrði sleppt eftiir 4 ára og 3 máriaða fangels isvist gegn því að Rússar fengju Kroger hjónin sem höfðu verið átta og hálft ár í brezku fangelsi. Fyrri hluti Gerald Brooke var ekki njósn ari og á engan hátt tengdur brezku leyniþjónustunni. Hann tók þá ákvörðun algerl'eg’a upp á eigin spýtur að fara að starf a fyrir rússneska útlagasamband- ið sem hafði höfuðstöðvar sínar í Vestur-Evrópu. Hann vildi stuðía að auknu málffrelsi og ritfrelsi í Rússlandi og tók að sér að .smygla andso'vézkum áróðri iinn i landið þegair þau hjónin voru þar í stuttri skemmtiferð. Barbara vissi ekk- ert um þetta, svo að það kom eins og reiðai’slag þegar þau voru skyndilega handtekin og færð til yfirheyrslu hvort í sínu lagi. Þau voru ung og hamingju- _söm hjón, jafngömul, bæði 26 ára, og framtíðin virtist brosa við þeim björt og fögur. „En stundum eir líklega betra að vita ekki hvað fram undan liggur“, viðurkenntr Barbara eftir á. MEÐ RÚSSLAND Á HEILANUM Hún vann sem bókavörður við ■ borgarbókasafnið í Shef- field þegar hún kynntist Ger- ald. Þau voru bæði fædd og uppalin í Sheffield, en hann var þá við háskól'anám í London og l'agði stund á tungu- mál, m.a. rússnesku. Þau hitt- ust þegar hann var um tíma heima í fríi, og þau urðu strax óaðskiljanleg. „Við áttum einkennilega vel eaman, þó að við værum svo ólík, að viíð gætum talizt alger- ar andstæður", segir Barbaira. „Gerald var- dökkhærður og þráðlaglegur, en ég Ijóshærð og óásjáleg. Hann var fjörug- ur og skráfhreyfinn, talaði mik- ið og skemmtilega, og ég átti erfitt með að koma fyrir mig orði, en var góður hlustandi. Fyrir rétti í Rússlandi Hann var ekkert nema ímynd- unaraflið og fului’ af allS kyns1 hugdettum, en ég vai’ hagsýn og hversdagsleg — það kom sér líka vel, því að ég þurfti oft að halda honum niðri við jörð- ina. Hann var yffir sig hi*ifinn af rússneskum bókmenntum og ias og þýddi fyrir mig heilu kaflana meðan við gengum um í almenningsgörðunum, og ég varð að leiða hann og gæta þess, að hann rækist ekki á tré eða yrði fótaskortur, því að hann tók ekki eftir neinu í kringum sig meðan hann var á kafi í bók“. Þau giftu sig samt ekki strax, vegna þess að Gerald fékk styrk til að stunda nám eitt skólaár við háskólann í Moskvu. En þegar hann hafði lokið öllum sínum prófum og fengið góða kennarastöðu, héldu þau brúð- kaupið í apríl 1962. „Lífið vair •alltaf skemmtilegt og tilbreytingarríkt þegar Ger- ald var einhvers staðar nærri; hann hafði áhuga á öllu miili himins og jarðar og vildi deiHa því með mér og vinum sínum. Og hann hafði Rússland og Rússa og allt rússneskt á heil- anum. Meira að segja dreymdi hann á rússnesku. Það ergði mig að skilja ekki stakt orð þegar hann talaði upp úr svefn inum!“ Þau voru bæði jafnsannffærð um, að hjónaband þeirra væri fullkomið. Þau voru félagar og vinir, töluðu saman um alla hluti og áttu ‘allt saman, og þau voru yfir sig ástfangin hvort af öðru í of'anáiag;, Gerald fékk lektorsembætti i London, og Barbara vamn áfram sem bókavörður. Þau -réðu sér ekki fyrir gleði þegar þau festu kaup á litla húsinu sem átti að • verða framtíðar- heímili þeirrá. En skömmu síðair gerðist nokkuð sem Gerald sagði Bar- böru ekki frá — í fyrsta sinn. sem hann leyndí Jiania ein- hverju. ! GEORG OG RÚSSNESKA ÚTLAGASAMBANDIÐ Hann kynntist Rússa sem kallaði sig Georg — ættamafn- ið fékk Gerald aldrei að vita. Og þótt Barbara vissi um kunn ingsskap þeirra, grunaði hama. ek'kert um það sem þeim fóir aðallega á milli. „Ég tók það ekki hátíðlega. Ég vissi, að Gerald var svo hrifinn af að geta tailað rúss- nesku við Rússa til að halda málinu við. Hann sagði, að Georg væri meðlimur í ein- hverju rússnesku útlagafélagi sem hefði bækistöð sína í London og vildi stuðla að menn, ingarlegu frjál,sræði í Rúss- landi. Mér fann-st það hálff- geðveikislegt allt samain, en lét það gott heita, fyrst Gerald hafði gaman af því. Ég hafði miklu meiri áhuga á að útbúa nýja indæla heimilið okk'ar“. Vorið 1965 var Gerald beð- inn að vera fararstjóri stúdenta hóps sem ætlaði í hálfs mán- aðar ferðalag til Moskvu. Hon- um var sagt, að Barbara gæti komið Hka, og þeim fannst báð- um tilvalið að fá þam'a smá- skemmtiferð, því að þau höfðu ekki farið neitt saman í frí þessi þrjú ár sem þau höfðu verið gift. Kvöldið sem þau vom að pakka niður, - kom Barbara skyndilega auga á brún-a snyrti- tösku með rennilás og mynda- valbúm innan um fanangur Ger- alds. „Hvað í ósköpunum er þetta nú? spurði hún. ,.Æ, vertu ekkert að hugsa um það, gleymdu því bara“, svar- . aði Gerald og flýtti sér að stinga þessu niður í tösku hjá sér. „Segðu mér hvað það er“, í- trekaði Barbara. „Ekki neitt, þetta em hlutir sem Georg bað mig að fara með fvrir sig til Mo'skvu“. „Georg! Þú meinar þetta út- lagasamband? Ertu alveg orð- inn brjálaður! Þú mátt ekki gera svona hluti“. „Ég þaxf að hjálpa Georg svolítið — það er ómögulegt að neita honum um smágreiða." Um leið sá Barbaira skyrtu sem hún kannaðist ekki við. Gerald sagðist ætla lað vera í henni á leiðinni. „Georg bað mig að póstleggja nokkur bréf fyrir sig þegar ég kæmi til Moskvu“, útskýrði hiann, „og konan hans saumaði viaisa innani í þessa skyrtu til að ég gæti faíið þau þar“. „Þú ert genginn af vi’tinu, Gerald!“ hrópaði Barbaira skelf- ingu lostin. „Þú veizt efcki hvað þú ert að gera. í guðs aímátt- ugs bænum farðu ekki að taka þetta að þér.“ En Ger.ald vildi ekki á hana hlusta. „Ég hef hugsað mikið um þetta, og ég er sannfærður um, að ég er að gera rétt með því“. „En ef þú verður settur í fangelsi?“ „Eiskan mín, láttu ekki svona, það kemur aldrei til greina. í ver=tia falli yrði ég sendur úr Iandi“. „Já, en þú berð meiri ábyrgð sem fararstj óri flokksins. Þetta er hrei'nt bi’jálæði“. 1

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.