Helgarpósturinn - 05.01.1995, Blaðsíða 12

Helgarpósturinn - 05.01.1995, Blaðsíða 12
12 MORGUNPÓSTURINN SKOÐUN FIMMTUDAGUR 5. JANÚAR 1995 Útgefandi Ritstjórar Fréttastjórar Framkvæmdastjóri Auglýsingastjóri Miðill hf. Páll Magnússon, ábm Gunnar Smári Egilsson Sigurður Már Jónsson Styrmir Guðlaugsson Kristinn Albertsson Örn ísleifsson Setning og umbrot Filmuvinnsla og prentun Morgunpósturinn Prentsmiðjan Oddi hf. Verð í lausasölu kr. 195 á mánudögum og kr. 280 á fimmtudögum. Áskriftarverð er kr. 1.300 á mánuði fyrir tvö blöð í viku. Þeir sem greiða með greiðslukorti fá 100 króna afslátt. Fordekraður fjórðungur í ítarlegri úttekt í Morgunpóstinum í dag kemur fram, að Vestfirðingar hafa ekki bara margfaldan atkvæðisrétt á við flesta aðra landsmenn, heldur miklu meira en aðrir af flestu því, sem nöfnum tjáir að nefna, og varðar lífskjör — nema atvinnuleysi. Af því hafa þeir minnst allra, eða 1,5 prósent, á sama tíma og til dæmis íbúar í Norðurlandi eystra mega búa við 5,8 prósent. Á Vestfjörðum hefur fólk hæstu meðaltekjur allra lands- manna — rúmlega sjö prósentum hærri en landsmeðaltalið og fjórtán prósentum hærri en þar sem þau voru lægst — á Norð- urlandi vestra. Á lista tímaritsins Frjálsrar verslunar yfir þau fyr- irtæki, sem greiða hæstu launin í landinu, eru fyrirtæki á ísafirði í tveimur af fimm efstu sætunum. Allt er þetta gott og blessað — Vestfirðingar eru harðduglegir og útsjónarsamir og uppskera samkvæmt því. En einmitt þess vegna kemur það spánskt fyrir sjónir, að þeir skuli jafnframt eiga greiðasta leið allra landshluta að opinberum sjóðum og framlögum af ýmsu tagi. Vestfirðingar eru jafnvel enn harð- sæknari í sjóðina en á sjóinn. Eins og fram kemur í fyrrnefndri úttekt hér í blaðinu hafa op- inber framlög af ýmsu tagi til Vestfjarða um árabil verið langt umfram það, sem efni standa til, miðað við íbúafjölda í kjör- dæminu. Er þá nánast sama hvar borið er niður. Byggðastofnun er nú að útdeila 370 milljóna króna aukafram- lagi samkvæmt sérstökum lögum, en af þeirri upphæð eru 300 milljónir ætlaðar Vestfirðingum einum — með þeim rökum, að atvinnuástandið þar um slóðir sé svo slæmt. Samt er atvinnu- leysi þar minnst á öllu landinu! f þessu ljósi er skiljanlegt, að hagsmunaaðilar í öðrum lands- hlutum séu farnir að ókyrrast og kvarta í vaxandi mæli yfir því, sem þeir kalla óþolandi mismunun. En hverjar eru þá ástæðurnar fyrir áralöngum metafla Vest- firðinga í hafsjó sjóðakerfisins? Fyrst má nefna, að þeir hafa hlutfallslega langflesta þingmenn allra kjördæma. Vestfirðingar eru 3,6 prósent þjóðarinnar, en hafa 9,5 prósent þingmanna. Þar við bætist sú staðreynd, að lengst af hafa þingmenn Vestfjarða einfaldlega verið miklu dug- legri í beinni hagsmunagæslu fyrir kjördæmi sitt en aðrir þing- menn, en ekki að sama skapi farsælir fyrir þjóðina í heild. Um þetta mætti nefna mörg dæmi úr nútíð og fortíð, en al- ménnt má fullyrða að engir standa þingmönnum Vestfirðinga á sporði í blygðunarlausu hagsmunapoti fyrir fyrirtæki og fólk í þeirra kjördæmi, og þá verða heildarhagsmunir þjóðarinnar oftar en ekki víkjandi. Besta dæmið um klókindi þeirra að þessu leyti er að fulltrúar Vestfirðinga, sem eins og áður sagði eru 3,6 prósent af þjóðinni, skipa þrjú sæti af sjö í stjórn Byggðastofnunar, eða 43 prósent! Þar af eru bæði formaður og