Helgarpósturinn - 20.10.1994, Qupperneq 21
FIMMTUDAGUR 20. OKTÓBER 1994
MORGUNPÓSTURINN FRÉTTIR
21
heldur tala við Pál Magnússon en
mig. En ég komst ekki undan því að
mæta í þriggja mínútna viðtal í
Dagsljósi ásamt Páli. Reyndar
þurfti ég ekki að mæta, því Dags-
ljóss-fólkið kom hingað niður á
Vesturgötu strax upp úr hádegi og
tók til við undirbúning að mynda-
töku úr útgáfuteiti, sem átti að hefj-
ast klukkan fimm, í því augnamiði
að skjóta inn í samtalið við okkur
Pál. Og frá hádegi fram að kvöld-
mat var hér her manns að líma upp
ljós, taka þau niður og líma á nýjan
stað. Og annar her við að mynda og
taka upp hljóð.
Þegar kom að því að Sigurður
Valgeirsson átti að tala við okkur
Pál vorum við dregnir út á stétt og
horfðum þar framan í myndavélar,
Sigurð, sviðsstjóra, myndatöku-
mann, skriftu, hljóðmann, aðstoð-
ar-eitthvað og aðstoðar-hitt. Ég
held það hafi verið einir átta eða
níu ríkisstarfsmenn sem ætluðu að
taka þátt í þessari þriggja mínútna
dagskárgerð.
Eg man ekki hvað ég sagði í þess-
um viðtalsbút. Sjálfsagt hef ég
sloppið ágætlega frá þessu, enda
erfitt að gera sig að fífli á þremur
mínútum sléttum. En ég man hvað
ég hugsaði þar sem ég horfði yfir
myndavélina og á alla opinberu
starfsmennina. Eg hugsaði: „Þarna
fer tekjuskatturinn minn.“
Þegar viðtalið var búið hvíslaði
Páll í eyrað á mér á ieiðinni inn:
„Það hefði dugað að senda tvo
menn frá Stöð 2.“
Ég er viss um að þetta er svona
víðar en hjá Ríkissjónvarpinu. Ef
það vantar mann til að lyfta ein-
hverju, þá gerir það enginn þeirra
sem eru þar fyrir heldur er ráðinn
sérstakur lyftari.
Við breytum ekki real-
um þótt fólk þurfi að
éta
Áður en ég vann á Kleppi og fór
Grundvöllur
AB-samtakanna
(Anonymous
Bureaucrats)
eru eftirfarandi:
REYNSLUSPOR
1. Við viðurkennum vanmátt
okkar gagnvart skrifræði og að
okkur er orðið um megn að taka
sjálfstæðar ákvarðanir í vinnunni.
2. Við fórum að trúa að æðri
kraftur, máttugri okkar eigin vilja
- sem segir kannski ekki mikið,
því það er sáralítill vilji eftir - gæti
gert okkur að heilbrigðum starfs-
mönnum á ný.
3. Við tókum þá ákvörðun að láta
þennan starfsvilja okkar og at-
vinnulíf lúta lögmálum hins frjálsa
vinnumarkaðar, samkvæmt
skilningi okkar á honum - en þó
þannig að varnaglar séu slegnir
þar sem.þurfa þykir.
4. Við gerðum nokkuð rækilega
og tiltölulega óttalaust siðferðis-
leg reikningsskil í lífi okkar - og
beittum við það reikningsskila-
reglum almennra endurskoð-
enda en ekki ríkisbókhalds.
5. Við játuðum án undanbragða
fyrir Þórarni V., sjálfum okkur,
Ögmundi Jónasar og hverjum
sem nennti að hlusta að við erum
viljalaus verkfæri kjarabaráttu
BSRB.
6. Við vorum þess albúin að láta
hinn frjálsa vinnumarkað lækna
alla áunna galla okkar sem
starfsmanna og vorum þess al-
búin að mæta á réttum tíma og
dvelja jafnvel í vinnunni allt til
loka vinnudagsins.
7. Við báðum Ríkisendurskoðun
í auðmýkt að losa okkur við
freistingu þess að smyrja ofan á
yfirvinnuskýrslurnar.
8. Við skráðum flest skilmerki-
lega niður náms- og orlofsferðir,
dagpeningagreiðslur og óunna
yfirvinnutíma og vorum fús til að
bæta fyrir þær (án vaxta).
