Helgarpósturinn - 20.10.1994, Qupperneq 11
FiMMTUDAGUR 20. OKTÓBER 1994
MORGUNPÓSTURINN FRÉTTiR
11
JöfuríS i72,\hið síðasta ogdýrasta af raðsmíðaskipunum fjórum. Myndin vartekin
stuttu eftir að panri var afhentur (þá undir einkennisstöfunum KE17) árið 1988. Jöfur
var „selduf“ Jarli hf í Keflavík á 275 milljónir króna árið 1988, en það kostaði 503
mflljónir að smíða Kaí mEkkert hefurfengist upp í kaupverðið ennþá.
ustu árum, og útgerðarfélag Gissur-
ar þurft að borga um það bil 13-14
milljónir að meðaltali á ári síðan
1988, Nökkvi hf. um það bil 9 millj-
ónir, en Leiti hf. og þau útgerðarfé-
lög, sem áður gerðu Jöfur út, um
það bil 5 milljónir (þessar upphæðir
eru ekki framreiknaðar að fullu og
því eitthvað of lágar miðað við nú-
gildandi verðlag). Þrátt fyrir þessi
hagstæðu kjör og þrátt fyrir að
rekstur skipanna hafi gengið með
ágætum allan þennan tíma, hefúr
útgerðarmönnum sumra skipanna
ekki þótt ástæða til að borga krónu
og aðrir hafa greitt einhverja smá-
muni.
Innheimt fé
endurgreitt
Stofnfjársjóður fiskiskipa heitir
stofhun, sem innheimtir sjö prósent
af aflaverðmæti allra skipa á land-
inu. Útgerð hvers skips fær þær
upphæðir sem þannig innheimtast
endurgreiddar, en þó því aðeins, að
viðkomandi útgerð hafi staðið í skil-
um við Fiskveiðasjóð, Byggðastofh-
un og Ríkisábyrgðasjóð. Hjá þessari
stofnun virðast menn hafa staðið í
þeirri trú, að útgerðarmenn þessara
fjögurra skipa hafi uppfyllt þessar
kröfur, og endurgreiddu sjö pró-
sentin samviskusamlega. Hvernig
hægt var að komast að þessari nið-
urstöðu er ekki ljóst og verður víst
seint upplýst.
Uppreiknað söluverð skipanna er
samtals 1650 milljónir, þannig að
jafhvel þó sjö prósentin margnefndu
hefðu verið innheimt, þá hefði sú
upphæð vart dugað til að borga
vextina af lánunum, hvað þá til að
ganga á höfuðstólinn.
Aldrei skrifað undir
samninga
Þegar skipin voru afhent hafði
ekki verið skrifað undir neina samn-
inga, og hefur það ekki verið gert
enn þann dag í dag. Magrtús Pét-
ursson, ráðuneytisstjóri fjármála-
ráðuneytisins, hefur engar skýringar
á því undarlega fyrirkomulagi. Telur
hann líklegast að menn hafi reiknað
með því að skrifað yrði undir síðar
(sjá viðtal við Magnús hér á síð-
unni). Um það, hver bar ábyrgðina
á þessum einstöku viðskiptaháttum,
berast engar ffegnir.
Þar sem útgerðarfélögin hafa ætíð
fengið sjö prósentin úr Stofnlána-
sjóði endurgreidd, er ekki einu sinni
hægt að segja að þau hafi haft þau á
leigu. Fjögur skip, hvert um sig að
verðmæti 412 milljóna króna á nú-
gildandi verðlagi að meðaltali, hafa
því verið „lánuð“ útgerðarmönnun-
um fjórum, samnings- og endur-
gjaldslaust frá upphafi - og kvótinn
líka. 650 þorskigildistonn, sem er
núvirði þess kvóta, sem skipunum
var úthlutað á sínum tíma, er hægt
að leigja fyrir 45 milljónir króna á ári
eða selja fyrir 146 milljónir, og hefur
þetta verið svipað allan tímann mið-
að við verðlag hvers árs. Ríkið hefúr
því „lánað“ hverri útgerð kvóta að
verðmæti 3-400 milljóna á núgild-
andi verðlagi — og ekki fengið
krónu í staðinn.
