Helgarpósturinn - 05.01.1995, Blaðsíða 10

Helgarpósturinn - 05.01.1995, Blaðsíða 10
10 MORGUNPÓSTURINN FRÉTTIR FIMMTUDAGUR 5. JANÚAR 1995 f Sigmar Ingi Gíslason átti að fara í tiltölulega einfalda aðgerð og vera orðinn hress eftir sex vikur. En aðgerðin varð til þess að hann lá við dauðans dyr og þuríti að fara í fleiri aðgerðir til að bæta íyrir þau mistök sem urðu við þau fyrstu. Sigmar Ingi eftir brjóstholsaðgerðina f Reykjavík. Skurðurinn lang- sum yfir magann er eftir hina einföldu magalokuaðgerð, sá sem liggur skáhalt er frá því miltað var fjarlægt en skurðurinn undir brjóstinu er eftir brjóstholsaðgerðina. Kýli á stærð við framhandlegg Sigmar Ingi Gíslason var búinn að vera frá vinnu í meira en eitt ár vegna veikinda en var ekki settur í aðgerð þar sem læknar vildu reyna að meðhöndla sjúkdóminn með lyfjameðferð. „Magaopið var of stórt og sýrustig magans var alltof hátt þannig að ég var með stöðugan brjóstsviða og hálfgerð- ar uppsölur og gat ekki unnið mína vinnu, en ég var þá í læri sem málm- smiður í slippstöðinni. Þegar lyfjameð- ferðin gekk ekki var ákveðið að setja mig í aðgerð og talað um að hún væri tiltölulega einföld og lítil hætta á sýk- ingu. Hins vegar fengum við litlar sem engar upplýsingar um þá áhættu, sem gæti hugsanlega fylgt þessari aðgerð fyrr en uppi á spítala. Nema hvað, ég átti að vera orðinn góður eftir sex vikur eða svo en það fór töluvert öðruvísi. Fljótlega eftir aðgerðina fór ég að finna fyrir óþægindum fyrir brjóstinu, átti erfitt með andardrátt og hafði verki. Ég kvartaði undan þessu árangurslaust og var sendur heim eftir viku. Þeir töldu líklegast að ég væri með flensu sem myndi ganga yfir. Þremur dögum seinna kom ég aftur á spítalann til að útskrifa mig og hafði þá enn verk fyrir brjóstinu en fékk aftur þau svör að þetta væri flensa." myndum en einbeittu sér að aðgerðar- svæðinu, þrátt fyrir að ég kvartaði und- an verkjum í brjóstholi. Á myndunum sáu þeir bletti á miltanu og ákváðu að taka sýni. Þeir sendu sýnið í ræktun og komust að því að um sýkingu var að ræða og að það yrði að skera mig upp daginn eftir og fjarlægja jafnvel hluta af miltanu. Þessi sýking kom frá fyrri að- gerðinni, en engin skýring var gefin á því hvernig hún gat borist út í miltað. Það kom svo í ljós að miltað var allt bullandi í greftri og þurfti að fjarlægja það eins og það lagði sig. Mér skánaði í einn dag en losnaði samt aldrei við hit- ann. Ég var á hitastillandi lyfjum, sem slógu á hann, en hann blossaði alltaf jafnóðum upp aftur. Eftir að þetta var búið að ganga svona svolítinn tíma fóru þeir að velta því fyrir sér hvað þetta gæti nú eiginlega verið, að þetta væri nú eitthvað skrýtið. Það var ekki fyrr en nokkrum dögum eftir miltaað- gerðina sem þeir fóru að skoða myndir af brjóstholinu og þá fundu þeir eitt- hvað sem þeir kölluðu smá skyggjur á vinstra lunganu.“ flug á leið suður klukkan ellefu sama morgun, því hann sá strax í hvað stefiidi. Það má segja að Bjarni hafi bjargað lífi mínu með sinni greiningu. Hann fjarlægði graftarkýli sem var á stærð við framhandlegg úr brjósthol- inu. Þetta kýli var orðið grjóthart og ekki fræðilegur möguleiki að ná því út með nálum. Það var fjarlægt í heilu lagi og þurfti að skrapa brjóstholið og skola það í tvær vikur á eftir. Samkvæmt áliti sýkingarsérfiæðinga kom þessi sýking líka út fr á fyrstu aðgerðinni og sýkingin byrjaði í brjóstholinu, barst þaðan með blóði til miltans. Brjóstholssýkingin var þannig miklu eldri, og ef menn hefðu hlustað á