Helgarpósturinn - 20.10.1994, Síða 28
28
MORGUNPÓSTURINN MANNLÍF
FIMMTUDAGUR 20. OKTÓBER 1994
P 1 jt is'váiy Jr rh
PlJf IPM m m ' II 3 kitfi I w
* IJÍ l/i'l iÆ
mM mI I M í 1* ''WgiF $i[
15 wM jm | # / ® Jjf/ Æ
í W jS’ ii
rr P k
... or valinn vikule uSten
Auglýsing be
Ríkisútvarpið hefur verið með auglýsingaherferð í gangi um
nokkra hríð til að vekja athygli á vetrardagskrá sinni. I
Mogganum í gær má sjá hana þessa og óhætt að segja að Rás
2 sé hnitmiðað dæmi þegar komið er að auglýsingagerð. Ein-
kunnarorðin eru: „Rás 2 býður upp á birtu og yl, kulda og
myrkur, allt á einni rás.“ Látum vera með birtuna og ylinn
i n t í m a r k
en hitt hittir beint í kviku þjóðmálaumræðunnar. Og punkt-
urinn yfir i-ið er að efst í auglýsingunni er mynd af skæl-
brosandi ungabarni — væntanlega einn af nýjum pistlahöf-
undum — eða er hægt að lesa önnur skilaboð úr þessari
mynd?
Gaukur og Sölvi úr 2001. Á milli þeirra stendur Úlfur úr hljómsveitinni
Dróm, en sú hljómsveit ætlar einnig að leika í Undirheimum FB. „Þetta
er ekki þungarokk heldur þungt rokk,“ segja þeir fyrrnefndu um eigin
sköpunarverk.
Sækósadista-
fjör í UncOr-
heimum
2001 er nefni á hljómsveit nokk-
urri sem kom fram í fyrsta sinn í
janúar og kemur fram í síðasta sinn
í þeirri mynd sem hún er í kvöld í
undirheimum FB, það er; í Fjöl-
braut í Breiðholti á vegum Unglist-
ar. Hljómsveitina skipa þríeykið
Sölvi, Óli og Gaukur sem verða þó
enn sem fyrr kjarni sveitarinnar.
Nýverið sendi hljómsveitin frá sér
fjögurra laga skífuna Frygð sem
fæst í öllum betri hljómplötuversl-
unum á höfuðborgarsvæðinu. Þið
segið í síðasta sinn í þessari mynd,
hvernig er framtíðarmyndin? „Fólk
má koma og fara í sveitina eins og
því þóknast. Allt útlit er fyrir það að
nú sé að fjölga í hljómsveitinni, að
það bætist við sessíon-maður sem
framkvæmir allt sem við förum
fram á; verður eins konar skúringa-
kona í hópnum,“ segir Gaukur og
bætir við. „Við höldum þó bein-
ustu leið áfram, ekki aftur á bak.“
Svona til að kynnast ykkur betur,
hvað eruð þið að fást við í tónlist-
inni?
„Þetta er ofsalega þung og óað-
laðandi tónlist í marga staði, eins
lítið popp og mögulegt er. Tónlist
okkar er ábyggilega með því þyngra
sem gerist á markaðnum í dag, þó
er þetta ekki þungarokk heldur
væri nær að skilgreina hana sem
þungt rokk, svona þunglyndislegt
rokk sem byggir mikið á bassa og
trommum.“
Eruð þið svona þunglyndir?
„Nei, en við vorum það. Við
komust upp úr þunglyndinu í vor
en erum á leið niður aítur. Það
gengur á ýmsu í lífi manns.“
Erþetta ekki bara unglingavanda-
mál?
„Nei, nei alls ekki,“ segir Gaukur
hneykslaður. „Þetta er bara atmós-
fer-tónlist. Við erum allir á sama
hraða og línu í lífinu. Að okkar
mati er diskurinn mjög góður! En
ég held að fáir grípi hann án þess að
hlusta vel: Við erum í raun tón-
leikaband sem reynum að rífa upp
sækósadistafjör á tónleikum." ■
Ástin — tónar hjartans
Maður verður
að finna ástina
. ígegnum
sjalran sig
„Ástin — tónar hjartans" er yfir-
skrift fyrirlesturs Ingu Stefáns-
dóttur sálfræðings sem hún flytur í
Norræna húsinu á laugardaginn á
vegum Sólstöðuhópsins. Inga
hyggst ekki tala um kynlíf í fýrir-
lestri sínum, en kemur það ástinni
ekkert við að hennar mati?
