Helgarpósturinn - 20.10.1994, Síða 10

Helgarpósturinn - 20.10.1994, Síða 10
10 MORGUNPÓSTURINN FRÉTTIR FIMMTUDAGUR 20. OKTÓBER 1994 ishepnuð tilraun tilbjarg r skioasmíðaiðnaði. 1980: Félag dráttarbrauta og skipa- smiðja ræðst í samstarfsverkefni um hönnun og raðsmíði fiskiskipa, í samráði við hið opinbera. Hanna átti og smíða hentug skip til að mæta endurnýjunarþörf veiðiflotans. 1982: Nokkrar skipagerðir höfðu verið hannaðar og ráðist var í smíði eins skips, ísfisktogarans Hafnareyj- ar SU. Tekin var ákvörðun um að smíða fjögur skipa til viðbótar. Það var meðal annarra Hjörleifur Gutt- ormsson, þáverandi iðnaðarráð- herra, sem tók þá ákvörðun. Var ætl- unin að tryggja skipasmíðastöðvun- um verkefni með þessu, en rekstur þeirra hafði gengið erfiðlega nokkurn tíma. Þetta var því fyrst og fremst pólitísk ákvörðun, sem hafði lítið með breyttar þarfir fiskiskipaflotans að gera. 1983: Hafnarey SU afhent. Ný ríkis- stjórn bannar alla nýsmíði skipa, ut- an raðsmíðaskipin fjögur. Stjórnvöld tóku þátt I smíðinni, eink- um varðandi fjármögnun. Með láns- fjárlögum var ríkissjóði heimilað að ábyrgjast allt að 80 prósent smíða- verðsins, sem félli niður við sölu skipanna. Að auki átti ríkissjóður að ábyrgjast erlend vörukaupalán fyrir allt að 20 prósentum af endanlegu verði. Smíðin var hafin án þess að kaupendur væru fyrir hendi. 1984: Kvótalögin taka gildi og kippa fótunum undan raðsmíðaskipunum. Halldór Ásgrímsson, þáverandi sjávarútvegsráðherra, þvertekur fyrir að láta skipin fá kvóta. Smíðinni hætt um langt skeið og kostnaður hleðst upp á meðan. Skipin liggja hálfköruð og safna ryði og skuldum. 1986: Halldór Ásgrímsson lætur undan og skipunum er smyglað inn í kvótakerfið með ótakmörkuðum rækjukvóta og 200 tonna hliðar- kvóta. Skipunum breytt í rækjuveiði- skip með möguleika sem fjölveiði- skip. Útboð opnuð og bárust 64 til- boð. Sérstakur starfshópur skipaður til að fjalla um tilboðin. Síðar er sett- ur kvóti settur á rækjuveiðar, þannig að heildarkvóti skipanna verður sem svarar 650 þorskígildistonnum. Fyrsta skipið, Oddeyrin EA 210, af- hent, án þess að skrifað hafi verið undir kaupsamning. Söluverð: 170 milljónir króna (á þágildandi verð- lagi). Framleiðslukostnaður: 223 milljónir króna. Glataðir vextir upp á 700 milljónir, skuldir upp á 1.500 milljónir og 500 milljónir 1 niðurgreiðslur. Samtals er kostnaður ríkisins við smíði og „sölu“ þessara fjögurra skipa orðinn 2.7 milljarðar. Á sama tíma hafa útgerðarmennirnir haft ókeypis afnot af atvinnutækjum upp á 1.650 milljónir króna að núvirði og kvóta, sem hefði ekki kostað þá undir einum milljarði að leigja. Ef skipin verða seld núna fyrir þokkalegt verð, og ekki er tekið tillit til tekjutaps vegna gjafa- kvótans, standa 1,2 milljarðar eftir. Þetta er sú upphæð, sem mis- heppnuð tilraun til að bjarga skipasmíðaiðnaðinum annars vegar, og óútskýrt — og óútskýranlegt — klúður innan fjármálaráðuneyt- isins, hefur kostað skattborgara þessa lands. I minnsta lagi. I fjármálaráðuneytinu er nú verið að undirbúa höfðun dómsmála á hendur útgerðarfélaga hinna svo- kölluðu raðsmíðaskipa. Ástæðan er sú að sama og ekkert hefur verið greitt af skipunum frá því þau voru afhent fyrir sex og sjö árum síðan. Hjá Ríkisábyrgðasjóði nema áhvíl- andi skuldir á skipunum nær einum og hálfum milljarði króna á verðlagi dagsins í dag. Skipin sem um er að ræða eru fjögur talsins. Þetta eru Nökkvi HU 15, gerður út af Nökkva hf. á Blönduósi, Gissur ÁR 6, gerður út af Ljósuvík hf. í Þorlákshöfn, Oddeyr- in EA 210 gerð út af Samherja á Ák- ureyri og Jöfur IS172 sem gerð er út af Leiti hf. Þessi skip voru upphaflega smíð- uð með það í huga að styrkja stöðu skipasmíðaiðnaðar í landinu og bjarga fjölda starfa, sem þar voru í veði. Slippstöðinni á Akureyri var falið að smíða tvö þeirra, Stálvík