Engar tölur
Þrátt fyrir margítrekaðar fýrir-
spurnir hefur ekkert verið látið uppi
um það, hversu mikið hefur verið
greitt af þessum lánum. Einu upp-
lýsingarnar, sem veittar hafa verið,
eru á þá leið, að „lítið" hafi verið
greitt og í sumum tilfellum ekkert.
Harald Andrésson, sem séð hefur
um málefni raðsmíðaskipanna allt
frá upphafi, og ætti því að vera
manna fróðastur um þetta klúður,
vildi ekki tjá sig um málefrii ein-
stakra skipa, og hvað það stríða móti
reglum stofnunarinnar. Verður það
að teljast undarleg afstaða þegar um
hundruðir milljóna króna af al-
mannafé er að ræða í hverju tilfelli
fýrir sig. Hefúr hann neitað að tjá sig
nokkuð um þetta mál. Svipað var
uppi á teningnum hjá Sigurgeir
Jónssyni, forstjóra Lánasýslu ríkis-
ins. Um heildarmyndina vildi Sigur-
geir aðeins segja, að þessi mál væru í
ólestri og hefðu verið frá upphafi.
Sagði hann að útgerðarmenn hefðu
ekki sætt sig við þá samninga, sem
þeim hefðu verið boðnir, og málin
því dregist á langinn.
Ekkert verið gert
í sjö ár
Vanskil útgerðanna við Ríkis-
ábyrgðasjóð ná allt aftur til ársins
1987. Ríkisendurskoðun gerði at-
hugasemd vegna þessa máls í endur-
Útgerðarmenn raðsmíðaskipanna
„Véit ekki um
hvaðþúert
að tala“
skoðun Ríkisreikninga árið 1992 og
benti meðal annars á, að enn hefði
ekki verið gengið ffá kaupum á skip-
unum og vanskil hlæðust upp.
Nokkru fýrr hafði Ríkisendurskoð-
un vakið athygli fjárlaganefndar Al-
þingis á þessu sama máli. Ekki má
heldur gleyma ítarlegri umfjöllun
Pressunnar árið 1991 þar sem farið
var ofan í saumana á þessu máli.
Þrátt fýrir allt þetta hefúr ekkert ver-
ið aðhafst í þessum málum af hálfú
fjármálaráðuneytisins fýrr en nú. I
DV í september síðastliðnum bar
Sigurgeir „lagatæknilegum van-
köntum“ við, sem aðalástæðunni
fyrir þessum drætti. Þetta á núna
fýrst að vera komið í lag og „fýrsti
veðrétturinn tryggður", eins og haft
var eftir honum í DV. Samkvæmt
upplýsingum MORGUNPÓSTSINS
var þessi fýrsti veðréttur tryggður frá
upphafi og því hálf undarlegt að
skáka í skjóli slíkra erfiðleika. Nema
ástæðan sé sú, að þar sem útgerðar-
menn skrifúðu aldrei upp á kaup-
samning, hafi þeir heldur ekki við-
urkennt fýrsta veðrétt Ríkisábyrgða-
sjóðs, sem hlýtur að teljast afar vafa-
söm röksemdafærsla. Það hlýtur
hins vegar að vekja upp þá spurn-
ingu, hvaða rétt menn, sem aldrei
hafa skrifað upp á kaupsamning og
aldrei borgað krónu í skipunum,
hafa til að meina löglegum eiganda
þeirra að taka þau aftur í sína vörslu.
180 milljóna kvóti að
gjöf — a ári
Þegar upp er staðið lítur dæmið
þannig út, að útgerðunum fjórum
hafa verið „gefin“ skip, sem ein og
sér kosta 1650 milljónir á núgildandi
verðlagi, þeim hefúr verið gefinn
kvóti, bókstaflega, sem hægt væri að
leigja þeim fýrir 45 milljónir króna á
ári — eða selja á 145 milljónir — og
Ríkisábyrgðasjóður situr eftir með
skuldir upp á 1.400-150Ó milljónir
króna.
