Helgarpósturinn - 20.10.1994, Page 23
FIMMTUDAGUR 20. OKTÓBER 1994
MORGUNPÓSTURINN SPORT
23
X1 ramarar virðast vera í miklum
ham þessa dagana og þrátt fyrir
nokkra skuldastöðu liðsins gerist
það nú daglega að tilkynnt er um
félagaskipti yfir í liðið. Helgi Sig-
URÐSSON er, sem kunnugt er, farinn
til Stuttgart í þýskalandi og mun
spila þar í vetur. Þar af leiðir að
framlínu liðsins
er nokkuð brugðið og
þar sem vörn liðsins
var fremur gjafmild
síðasta sumar er
einnig talið líklegt að
einhverjir styrktarbit-
ar verði fundnir...
órhallur FH-ingur
VIkingsson er genginn til
liðs við Framara, en eins
og við greindum frá í síð-
ustu molum eru miklar
væringar í gangi hjá FH-
liðinu og ljóst að um
töluverðar breytingar
verður að ræða. FH-ing-
ar segja reyndar að Þór-
hallur hafi ár eftir ár
komið með þau tíðindi
«að hann væri á leiðinni yfir í
gamla Safamýrarveldið en lítið
orðið úr. Dæmisagan víðfræga
Úlfur, úlfur virðist því hafa ræst
því nú voru FH-ingar mjög
rólegir yfir þessum tíðindum,
aðeins til að naga sig í handar-
bökin eftir að félagaskiptin voru
gengin...
Tippið með
Birni Incia
Látið Björn Inga segja ykkur hvernig á að vinna pottinn
,£geraf
nym kynsloo
í fyrra var sautján
ára stúlka, Margrét
Ólafsdóttir, valinn
efnilegust íslenskra
kn a ttspyr nukven n a.
Nú, ári seinna, er
hún enn í sviðsljósinu sem fastamaður í hinu sigursæla landsliði Islands
sem gert hefur garðinn frægan að undanförnu. Hún er einnig tvöfaldur
Margrét Ólafsdóttir er líklega -• * -B í'j
fremst islenskra knattspvrnukvenna '«
um þessar niundir. Htin hefur spilað JBp' ■'%. v ■,
eins og herforingi í sumar með ís- _ •. y „ -
lands- og hikarmeisturum BreiOa- -Vw? ' • •• JHmL a
bliks svo ekki sé talað um islenska ,.•>. . j \X fr ■•'• tí’1 'f' ÍjfL#’ V/
landsliðið. Þar er þessi átján ára öjfe, \ Ér ö W- mHh „ • l
stiilka komin i lvkilhlutverk í hópi ' .' ••• V | 1 - W
eldri og vngri stallsvstra sinna. 'T . '3 '.'wEPcHÍB V" ' , -S
„Þetta er hiiió aó vera frábært," *S/ jHjHSú.vl %
segir hún þegar talió berst að lands- |„ » g IjfefvBKm ■'" .
liðinu. „Stemmningin helur stigvax- ’ . y'A , /'/#*' SBÉiM «
ió og sönuileiðis umtalió. Mér er til \ - ‘ ÉvSÍF'-ÍT - ■ • « $®ar ‘ í®
els aó uinljollun nni kvennaíþróttir 'j\ : "'íx ; a ... ö ' .. .iwi3 .
hafi aóur l'engió lafn mikió pláss í
liólmiólum." I’aó er greinilegt aó EÉSEHHH^HHpgr
henni linnst tími \era kominn til. . c/cv/..,..: .
„Oll umljollun er af liinu góóa. I-f |' ^ifeðggiÍHrBin'. *• ^Hk \H
fréttir og aukin umljollun um HHHHHHHHB& H
kvennaknattspyrnu veróur til þess .
aó ungar stelpur komi a ælingar og
tleiri komi a viillinn þa er þaó þess
virói."
Margrét hefur alltaf húió í Kópa- ■■■■ •; c ^ttMtfHnSHHkl
voginum. „Breióahlik hefur alllal \ ■ & $ • .
verió mitt lelag og her líóur vel. I ^HflEHÍHHHHflHMHBHHIHHMriM^^HRgA,
Ueyndar skiptum \ió Ásthildur
Helgadóttir ylir i handbolta hjá KR ' & t ;| ..
lim arió, en eg \ ar ekki lengi i þ\ i."
(iVríirói/ /mgsiiil /vr <iú Ifikti meó , ;j |
öí)m félagi?
„Eg ætla ekkert aó útiloka í þess-
um efnum. Maóur a auóvitaó aldrei
að segia aldrei og stundum getur
verió hollt aó hreyta til. Hg er hins
vegar ung og stefni ekkert á annað
félag eins og er."
1. AIK - Halmastad 1
Bæði lið unnu leiki sína um helg-
ina og mæta því sigurviss til leiks.
Liðin sigla bæði nokkuð lygnan
sjó í deildinni og leyfa því vænt-
anlega ungum og efnilegum leik-
mönnum að leika þennan síðasta
leik.