varaformaður stjórnar þessarar stofnunar, sem um langt skeið hefur verið táknmynd heimsku, óráðsíu og spillingar í meðferð almannafjár á íslandi. Fyrsta skrefið til að uppræta þessa vitleysu er að jafna vægi at- væða — annað skrefið er að leggja Byggðastofnun niður. Páll Magnússon Pósturinn Vesturgötu 2, 101 Reykjavík, sími 552-2211 fax 552-2311 Bein númer: Ritstjórn: 552-4666, símbréf: 552-2243 Tæknideild: 552-4888 Auglýsingadeild: 552-4888, símbréf: 552-2241 Dreifing: 552-4999 Fréttaskotið: 552-1900 Smáauglýsingar: 552-5577 Skrifstofa Morgunpóstsins er opin mánudaga til föstudaga frá 9:00 til 17:00 Dreifingar- og áskriftardeild er opin mánudaga og fimmtudaga frá8:00 til 19:00, aðra virka daga frá 9:00 til 17:00 Auglýsingadeild er opin mánudaga og fimmtudaga frá 9:00 til 18:00, aðra virka daga frá 9:00 til 17:00 Smáauglýsingadeildin er opin frá 9:00 til 17:00 virka daga, til 21:00 á þriðju- og miðvikudögum og milli 13:00 og 21:00 á sunnudögum. skítapakk húmorslaust mmæ Prófaðu orkusteinana „Það er alveg Ijóst að ekki er óskað eftir orkudropum mínum íAlþýðu- bandalaginu.“ Auður Sveinsdóttir orkubúnt Huldumaðurinn að sunnan „ífyrsta sœti á lista Framsóknar- flokksins á maður að vera sem aldr- ei hefur búið hér og enginn þekkir og við teljum að hann þekki okkur ekki heldur." Pétur Bjarnason fallkandídat Frændur eru ffændum versb'r „Ég vona nú að ekki komi til neinna stórillinda hjá okkur Stefáni Guð- mundssyni, vini,félaga og samherja til margra ára. “ Páll Pétursson fyrrv. bóndi Verkföll eru ekkert mál „Við höfutn talið eðlUegt aðfara okkur hœgt meðan launamarkaður- inn í heild er kannaður." Þorsteinn Geirsson, skömmtunarstjóri rlkisins Merk nýmœli í stjórnarskrárfrumvarpi I desember var lagt fram á Al- þingi frumvarp til stjórnarskipun- arlaga en meginefni þess eru tillög- ur til breytinga á VII kafla stjórnar- skrárinnar sem meðal annars hefur að geyma mannréttindaákvæði hennar. Frumvarpið er flutt í sam- komulagi allra þingflokka og eru formenn eða aðrir forystumenn þeirra flutningsmenn. Mál þetta er flutt í beinu fram- haldi þingsályktunar sem samþykkt var samhljóða á hátíðarfundi Al- þingis á Þingvöllum 17. júní síðast- íiðinn. Þar ályktaði þingið að stefna bæri að því að ljúka endurskoðun þessara ákvæða fyrir næstu reglu- legu alþingiskosningar, en þær verða sem kunnugt er í aprílmán- uði næstkomandi. í ályktuninni segir að miðað verði meðal annars að því að færa ákvæðin til samræm- is við þá alþjóðlegu sáttmála um mannréttindi sem ísland hefur gerst aðili að. Vörn almennings gagnvart ríkisvaldi Ekki er vafi á því, að mínum dómi, að frumvarp þetta er með merkustu þingmálum sem fyrir Al- þingi hafa komið lengi. Við samn- ingu þess var meðal annars haft að leiðarljósi að styrkja og samræma mannréttindaákvæði stjórnarskrár- innar svo þau geti betur gegnt því hlutverki sínu að vera vörn al- mennings í samskiptum við þá sem fara með ríkisvald. Einnig voru ým- is ákvæði færð til nútímalegra horfs, en núgildandi ákvæði eru að stofni til frá 1874. Má í þessu sam- bandi nefna að gömlu ákvæðin um prentfrelsi hafa verið endurskoðuð með hliðsjón af breyttum aðstæð- um (til dæmis tilkomu útvarps og sjónvarps) og er þeim nú ætlað að tryggja skoðana- og tjáningarfelsi á sem flestum sviðurn. Einnig er tekið á hinu svokallaða neikvæða félagafrelsi. f