Alþýðublaðið - 17.04.1970, Blaðsíða 12

Alþýðublaðið - 17.04.1970, Blaðsíða 12
RITSTJÓRI: ÖRN EIÐSSON. HM í knaHspyrnu: Kemur Marokko á óvart eins og Norður Kórea? Landslið Marokko, sem tekur þátt í HM í Mexíkó. Celtic og Fejenoord í úrslit □ Það vea'ða Celtic frá Skot- landi og Fejenoord frá Hol- landi, sem leika til úrslita í Evrópukeppni meistaraliða í kmiattspymu að þessu sinni. — Úrslitaleikurin,n verður háður í Milanó 6. maí n.k. Fejenoord sem lék við KR i fyrstu umferð keppninniar sigr aði Legia frá Póilandi í undan- úrslitum í fyrrakvöld með 2:0. Fyrri leilkraum lauk með j&Sn- tefli 0:0. Leikur Celtic og Leeds, sem leilkinn var á Hampden Park og leiknum lauk með sigri Celtic 3:1. Áhorfendur voxu 135.800, sem er áhorfendamet í keppninni. I keppni bikarmeistara tryggði Mjanchester City sér rétt til að leika í úrslitum og mætir .annaðhvoi-t Gornik, Pól- landi eða Roma. City vann Schalka 04 með 5:1. en í fyrri leiknum vann Sehalka 04 með 1:0. f borgarkeppni EVrópu leika Anderlecht og Arsenal til úr- slita. — --5------------------------ Leiðrétting □ í frásögn okkar af Sund- móti ÍR féll niður nafn eins keppandans, og sennilega þess, sem sízt skyldi. Það er níafn ! Flosa Sigurðssonar, Æ, 14 ára, en hann varð þriðji í 200 m. bringusundi á hinum frábæra tíma, 2:45,9 mín. Þá slæddust með villur í sambandi við 20(0' m. bringusund kvenna. f greih- inni' stóð, að El’len Ingvadóttir hefði synt á 2:53,7 min., en metið væri 2:52,5 mín. Það rétta er, að metið er 2:53,7 mín. og Ellen synti á 2:55,5 min. Við biðjum velvirðingar á mistökunum. — □ í síðustu heimsmeistara- keppni vakti lið Norður-Kóreu mikla athygli er það sigraðí ítali og ekki síður þegar þetta lítt Iþekkta lið skoraði þrjú mörk gegn engu í fyrri hálfleik leiksins við Portúgal, með Euse bio í broddi fylkingar. Nú spá margir því, að Marokko muni leika svipað hlutverk í keppn- inni í Mexíkó sem hefst 31. maí. Þeir sem vel þekkja til, eru samt ekki á þeirri skoðun, með- al þeirra er þjálfari liðs Mar- okko, Júgóslavinn Vidinic. Sig- urinn yfir Búlgörum í Marokko 3:0 var samt mjög ánægjuleg- ur segir Vidinic, hann var leik- inn um áramótin. Marokko er fyrsta Afríkurík- ið, sem kemst í lokabaráttu HM síðan Egyptar voru með 1934. Annars hafa Afríkuríkin verið óánægð með skiptingu í riðla í undankeppninni. Að þessu sinni var sérstakur afrískur rið- ill. Um tíma var alveg óvíst hvort Marokko yrði með, og ef liðið hefði lent í riðli með ísra- el hefði iþað ekki tekið þátt, en svo fór ekki. Knattspyrnan í Afríku er svo sannaríega í mik illi framför. Marokko leikur í riðli með V- Þýzkalandi, Perú og Búlgaríu, en leikirnir verða leiknir í Leon. Leikur Marokkoliðsins ber mjög keim af franskri knatt- spyi-nu ög leikaðferðum. Þeii- höfðu franska iþjálfara lengst af, en Cluzeau, svo hét þjálfar- inn, veiktist og varð að hætta. Þá réð liðið Blagoiev Vidipic, sem er gamall landsliðsmaður í Júgóslavíu. Hann lék meS Rauðu stjörnunni og lék marga landsleiki sem markvörður. Hann þjáífaði í Sviss um tíma, en fór síðan til