Helgarpósturinn - 05.01.1995, Blaðsíða 11
FIMMTUDAGUR 5. JANUAR 1995
MORGUNPÓSTURINN FRÉTTIR
11
arlömb
staka
ðkerfið
kæmi um mánaðamótin. En mán-
aðamótin voru orðin tíu áður en ég
sá krónu, og þeir aurar fóru allir í
lögfræðikostnað af því ég var auð-
vitað löngu kominn í vanskil við
bankann vegna lána á íbúðinni
okkar. Bankinn sýndi okkur reynd-
ar mun meiri skilning en Trygg-
ingastofnun, þegar menn þar vissu
hvernig í pottinn var búið. Og líf-
eyrissjóðurinn og stéttarfélagið
mitt björguðu okkur alveg. Það má
segja að alls staðar, nema hjá ríkis-
stofnununum, sem eiga að sinna
þessum málum, hafi okkur verið
sýndur mikill skilningur og tillits-
semi og verið aðstoðuð á allan
mögulegan hátt, sem er óneitanlega
nokkuð öfugsnúið.“
Jórunn segir ekkert hafa gerst í
sínum málum fyrr en hún leitaði til
fjölmiðlanna. „Ég fékk náttúrlega
ekki nein laun á þeim tíma sem ég
stóð í mínum vandræðum og var
lengi vel á sjúkradagpeningum ein-
um, sem eru 17.800 krónur á mán-
uði. Ég þurffi að berjast lengi fyrir
því að fá í það minnsta tímabundna
örorku tekna til greina. Ég var búin
að fá vottorð ffá fleiri en einum
lækni upp á 75 prósenta örorku, en
það gerðist ekkert fyrr en ég var bú-
in að fara með þetta í fjölmiðlana
eftir enn eina aðgerðina í október
1993. I desember sama ár fékk ég
mig loksins dæmda sem öryrkja,
eftir að hafa farið í fjölmiðla með
mín mál. Þá var ég búin að missa
allt sem ég átti, íbúðina þar með
talda og sat bara í skuldum. Þetta er
afleiðing, sem ekki ætti að þurfa að
vera, en kerfið hérna er bara eins og
það er, maður labbar alls staðar á
veggi.“
Gott heilbrigðiskerfi,
en ekki nógu gott
„Heilbrigðiskerfið hér er að
mörgu leyti mjög gott og við erum
ekki að stilla læknum upp eins og
einhverjum slátrurum," segir Arn-
heiður Vala. „Það er alls ekki til-
gangur þessara samtaka. í þessari
stétt eru hins vegar til bæði slæmir
starfsmenn og góðir, rétt eins og í
öðrum stéttum. Læknar eru bara
menn og sem slíkir geta þeir gert
mistök eins og annað fólk. Það er
bara staðreynd, og sum þessara
mistaka stafa af hreinu og kláru
kæruleysi. Aðhaldið virðist vera
orðið nokkuð lítið.
Samkvæmt læknalögum er það
skylda að tilkynna sýkingar og ann-
að slíkt sem upp kemur, en það er
ekki gert. Landlæknisembættið
gengur heldur ekki á eftir því.
Landlæknir er í raun og veru búinn
að svíkja þetta fólk. Hann er ekki til
þess að vernda læknana, heldur
sjúklingana. Hann situr hins vegar
beggja vegna borðsins og getur ekki
verið rétti aðilinn til að meta þessa
hluti. Þegar kvartað er til hans, þá
fær hann bræður sína í læknastétt
til að leggja mat á málið. Skýrslan,
sem við fengum ffá honum er líka
ákaflega undarleg. Hann er að rök-
styðja aðgerðir, sem aldrei voru
gerðar. Það var framkvæmd
ástunga á Sigmari og landlæknir
rökstyður það með langri klausu að
það hafi verið rétt að bíða með að-
gerðina í tvo sólarhringa eftir
ástunguna. Staðreyndin er hins
vegar sú að það var ekki beðið
nema í einn dag. Hann eyðir sem-
sagt heillöngu máli í að réttlæta
eitthvað sem ekki var. Landlæknir
er með alla okkar pappíra og manni
finnst að í svona rannsókn ætti að
vera farið yfir hvert smáatriði. Þeg-
ar landlæknir er að rökstyðja eina
aðgerð þá er Sigmar hitalaus á við-
komandi degi, samkvæmt skýrslu
landlæknis, en þegar hann er að
réttlæta aðra aðgerð er Sigmar
kominn með hita — sama daginn.
