Helgarpósturinn - 20.10.1994, Side 31

Helgarpósturinn - 20.10.1994, Side 31
FIMMTUDAGUR 20. OKTÓBER 1994 MORGUNPÓSTURINN MANNLÍF 31 „Cóðan daginn eða kvöldið. Ég erhéma Iein og ung stúika, 15 ára, og er eingöngu i leit að vináttu. Ég vil helst eignast vini frá aldrinum 14 ára til 18, 19 ára, annars skiptir aldurinn harla litlu máli. Ég vil kynnast góðu fólki, frábærum karakterum - finum persón- um. Endilegaýtið á1 og skiljið eftirnafn og á sima og ég hef samband. Takk fyrirog heyr- umst.“ „Hæ, ég er 38 ára gamall. Eg óska eftir I að kynnast konum með einhverju róman- tisku og spennandi sambandi i huga. 100 prósent trúnaður. Ekki væri verra efhún | værinuddkona." „Hæ konur. Ég er karlmaður, 41 árs, i góðri vinnu og lit frekar vel út en er frekar einmana og mig langar til að kynnast þér. Efþú ert á aldrinum svona 30 til 42 ára, I þá endilega ýttu á 1.“ Aldrei séð fólk fara svona með líkamann Nú eru danskir haustdagar að baki, og þeir sem að þeim stóðu eru mjög ánægð- ir með hvernig til tókst. En án þess að á nokkurn sé hallað þá vakti tilraunaleik- húsið Boxiganga hvað mesta athygli. Ekki kannski sist fyrir þær sakir að hóp- urinn’notar nekt mikið í sýningúm sin- um og það er einhvern veginn þannig að íslendingum þykir það ákaflega spenn- andi ennþá. Margrét Einarsdóttir í Habítat var stödd á einni sýningunni: „Ég hef ekki hundsvit á þessu og mætti opinmynnt en þetta var meiriháttar skemmtilegt og ég hef ekki íýrr séð fólk fara svona með líkamann á sér. Það má kannski segja að í því felist ákveðinn exhibitionismi. Þetta var gjörningur fremur en leiksýning sem byggði mikið á endur- tekningum listrænna hreyfmga. Það var eins og ætlast væri til að áhorfendur annað hvort teiknuðu gjörninginn eða tækju ljósmyndir og í þeim skilningi var sýningin meira fyrir listamenn en aðra. Við vinkona mín, hún Valentína, duttum inn alveg óvart og ákváðum að vera ekki lengi því okkur leist ekk- ert á þetta í byrjun en það endaði með því að við vorum allt til loka.“ ■ Rétt að klíp’ann í ú Það getur reynst fólki þungbær reynsla að missa alla at- hygli í opna buxnaklauf ræðumannsins á Kiwanis-fundi, sósuslettu á heiðgulu bindi Stefáns Valgeirssonar (þannig að hans skarpa þjóðfélagsgreining hverfur út í loftið) eða óeðlilegan hárvöxt út úr eyranu á manni sem er mættur í sjónvarpsviðtal að lýsa því hvernig hann var heimtur úr helju hafsins af drenglunduðum og hjartastórum félögum sínum, sem ailt eins hefðu getað látið hann drukkna og náð frekar á ballið um kvöldið. En mannssálin situr uppi með skrokkinn á sér og alla þá starfsemi sem honum fylgir. Hvernig bregst háttvís maður við þegar líkamsstarfsemin segir siðprýðinni stríð á hendur? Þegar pulsusalinn sýgur upp í nefið þegar hann tekur pulsuna upp úr pottinum, ræskir sig þegar hann leggur hana í brauðið og hóstar síðan þegar hann setur á hana sinnepið þá ... bendi ég honum vinsamlega á að honum hafi láðst að skafa líka úr eyrunum. Þegar ég sit á alvarlegum krísufundi í fyrirtækinu og verð heltekinn af raksápu í eyranu á forstjóranum þannig að ég heyri ekki lengur að likast til sé eina ráðið að fara með bók- haldið allt upp í Skógarhlíð, skella því á borðið hjá fógetan- um og gefast upp, þá... legg ég til að við björgum fyrirtækinu með því að hanna nýja ímynd fyrir Old Spice-rakdótið og hefja öflugt söluátak. Þegar endurskoðandinn minn - sem lyktar verr en annað fólk - hallar sér í hundraðasta skipti aftur í stólnum og leggur hend- urnar aftur fyrir hnakkann þannig að ég get séð svitablett- ina í handarkrikanum breiðast út eins og varúðarmerki um að brátt muni lyktin leggja undir sig skrifstofuna, þá... trompa ég hann með því að fara úr