Ef skipin verða gerð upptæk
núna, fæst væntanlega eitthvað af
þessu til baka. Hins vegar er allt
annað en víst að þau verði gerð upp-
tæk, því talað er um að útgerðar-
mennirnir eigi í samningaviðræð-
um við ráðuneytið. Eins og útlitið er
í dag, má reikna með að um það bil
MORGUNPÓSTURIN hafði
samband við útgerðarmenn rað-
smíðaskipanna fjögurra og voru
þeir mistregir til svara.
Þorsteinn Már Baldvinsson
hjá Samherja á Akureyri, sem gerir
út Oddeyrina, var ófáanlegur í við-
tal. Blaðamaður reyndi ítrekað að
ná í hann en var aldrei gefið sam-
band. Ekki sinnti Þorsteinn heldur
þeim skilaboðum, sem beðið var
fýrir til hans, um að hafa samband
við blaðamann og greina frá sinni
afstöðu. Hinir þrír náðust í síma og
spurði blaðamaður þá um viðbrögð
þeirra við fýrirhuguðum lögtaksað-
gerðum fjármálaráðuneytisins.
Fara svör þeirra hér á eftir.
Ásberg Pétursson hjá Leiti hf.,
útgerðarfélagi Jöfurs:
„Ég vil ekkert tjá mig um þetta
mál.“
Guðmundur Baldursson hjá
Ljósuvík hf., útgerðarfélagi Gissurs:
„Ég veit ekki um hvað þú ert að
tala."
Átt þú ekki í neinum vanskilum
við Ríkisábyrgðasjóð?
„Ég kannast ekki við það, nei.“
En afhverju er þá verið að undir-
búa þessa málsókn á hendur þér?
„Eg segi það aftur, ég veit ekki
um hvað þú ert að tala. Mín mál
eru i lagi.“
Hefur þú ekkcrt meira um þetta
að segja?
„Nei.“
700 milljónir — og það er varlega
áætlað — séu nú þegar tapaðar
vegna afskrifta á lánum. Þar fýrir ut-
an hefúr ríkissjóður orðið af tekjum
upp á 180 milljónir á ári að núvirði í
sjö ár, en það er sú upphæð, sem
fengist hefði fýrir að leigja kvóta
skipanna. Við þetta bætist að skipin
eru orðin sjö ára gömul og hafa því
rýrnað eitthvað að verðmæti og
ólíklegt að uppreiknað söluverð
skipanna þegar þau voru „seld“ á
Þorsteinn Már Baldvinsson,
útgerðarmaður Oddeyrarinnar
EA: Ekki viðlátinn...
Kári Snorrason hjá Nökkva hf.,
útgerðarfélagi Nökkva:
„Ég kannast ekkert við þetta,
þetta er einhver misskilningur."
Hefur þú greitt af áhvílandi lán-
um á Nökkva?
„Mín mál eru í lagi, þú getur haft
samband við hann Sigurð Thor-
oddsen."
Mun hann staðfesta það?
„Hann mun staðfesta það.“
En nú er mér sagt í ráðuneytinu,
að verið sé að undirbúa þessa mál-
sókn, á það ekki við um þig?
„Nei, það á ekki við um mig."
svo mörg voru þau orð...
sínum tíma fáist við sölu þeirra í
dag. Ekki má heldur gleyma þeim
500 milljónum, sem fóru í að borga
upp muninn á framleiðslukostnaði
og söluverði skipanna á sínum tíma.
