Alþýðublaðið - 30.07.1970, Blaðsíða 10

Alþýðublaðið - 30.07.1970, Blaðsíða 10
10 Fimmtudagur 30. júlí 1970 r- 11. MOA MA RTINSSON - G1P1HT oft bannað að fara út að leika mér, þegar ég var ein heima í þá daga. En j’afnvel hæfni mín við pi'jónana og heklunálina varð mér til dómsáfellis hjá hinni óútreiknanlegu kennslukonu. Flestir byrjendur hjá henni voru börn verkamianna við pappírsveriksmiðjuna. Nokkur barnanna voru þó frá heimil- um þurrabúðarmanna og ieiguliða á jörðum, sem voru í eigu verksmiðjunnar. Við frá verksmiðjunni vorum of fín til þess að ieika okkur við hin börnin. Meira að segja ég, sem var þó rétt að segja nýkomin frá þurrabúðarhús- inu við Gamla Eyjaveginn, taldist með þeim hópnum, sem „hærra“ var settur í þjóðfé- lagsstlganum. Þiað kvisaðist nefnilega fljótt, að ég hefði um langan tíma átt heima í Norrköping og þess vegna var ég í raun og veru hálfgert bæjarbarn, þótt ég hefði átt heima utan kaupstaðarins nokkra hríð. — Vanþakfclát er mannskepnan, einfcanlega þegar móðir náttúra á í hlut. Börn frá þurrabúðarheim- ilunum urðu að leika sér án félagssfcapar okkar hinna fínu, nema á haustin, um það leyti sem eplin urðu fullþroskuð. Þá var tekið langmest tillit til þeirra, enda voru þau þá alltaf með töskumar sínar fullar af epluum og betra að koma sér vel við þau. Enda vorum við „fínu“ börnin þá alltaf ósköpin öll góð við þau og vildúm all-t fyrir þau gera. í rauninni eru engin orð til þess að lýsa því, hvað við vor- um þá góð við þau. Skólinn var til húsa í öm- urlegasta hreysi, sem hugsazt getur. Verksmiðjustjórnin gerði um það samþykfctir á hverju einasta ári, sem guð gaf, að nú skyldi hafizt handa um að byggja nýtt skólahús. En það varð aildrei neitt úr fram- kvæmdunum, hvernig sem á því stóð; ég efast urn að hún hafi enn þann dag í dag lát- ið verða af að byggja nýjan skóla. i Húsið hafði einu sinni ver- ið notað sem íbúðairhúsnæði fyrir einhleypt fólk. Á fram- hliðinni voru þrír inngangar. Það voru líka þrjú herbergi í húsinu og öll jafn stór. í öðrum endanum bjó fjölskylda — i einu herbergi. í miðju húsinu var skólastofan. — Og þriðja herbergið hafði kennslu konan. Börnin voru þrjátíu að tölu og það var þröngt, því stofan var ekki nema sex metrar á annan veginn og fimm metrar á hinn veginn, Það voru fimm svartmálað- ir bekkir, eða réttara sagt: — Þeir höfðu upphaflega verið svartir, en málningin var slitin af þeim fyrir löngu. Og við sátum sex saman á hverj- um bekk. Ef nú sá, sem sait innstur á bekknum, var kall- aður fram annað hvort til þess að fara í skammakrókinn eða til þess að taka á móti ráðn- ingu hjá kennslukonunni, þá urðum við öll að standa upp til þess að hleypa honum fram hjá okkur var ekki nóg að standa upp, heldur var svo mjótt á milli bekkjanna, að við urðum öll að fara fram úr honum til þess að veslings fórnardýrið kæmist fram hjá. Og ef hann átti að taka á móti ráðningu, og átti sem sagt afturkvæmt innan stund- ar, þá settumst við ekki aftur heldur stóðum á meðan svo sem til vitnis að ráðningunni. Ég sat yzt í röðinni, og það kom sér vel, því oft var ég kölluð fram. Þó fór allvel á með kennslukonunni og mér í fyrstu. Hún var nefnilega önn- um kafin fyrstu dagana við að fá barnungana þurrabúð- armannanna til þess að laga sig að siðum