Marokko. Vidin- ic var upphaflega sendur af rík- isstjórn Júgóslavíu til Marokko, til þess að byggja upp íþróttalíf í landinu, en knattspyrnan hefur átt hug ihans 'allan og hann hef- ur ekki unnið við annað. Lið Marokko er sennilega eina áhugamannaliðið, sem leik ur í Mexíkó, að vísu eru nokkrir í hernum, en enginn leikmann- anna er atvinnumaður. Mai’k- vörðurinn Kassou Allal er t. d. saxófónleikari. Liðið undirbýr sig vel fyrir átökin og í 25 daga á liðið að dvelja í æfingabúðum, sem eru x 2000 m. hæð. Alls mun liðið leika 4—5 æfingaleiki. , Annai'S er rétt að skýra frá 'því, að það munaði afar 1' | u, 'hvort Maroicko kæmiist x loka- keppnina og heppnin var svo sannarlega með liðinu. Eftir þrjá leiki við Tunis, sem öllum lauk með jafnteflí, var kas.tað upp peningi og Marokko hafði heppnina með sér eins og fyrr segir. Stjarnan í liðinu er Jarir Framh. á bls. 14 Beztu frjáls íþróttaatrek innanhúss Keppnistímabil frjálsíþrótta- manna innan húss er nú senn á enda. Jón Þ. Ólafsson sendir okkur þessa afrekaskrá um beztu afrek í eftirtöldum grein- um frá upphafi til þessa dags. Hástökk án atrennu: 1. Viihj. Ein. ÍR 1,75 1962 2. Jón. Þ. Ól. ÍR 1,75 1962 & 1966 3. Halld. Ingv. ÍR 1,66 1963 4. Emiíl Hjart. ís. 1,65 1059 5. Elías Sv. ÍR 1,65 1970 6. Valtoj. Þorl. ÍR 1,63 1059 7. Jón Ö. Þorm. ÍR 1,63 1062 8. K&rl Hólm ÍR 1,62 '1959 9. Pálmi Sigf. Hsk 1,61 T970 10. Erl. Vald. ÍR 1,61 1070 Langstökk án atrennu: 1. Jón Þ. Ól. ÍR 3,39 1964 2. Vilhj. Ein. ÍR 3,32 1957 3. Óskar Alfr. UK. 3,27 1062 4. Trausti Sv. Ubk 3,27 1070 5. Björgv. Hólm ÍR 3,25 1958 6. Emil Hj'art. ís. 3,25 1059 7. Guðm. VaÍd. KR 3,23 1955 8. Jón Pét. KR 3,22 1959 9. Stígur Herl. KR 3,21 1056 10.-13 - Magnú. Erl. Hsk. 3,20 1055 - Hörður Lár. KR 3,20 1058 - Guðf. Guðm. KR 3,20 1958 - Ól. Ottóss. ÍR 3,20 1966 Þrístökk án atrennú. 1. Jón Pét. KR 10.08 1960 2. Vilhj. Ein. ÍR 10,03 1058 3. Jón Þ. Ól. ÍR 9,90 1062 4. Björgv. Hólm ÍR 9,85 1959 5. Friðl. Stef. KS. 9,82 1055 6. Torfi Bryng. KR 9,76 1950 7. Dan, Halld. ÍR 9,74 1955 8. Elías Sv. ÍR 9,68 1970 9. Valbj. Þorl. ÍR 9,63 1958 10. Guðm. J. Hsk. 9,61 1966 Mástökk meff atrennu. 1. Jón Þ. Ól. ÍR 2,11 1962 2. Jón Pét. KR 1,98 ,1960 3, Elías Sv. ÍR 1,96 1970 4. Kjartan Guðj. 1,95 1965 5. Erl. Vald. ÍR 1,90 1965 6r—11. - Skúli Guðm. KR 1,85 1944 - Örn Claiusen ÍR 1,85 1950 - Gísli Guðm. Á 1,85 1955 - Valbj. Þorl. ÍR 1,85 1962 - K. W. Fr. Ubk. 1,85 1070 - St. Hallgr. ÚÍA 1,85 1970 □ Hinn 1. apríl s.l. í'ann út frestur til að sækja um stöðu f orstj óra Txy g.gingastofnurnaa’ ríkisins, sem auglýst var l'aus til umsókn'air himn 6. marz s.l. 'Urrísófcnir um stöðu, i. ;ha(fla borizt frá eftirtöldum mönnum: 1. Birni Vilmundarsyni, skrifstofustjória. 2. Guðjóni Hansen, trygginigafræðingi, 3. Sigurði Ingimundarsyni, alþinigismanni. ( Heilbriigðis- og tryggingar- málaráðuneytið, 15. apríl 1970. Q Hinn 10. þ. m. afhenti Har- aldur Kröyer Finnlandsforseta trúnaðarbréf sitt sem ambassa- dor íslands í Finnlandi. —

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.