Það er mikið af svona þversögnum
í skýrslunni. Hvert á maður að leita
þegar maður fær svona skýrslu ffá
landlækni? Það er enginn annar
staður til. Það er eins og hann hafi
fengið einhverja skýrslu frá öðrum
og einfaldlega kvittað undir hana
án þess að lesa hana og bera saman
við sjúkraskýrsluna.“
Vilja ekki stilla nein-
um upp við vegg
„Það er hins vegar ekki gott að
vera að standa í endalausum kær-
um og stilla mönnum upp við vegg,
ég vildi ekki fara í aðgerð hjá lækni,
sem veit að hann á að mæta fyrir
rétti daginn eftir útaf einhverri
kæru,“ segir Sigmar. „En einhver
verður að taka ábyrgð, og læknar
verða að viðurkenna sín mistök
eins og aðrir, svo þeir sem fyrir
þeim verða fái sinn hlut bættan að
svo miklu leyti sem það er hægt.“
Neytendasamtökin og
landlæknir fagna
stofnun Lífsvogar
Jóhannes Gunnarsson, ffam-
kvæmdastjóri Neytendasamtak-
anna, mun tala á stofnfundi Lífs-
vogar. „Það var leitað til mín og ég
tel fulla þörf á samtökum sem þess-
um. Kerfið er þungt í vöfúm og fólk
vill oft rekast á vegg ef ekki er allt
samkvæmt bókinni. Þetta fólk á í
miklum vandræðum og hefur eng-
an málsvara hvað lagalegu hliðina
varðar. Þessi samtök eru því tíma-
bær og ég fagna stofnun þeirra og
finnst ekki annað en sjálfsagt að
leggja mitt af mörkum." Þegar
MORGUNPÓSTURINN hafði sam
band við Ólaf Ólafsson landlækni
vildi hann lítið tjá sig um samtökin
enn sem komið væri. Hann sagðist
þó vera ánægður með stofnun
Fyrir aðgerð, 22.08.1991
þeirra og yfirlýstan tilgang. Sam-
kvæmt upplýsingum frá embættinu
berast árlega um það bil 115-120
Hægra brjóstið, mánuði eftir að-
gerðina.
kvartanir til þess, þar af tæpur
helmingur vegna læknamistaka.
Flest slík mál eru rannsökuð hjá
Tveimur mánuðum eftir aðgerð,
búið að græða skinn yfir drepið.
embættinu, en rannsókn þeirra vill
þó oft dragast á langinn vegna
skorts á mannafla hjá embættinu.
Þremur mánuðum eftir aðgerð.
Brjóst Jórunnar stórskemmd á
röngum stað og mun minni en til
var ætlast. Þetta átti þó enn eftir
að versna, og nú er verið að
skapa henni ný brjóst þar sem
bæði eyðilögðust endanlega þeg-
ar verið var að reyna að lækka
þau og fjarlægja innri skemmdir.
Jórunn Sigurðardóttir leitaði til lýtalæknis til að láta minnka á sér brjóstin,
en stærð þeirra olli benni langvarandi vöðvabólgum og höfuðverk.
Fjórum árum eftir aðgerðina er þrautagöngu hennar enn ekki lokið
Vérið að skapa ný bijósl í
stað þeirra sem voru eyðilögð
Jórunn Sigurðardóttir á enn
eftir að fara í nokkrar aðgerðir
vegna mistaka, sem gerð voru á
Landspítalanum í ágúst 1991.
„Ég hafði samband við lýtalækni
á Landspítalanum 1989 og fór í við-
tal vegna þess að ég var með þráláta
vöðvabólgu og höfúðverk vegna of
stórra brjósta. Ég vissi að það var
hægt að fara í brjóstaminnkun til
að laga líðan mína. Ég fór í viðtal
við þennan lækni og hann var alveg
sammála mér um að ég væri með of
stór brjóst og setti mig á biðlista
fyrir minnkunaraðgerð. Áður en að
henni kæmi ætlaði hann að hafa
samband við mig og útskýra allt í
sambandi við þessa aðgerð, hvernig
hún færi ffam, hvaða hættur hún
hefði í för með sér og svo ffamveg-
is, en það gerðist nú aldrei. Síðan
var haff samband við mig í maí 1991
og ég átti að fara í aðgerðina þá.
