Alþýðublaðið - 05.09.1970, Síða 7
Laugardagur 5. september 1970 7
'□ Námsmannaþkig, sem er
sameiginleg ráðsterfna SHÍ og
SÍNE var haídið helgina 22.—
23. ágúst.
í upphafi þingsins var sam-
þyfckt tillaga um breytingar á
reglugerð Stúdentaþings. Fól
hún í sér útvíkkun þingsins í
almennt námsmannaþing.
Auk fastra liða var í umræðu
hópnum rætt um, stöðuveiting-
ar á fslandi, kjaraimál, hlut-
verk menntanar og inemenda-
hreyfingu.
Þingið sóttu um 50 náms-
menn. Samþyfcktar voru álykt-
anir m.a. um stöðuveitingar á
íaLandi, tvær tillögur um kjara-
mál, þa-r sem önnur tekur mið
af því þjóðfélagi, sem við lif-
um í nú, en hina má skoða, sem
markmið er stefnt sfculi að. Þá
voru og samþykktar ályktanir,
þar sem komu fram átölur á
einokunaraðstöðu st j órnmálai-
flokka í islenzkum fjölmiðlum.
TJlkynningu þessari fylgja á-
lyktanir þingsins.
Ályktun um stöðuveitingar
á íslandi.
1. Námsmannaþing beinir
þeirri áskorun t.il opinberra að-
ila, iað veiting i stöður til lífs-
tíðar verði lögð niður.
2. Námsmannaþing fordæm-
ir það sleifarlag í vinnubrögð-
um veitingarvalds — hafa, að
auglýsa ekki laus'ar stöður
strax og ákveðið er að stofna
þær eða vitað er að þær losna,
svo að nægur tími gefist vænt-
anlegum umsækjendum til að
fá sig lausa frá öðrum störfum
og undirbúa sig tfyrir hið nýja.
Jafnframt álítur þingið það
óhæf vinnubrögð, að auglýsa
stöður með lágmarks umsóknar
fresti skv. lögum eða jafnvel
of stuttum.
3. Námsmannaþing álítur
rétt að umsækjendur um stöð-
ur eigi greiðan aðgang að ö'flúmj
greinargerðum varðandi veit-
ingu þeirna.
4. Námsmannaþing álítur að
mikil þörf sé að kanna gaum-
gæfilega, hvaða störf í þjóð-
félaginu, séu svo stefnumót-
andi (,,policy-making“) í eðli
sínu, að réttlætanlegt sé að
floikikspólitískir ráðherrar skipi
í þær. En í þau stefnumótandi
störf, sem rétt eða afsakanlegt
þykir að skipað sé í eftir flokks
legum sjónarmiðum sé ekki
skipað til lengri tíma í senn en
til næstu stjórnarskipta. Enn-
tfremur ska ráðstöfun annarra
starfa komið í lýðræðislegra
form.
5. Námsmannaiþing álítur, .að
taka beri upp lýðræðislegri
skipan í nefndir (og ráð), er
umsagnaraðild hafa að stöðu-
veitingum., s.s. að cformenn:
slíkra nefnda (og ráða) séui
ekki skipaðir af ráðherra, held-
ur kosnir af nefndarmönnum
sjálfra.
6. Námsmannaþing fordæmir
aiiiar pólitískar stöðuveitingar,
sem ekki geta talizt sérstaklegai
stefnumótandi - („policy-mak-
ing“), svo og aðrar stöðuveit-
ingar, er sprottnar em af óeðli-
legum hvötum, s.s. fjölskyldu-
tengslum. og persónulegum
kunningssakp.
I
Ályktun um
námskynningar.
Námsmannaþing leggur
mifcla áherzlu á, að staða náms
kynningastjóra verði auglýst
strax. Er dráttur á þessu mikil-
væga máli óskiljanlegur, þar
sem þegar héfur verið veitt tfé
á fjárlögum lil þess. Samtök
námsmanna eru hvött til að
látla þetta mál meira til sín
taka. Ber að veita fé það nú
þegar, sem ákveðið er á fjár-
lögum til uppbyggingarstarfs,
sem þegar er háfið af starfshópi
námsmánna.
!
Álvktun um fjöltniðla I.
. Námsmannaþing áteiur þá
eindkuni, sem stjórnmáiaflokk-
ar hafa í umræðum um þjóð-
félagsmál í fjölmiðlum þjóðar-
innar og fer fram á, að 'almenn-
ura þjóðfélagsumræðum verði
opnaður vettvangur þar.
Þingið fer þess á leit við ís-
lenzka sjónvarpið, að það veiti
2ja tíma þátt innan 2ja vikna,
þar sem íslenzkt námsfólk fær
að ræða þau máJ, sem því ligg-
ur á hjarta.
Ályktun um fjölmiðla II.