2. Degerfors -Helsingborg X
Það sama er hægt að segja um
þessi lið og þennan leik. Heima-
menn töpuðu fyrir „okkar rnönn-
um“ í Örebro um helgina síðustu
og á sama tíma steinlágu Helsing-
borg fyrir Öster.
3. Landskrona - Örebro 2
Það þarf mikið hugrekki til að
velja annað en táknið 2 fyrir
þenna leik. Landskrona hefur
gengið afleitlega í deildinni og
verrnir nú næst neðsta sætið. Arn-
ór og Hlynur eiga hins vegar
möguleika á titlinum og vinna því
þennan leik.
4. Malmö - Gautaborg 2
Þetta er án efa stórleikur umferð-
arinnar. Bæði lið eiga góða mögu-
leika á titlinum fyrir þennan síð-
asta leik og því verður ekkert gefið
eftir. Gautaborg, sem er í efsta
sæti, átti erfiðan leik gegn Galat-
assaray á miðvikudag og hann
gæti setið í liðinu.
5. Norrköping - Hacken 1
Hacken eru þegar fallnir í sænsku
úrvalsdeildinni og hafa að litlu að
keppa. Leiðin hefur aldeilis legið
niður hjá liðinu eftir að íslending-
arnir hurfu á brott frá félaginu og
þessi leikur ætti að vera auðveldur
fyrir heimaliðið.
6. Frölunda - Hammarby 2
Hammarby áttu góðan leik um
síðustu helgi er þeir unnu Malmö
með tveimur mörkum gegn engu.
Þeir þurftu enda svo sannarlega á
sigrinum að halda, eru í þriðja
neðsta sæti og vinna þennan leik
til að forðast fall.
7. Öster - Trelleborg X
Heimamönnum hefur gengið bet-
ur í deildinni og eiga ffæðilega
möguleika á Evrópusæti með sigri
í þessum leik. Trelleborg eru ekki
almennilega komnir niður úr
skýjunum eftir sigur liðsins á
Blackburn Rovers í Evrópukeppn-
inni og hljóta nú að fara að vakna.
8. Aston Villa - Nott. Forest 2
Gestirnir í Forest hafa verið á
mikilli siglingu og þrátt fyrir að
vera nýliðar eru þeir enn taplausir
í deildinni. Framlínumennirnir
Stan Collymore og Brian Roy
hafa verið í fantaformi og líklega
taka þeir öll stigin sem í boði eru.
9. Blackburn - Man. Utd. X
Þetta er stórleikurinn á Englandi
og menn munu líklega byrja að
kneyfa öl og syngja við raust fyrir
hádegi í Englandi. Bæði lið eru í
efri hlutanum en eiga samt enn
nokkuð inni. Þetta getur því orðið
mikil skemmtun og synd að hann
skuli ekki vera sýndur beint í
sjónvarpinu.
10. Man. City - Tottenham 2
Þessi leikur verður sýndur beint í
sjónvarpinu og þrátt fyrir að ekki
séu efstu lið deildarinnar á ferð
verður eflaust gaman að berja
þetta stjörnulið Tottenham aug-
um. Klinsmann og félagar verða
án efa í miklu stuði, skora rnörg
mörk og fá mörg á sig.
11. Newcastle - Sheff.Wed. 1
Newcastle er í efsta sæti deildar-
innar og virðast hafa heilladísirn-
ar með sér í leikjum sínum. Liðið
skorar mörg mörk og mörg hver á
afar mikilvægum tímum og í
sannleika sagt er fátt sem bendir
til þess að Wednesday geti rönd
við reist.
12. Norwich - QPR 1
Staða liðanna í deildinni er ólík
og á meðan gengi Norwich hefur
verið með ágætum hefur ekkert
gengið upp hjá lærisveinum
Gerry Francis hjá QPR. Þeir eru
þó með ágætt lið og hljóta að rétta
úr kútnum von bráðar.
13. West Ham - Southampt. 2
Þrátt íyrir að lið West Ham sé fá-
um stjörnum prýtt og laust við að
vera í eigu ruglaðra milljónainær-
inga, hefur liðið oft hrasað á góð
úrslit inn á milli. Matthew Le
Tissier hjá gestunum er hins veg-
ar með töfratær og getur unnið
leiki með smá töfrabrögðum.
Margrét Ólafsdóttir Efnilegust í fyrra og best í ár. „Ég ofmetnast ekki
af öllu þessu hóli.“
Vel staðið að
málum hjá félaginu
Velgengni Breiðabliks í kvenna-
knattspyrnu hefur vakið verðskuld-
aða athygli. Vanda Sigurgeirsdótt-
ir, þjálfari liðsins, hefúr náð upp sér-
stakri stemmningu og árangurinn
hefur verið í samræmi við það.
Enski boltinn
Beinar út-
sendingar
framundan
Sjónvarpið sýnir beint frá leikjum
í ensku knattspyrnunni á laugar-
dögum í allan vetur. Þessir leikir
hafa þegar verið ákveðnir.