það sem ég sagði í upp- hafi og einbeitt sér að brjóstholinu, þá hefði miltað ekki þurft að fara jafn illa. Á gjörgæslu með A gjorgi 42,7 stiga hita „Tveimur dögum síðar var ég kom- inn inn á gjörgæslu með 42,7 stiga hita. Þeir dældu í mig fúkkalyfjum til að lækka hitann og tókst að ná honum eitthvað niður og tóku síðan fullt af Myndir sendar tií Reykjavíkur „Þeir fara svo og stinga á það og ætla að taka sýni og hleypa út vökva ef ein- hver er, en ná engu. Ég held bara áfrarn að vera veikur og ekkert gerist og eftir marga daga ákveða þeir loks að senda þessar myndir til Reykjavíkur. Þar fær Bjami Torfason, læknir á Landspítal- anum, myndirnar í hendur á föstu- dagsmorgni og ég er kominn í sjúkra- Sagt að drífa mig að fara út að vinna „Svo fer ég aftur norður og klára lyfjakúrinn þar. Skömmu síðar á ég bara að fara að vinna, segja læknarnir, bara drífa mig út að vinna. Ég fylgdi þeim ráðum og náði að þrauka tvo hálfa daga en þá var ég alveg búinn. Ég talaði við minn heimilislækni, sem úr- skurðaði að ég væri ekki í neinu ástandi til þess að stunda vinnu. Við fáum þær upplýsingar hjá læknum að það taki sex mánuði að jafna sig eftir þessar að- gerðir allar saman. Þeir mánuðir líða og ekkert lagast og þá er okkur tjáð að það taki ár. Þegar það er liðið er ég enn ekki orðinn heilbrigður og er sagt að það taki tvö ár. Og algjörlega varnar- laus gegn kerfinu.“ ■ Skatthlutfall og skattafsláttur Skatthlutfall staðgreiðslu 1995 er 41,93% acj Sj ómannaafsláttur á dag er 686 kr. Á árinu 1995 verður skatthlutfall staðgreiðslu 41,93%. Sjómannaafslátturfyrstu sex mánuði ársins verður 686 kr. á dag. Persónuafsláttur á mánuði er 24.444 kr. Persónuafslátturfyrstu sex mánuði ársins verður 24.444 kr. á mánuði. Frá og með 1. janúar 1995 eru fallin úr gildi skattkort með uppsöfnuðum persónuafslætti og námsmannaskattkort útgefin á árinu 1994. RSK RÍKISSKATTSTJÓRI Árlega berast Landlæknisembættinu yfir eitt hundrað kærur vegna læknamistaka og annars, sem miður vill fara í heilbrigðiskerfinu. Það er hins vegar hægara sagt en gert að sækja rétt sinn, verði maður fórnarlamb slíkra mistaka. Kerfið er þungt í vöfum og starfsmenn þess gera lítið til að létta þessu fólki sinn þunga róð- ur. Nú á að stofna sam- tök til að greiða þessu fólki leiðina í gegnum frumskóg kerfisins Fóm læknami íslag vi Hinn 26. janúar næstkom- andi verða formlega stofnuð ný samtök hér á landi. Sam- tökin nefnast Lífsvog og er ætlað það hlutverk að gæta hagsmuna fólks, sem hefur orðið örkumla eða beðið annan skaða vegna mistaka lækna eða óviðráðanlegra slysa á meðan á aðgerð stóð. Hingað til hefur þetta fólk ekki átt í önnur hús að venda en til Landlæknisembættis- ins með sín mál, en þar hefur ekki alltaf verið brugðist við sem skyldi að margra mati. MORGUNPÓSTURINN ræddi við nokkra af forsvars- mönnum hinna nýju sam- taka og forvitnaðist um til- urð þeirra og tilgang. „Það er engin bein leið, sem hægt er að fara til að fá hlut sinn réttan þegar maður lendir í einhverju svona,“ segir Arnheiður Vala Magnúsdóttir, eiginkona Sigmars Inga Gíslasonar, en sjúkrasaga hans er birt annars staðar hér á opnunni. „Þessum hópi er alls ekki sinnt, það er enginn sem gætir réttar þeirra sem eru fórnarlömb læknamistaka. Læknar leiðbeina manni ekki í gegnum bótakerfið og það virðist enginn vera annar, sem gerir það heldur. Við er- um utan af landi og þar er ekki neitt. Þar er enginn sem aðstoðar þig og allt sem vinnur á móti. Þegar þetta kemur fyrir, er komið af stað, þá verður þetta ein allsherjar píslar- ganga.