Námsmannáþing fer þess á
leit við ritstjóra Morgunblaðs-
ins — blaðs alh-a landsmanna
— að þeir veiti starfshópum
Námsmannaþings 16 síðna
auikablað einn daginn til þess
að kynna niðurstöður sínar,
ræðast við og skemmta lesend-
um eftir föngum.
í
Alyktun um kjaramál I.
Námsmannaþrng leggur á-
herzlu á, að stefnt verði að
því, að námsaðstoð verði 100 %
fjárþarfar námsmanna ekki síð
ar en árið 1974.
Þingið bendir á, að ástæða
er til að endurskoða hugtakið
umfrarn fjárþörf og beitingu
þess, þegar lánahlutfallið hækk
air. Að öðrum kosti fellur hvatn
imgin til tekjuöflunar burt 'úr
kerfinu. Stefna ber að því, að
vinnutekjur umfram ákveðið
lágmark hafi ekki áhrif á út-
hlutun. Slí'kt mundi losa stjórn
sjóðsins við það umstang, sem
fylgir nákvæmri athugun á
vinnutekjum manna. Stjórn
Lánasjóðs og stjórnarvöld
þurfa 'að hafa þetta atriði í
huga við gerð áætlana um fjár-
veitingar til sjóðsinS.
Reglur Lánasjóðs um að á-
ætla mönnum lágmarkstekjur
án tillits til aðstæðna eru ó-
réttlátar í mörgum tilvikum.
Með síðustu breytingum sjóðs-.
stjórnar á þessum reglum er
stigið skref í rétta átt, en við
teljum rétt að ganga enn lengra
og taka fullt tillit til aðstæðna
námsmanna, t.d. ef þeir fá ekki
atvinnu í leyfum eða þurfa að
nota þau til náms.
Þar sem tekjuöflun náms-
manna að loknu námi er mjög
misjöfn telur þingið rétt að
endurgreiðslum verði komið í
það form að greidd sé á'kveðin
prósentutala af tekjum þar til
lán er að fullu greitt. Ef lán.
er ekki að fullu greitt inn'an
ákveðinis tíma frá því námi er
lokið falli eftirgreiðslur niður.
Þingið beinir því til samtaka
námsmanna og stjórnar Láina-
sjóðs, að þau beiti sér fyrir
ýtarlegri köninun á framfærslu
kostnaði námsmanna heima og
erlendis og reyni til þess allar
hugsanlegar leiðir.
Að lokum leggur þingið sér-
staka áherzlu á að hámsmenn
fái sem fyrst meirihluta í
s'tjórn Lánasjóðs. Peningariim"
em þeirra og er því eðli'Iegt
að námsmenn hafi úrslitavald
um ráðstöfun þeirra, sem og
um áætlanagerð sjóðsins og til-
lögur til stjói'narvalda um fjár-
veitingu.
\
Ályktun um kjaramál II.
Námsmannaþing ályktar, að
aílt nám eigi að skoða sem
vinnu og Itauna í sámræmi við
það. Jafnfracmt skal stefnt a<3
almennri launajöfnun, þannig
að menintamenn njóti ekki betri
launakjara en aðrir þjóðféliags-
þegnar. —
Kastaði bílnum
7-8 metra
□ Geysiharður árekstur varð
á Hafnarfjarðarveginum
nofckru sunnan Slét'tuvegai' um
eitt leytið í gær. Moskvitsbif-
reið, sem var á léið áleiðis til
iReykgavíkur, stöðvaðli yiegnfaí
einhverra tilfæringa kranafoíta
á veginum. Skiptir engum tog-
um, að um leið og ökumaðm'
Frh. á bls. 4.
5 ára drengur
fyrir bíl
□ Fimm ára drengur varð
fyrir bifreið á gatnamótum
Smiðjustígs og Hverfisgötu um
eitt leyíið í gær. Litli drengur-
inn hlaut höfuðmeiðsli og er
ekki vitað, hve alvarlegs eðlis
þau eru.
Slysið varð með þeim hætti,
að senditferðabifreið var ekið
niður Smiðjustíginn og við
hornið á Hverfisgötu stöðvaði
öfcumaðurinn bifreiðina og beið
færis að komast yfir gatnamót-
in. Skyndilega fannst honum,
að einh.verju hefði verið hent
í hliðina á bifreiðinni, en að-
gætti þetta ekki frekar fyrr en
hann var komin yfir gátnamót-
in. Lá þá litli drengurinn i
götunni. Mun drengurinn hafa
gengið á bílinn meðan hann var
í kyrrstöðu og sennilega falið
í götuna, þegar ibíllinn ók af
stað. Drengurinn var fluttur á
slysadeild Borgarsjúlkriahússina
og voru þar teknar myndir af
höfuðmeiðslunum, en læknart
munu ekki hafa verið vissiii
um, hversu alvarleg meiðsiini
eru eða hvort um höfuðkúpu-
brot væri að ræða eða ekld. —>