„Jú, það mundi ég segja eða hvað
heldur þú?“ spyr hún á móti eftir
að við höfum komið okkur fyrir í
stofunni hjá henni í rómantískustu
verslunarmiðstöð landsins, Kjör-
garði.
„Það eru mjög margir þættir,
sem tengjast ástinni og eru mikil-
vægur hluti af henni, sem ég kem
ekki inn á í þessum fyrirlestri. Kyn-
líf er náttúrlega einn af þeim þátt-
um sem hægt væri að halda heilan
fyrirlestur um og það er ekkert
ólíklegt að við tökum það þannig
fyrir síðar. Við ákváðum að byrja
þessa röð meira með þessum mýkri
tónum hjartans, þar sem meiri
áhersla væri lögð á tilfmningar og
þá þætti ástarinnar. Kynlífið bíður
bara betri tíma.“
Hvort telur þú að gott kynlíf sé
undirstaða heitrar ástar eða heit ást
sé undirstaða góðs kynlífs?
„Ég held að heit ást sé undirstaða
góðs kynlífs. Það er hægt að fá
ágætis kynlífsreynslu án þess að þar
búi mikið af tilfmningum að baki.
Þá er bara um líkamlega nautn að
ræða en þessi andlega nautn sem
getur fylgt kynlífi er út úr mynd-
inni. Ég mundi segja að ef kynlífið á
að vera gott þá þurfi að vera meira
inni í myndinni en athöfnin sjálf.“
En er þá til innileg og heit ást ef
kynlífið er ekki gott?
„Það er alveg sama spurning og
hægt er að spyrja um hvað sem er.
Ef fólk rífst á það þá ekki ást? Ef því
gengur ekki vel á öllum sviðum, er
ástin þá ekki til staðar? Mér finnst
of mikil alhæfmg að setja samasem
merki þarna á milli. Ég held að fólk
geti átt við vandamál að stríða í öll-
um þáttum lífsins og það þarf þá
bara að taka á þeim. Ég er ekki
þeirrar skoðunar að ef eitthvað sé
að í kynlífinu eigi fólk bara að sætta
sig við það sem óumflýjanlega stað-
reynd þótt allt annað sé í góðu lagi.
Lausnin er ekki fólgin í að leita á
önnur mið, því ef þér gengur ekki
vel í kynlífi með einni manneskju
þá er næstum því víst að það verður
eins í næsta sambandi. Þannig að
maður verður að takast á við sjálfan
sig fyrst og síðast ef maður er í
vandræðum."
íslendingar segja ekki
„ég elska þig“
Er það ekki til að œra óstöðugan
og ganga endanlega frá ástinni
dauðri að vera að tala of mikið um
hana? Er ekki bara betra að elska?
„Ef maður ætlaði bara að tala um
ástina þá væri eins gott að sleppa
því. Ég tel að góð blanda þess að
tala og tjá ástina og þess að þegja og
njóta hennar sé besta leiðin. Fólk
sem getur ekkert talað saman verð-
ur frekar snautt. Maður þarf að
geta sett orð á þessar tOfinningar
sem eru inni í manni til að líða vel.
Það eru margir sem eiga mjög erfitt
með að tengjast innri tilfinningum
sínum og koma þeim frá sér og ég
held að það skipti miklu máli að
reyna það að minnsta kosti.