22.10 Man. City - Tottenham
29.10 Man. United - Newcastle
05.11 Liverpool - Nott. Forest
12.11 Enginn leikur
26.11 Arsenal - Man. United
03.12 Tottenham - Newcastle
„Ég held að ástæðan fyrir þessu sé
fyrst og fremst það að stjórn félags-
ins styður mjög vel við bakið á okk-
ur. Það er ýmislegt gert fýrir okkur
og við höíum mætt miklum skiln-
ingi. Fólkið í kringum þetta er mjög
áhugasamt og lifandi. Þetta skilar sér
einfaldlega til baka.“
Afhverju valdir þii fótbolta?
„Það er kannski engin sérstök
ástæða fyrir því. Ég er af nýrri kyn-
slóð í kvennafótbolta og þegar ég var
lítil stelpa þótti ekkert athugavert að
sjá litlar stelpur í fótbolta. Þetta er að
mínu mati grundvallaratriði. Eldri
konurnar í landsliðinu hafa örugg-
lega fundið íyrir einhverjum for-
dómum í gamla daga. Nú hefúr við-
horfið hins vegar breyst og ég hef
aldrei fúndið íyrir neinum fordóm-
um. Ég hef hins vegar fúndið fyrir
hvatningu og hún er mér mjög mik-
ilvæg.“
Margrét segir að fjölskyldan sé öll
á bak við hana og stuðningurinn hafi
aldrei látið á sér standa. „Foreldrar
mínir gera sér grein fyrir því að þetta
býður upp á svo mörg tækifæri. Fé-
lagsskapurinn er góður og þrosk-
andi, ferðalögin eru tíð og heilsunn-
ar vegna er þetta nauðsynlegt.“
Þessi unga og efnilega knatt-
spyrnustjarna er á lausu. Hún segist
enn eiga eftir að finna þennan eina
rétta. „Það hefúr verið mjög mikið
að gera hjá mér, ferðalögin og æfing-
arnar með landsliðinu taka mikinn
tíma og þess vegna lyftir maður sér
ekki oft upp.“
Bindindismanneskja
Margrét reykir ekki og bragðar
ekki áfengi. „Það er eitthvað sem
heldur í mig og því hef ég látið þetta
vera. Þegar við urðum meistarar
komst maður reyndar ekki hjá því að
skála dálítið en annars hef ég látið
þetta vera. Auðvitað finnst sumum
þetta kjánalegt og segja manni það,
en svona er þetta. Eg hef reyndar
ekkert á móti áfengi og ætla ekki að
prédika neitt. I vinahópnum hefur
þetta aldrei verið neitt vandamál þar
eð vinkona mín drekkur ekki heldur
og við höldum hópinn í skemmtun-
um.“
Margrét er við nám í Verslunar-
skólanum og hún segist enn eiga eft-
ir að ákveða framtíðina. „Ég er
nokkuð óráðin og á enn eftir að gera
mér fúllmótaðar hugmyndir. Mig
langar þó að fara út eftir að námi
lýkur og prófa eitthvað nýtt. Helst
einhvers staðar þar sem hægt er að
spila fótbolta líka. Þetta er nefnilega
það langskemmtilegasta sem ég
geri,“ segir hún um leið og hún rýk-
ur á æfingu. ■
ÍSLANDSMÓTIÐ í TIPPI 41. leikvika ® C o £2 (0 ‘O n k_ D ■E •o n Jón Erling Ragnarsson Ragnar Nargeirsson Hörður Hilmarsson Kristján Finnbogason (^) Birkir Kristinsson Arnar Grétarsson {^> Stígur Ágústsson Bjarni Sveinbjörnsson Bjarni Benediktsson 2
1 AIK - Halmstad 1 1 1 1 1 1 1 2 1 1 9 0 1
2 Degerfors - Helsingborg 2 X X X X 1 X X X X 1 8 1
3 Landskrona - Örebro 1 2 2 2 2 2 2 2 2 2 T 0 9
4 Malmö - Gautaborg X 2 2 X ~2~ ~T~ ~X~ ~X~ 2 T“ 1 T 4
5 Norrköping - Hacken 1 X 1 1 1 1 1 1 1 1 9 1 0
6 Frölunda - Hammarby X 1 1 X X 2 1 1 1 X 5 4 1
7 Öster - Trelleborg 2 T~ T~ T~ T~ T~ T~ T~ ~X~ T~ 7 T 1
8 Aston Villa - Nott. For. 2 X X X 1 1 1 1 2 2 4 3 3
9 Blackburn - Man. Utd. X 1 1 2 1 2 1 2 1 2 5 1 4
10 Man. City - Tottenham 2 T~ T~ T~ T~ ~2~ ~X~~ T~ X 3 T 4
11 Newcastle - Sheff. Wed. 1 X 1 X 2 1 1 1 1 1 7 2 1
12 Norwich - QPR 1 1 X 1 X 1 2 1 1 1 7 2 1
13 West Ham - Southampton X 2 2 X 2 X 2 2 1 2 3 5
Meðalskor 5 ~5fi 7 4,5 5 4,5 4,5 Ji~ 6,5 m