Helgarpósturinn - 05.01.1995, Blaðsíða 9

Helgarpósturinn - 05.01.1995, Blaðsíða 9
FIMMTUDAGUR 5. JANÚAR 1995 MORGUNPÓSTURINN FRÉTTIR 9 við Stálsmiðjunni Onnur stjómarbyttingin á tæpum mánuði. „Það hafa aftur orðið eigenda- skipti á hlutabréfum í fyrirtækinu þannig að þess er að vænta að kosin verði ný stjórn síðar í þessum mán- uði,“ segir Ragnar Hall, lögmaður Stálsmiðjunnar, og segir það „ekki ofmælt" að nýr meirihluti standi á bak við Ágúst Einarsson, fyrrum forstjóra Lýsis. Atburðarásin hefur verið hröð þennan rúma mánuð sem hún hef- ur staðið. 1 lok nóvember gerði Stálsmiðjan nauðasamning við lánadrottna sem fólu í sér niðurfell- ingu á 75 prósent af kröfum. Sam- hliða því var hlutafé fyrirtækisins fært niður um 75 prósent og varð tæpar 9 milljónir. í kjölfarið var ákveðið að auka hlutafé fyrirtækis- ins um 40 milljónir króna að nafn- virði. Þann 6. desember sagði Ágúst Einarsson upp sem forstjóri Lýsis og tilkynnti stjórninni að hann vildi losna strax af því að hann væri að taka við framkvæmdastjórn í Stál- smiðjunni. Þann 11. desember fór Ágúst Einarsson. Varð undir í bar- áttunni um Stálsmiðjuna um jólin og ný stjórn kosin fyrir áramót. Nú hefur hann aftur náð meiri- hluta og verður framkvæmda- stjóri í jok mánaðarins. hann í fyrirfram ákveðna ferð á veg- um Lýsis ásamt Baldri Hjaltasyni sem nú er orðinn forstjóri Lýsis. Ferðin var til Asíuríkjanna Tælands og Kóreu en Ágúst kom skyndilega heim þegar ljóst var að nýir menn væru komnir með meirihluta í Stál- smiðjunni. Feðgarnir Darri Gunn- arsson og Gunnar Bjarnason, sem lengi var framkvæmdastjóri Stál- smiðjunnar, keyptu upp gamalt hlutafé. Þannig eignuðust þeir meirihluta þessara tæpu 9 milljóna og skráðu sig fyrir hluta- fjáraukningunni sam- kvæmt forkaupsréttar- ákvæðum hlutafjárlag- anna. Flluthafafundur var svo haldinn þann 27. des- ember þar sem kosin var ný 5 manna stjórn sem öll laut forystu feðganna Gunnars og Darra. Samn- ingaviðræður hafa staðið yfir síðustu daga sem end- uðu nú með því að Gunn- ar og Darri seldu sinn hlut og nýr meirihluti undir forystu Ágústs tekur við eftir hluthafafund síðar í mánuðinum. Fullvíst er að Ágúst verði fram- kvæmdastjóri í kjölfar þess. „Þeir eru búnir að selja nánast allt sem þeir eiga í Stálsmiðjunni og þeir að- ilar sem áður höfðu lýst áhuga á að taka þátt í þessari 40 milljóna króna aukningu eru nú orðnir meirihlutaeigendur í fyr- irtækinu. 1 tengslum við þessa sölu var gert sam- komulag þess efnis að ný- ir eigendur ráða ferðinni fram að hluthafafundi þótt formlega séu þeir ekki í stjórninni,“ segir Ragnar Hall. Stærsti eigandi Stálsmiðjunnar eftir nýjustu tíðindin verður Máln- ingarverksmiðja Slippfélagsins sem mun eiga tæplega helming en aðrir stórir hluthafar eru Olís og Hrað- frystihús Eskifjarðar sem eiga um 10 prósent hvor. Meðal annarra eig- enda eru Ásgeir Pálsson í stjórn Slippfélagsins og Ágúst sjálfur, Björgun hf., Sindrastál, Hringrás, Sjóvá/Almennar, Gjögur hf. og Síldarvinnslan á Neskaupstað. Það skal tekið fram að Ágúst Einarsson vísaði alfarið á lögmann fyrirtækis- ins þegar leitað var til hans. -pj Úlfar Nathanaelsson. Fyrirtæki hans og Ólafs sonar hans hefur ver- ið sakað um að hafa boðið söluaðilum ólöglega flugelda til kaups og endursölu. Dansskóli Auöar Haralds óskar ölíum gleMeqs nýs drs! Það sem við kennum: Frábæra, skemmtilega