Alþýðublaðið - 29.07.1970, Page 14
14 Miðvikudágur 29. júlí 1970
MOA MARTINSSON
, -Ji
■
••V 3V,. ,
10.
neitt fyrir mig eins merki-
legt og þetta með tuttugu og
fimm eyringinn undir brúnni.
Meira að segja eftir að ég
varð fullorðin, hef ég oft
brotið heilann um, hvernig á
því gat staðið, að ég fann
hann. Það var langt síðan að
það hafði verið sýning í
sirkusnum, og fleiri hundruð
börn höfðu sjálfsagt rótað til
undir brúnni á undan mér.
Kannske hafði það ekki
verið ríkur maður, sem tap-
aði 25 aurum, heidur lítið
barn, fáitækt barn, sem hefði
verið sent eftir einhverju
- niður í bæ og ekki þorað að
Skríða innundir brúna til þess
að sækja hann af því að þar
var svo dimmt og þar gátu
verið ormar ög froskar — og
kannske eitthvað enn Ijótara
og verra. Ég hafði mikið hug
myndaflug og nú fékk það
byr undir vængina, og ég
varð þess að minnsta kosti
vísari, að veröldin bauð upp
á þýðingarmeiri viðburði og
merkilegra rannsóknarefni
heldur en hvort heyrnarlaus
maður væri með göt í eyrun-
um eða ekki. Kannske hafði
túttugu og fknmeyringurinn
verið látinn þarna af góðum
anda, sem vildi hjálpa mér,
eða kannske var tröll undir
brúnni, sem vildj fá mig þang-
að aftur og taka mig. Ég end-
urtók aldrei þessa ti'lraun til
þess að afla mér fjár. Ég
var þvert á móti logandi
brædd við brúna þann tima,
sem við áttum eftir að eiga
heima á þessum bæ. Þetta
hafði ekki verið góður da'g-
ur, þegar allt kom til alls.
Skrýtið, að hann skyldi kenni
til í huganum, þegar maður
hafði gert eitthvað ljótt. Ein-
asti punkturinn var tuttugu
og fimm eyringurinn og boll-
urnar. En þetta með pening-
inn var heldur ékki hægt að
útskýra með nokkurri skyn-
semi.
Eftir að við höfðum búið
rúmlega hálft ár við gamla
Eyjarveginn, þá byrjuðu flutn
; ingarnir og um sama leyti
. _________________________________
fór ég að ganga í skóla,
Fyrstu kennslukonuna mína
hataði ég frá því fyrsta að ég
sá hana. Og ég hafði ekki séð
hana fyrr um daginn, þegar
ég fór með mömmu minni til
þess að láta skrifa miig í
skólann. Ég kunni dáiítið að
lesa og var farin að draga
til stafs, áður en ég byrjaði
í skólanum, og það var nokk-
ur, sem bæði ég og mamma
min töldum okkar hafa á-
StæðU til þess að vera afar-
hreyknar af. En kennslu'konian
bara lagði þá spurningu fyrir
mömmu talsvert snúðugt,
hvaða erindi ég yfirleitt ætti
í skóla, fyrst ég væri þetta
gáfnaijós.
Það er allt ekki gott, að
börnin læri að lesa og skrifa
heima hjá mér, og ég skal
segja maddömunni, að mér
er bara alls ekkert um það
gefið, sagðj hún og var hin
reiðilegasta.
Maddömunni. Aldrei hafði
noklcur einasti maður kallað
hana mömmu mína maddömu
alla hennar ævi. Titillinn sá
var yfir höfuð genginn úr
tízku. Það voru bai'a mjög
gamlar og hrukkóttar mat-
sölukonur, sem urðu að láta
sér lynda að vera kallaðar
maddömur og þó ekki nema
í hálfgerðu háði. Mamma
mín, sem ekkj var ennþá
nema tuttugu og sjö ára, og
hún sem hélt sér líka svo
vel, þrátt fyrir slitið hjá
bændunum og þrældóminn í
verksmiðjunni. Kennslukon-
unni fórst líka, sem var að
minnsta kosti fimmtán árum
eldri en mamma.
Mamma skammaðist yfir
kennslukonunni alla leiðina
til pappírsverksmiðjunnar,
þar sem hann pabbi minn
vann um þessar mundir. Ég
hjálpaði henni eftir beztu
gatu við að baktala kerling-
una. Mér fannst hún svo ó-
’! svífin.