“ Megintilganginn með stofnun samtakanna segir Arnheiður Vala því vera þann, að auðvelda fólki sem fyrir þessu verður að komast í gegnum kerfið og tryggja rétt þess. „Það er sama hvort um óviðráðan- leg slys er að ræða eða mistök, sem hægt er að rekja beint til einstakra manna, aðalatriðið er, að fólk sem lendir í svona hlýtur að eiga ein- hvern rétt.“ Fara inn í einfalda að- erð en koma út sem ryrkjar „Það segir sig sjálft að það er mikið áfall að fara í einfalda aðgerð og koma út aftur sem 75 prósent ör- yrki. Það er engin undir slíkt búinn og fólk er bara í sjokki, þetta kippir fótunum algjörlega undan tilveru þeirra. Og svo á það að fara að berj- ast við kerfið eitt síns liðs í þokka- bót, eins og álagið sé ekki nóg fyrir. Þessi samtök eiga að vera sá aðili, sem fólk getur snúið sér til þegar það lendir 1 svona aðstöðu.“ Jórunn Sigurðardóttir, sem einnig stendur að stofnun Lífsvog- ar, tekur í sama streng. „Samtökin Lífsvog eiga að vera akkeri fyrir fólk, sem liggur jafnvel ósjálíbjarga úti í bæ eftir að hafa lent í lækna- mistökum eða öðru og hefur orðið meira og minna örkumla fyrir vik- ið,“ sagði Jórunn í samtali við blað- ið í gær. „Þau eiga til dæmis að hjálpa þessu fólki að fá gögnin sín af spítölunum — ég fékk mín ekki fyrr en eftir tvö ár og átta mánuði, sem er hreint og klárt lögbrot. Við viljum styðja þetta fólk, hjálpa því áfram í gegnum dómstólana, þann- ig að þau fái rétta meðhöndlun og sanngjarna, þannig að þessir menn fari að athuga sinn gang. Maður er afgreiddur á þeirra faglega færi- bandi og er ekki lengur manneskja virðist vera.“ „Peningar færa þér ekki heilsuna aftur, en peningar gera þessu fólki þó fært að lifa,“ segir Arnheiður. „Það vantar eitthvert apparat, sem kemur svona málum í gegn á skemmri tíma en nú er, svo þetta sé ekki að dragast árum og jafnvel ára- tugum saman áður en fólk fær yfir höfuð viðurkennt að það eigi rétt á bótum. Landlæknir getur ekki sinnt því hlutverki nógu vel, því hann sit- ur beggja megin borðsins. Er eitt- hvað sanngjarnt að þú farir ein- hvers staðar inn í einfalda aðgerð og komir út örkumla til æviloka? Fólk er bara ekki undir slíkt búið. Hins vegar virðist helst til þess ætl- ast að fólk láti slíkt ekkert á sig fá og rölti sér bara niður í Trygginga- stofnun með alla pappíra uppá vas- ann og orkuna í lagi. En þegar maður kemur á Tryggingastofnun, sem er ætlað að sjá um fólk sem lendir í svona, þá vilja menn ekkert fyrir þig gera, varla tala við mann einu sinni. Af því að þetta gerist inni á spítala, þá er enginn sem vill taka raunverulega á málunum. Maður verður svartur sauður hjá Tryggingastofnun, svartur sauður hjá læknum, fólk skrökvar hrein- lega upp í opið geðið á manni. Sig- mar þurfti að bíða í heilt ár eftir að fá örorkubætur, þrátt fyrir að mat hafi legið fyrir.“ Endalaust stapp „Maður heldur að svona mál gangi sjálfkrafa fyrir sig í gegnum heilbrigðiskerfið, sem ekki væri nema eðlilegt, en svo þarf maður að standa í enda- lausu stappi til að ná fram því sem maður hélt að væri eðli- legur og sjálfsagður réttur manns í þessu svokallaða vel- ferðarþjóðfélagi,“ segir Sig- mar. „Maður var hringjandi suður í Tryggingastofnun og alltaf fékk ég þau svör að þetta Jórunn Siguróardóttir „Samtökin eiga að vera akk- eri fyrir fólk sem liggur jafn- vel ósjáifbjarga úti í bæ eftir mistök lækna.“

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/286

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.