í Garðabæ eitt og Þorgeir og Ellert á Akranesi eitt. Ekki virðist þessi björgunaraðgerð þáverandi iðnað- arráðherra hafa haft tilætluð áhrif, þvi síðan hafa bæði Stálvík og Þor- geir og Ellert orðið gjaldþrota. Reyndar hefur síðarnefhda fyrirtæk- inu verið haldið á floti fram á þenn- an dag með ýmsum ráðum, aðallega með háum fjárveitingum og af- skriftum á skuldum af hálfú Akra- nesbæjar og rikisins. Ekki var búið að selja skipin þegar hafist var handa við að smíða þau, en Ríkisábyrgða- sjóður tók ábyrgð á greiðslum til skipasmíðastöðvanna. Skömmu eftir að smíði skipanna hófst árið 1983 voru kvótalögin sam- þykkt á Álþingi og fótunum þar með kippt undan verkefninu, því hvergi var gert ráð fyrir kvóta á þessi skip. Var smíðinni hætt hið snarasta og lá verkefnið í dvala allt fram tii 1985, en þá var samþykkt að veita skipunum nokkurn kvóta og halda smíðinni áfram. Allar teikningar voru teknar til endurskoðunar og hálfkláruðum skipunum breytt í rækjuskip með möguleika til botn- fiskveiða. Gissur ÁR 6 var smíðaður á Akra- nesi og afhentur í mars 1987. Slipp- stöðin á Akureyri afhenti Oddeyrina í mars 1986 og Nökkva HU 15 í febrúar 1987, en síðasta skipinu var hleypt af stokkum Stálvíkur í Garða- bæ um mitt ár 1988. Þessi sldp voru öll boðin til sölu á svipuðum tíma og sáu fjármálaráðuneytið og Ríkis- ábyrgðasjóður um að ganga frá út- boðsgögnum og sjá um söluna. Til að laða kaupendur að, var settur kvóti á hvert skip upp á 200 tonn af botnfiski og ómælt magn af rækju, en ekki var búið að setja kvóta á rækjuveiðar þegar þetta var. Árið 1988 var einnig settur kvóti á rækju- veiðarnar, en þegar upp var staðið fékk hvert skip kvóta sem samsvarar 650 þorskígildistonnum í dag. Ekki gekk erfiðlega að selja skipin, enda söluverð þeirra langt undir kostnað- arverði og afborgunarkjör með ólík- indum. 500 milljónir gefnar, lítið út og ekkert á mánuði Ríkisábyrgðasjóður greiddi skipa- smíðastöðvunum upp mismuninn á framleiðslukostnaði og söluverði skipanna, og nam sú upphæð sam- Magnús Pétursson, ráðuneytisstjóri í fjármálaráðuneytinu Engan veginn eins og það á að vera 1987: Nökkvi HU 15 og GissurÁR 6 afhent, án þess að skrifað hafi verið undir kaupsamning. Söluverð á þá- gildandi verðlagi: 180 milljónir (Nökkvi) og 177 milljónir (Gissur). Framleiðslukostnaður: 257 milljónir (Nökkvi) og 303 milljónir (Gissur). 1988: Jöfur (S 172 afhentur, án þess að skrifað hafi verið undir kaup- samning. Söluverð: 285 milljónir á þágildandi verðlagi. Framleiðslu- kostnaður: 516 milljónir. 1988-1993: Erfiðleikar skipa- smíðaiðnaðarins minnka ekki, halla- rekstur á Slippstöðinni, Stálvík verð- ur gjaldþrota, Þorgeir og Ellert haldið á lífi með opinberri næringu beint ( æð. Skipin fjögur gerð út með góð- um árangri. Stofnlánasjóður fiski- skipa endurgreiðir útgerðunum reglulega hin lögbundnu 7 prósent, sem greitt er af aflaverðmæti hvers skips í sjóðinn. 1991: Pressan greinir frá málinu. 1992: Ríkisendurskoðun birtir skýrslu, þar sem bent er á að kaup- samningar séu enn ófrágengnir og að vanskil hrannist upp. 1994: Ákveðið að reyna að inn- heimta eitthvað fyrir þessi skip... Hvað er verið að gera í þessu máli núna? Það er verið að kanna þetta mjög gaumgæfilega og undirbúa dóms- mál út af þessum skipum." En af hverju hafa þessi skip ekki einfaldlega verið tekin af útgerð- unum og seld á uppboði, eins og venjan er þegar menn standa ekki í skilum? Nú á Ríkisábyrgðasjóður fyrsta veðrétt í skipunum... „Það er það, sem við erum að undirbúa núna. Það tekur tíma að undirbúa slíkt, þetta er ekki eitt- hvað sem gert er svona einn, tveir og þrír.“ Það er semsagt verið að undir- búa að koma þessum skipum á nauðungaruppboð? „Já, en það tekur sinn tíma. Og einhverjir hafa nú þegar haft sam- band við okkur og lýst yfir vilja til samninga. En við höldum áfram undirbúningi dómsmálsins engu að síður.