Helzt vildi ég ekkert láta
þig fara til hennar, sagði
mamma.
Já, því ekki það? sagði ég
fegins hugar.
Nú er hann líka byrjaður
að drekka, sagði mamma. Við
kembum víst ekki hærumar
hérna. Þú getur aiveg eins
byrjað í skólanum þar sem
við verðum næst.
Já, svoleiðis skulum við
bara hafa það, sagði ég.
Nei, það verður víst ékki
hægt, sagði mamma og var
nú horfin frá öllu aftur. ;—
Pabbi þinn samþykkir það al-
drei, fyrst búið er að borga
kennslukonunni svona mikið
fyrir fram. En þú verður að
hegða þér eins vel og þú get-
ur, því nú er henni senni-
lega orðið í nöp við þig, af
því að okkur varð sundur-
orða. Þú verður að gæta þín
að svara henni alltaf kurt-
eislega. Gerðu allt, sem hún
segir og lærðu lexíumar þín-
ar a'lltaf vel. Fyrir alla muni
mundu mig um að svara henni
.alltaf kurteislega á hverju
sem gengur.
Ih, nei, ég skal reyna, sagði
ég. Og svo héldum við á-
fram að úthúða kerlingunni
eftir beztu getu. Við vorum
sneyptar og lúpulegar. Von-
glaðar höfðum við lagt upp í
þessa ferð og vænzt þess, að
fá hrós fyrir kunnáttu mina
og svo var okkur í þess stað
svo gott sem gefið utan undir
og það var ekiki auðvelt að
ná sér eftir slík vonbrigði.
Ég var orðin furðahlega
dugleg að prjóna og hekla
eftir aldri. Mamma var svo
mikið útp að vinna og mér
leiddist og hatfði oft engan til
þess að leika mér við. Þess
vegna vandizt ég snemma á
það að hatfa prjóna mér til
dægrastyttingar; og mamma
hafði svo sem ekki kennt mér
allt, sem ég kunni. Hún var
oftast svo þreytt á kvöldin,
að hiin sinnti mér ekki. Þess
vegna var það, að nágrann-
arnir urðu kennarar mínir,
bæði í að prjóna og hekla,
lesa og skrifa, og þá fannst
mér tíminn ekki eins lengi að
líða, þegar mamma var úti að
vinna.
Forkastanlegt er
flest á storð
En eldri gerð húsgagna og húsmuna eru
gulli betri. Úrvalið er hjá okikur. Það erum
við, sem staðgreiðum munina. Svo megum
við ekki gleyma að við getum skaffað beztu
fáanlegu gardínuuppsetningar sem til eru
á markaðinum í dag.
Við kaupum og seljum allskonar eldri gerð-
ir húsgagna og húsmuna, þó þau þarfnist
viðgerðar við.
Aðeins hringja, þá komum við strax —pen-
ingarnir á borðið.
FORNVERZLUN og GARDÍNUBRAUTIR
Laugavegi 133 — Sími 20745.
Vörumóttaka bakdyrameginn.
Volkswageneigendur
Höfum fyrMiggjandi: Bretti — Hurðir —
Vélarlök —Geyníslull'ök á Vo]íksw>agen í all-
flestum litum. Skiptum á einum degi með
dagsfyrirvara fyrir ákveðið verð.
Reynið viðskiptin.
Bílasprautun Garðars Sigmtmdssonar
Skipholti 25, Símar 19099 og 20988.
• ®
I HVAÐ ER RUST-BAN? •
• •
^ Rust-Ban er ryðvarnarefni fyrir bíla, sem @
0 reynzt hefur mjög vel við ólíkustu aðstæður. 0
^ Efni þetta hefur geysilega viðloðunarihæfni 0
0 er mjög höggþolið og mótstaða þess gegn 0
0 vatni og salti er frábær. @
0
RYÐVARNARSTÖÐIN HF. 0
Ármúla 20 — Sími 81630. 0
BÍLASKGÐUN & STILLING
Skúlagötu 32.
MOTORSTILLINGAR
HJÖLASTILLINGAF LJÖSASTILLIÍM3AR . Simi
LátiS stilla í tíma. . ^ ^ i tn i n
Fljót og örugg þjónusía. I «. rl U U