9. Við borguðum fyrir sporslurn-
ar milliliðalaust aftur í ríkissjóð,
svo framarlega sem það særði
engan.
10. Við iðkuðum stöðuga kjara-
rannsókn og þegar út af bar við-
urkenndum við yfirsjónir okkar
undanbragðalaust - eða svo gott
sem.
11. Við leituðumst við, með sím-
tölum og skilaboðum í gegnum
faxtækið, að styrkja samband
okkar við hinn almenna vinnu-
markað, samkvæmt skilningi
okkar á honum, og báðum um
skilning á því sem okkur var fyrir
bestu og tíma til að framkvæma
það.
12. Við fundum, að sá árangur,
sem náðist með hjálp reynslu-
sporanna var góð og þess vegna
reyndum við að flytja öðrum
möppudýrum þennan boðskap
og fylgja þessum meginreglum í
lífi okkar og starfi.
Sameiginleg velferð okkar situr í
fyrirrúmi. Bati hvers og eins er
undir einingu AB-samtakanna
kominn.
Æð ruleysisbæn
bírókratanna
Guð gefðu mér æðruleysi til
að sætta mig við að ég get
ekki hækkað launin mín án
þess að auka við mig vinnu
og/eða ábyrgð, mátt til að
Ijúka þeim verkefnum sem
mér eru falin og vit til þess að
greina á milli þess sem ég ætl-
ast til af lífinu og því sem ein-
hver er tilbúinn að kaupa af
mér.
Fullyrðing:
„Það er minna
vinnuuálag hjá hinu
opinbera en í
einkageiranum.“
Til hægri sést hlutfall þeirra svarenda,
sem voru sammála, flokkað eftir þvi
hvar menn eða makar þeirra starfa.
100%
90-
80-
70-
60
Einkageiri Opinber Maki Bæði
starfsmaður opinber opinberir
staitsmaöur starfsmenn
Fullyrðing:
„Opinberir starfsmenn
sæta aldrei ábyrgð í
starfi og eru ekki
reknir nema þeir séu
staðnir að fjárdrætti
eða skattsvikum.“
Til hægri sést hlutfall þeirra svarenda,
sem voru sammála, flokkað eftir því
hvar menn eða makar þeirra starfa.
"o
90
Einkageiri Opinber Maki Bæði
starfsmaður opinber opinberir
starfsmaður starfsmenn
Opinberir st^rfsmenn
gera ekkert i vinnunni
Fullyrt var: Það er minna vinnuálag hjá hinu opinbera en í einkageiran-
um. Og 53,1 prósent þeirra sem tóku afstöðu voru sammála.
Þegar hópi svarenda er skipt í fernt — venjulegt fólk, opinberir starfs-
menn, makar opinberra starfsmanna og opinberir starfsmenn sem eru í
sambúð með öðrum opinberum starfsmönnum — kemur í ljós að meiri-
hluti tveggja af þessum hópum er ósammála fullyrðingunni. 55,9 prósent
opinberra starfsmanna er ósammála því að þeir búi við minna vinnuálag
en annað fólk og 56,5 prósent opinberra starfsmanna sem eru í sambúð
með öðrum opinberum starfsmanni eru ósammála þessu. Og þykir ef til
vill fáum skrýtið. Það væri einkennilegt ef þetta fólk myndi upp til hópa
lýsa því yfir að það gerði minna en annað fólk í vinnunni. Það er furðu-
legra að 44,1 prósent opinberra starfsmanna og 43,5 prósent þeirra opin-
beru starfsmanna sem eiga annan opinberan starfsmann fyrir maka skuli
sannfærð um að þeir lifi við léttvægara vinnuálag en fólk í einkageiranum.
Fólk sem ekki vinnur hjá hinu opinbera er hins vegar fremur sannfært
um að vinnuálagið sé lítið hjá hinu opinbera. Alls 56,1 prósent fólks úr
einkageiranum sagði vinnuálagið hjá hinu opinbera minna en gengur og
gerist og skipti þá engu hvort makar þess voru opinberir starfsmenn eða
ekki. Hlutfallið var það sama. ■
100%-
90-
Fullyrðing:
„Þrátt fyrir að
launataxtar opinberra
starfsmanna séu lágir
geta þeir náð háum
launum með alls kyns
aukasporslum.“
Til hægri sést hlutfall þeirra svarenda,
sem voru sammála, flokkað eftir þvi
hvar menn eða makar þeirra starfa.