verfcsmiðjubarn- anna og jafnframt við að fá hin síðarneffndu til þess að sætta sig við návist hinna fyrr nefndu; og þetta var áríð- andi fyrir hana, því þurrabúð- arkonurnar sendu henni stundum rjómafflösku eða smjörfclípu hvort tveggja nátt- úrlega aðkeypt, — en verk- smiðjufrúrnar buðu henni stundum í kaffi. Þess vegn-a- hafði hún sem sagt engan tíma til þess að sinnia mér fyrstu dagana, því mamma' sendi henni ekkert og bauð henni heldur efcki í kafffi. Við áttum sjaldan nema til næsta máls og mátti meira að segja heita gott, ef svo var. Á næsta bekk fyrir afft-an mig sat drengur, sem hét Alvar. Hamingjan sanna-. Ef nokkur maður hefur nokkurn tíma borið nafn með rentu, þá var það hann. Ég sá hann al- drei brosa. Hann var hætti en allir hinir strákarnir. Hann var líkbleikur og með djúpa-, . dökka bauga undir au'gunum. Þeir voruu stórhöggir, berkl arnir, meðal verksmiðjuffólks- ins við verksmiðjuna þá. Hjónin, sem bjuggu í her- berginu við hliðina á skóla- stoffunni, áttu tvö börn, sem voru altekin berklum. Annað var með beifcla 1 mjöðm. — Eldra barnið var stúlfca, og það var hún, sem var með lungnaberklana. Hún var stundum í tímum með okkur, því hún var á skólaskyldu- aldri. Andlitið á henni var ekki hvítt, heldur gult, það var eins og húðin væri klístr- uð við andlitsbeinin. Hún hatfði aldrei mátt í sér til þess að leifca sér með ofck- ur. Þegar hún fékk hóstaköst- in, sat ungfrúin alltaf með tvo eldrauða bletti á hálsinum og starði á hana. Við snérum okkur lífca við öll í hóp, því stúlkan berkla- veika sat í aftasta bekfc, og við störðum með eins mikilli vanþóknun og okkur var unnt á þennan hóstandi vesaling. Ég verð að viðurkenna það hér enda þótt ég skammist mín fyrir það, að ekkerff okkar hugleiddi, hvað sálar- kvalir vesalingurinn með gula andlitið leið yfir að tiuifla kennsluna og þá ékki síður yf- ir að kvelja ungfrúna, sem fékk tvo rauða bletti á háls- inn við hvern hinn minnsta hávaða, sem við gerðum. Eg gaf því aldrei sérStafca-r gætur, Forkastanlegt er flest á storð En eldri gerð húsgagna og húsmuna eru gulli betri. Úrvalið er hjá okkur. Það erum við, sem staðgreiðum munina. Svo megum við ekki gleyma að við getum skaffað beztu fáanlegu gardínuuppsetningar sem til eru á markaðinum í dag. Við kaupum og seljum allskonar eldri gerð- ir húsgagna og húsmuna, þó þau þarfnist viðgerðar við. Aðeins hringja, þá komum við strax — pen- ingarnir á borðið. FORNVERZLUN og GARDÍNURRAUTIR Laugavegi 133 — Sími 20745. Vörumóttaka bakdyrameginn. Vol kswageneigendur Hötfum fyrirliggjandi: Bretti — Burðir — Vélarldk —Geyirislulok á Volkiswagen í all- flestum litum. Skiptum á einum degi með dagsfyrirvana fyrir ákveðið verð. Reynið viðSkiptin. Bílasprautun Garðars Sigmundssonar Skipholti 25, Símar 19099 og 20988. •••••••••••••••••••£ HVAÐ ER RUST-BAN? • Rust-Ban er ryðvamarefni fyrir bíla, sem reynzt hefur mjög vel við óMkustu aðstæður. Efni þetta hefur geysilega viðloðunarhæfni er mjög höggþolið og mótstaða þess gegn vatni og salti er frábær. RYÐVARNARSTÖÐIN HF. Ármúla 20 — Sími 81630. BILASKOÐUN & STILLING Skúlagöfu 32. MOTORSTILLINGAR \ HJOLASTILI.INGAR LJÚSASTILLINf AR Simi Láfið sfilla í tíma. 4 *1 lwi n n Fijót og örugg þjónus.a. 1 «J íiUU

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.