Hlýtur þetta því annars vegar að
teljast til dýrustu atvinnubótaævin-
týra, sem efnt hefur verið til í ís-
landssögunni, og hins vegar mesta
góðgerðarstarfsemi sem um getur í
sögu íslenskra útgerðarmanna á
seinni árum. æöj/pj
-A.thygli hefur vakið að meðal þess
sem Ari Edwald, fulltrúi í dóms-
málaráðuneyt-
inu og fram-
bjóðandi í
prófkjöri Sjálf-
stæðisflokksins
í Reykjavík, tel-
ur sér til tekna í
æviágripi sínu,
er að hann hafi
setið í Stúd-
entaráði. Hins
vegar láist honum að geta þess fyrir
hvern hann sat í því, en það var fyrir
Umbótasinna, sem var dulnefni
framsóknarmanna í háskólapólitík-
inni. Hjá ihaldsmönnum í Reykjavik
þykir það hins vegar fremur illt af-
spurnar að vera fyrrverandi fram-
sóknarmaður, svo það er kannski
ekkert skrýtið þó Ari sleppi því að
nefna það af fyrra bragði...
XT ótt sjaldan fari það hátt á síðum
blaðanna eða öldum Ijósvakans er
einn besti bisnessinn í bænum að
spá fyrir um framtíð fólks. Þeir sem
hvað gerst til þekkja í bransanum
segja karlmenn ekki síður iðna við
að láta lesa í framtíð sína nú á dög-
um. Þótt margir gefi sig út fyrir að
sjá inn í framtíðina er spáfólkið
vægast sagt misjafnt, nema ef til vill
í hita augnabliksins, eða þegar
menn eru ekki farnir að upplifa
framtíðina. Þó gerðist það á dögun-
um að ein rammgöldrótt útvarps-
kona, GuðrIður Haraldsdóttir sem
tekur það að sér að spá í gegnum út-
varp í beinni fyrir fólki, ásamt sam-
starfsfélaga sínum Hirti Howser,
hitti svo rækilega á framtíð konu
einnar að hún meira að segja hafði
örlög hennar í hendi sér. í beinni
spáði hún fýrir konu þessari mikilli
lukku á peningasviðinu ef hún
sleppti ekki einhverju tækifæri. Það
er skemmst frá því að segja að kon-
an hætti við að hætta við að endur-
nýja miðann sinn í Happadrætti Há-
skóla Íslands. Og viti menn! Viku
síðar fékk konan sú tæplega tveggja
milljóna króna vinning. Auðvitað
vissi útvarpsfólkið ekki af þessari
heppni konunnar fýrr en hún
hringdi á Aðalstöðina síðastliðinn
föstudag og sagði þeim frá láni sínu.
Að launum hefur þegar verið ákveð-
ið að bjóða útvarpsparinu út að
borða...
I dag verður þingfest hjá Héraðs-
dómi Reykjavíkur ákæra á hendur
JÓHANNESIINGVARI LáRUSSYNI, göml-
um viðskiptafélaga Úlfars Nathane-
alssonar. Þegar fýrirtæki Jóhannes-
ar, Dýpkunarfélagið hf. og Dæluskip
hf., á Siglufirði voru úrskurðuð
gjaldþrota kom í ljós að hann hafði
haldið eftir innheimtum virðisauka-
skatti og ekki staðið skil á stað-
greiðslu skatta og lífeyrissjóðsgjöld-
um sem hann hafði dregið af laun-
um starfsfólks. Ákæran hljóðar upp
á fjárdrátt sem skiptir milljónum
króna. Þessi rekstur Jóhannesar á
sér skrautlega forsögu og fr ægt var
að endemum uppboð á dýpkunar-
skipinu Drangi. Pramminn átti að
vera í vörslu sýslumanns á Siglufirði
en þegar til átti að taka fannst hann
eftir mikla eftirgrennslan í Eng-
landi. Milljónakostnaður við að
flytja hann aftur til landsins féll á
ríkissjóð...
ú ættu fleiri að geta gert sér
glaðan dag í Ármúla 5 (þar sem
Hollywood var áður til húsa). Nú er
þar staðurinn Jolly Good og er Jó-
HANNES V. DavIðsson vert þar. Hann
hefur fengið leyfi til að stækka stað-
inn á efri hæðinni þannig að það
komist fyrir 555 gestir á staðnum.
Þetta er aukning um 255 gesti sem
mörgum finnst einkennast af bjart-
sýni í ljósi þess fjölda sem hingað til
hefur sótt staðinn...