Einkageiri
starfsmaður opinber opinberir
starfsmaður starfsmenn
Fullyrt var: Þrátt fyrir að launataxtar opinberra starfsmanna séu lágir
geta þeir náð háum launum með alls kyns aukagreiðslum. Og 73,7 pró-
sent þeirra sem tóku afstöðu voru sammála.
Um þetta eru allir jafn sannfærðir. Meira að segja 61,1 prósent opinberra
starfsmanna sem tóku þátt í könnuninni voru sammála fullyrðingunni. Og
það virtist sannfæra fólk enn frekar ef það giftist opinberum starfsmanni,
því 62,5 prósent þeirra opinberra starfsmanna sem jafnframt voru í sam-
búð með öðrum opinberum starfsmanni sögðu það rétt að þeir gætu bætt
ofan á laun sín með alls kyns aukagreiðslum.
Fólk utan opinbera geirans var síðan enn sannfærðara um þetta. 79,3
prósent þeirra fólks úr einkageiranum sagði opinbera starfsmenn geta bætt
kjör sín með alls kyns aukagreiðslum og 68,2 prósent maka opinberra
starfsmanna voru sömu skoðunar.
Þetta er því mjög almenn skoðun. Og í ljósi svara ffá opinberum starfs-
mönnum sjálfum, þá er þetta líkast til rétt. Opinberir starfsmenn geta bætt
laun sín með alls kyns aukagreiðslum. ■
Opinberir sjarfsmenn
bera enga abyrgð
Fullyrt var: Opinberir starfsmenn sæta aldrei ábyrgð í starfi og eru ekki
reknir nema þeir séu staðnir að fjárdrætti eða skattsvikum. Og 65,3 pró-
sent þeirra sem tóku afstöðu voru sammála.
Það sem er hryllilegt við svörin við þessari spurningu er að ótrúlega stór
hluti opinberra starfsmanna sjálfra virðist vera á þessari skoðun. 52,2 pró-
sent þeirra voru sammála fullyrðingunni. Og það sem er líka óhugnanlegt
er að sá hópur sem var harðákveðnastur gagnvart lítilli ábyrgð opinberra
starfsmanna voru makar þeirra. 78,6 prósent maka opinberra starfsmanna
sögðu þá sæta aldrei nokkurri ábyrgð.
Venjulegt fólk var vægara í dómum sínum. 68,3 prósent þess sagðist
sammála fullyrðingunni um litla ábyrgð opinberra starfsmanna. Þeir sem
voru síst sammála þessu voru opinberir starfsmenn í sambúð með öðrum
opinberum starfsmönnum. Alls 47,8 prósent þessa hóps var þó sammála
þessu. ■
Fullyrðing:
„Opinberir starfsmenn
og makar þeirra hafa
fleiri kosti á að ferðast
á kostnað vinnuveit-
anda síns en annað
fólk.“
Til hægri sést hlutfall þeirra svarenda,
sem voru sammála, flokkað eftir því
hvar menn eða makar þeirra starfa.
100%'
90-
80
Einkageiri Opinber Maki Bæði
starfsmaður opinber opinberir
starfsmaður starfsmenn
Opinberir staifsmenn eru
ailtaf a ferðalogum
Fullyrt var: Opinberir starfsmenn og makar þeirra hafa fleiri kosti á að
ferðast á kostnað vinnuveitanda síns en annað fólk. Og 63,1 prósent
þeirra sem tóku afstöðu voru sammála.
Samkvæmt svörunum við þessari spurningu þá minnka líkurnar á að
opinberir starfsmenn fái að ferðast á kostnað vinnuveitanda síns verulega
ef þeir asnast til að giftast öðrum opinberum starfsmanni. Réttur helming-
ur — 50 prósent — opinberra starfsmanna sem voru ýmist ógiftir eða gift-
ir einhverjum sem ekki vann hjá ríki og borg sögðu þessa fullyrðingu rétta.
