Alþýðublaðið - 29.09.1970, Blaðsíða 1
NASSER LÁTINN
□ Gamal Abdel Nasser, forseti
Egyptalands lézt skjmdilega af hjarta-
slagi á heimili sínu í úthverfi Cairo-
borgar í gærdag. Tilkynningin tun and-
lát forsetans var lesin í Cairoútvarpið
kl. 20,30 að ísl. tíma. Gerði það vara-
fórseti Egyptalands Anwar Sadat. —
Andlát mannsins, sem verið hefur
áhrifamesti ieiðtogi Araba síðasta ára
tuginn, kom tæpum sólahring eftir að
hami vann einn af sínum stjórnmála'
legu sigrum með því að koma á sáttum
milli Husseins Jórdaníukommgs og
Yasser Arafat foringja skæruliða á
fundi æðstu manna Arabaríkjanna sem
haldinn var í Cairo.
framhald á baksíðú
ÖÐVUN VERÐ-
LGUÞRÖUNAR
□ Á þingi Sambands ungra
jafnaðarmanna í Keílavík
snérust umræður mjög um
lausn verðbólguvanda, en ung-
ir jiafnaðarme'nn telja, að ef
verðbólga nái aö þróast verði
skjótlega geróar að engu þseí
kjanabæitUr, jserrí lliaíurijþfegairf
hafa nýlega fengið j afnframt
því, sem málefni útflutnings-
atvinnuveganna komist í mik-
ið óefni. i ; |
t>ví töldu ungir jafnaðar-
menn það sameiginlegt hags-
munamál þjóðlarinn'air allrair
að víxihækkanir verðlags og
kaupgjalds verði Stöðvaðar.
Af þeim leiðum, sem einna
helzt eru færar í þeim efn-
um lögðu ungir jafnaðarmenn
höfuðáherzlu á niðurgreiðsl-
ur og hsekkun fjölskyldubóta
samfara verðstöðvun og víð-
tæku heildareftirliti með verð
myndim. Gera ungir jafnað-
armenn ráð fyrir því, að sér-
stök fastanefnd launþega, at-
vinnurekenda og ríkisvalds
hafi það hlutverk með hönd-
um að fylgjast með þróun
verðtlaigis og káuiigj alds og
samræma aðgerðir um við-
nám gegn verðbóigu.
Álit ungra j afnaðarmanna
hljóðar svo:
„Stjórnarvöldum og aðilum
vinnumarkaðsins ber skylda
til að standa vörð um þær
kjarabætur, sem nýverið hafa'
áunnizt samfara bættum þjóð
arhag.
Verðhækkanir þær, sem átt
hafa sér stað undanfarið, geta
orðið uppliaf örrar verðbólgu-
þróunar, sem gerir að engu
nýfengnar kjarahætur, stofn-
ar rekstrargrundvelli atvinnu
veganna í hættu og þar með
afkomu þjóðarinnar í heild.
Það er því sameiginlegt
hagsmunamál þjóðarinnar allr
ar, að víxlliækkanir verðlags
og kaupgjalds verði stöðvað-
ar.
Ungir jafnaðarmenn leggja
áherzlu á að aðilar vinnu-'
markaðsins, ríkisstjóm og Al-
þingi geri þegar í stað nauð-
synlegar ráðstafanir til þess
áð stöðva fyrirsjáanlega verð-
bólg-uþróun og benda á eftir-
farandi leiðir:
l'j Útflutningsuppbætur á
Iandbúnaðarafurðum verði
felldar niður og því fjármagni
sem þannig sparast verði var-
ið til venilegrar hækkunar
§ fjölskyldubótum og niður-
greiðslu á húvömverði á Inn-
anlandsmarkaði þannig að ís-
lenzkir neytendur geti keypt
eðlilegt magn landbúnaðaraf-
urða til heimila sinna.
2. Álíka miklu fjármag-ni
og útflutningsuppbótunum
nemur verði varið til viðbótar
úr ríkissjóði í niðurgreiðslur
og í hækkun tryggingabóta.
3. Við enduskoðun þá, sem
fram fer á lögum um almanna
tryggingar, verði sérstök á-
herzla lögð á mikilvægi trygg-
ingakerfisins til tekjujöfnun-
ar í þjóðfélaginu til hagsbóta
fyrir hina lægst launuðu.
4. Tekin yrði upp verðstöðv
un að svo miklu Ieyti, sem
framast er unnt. Viðtækt
heildareftirlit verði sett á
verðmyndun í öllum þáttum
vöru og þjónustu.
Stefnt verði að nýju og
áhrifamiklu kerfi verðlags-
ákvæða og eftirlits.
,»
5. Þegar í stað verði sett
á fót fastanefnd með fulltrú-
um launþega, atvinnurekenda
og ríkisvalds, sem hafi það
hlutverk með höndum að
fylgjast með þróun verðlags
og kaupgjalds, móta sameig-
inlega stefnu um Iausn verð-
bólguvandamála og undirbúa
kjarasamninga.“ —
Dansgleöi ag
fagnaöarlæti
□ Það var fullt hús og fögn-
uður ,í Þjóðleiklhúsinu í gær-
kvöidi 'þegar hirm nýstofnaði
ballettflokkur 'Félags íslenzkra
listdansara hélt sína fyrstu sýn-
ingu. Einkum kunnu yngri á-
horfendurnir v-.el að ,meta ærslin
í gamanballeltinum „Facade“
sem var síðasta verkið á efnis-
skránni. Vonandi verður flokkn
um langra og góðra lífdaga auð
ið, þvf að myndarlegur ballett-
flokkur er eins mikil listræn
nauðsyn og ,frambæri-leg sinfóníu
hljómsveit til dæmis. Það \
geysimikið átak að undirbúa sýn
ingu eins og þessa, og framlag
ballettmeistarans Alexanders
Bennett er þakkarvert. Og dans
gleði þátttakendanna var ósvilc-
in.
Á myndinni sjáum við svana
drottninguna Odette sem In-gi-
björg Björnsdóttir dansaði, og
prinsinn hennar, en hlutverk
hans túlkaði Alexander Bennetfe
af örvggi hins þrauöþjálfaða at-
vinnumanns í listinni. —•
500 (onna skuf-
fogari fil
Eskifjarðar!
□ Hraðfrystihús Eskifjarðau'
h.f. hefur í ráði að kaupa 500
smálesta skuttögara £rá Pralkk-
lamdi. Umræddur- togaai er
þriggja ára gamall og mun
k-aupverð hans, ef til kemur,
verða 40 milljónir króna, en
talið er, að kostnaður vegna
tækjakaupa og ýmiss breytinga
á iskipinu með titliti til ís-
lenzkra aðstæðna muni nleima
10 miiljónum króna, þaiimig að
raunverulegt kaupverð ihana
verði 50 milljónir króna. I
Helgi Hálfdánairson, frétta-
aður Alþýðubiaðsins á Eskifirði
tjáði blaðinu í gær, að ef ai£
kaupunum geti orðið, myndi
Fiskveiðisjóður íslands lána
Framh. á bls. 4
FUNDURINN ER í KVÖLD
□ í tilkynningu um fund Alþýðuflökksfélags Reykja
víkur í blaðinu í gær var ranglega sagt að fundur'
inn yrði haldinn í gærkvöldi, mánudag. Hið rétta er
að fundurinn er í kvöld, kl. 8,30 í Ingólfskaffi. —
Frummælendur á fundinum eru þeir Óskar Hallgríms
son og Örlygur Geirsson, en imiræðuefnið er: Staða
Alþýðuflokksins í íslenzkum stjómmálum.