Á mörgum íslenskum heimilum
er algengt að enginn segi nokkurn
tímann: „ég elska þig,“ nema við
börnin á meðan þau eru lítil. Svo
hættir fólk þessu og ég held að það
sé nokkur fátækt. Eg er ekki að tala
um að fólk eigi að haga sér eins og
Ameríkanar og segja „I love you“ í
tíma og ótíma, heldur að maður
geti tekið utan um og sagt af inni-
leika við einhverja persónu, „mér
þykir vænt um þig“. Það gefur
manni svo mikið að fá að heyra að
maður sé einhvers virði fýrir aðra
manneskju. Og ef maður játar ást
sína þá kemur ástin upp innra með
manni — maður finnur ástina.“
Hvernig getur þá fjölskylda eða
Geggjuð rokkstemmning
Rósenberg
★★★★
Viðast hvar i hinum siðmenntaða heimi
hefur það gerst af sjálfu sér að barir
sérhæfa sig. Skammt frá Fleet Street í
Lundúnum má finna pöbbinn Prent-
villupúkann, sem er einkum sóttur af
blaðamönnum og prenturum, á Mont-
martre í París eru listamannabarir og á
Manhattan má finna alls kyns bari,
sem gera sérstaklega út á hina og
þessa önghópa svo sem leikara, lögg-
ur, djassóféti og þaðan af sérkennilegri
hópa. Þessi sérhæfing hefur aldrei náð
af neinu viti hingað á skerið. Island átti
ekki nógu marga kúreka fyrir Borgar-
virkið og Sportklúbburinn fann aldrei
nógu mörg drykkfelld íþróttafrík. Auð-
vitað má skipta börum höfuðborgar-
svæðisins upp eftir kúnnahópum, en
þá ræðir fremur um almenna aldurs-
skiptingu en sérstaka þjóðfélagshópa.
Þess vegna fannst drykkjumanni
MORGUNPÓSTSINS það einstaklega
ánægjulegt að heimsækja Rósenberg-
kjallarann um liðna helgi, því sá staður
gerir sérstaklega út á rokkara. Um leið
og maður nálgaðist útidyrnar streymdi
á móti manni þungarokk á 400 km
hraða og leðurlykt fyllti öll vit. Þegar
niður var komið magnaðist stemmn-
ingin enn, því þar varð ekki þverfótað
fyrir húðflúruðu leðurfólki af öllum
stærðum og gerðum, sem hristi makk-
ann í takt við níðþunga tónlistina.
Hugsanlega var ég sérstaklega hepp-
inn með kvöld, því að á sviði stóðu Jet
Black Joe og léku listir sínar. Sándið
hefði alveg mátt vera betra, en maður
gerir kannski ekki miklar kröfur þarna í
kjallaranum meðan desíbelakvótinn er
fylltur. Og það gerður þeir félagar svo
sannarlega og grúvið vantaði ekki. í
pásum tók svo Richie Scobie við og
spilaði rokk af þyngri gerðinni af plöt-
um.
Það segir sig sjálft að á svona stað eru
engir áhugamenn um áfengisneyslu og
úrvalið á barnum endurspeglaði það
ágætlega. Viskí er þarna í töluverðu úr-
vali ásamt sterkum drykkjum öðrum.
Hins vegar þýðir lítið að biðja um ein-
hverja kerlingadrykki, menn koma á
Rósenberg til þess að drekka fullorð-
insáfengi. Hins vegar fannst mér verð-
lagningin ekki alveg í lagi — ekki á
sjálfu áfenginu, heldur fremur á gosinu.
Ef pantaður er tvöfaldur af einhverju í
gosi er maður nefnilega látinn gjalda
gosið fullu verði þó svo að það sé ekki
nema nokkrar fingurbjargir eftir að sá
tvöfaldi og klakarnir eru komnir í glas-
ið. Þetta tíðkast reyndar víðar, en er allt
að því dónaskapur við kúnnann. Á
betri stöðum tíðkast það að menn fái
afslátt á gosinu í tvöfaldan eða jafnvel
frítt. Sá siður ætti að gilda alls staðar.
Hvað sem því líður verður ekki annað
sagt en að stemmningin hafi verið eins
og best verður á kosið. Það er óhætt
að mæla með Rósenberg við alla
sanna rokkunnendur, sem vilja njóta
uppáhaldstónlistarinnar um leið og
þeir skemmta sér. Þess vegna var ekki
síður skemmtilegt að fylgjast með
jakkafataklæddum herramönnum, sem
höfðu gert sér ferð á staðinn til þess að
koma út úr rokkskápnum eina helgi,
þar sem þeir trylltust á gólfinu um leið
og þeir góluðu Born to be Wild við
undirleik Steppenwolf. Þess vegna fær
staðurinn fjórar stjörnur af fimm mögu-
legum, ekki vegna þess að hann sé við
allra hæfi, heldur vegna þess að hann
gerir vel við sitt fólk.