Hins vegar sögðu aðeins 37,5 prósent þeirra opinberu starfsmanna sem
áttu opinberan starfsmann fýrir maka þessa fullyrðingu rétta. Þannig að
eitthvað er ferðunum misskipt milli þessara hópa. Alls 69,5 prósent þeirra
sögðu þá ferðast meira en annað fólk. Og af þeim sem voru giftir opinber-
um starfsmönnum án þess að vinna sjálfir hjá hinu opinbera sögðu 61,4
prósent að þeir opinberu ferðuðust meira á kostnað vinnuveitandans. Og
líklega er það þetta fólk sem hefur bestu yfirsýnina og minnstu hagsmun-
ina. ■
Könnunin var gerð um síðustu helgi. Úrtakið var 600 manns og
skiptist það jafnt á milli höfuðborgarsvæðis og landsbyggðar og jafnt á
milli kynjanna. í römmunum hér á síðunni er aðeins greint frá þeim sem
tóku afstöðu en þeir sem voru óákveðnir í afstöðu sinni til þessara full-
yrðinga voru hverfandi fáir.
að gruna að opinberir starfsmenn
litu vinnu sína öðrum augum en
launþegar á almenna vinnumark-
aðinum áttaði ég mig á því að þeir
eru ákaflega gjarnir á að hengja sig
á fastar reglur — ef til vill vegna
þess að þeir átta sig ekki alveg á til-
gangi starfsins og hafa því ekkert
nema reglurnar til að standa á.
Þetta rann upp fyrir mér þegar ég
var ellefu ára. Þá var ég pikkaló á
Hótel Sögu og eina vikuna um
sumarið vildi svo til að mamma og
allir eldri bræður mínir voru ýmist
úti á landi eða í útlöndum. Ég var
einn í Reykjavík. Það var fínt, nema
hvað það komu mánaðamót, ég
fékk útborgað og þurfti að skipta
ávísuninni.
Til útskýringar fyrir þá sem eru
eitthvað yngri en ég er rétt að geta
þess að þetta var fyrir tíma kenni-
tölunnar. Á þessum tíma var það
nafnnúmerið sem gilti. Og
nafhnúmer hafði enginn fýrr
en hann fékk nafnskírteini í
tólf ára bekk.
En ég var semsagt staddur í
Landsbankaútibúinu á Lauga-
vegi 7 með launaávísun í
hendinni en ekkert nafnskír-
teini í vasanum. Gjaldkerinn
sagði mér að hann hefði ekki
heimild til að skipta ávísun-
inni nema gegn framvísun
persónuskilríkja. Ég sagði sem
var að ég ætti engin slík skil-
riki, mér hefðu aldrei verið
færð slík skilríki og í raun væri
ekki gert ráð fýrir að ég þyrfti
á slíkum skilríkjum að halda.
Gjaldkerinn sagði að því mið-
ur hefði hann einfaldlega ekki
heimild til að skipta þessari ávísun
nema ég gæti sannað hver ég væri.
Ég bað um að fá að tala við útibús-
Gísli Marteinn Baldursson
fyrrverandi sundlaugarvörður
„Ég starfaði sem sundlaugarvörður í Laugar-
dalnum í 5 sumur en bjargaði engum
mannslífum. Maður gat hvílst ansi
vel í þessu starfi á köflum og
þurfti stundum að vera í sól-
baði, jafhvel gegn eigin vilja. Ég
held að margt í rekstri sundlaug-
anna og þjónustunni gæti verið
betra ef einkaaðilar mundu reka
þær. Maður færi kannski að hnoða
fólk og blása í það við fleiri tækifæri en
það er spuming hvort það væri til góðs.
Ég hugsa að margir skrifstofumenn í op-
inbera geiranum akti eins og sundlaugar-
verðir en mismunurinn er bara sá að þeir
ættu að vera að gera eitthvað allt annað.
stjórann. Eftir smábið kom hann
fram fýrir afgreiðsluborðið, horfði
niður á mig ellefu ára og hlustaði á
raunasögu mína. Hvernig vandi
minn væri vaxinn, hvar ættmenn
mínir væru niðurkomn-
ir, hvernig ég ætlaði að
nota kaupið mitt til að
kaupa mat sem ætti að
duga þar til mamma
kæmi í bæinn eftir
helgina, hvað ég
væri gersamlega
skilríkjalaus og
að ég mundi
svelta ef ég
fengi ávísun-
inni ekki skipt.
Hann hlustaði svip-
brigðalaus og sagði jafn svip-
brigðalaus þegar ég hafði klárað
lesturinn: „Reglur eru reglur og
við breytum ekki reglum þótt fólk
þurfi að éta.“
Eftir þetta finnst mér ég alltaf
vera ellefu ára þegar ég rek mig á
óbilgirni ríkiskerfisins. B