barnadansa og leikir fyrir börn 3-4 ára. Jóki trúður kemur í heimsókn. Samkvæmisdansa fyrir alla aldurs- hópa. Sértímar fyrir byrjendur. Rock'n'Roll 5 tíma námskeið. Funk og jazz-dansa, yngst 8 ára. íslandsmeistarar i Funk kenna. Afsláttartilboð fyrir lokaða hópa, s.s. fyrirtæki, saumaklúbba, starfsmanna- hópa o.fl. Kennarar skólans eru: Auður Haraldsdóttir, Hinrik Valsson, Ragnar Sverrisson, Hólmfríður Þorvaldsdóttir, Jóhannes Bachman „Rock“ Norðurlandameistarar '94. Einkatímar / hóptímar DA/VSS Grensásvegur 12 (bakhús), Grafarvogur, Breiðholt, Seltjarnarnes, Garðabær, Selfoss, Akranes. Auðar haralds Innritun og upplýsingar til 7. janúar frá kl. 13-21 í síma 39600. Afhending skírteina 8. janúar kl. 15-18. kennsla hefst mánudaginn 9. janúar. Stálsmiðjan fór í nauðarsamninga í nóvember þar sem 75 prósent krafna voru felldar niður. Ágúst Einarsson taldi framkvæmdastjórastólinn vís- an og sagði upp sem forstjóri Lýsis en snéri snarlega við frá Kóreu þegar Ijóst varð að feðgarnir Darri og Gunnar Bjarnason höfðu eignast meiri- hluta fyrirtækisins og kusu nýja stjórn um áramótin. Nú hefur Ágúst aftur náð meirihluta en feðgarnir selt sinn hlut. Ágúst Einarsson sagði upp forstjórastöðu hjá Lýsi fyrir mánuði til að taka við Stálsmiðjunni. í millitíðinni kom nýr meirihluti og ný stjórn. Nú hefur Ágúst aftur náð meirihluta og tekur við framkvæmdastjóra- stólnum í lok mánaðarins þegar ný stjórn verður kosin. Töluvert um ólöglega flugelda Útfar Nathanaels- son seldi bannaða flugelda segja söluaðilarog hyggja sjátfirá innflutning. Töluverður urgur er í fjölmörg- um söluaðilum flugelda vegna söluaðferða feðganna Úlfars Nat- hanaelssonar og Ólafs H. Úlf- arssonar fyrir áramótin. Söluað- ilarnir segja að fyrirtæki þeirra feðga, S.ÍDA hf, hafi boðið flug- eldasölum ólöglega flugelda til kaups og að margir þeirra flugelda sem fyrirtækið flytji inn og teijast löglegir hafi verið lélegir og að kvartanir hafi borist vegna þcirra frá óánægðum viðskipavinum. Fyrirtæki þeirra feðga er ekki aðeins í flugeldainnflutningi held- ur selur það einnig flugelda í smá- söiu. Þannig voru sölustaðir þess alls sjö fyrir áramótin, í skúr við BSÍ, við Höfðatún 12, Skeifuna 8, Bústaðaveg 151, Fossháls 27 og Funahöfða 8. Samkvæmt heimildum MORG- UNPÓSTSINS hefur ástand þeirra flugelda sem S.fDA selur verið mjög misjafnt og hafa kvartanir borist til einstakra söluaðila vegna þeirra, bæði vegna þess að vantað hafi í pakkana og einnig vegna þess að fólk hafi orðið fyrir mikl- um vonbrigðum með sprengi- kraftinn. Það orðspor sem farið hefur af flugeldunum hefur leitt til þess að fjöimargir hyggjast snúa viðskipt- um sínum annað fyrir næstu ára- mót. Þannig flutti Kiwanisklúbb- ur í borginni sjálfur inn töluvert magn flugelda fyrir áramótin frá Hollandi og rcynslan af sölu og notkun þeirra hefur leitt til þess að fjölmargir söluaðilar hafa haft samband við klúbbinn og beðið um samningaviðræður vegna sa- minnkaupa fyrir næstu áramót. Úlfar vildi ekkert kannast við þetta þegar MORGUNPÓSTURINN ræddi við hann í gær. „Við höfúm aldrei selt ólöglega flugelda og munum aldrei gera það,“ sagði Úlfar. „Við erum með úrvalsvörur á boðstólum og leggjum mikið í okkar vörur.“ -Bih Agúst í Lýsi tekur

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/286

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.