því efni verður meginreglan sú að engan megi skylda til aðildar að félagi. Þó megi með lögum kveða á um slíka skyldu ef það er nauðsynlegt til að félag geti sinnt hlutverki sem því er falið með lögum vegna almanna- hagsmuna eða réttinda annarra. Ákvæðin um íslenskan ríkisborg- ararétt og veitingu hans hafa einnig tekið nokkrum breytingum. Málið hljóti afgreiðslu í vetur Fyrstu umræðu um málið lauk skömmu fyrir jól og í samræmi við ákvæði þingskapalaga kaus Alþingi sérstaka þingnefnd, stjórnarskrár- nefnd, sem nú hefur málið til með- ferðar. Nefndin sendi frumvarpið fyrir áramót til umsagnar fjölda að- iía. Einnig hefur verið birt auglýs- ing í dagblöðum þar sem öllum er þess óska er gefinn kostur á að koma á framfæri skriflegum at- hugasemdum við frumvarpið. Það er markmið flutningsmanna, í samræmi við ályktun Alþingis frá 17. júní s.l., að frumvarpið hljóti samþykki fyrir þinglausnir sem ráðgerðar eru í lok febrúar. Alþingi mun aðeins verða að störfum í rúmar fjórar vikur fram að þing- lokum. Því er brýnt að unnið verði hratt og vel í máli þessu, umsagnir metnar og breytingartillögur skoð- aðar, ef einhverjar koma fram. Um frumvarp þetta hefur skap- ast góð samstaða þingflokka og er það vissulega mikið ánægjuefni. Árum saman hafa menn talað um nauðsyn þess að endurskoða ákvæði VII kafla stjórnarskrárinn- ar. Nú er lag til að koma því máli í höfn með mjög svo sómasamlegum hætti. Náist af einhverjum ástæð- um ekki að afgreiða það frumvarp sem nú liggur fyrir er hætt við að bíða þurfí mörg ár enn áður en sambærilegt tækifæri skapast. Á því vilja áreiðanlega engir áhugamenn um þessi mál bera ábyrgð. Þungavigtin Geir H. Haarde þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins ilvægt að festa hana í stjórnar- skránni. Sama er að segja um ýmsar greinar er lúta að réttarfari, frelsis- sviptingu, úrlausn mála fyrir dóm- stólum og fleira. Rétt þykir að stjórnarskrárbinda á því sviði ýmis ákvæði sem annað hvort hafa verið óskrifaðar reglur eða hluti af al- mennri réttarfarslöggjöf. Ný ákvæði eru um mörk refsinga og segir meðal annars að í lögum megi aldrei mæla fyrir urn dauða- refsingu. Þá er tekið af skarið um að þingið megi ekki framselja stjórn- völdum skattlagningarvald og bann er lagt við afturvirkni skattalaga. I frumvarpinu eru ýmis merk ný- rnæli sem ekki hafa áður verið bundin í stjórnarskrá á íslandi svo sem almenna jafnræðisreglan: Allir skulu vera jafnir fyrir lögum. Þessi regla hefur að sjálfsögðu verið talin til óskráðra undirstöðuréttinda í ís- lenskri stjórnskipan en það er mik- „Ekki er vafi á því, að mínum dómi, aðfrumvarp þetta er með merkustu þingmálum sem fyrir Alþingi hafa komið lengi. Við samningu þess var með- al annars haft að leiðarljósi að styrkja og samrœma mannréttindaákvœði stjórnarskrárinnar svo þau geti beturgegntþví hlutverki sínu að vera vörn almennings í samskiptum viðþá semfara með ríkisvald.<( Þungavigtarmenn eru meðal annars: Árni Sigfússon, Geir H. Haarde, HalldórÁsgrímsson, Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, Jóhanna Sigurðardóttir, Jón Erlendsson Jón Steinar Gunnlaugsson, Óskar Magnússon, Páll Kr. Pálsson, Svavar Gestsson, Ögmundur Jónasson, Össur Skarphéðinsson.

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/286

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.