sokkum og skóm og sveifla fótunum fim- lega upp á borðið fýrir framan hann. Þegar þéttvaxna símastúlkan mætir í svo ævintýralegri út- gáfu af Fergie-leggings að hennar fyrri afrek fölna í sam- anburði og alit stefnir í að þeir sem hugsanlega kunni að eiga erindi í fyrirtækið muni gleyma því og snúa á braut um leið og augu þeirra drukkna í blóma- og litaskrúðinu, þá... verður mér ósjálfrátt hugsað til stóru og sveru trjá- bolanna í Lystigarðin- um á Akureyri. Þegar ég finn hendi strokið létt yfir handarbakið á mér þar sem ég halla mér upp að barnum, lít upp og sé undurfagurt andlit yngismeyjar á bak við bernaise-sósublett á hökunni á henni og get ekki losað einbeitinguna frá berna- isnum, þá... lygni ég aftur augun- unr og læt mig dreyma að sósu- bletturinn færist yfír á væna flís af feitum sauð. Þegar ég sit í troðfullum bíósal með minni heittelskuðu mér við hlið og lendi í því að þrír tröll- vaxnir menn setjast fyrir fram- an okkur og ég finn það strax á lyktinni að þeir eru nýkomnir af hestbaki og hafa líklega ekki farið af baki undanfarna fimm daga, þá... halla ég mér fram og fer í hálfum hljóðum með kafla úr Morgunblaðsgrein útvarpsstjóra um brottrekstur Illuga. Þremenn- ingarnir sitja varla lengi undir þeim lestri. Þegar ég sit í fremur þreyttri fermingarveislu á móti ný- fundnum frænda að austan og hann tekur upp á því að taka út úr sér efri góminn og brytja sandkökuna sína með honum, þá... spyr ég hann hvort ég megi ekki dúlla með honum með því að stanga úr garðinum með tann- stönglum þegar hann er búinn. Þegar starfsfélagi minn gerir sig enn og aftur sekan um að halda fast í handlegginn á mér til að leggja áherslu á orð sín, þá... spyr ég hvort hann ætli að bera ábyrgð á því að þetta endi með heilablóðfalli. Þegar ég er að ærast af þögn- inni sem liggur alltaf yfir lyft- unni í Húsi verslunarinnar þeg- ar ég, Jón, Sigríður, Hafsteinn og Stefanía förum upp á elleftu hverjum morgni klukkan 8:57 undanfarin sex ár, þá... legg ég til að við sleppum öllum venjuleg- um og þrúgandi lyftutöktum, önd- um hvert framan í annað og horf- umst í augu. Þegar ég stend hjálparvana frammi á gangi þegar vinnufé- lagi minn vill endilega tala við mig um eitthvað sem er honum hjartans mál og hann stillir sér svo þétt upp við mig að auð- sætt er að hann er innan minna landamæra, þá... fer ég að velta því fýrir mér hvernig honum yrði við ef ég klipi hann í úfinn. ■ Látið Dr. Gunna leiða ykkur um frumskóg dagskrárinna Tf Rikissjónvarpið Fimmtudagur Stöð2 Fimmtudagur 17:00 Leiðarljós 17.50 Táknmálsfréttir 18.00 Ævintýri á norðurslóðum - Hannis Færeyskt stuttmynd um systkini frá Þórshöfn. 18.30 Úlfhundurinn (18:25) 18.55 Fréttaskeyti 19.00 Él 19.15 Dagsljós 20.00 Fréttir, íþróttir og veður 20.35 Syrpan Iþróttir 21.05 Klikan The In Crowd Bandarísk biómynd sem gerist árið 1965. Rokk og ról og Donovan Leitch, sem er ekki skýldur fúna tmbadomum hans Davíðs. 22.40 Heilsurækt... betri líðan Þáttur sem nemendur íhagnýtum leiðindum gerðu um iþróttaátak meðal starfsmanna Landsbankans. Sjáu'm 'við Sverri Hermarínsson i sturtunni? 23:00 Ellefufréttir 23:15 Þingsjá 23:35 Dagskrárlok Föstudagur 16:40 Þingsjá (e) 17:00 Leiðarljós 17.50 Táknmálsfréttir 18.00 Bernskubrek Tomma og Jenna 18.30 Úr ríki náttúrunnar: „Klóerfalleg þín...“ 18.55 Fréttaskeyti 19.00 Fjör á fjölbraut (3:26) Ástralskur unglingaþáttur — frekar hallæríslegur. 20.00 Fréttir, fþróttir og veður 20.40 Kastljós 21.10 Derrick (7:15) 22.15 Maðurinn á ströndinni L’homme sur les quais Kona rifjar upp óþægilegar minningar úr æsku sinni undir ógnarstjórn Duvalier- fjölskyldunnar á Haíti. 23.55 Lenny Kravitz Unplugged Gestir á Berlín: Munið að stilla tæk- in á sjálfvirka upptöku. 