“ Nú eru liðin sjö ár frá afhend- ingu þessara skipa og aldrei verið borgað neitt að ráði. Hvað veldur? „Útgerðarmenn skipanna hafa færst undan greiðslum meira og minna allan tímann, á þeim for- sendum að þeir hafi ekki fengið þann kvóta, sem þeim hafi verið lofað. Einnig hafa þeir borið við mistökum við skráningu veða í skipunum. Þeim hafa verið boðnir eitthvað breyttir samningar, en ekki getað sætt sig við þá heldur. Þannig að þetta hefur dregist.“ Ef þessir aðilar gátu ekki sætt sig við samningana, af hverju voru skipin eltki einfaldlega tekin af þeim á sínum tíma og samið við aðra? Nú eru þetta dýr tæki og mikils virði, jafhvel án kvóta? Þau eru nú ekki mikils virði kvótalaus." En það kostaði sitt að smíða þau eins og önnur skip, og þar af leið- andi er um mikil verðmæti að ræða, sem þessir menn hafa haft afnot af í sjö ár, nánast endur- gjaldslaust. Hefði ekki verið hægt að ná samningum við aðra aðila eða selja þau einfaldlega úr landi? Nóg er til af skipunum... Magnús Pétursson „Alveg eins hægt að benda á mig...“ „Núna, já, það má kannski segja það. Auðvitað má leggja þetta svona upp, en menn vildu reyna að ná samkomulagi við viðkomandi útgerðir á sínum tíma.“ En það sem er undarlegast í þessu máli hlýtur þó alltaf að vera hversu seint ráðuneytið grípur til þessara aðgerða. Skipin voru af- hent fyrir sjö árum og aldrei neitt fengist greitt. Ríldsendurskoðun benti á vansldlin í slcýrslu sinni fyrir árið 1992, af hverju var eldci gripið til þessara ráðstafana í síð- asta lagi þá? „Ég get ekld svarað öðru en því, að þetta er mál sem er engan veginn eins og það á að vera og ráðuneytið axlar auðvitað ábyrgð á því máli. Þetta hefur verið á vegum ákveð- inna stofnana innan ráðuneytisins og ekki hægt að benda á einhvern einn mann í þessu sambandi. Það er alveg eins hægt að benda á mig eins og hvern annan, en ég held að það sé vafasamt að ætla að hengja einhvern einstakan fyrir þetta.“ Hefúr eitthvað verið greitt af þessum lánum yfirleitt? „Ég held að það sé hverfandi lít- ið.“ Á það við um öll sldpin? „Já, það á við um öll skipin." Geturðu nefrit einhverjar tölur í tals 512 milljónum á verðlagi ársins 1992 eins og fram kemur í afskriftar- tillögum Ríldsendurskoðunar fýrir það ár. En það var ekki einungis að Rílds- áb'yrgðasjóður greiddi kaupverð skipanna niður um rúmar 500 millj- ónir, að auki tók hann ábyrgð á lán- um útgerðanna fýrir 75 prósentum af kaupverðinu. Þessi lán nema tæp- um einum og hálfum milljarði króna á núgildandi verðlagi og hefur nánast elckert verið greitt af þeim frá upphafi. Þó voru kaupendum boðnir afborganaskilmálar sem hljóta að teljast einstaklega hagstæð- ir, svo ekki sé meira sagt. Áttu af- borganir eldd að vera hærri en sem svaraði sjö prósentum af aflaverð- mæti skipanna ár hvert. Þannig hefðu bæði Oddeyrin, sem keypt hefúr töluverðan þorskkvóta á síð- því sambandi, hvað hefur verið greitt og hversu mikið er í vanskil- um? „Nei, þær hef ég elcki á hrað- bergi." Nú hefur oftar en einu sinni verið minnst á nafnið Harald Andrésson í sambandi við þetta mál, að það hafi verið alfarið á hans höndum. Viltu segja eitthvað um það? „Ekki annað en það, að það er al- veg rétt, Harald hefur séð um mál- efni þessara skipa hjá Ríkisábyrgða- sjóði. Harald er reyndur og góður maður í málefnum sjóðsins." Var einhvern tímann skrifað undir kaupsamninga? „Nei, það var aldrei skrifað undir neina samninga." En skipin voru samt afhent? „Já.“ Hvernig gat það gerst? „Það er góð spurning, en ég get ekki svarað henni núna. Ætli menn hafi ekki talið að það yrði skrifað undir þá með tímanum. Aðra slcýr- ingu kann ég eldd.“ ■

x

Helgarpósturinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/286

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.