Henni var frestað og ég var síðan
lögð inn 23. ágúst 1991. Þar talaði
við mig svæfingarlæknir og spurði
hvort ég hefði einhver ofnæmi, sem
ég hafði ekki, og hjúkrunarfræðing-
ur sagði mér að þetta væri svolítið
stór aðgerð. Þetta var sá undirbún-
ingur og sú fræðsla sem ég fékk fyr-
ir aðgerðina. Síðan fór ég bara að
sofa og var vakin upp um morgun-
inn, mæld og teiknuð upp eins og
það er kallað. Ég sagði þeim að ef
það væri hægt að flokka brjóst sem
„large“, „medium“ eða „smaU“, þá
vildi ég „medium“ og það átti ekki
að vera neitt mál. Ég var síðan bara
keyrð á skurðarborðið og aðgerðin
ffamkvæmd og allt virtist ganga
vel.“
„Þegar ég vaknaði þá fann ég
hins vegar fyrir miklum þrýstingi
hægra megin í brjósti og kvartaði.
Ég var skorin upp á föstudegi og á
laugardeginum var reynt að dæla úr
svokölluðum sogbrúsum, sem sett-
ir eru í brjóstin við slíkar aðgerðir,
en þá var allt stíflað. Þetta var gífúr-
lega óþægilegt. Síðan var kallað á
annan lækni, því sá sem skar mig
var ekki við, og hann byrjaði að
skera í brjóstið á mér aftur til að
hleypa út blóði, bæði á laugardag
og sunnudag. Það komu út 400
millilítrar af blóði, sem mér skilst
að sé alltof mikið, og þarna byrjaði í
raun allt þetta vesen sem á eftir
fylgdi. Ef ekkert er gert strax, þá
myndast drep í svona sárum. Það
var ekkert gert við mig annað en
hleypa út blóði í tvo daga, það var
eklci fyrr en á fjórða degi að ég var
skorin upp aftur og þá var ekkert
hægt að gera. Þá var allt í bullandi
drepi í hægra brjóstinu. Ég varð að
vera í á annan mánuð á göngudeild
eftir þetta, í skiptingum, og það var
verið að plokka út skemmdir og
annað. Skemmdirnar í brjóstinu
urðu mjög verulegar.
I október var ég tekin inn aftur
og skinn tekið af hægra fæti til að
setja á brjóstið, yfir drepið og það
greri ágætlega. Hins vegar fann ég
fyrir því að hægri öxl og hægri
hendi voru alls ekki eins og þær
áttu að vera. Ég gat ekki hreyft öxl-
ina eða lyft handleggnum. Ég
brotnaði algjörlega niður við þetta.
Hjúkrunarfræðingarnir reyndust
mér mjög vel, en læknirinn sem
skar mig, sem er ungur maður og
sjálfsagt alveg ágætur, hann brást
mjög illa við. Ég grét mikið og þetta
reyndist mér mjög erfitt. Hann ætl-
aði sér síðan að taka mig ári seinna
og laga þetta svo þetta liti betur út.
En hann talaði aldrei um skemmd-
irnar, sem orðnar voru inni í
brjóstinu.
Ég leitaði síðan til annars lýta-
læknis á Borgarspítalanum og þá
kom í ljós að bæði brjóstin voru allt
of ofarlega, fyrir utan að vera miklu
minni en ég hafði nokkurn tímann
viljað, þau voru skorin alltof mikið,
sem ég var mjög óánægð með. Síð-
an var ráðist í að laga þetta og þá
mynduðust ljót ör og meiri
skemmdir inni í mér, svokallaðir
örvefir. Lýtalæknirinn á Borgar-
spítalanum treysti sér ekki til að
opna brjóstin og laga þær skemmd-
ir sem þar voru orðnar og þá ákvað
ég að fara í mál við Landspítalann
vegna þeirra mistaka, sem þeir
höfðu auðsjáanlega gert þar. Ég bað
þennan lækni á Borgarspítalanum
að setja eitthvað niður á blað um
útlit mitt og ástand, en hann vildi
ekki gera það svo ég varð að leita
annað. Ég fór þá til enn eins læknis,
sem er með einkarekstur og hefur
hann reynst mér mjög vel. Hann
hefur síðan fengið aðstöðu til að
skera mig inni á spítölum. Ég fór
svo í tvær aðgerðir á síðasta ári og
þær gengu ágætlega. Ég er ekki búin
ennþá, en það voru settir pokar í
brjóstin á mér til þess hreinlega að
búa til brjóst á mig affur, því ég var
búin að missa þau bæði algjörlega.
Það var ekki fyrr en í október á síð-
asta ári sem ég fékk læknabréf um
allar þær skemmdir sem aðgerðirn-
ar ollu.“ ■