00.40 Útvarpsfréttir í dagskrárlok Laugardagur 09.00 Morgunsjónvarp barnanna 10.50 Hlé 13.00 Kastljós (e) 13.25 Syrpan (e) 13.55 Enska knattspyrnan 16.00 fþróttaþáttur 17.50 Táknmálsfréttir 18.00 Einu sinni var... (3:26) 18.25 Ferðaleiðir (4:11) 18.55 Fréttaskeyti 19.00 Geimstöðin (17:20) 20.00 Fréttir, íþróttir og veður 20.35 Lottó 20.40 Náttúra Sýnt frá ríúniongiggi Náttúru i Borgaríeikhúsinu. 21.10 Hasar á heimavelii (8:22) 21.35 Andstreymi Best Intentions: The Education and Killing of Edmund Perry. 23.15 Glæpamiðlarinn Crime Broker 00.50 Útvarpsfréttir í dagskrárlok Sunnudagur 09.00 Morgunsjónvarp bamanna 10.20 Hlé 13.45 Eldhúsið (e) 14.00 Sigla himinfley (2:4) (e) 15:00 Steinn við stein (e) Um Þorkel Sigurbjörnsson, snilling. 15:30 Ólsenliðið strýkur Helvíti á jörð. 17.00 Ljósbrot 17.50 Táknmálsfréttir 18.00 Stundin okkar ; Nýjustu umsjónarmenríirnir eru Fól- ix Bergsson og Gunnar Helgason. Hvor er Kmmmi? 18.30 SPK 18.55 Fréttaskeyti 19.00 Undir Afríkuhimnl (18:26) 19:25 Fólkið í forsælu (16:25) 20.00 Fréttir, iþróttir og veður 20.35 Sigla himinfley (3:4) 21.35 Afdrepið (1:3) 22.30 Helgarsportið 22.55 Samtal í myrkri Tala! Det ar sa mörkt Geðlæknir af gyðingaættum hittir nýnasista. 00.25 Utvarpsfréttir í dagskráriok 17:05 Nágrannar 17:30 Með Afa (e) 18:45 Sjónvarpsmarkaðurinn 19:19 19:19 20:15 Sjónarmið Stefáns Jóns 20:45 Dr. Quinn (1:24) 21:40 Seinfeld 22:20 Flekklaus Beyond Suspicion 23:45 Ruby 01:40 Aliens 03:45 Dagskrárlok Föstudagur 16:00 Popp og kók (e) 17:05 Nágrannar 17:30 Myrkfælnu draugarnir 17:45 Jón Spæjó 17:50 Eruð þið myrkfælin? 18:15 Stórfiskaleikur 18:45 Sjónvarpsmarkaðurinn 19:19 19:19 20:20 Eiríkur 20:50 Kafbáturinn (11:23) 21:45 Njósnarinn sem elskaði mig The Spy Who Loved Me Roger Moore tælirpíur, kálarglæpa- mönnum og bjargar siðmenning- unni. Frábært! 23:55 Blaze Paul Newman iþokkalegu formi. 01:50 Hart á móti hörðu Hard to Kill Lögreglumaðurinn Ma- son Storm liggur i dauðadái í sjö ár eftir að glæpahyski særði hann lifs- hættulega og myrti eiginkonuna. Þegar hann vaknar til meðvitundar kemst aðeins eitt að ihuga hans: Að komast á klósettið. Svo drepur hann alla vondu kallana. Hálfvitar athugið: Steven Seagal eriaðal- hlutverki. 03:25 Týndi sonurinn The Stranger Within 04:55 Dagskrárlok Laugardagur 09:00 MeðAfa 10:15 Gulur, rauður, grænn og blár 10:30 Baldur búálfúr 10:55 Ævintýri Vífils 11:15 Smáborgarar 11:35 Eyjaklíkan 12:00 Sjónvarpsmarkaðurinn 12:25 Heimsmeistarabrídge Landsbréfa 12:45 Stjama 14:30 Úrvalsdeildin 15:00 Svanimir 16:00 Fröken Flugeldur Waitingfor the'Light 17:45 Popp og kók 18:40 NBA molar 19:19 19:19 20:00 Fyndnar fjölskyldumyndir 20:35 Bingó lottó 21:45 Kraftaverkamaðurinn Leap of Faith Steve Martin erá si- felldri niðuríeið. 23:35 Hörkutólið Fixing the Shadow 01:15 Rauðu skómir Erótiskur stuttmyndaflokkur? Mætti ég þó frekarbiðja um tæknisfræði- lega mynd með Joey Silvera. 01:45 Bók bölvunarinnar Cast a Deadly Spell Mjög slæm mynd með Fred Ward. 03:20 Sjúkrabíllinn The Ambulance 04:45 Dagskráriok Sumiudagur 09:00 Kolli káti 09:25 Kisa litla 09:55 Köttur út í mýri 10:10 Sögur úr Andabæ 10:35 Ómar 11:00 Brakúla greifi 11:30 Ungiingsárin 12:00 Á slaginu 13:00 íþróttir á sunnudegi 16:30 Sjónvarpsmarkaðurinn 17:00 Húsið á sléttunni 18:00 f sviðsljósinu 18:45 Mörk dagsins 19:19 19:19 20:00 Endurminningar Sherlocks Holmes (2:6) 21:00 Fjölskyldusaga (1:2) Family Pictures Með Ánjelicu Hu- ston og Sam Neill. 22:30 60 mínútur 23:20 Sólstingur (e) 00:55 Dagskrárlok

x

Helgarpósturinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/286

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.