Helgarpósturinn - 05.01.1995, Blaðsíða 22

Helgarpósturinn - 05.01.1995, Blaðsíða 22
22 MORGUNPÓSTURINN MANNLÍF FIMMTUDAGUR 5. JANÚAR 1995 „Gott kvöld. Ég er 45 ára karlmaður, gratinur, iy8 cm á hœð og Ijós yfirlitum. Mig langar að kynnast huggulegri konu á aldrinum 25 til 35 ára sem hefurgaman afað dansa, fara út að borða, fara í bíó, eða skemmta sér í góðra vitia hópi eða vera bara heima. Einnig að labba úti í náttúrunni og ekki verra efþú hefur áhuga á andlegum málum. Efþú ert rétta tnanneskjan meðþessa kostiýttuþáái ogéghef samband.“ \ tnannesKjan) Það er beðið eftir bér á Stefnumótalínunni Aðeins 39,90 mínútan með Hannesi Edda Jónsdóttir sýnir i Galleri Úmbru. Halldór Ásgeirsson sýnir „Hraun um rennur" í Gallerí Birgis Andréssonar. Sigurður Einarsson frá Selfossi íbáðum sýningarsöl- um Norræna hússins. inga Lísa Middelton, Sigurður Öm Brynjólfsson og fleiri sýna hreyfimyndalist í Hafnarborg. Sara Viibergs sýnir olíuverk og pastelmyndir í GalleríFold. Halldór Baldursson sýnir skrípó í Nýlistasafinu. Stofngjöfin til sýnis iListasafni íslands. Sigurbjörn Jónsson sýnir ný oliumálverk í Gallerí )- Borg. Giovanni Leonbianohi ítalskur Islandsvinur sýnir í List- húsi Ófeigs. Ljósmyndir eftir Magnús Hjör- leifsson og fleiri í Hafnarborg. Erró á Kjarvalsstöðum og i Listasafni Akureyrar. Steini Magnússon sýnirá Café 17. Guðbrandur Ægir sýnir jólamyndir sínar á Mokka. Kristbergur Pétursson er með verk á götugrillinu í Borgarkringlunni. Friðrik Amar Hjaltested sýnir í Listmunahúsi Ófeigs á Skólavörðustígnum. Hildur Waltersdóttir sýnir verk með oliu á striga og kolum á pappír á Café Milanó. Samsýning fjögurra lista- kvenna í Galleri Art-hún. Á nýliðnu ári frumsýndi Friðrik Þór Friðriksson nýja bíómynd og sendi frá sér bók með minningabrotum. Þetta ár verður ekki síður viðburðaríkt. Fljótlega verður Cold Fever frumsýnd og síðsumars hefjast tökur á mynd sem byggð verður á eyjabókum Einars Kárasonar c „Ég veit bara að mínar myndir eru einu íslensku kvikmyndirnar sem hafa keppt til verðlauna á alþjóðlegum kvik- myndahátíðum. Hinar myndirnar hafa ekki náð inn í keppni á stœrri hátíðun- um, eins ogMontreal ogLucamo.tc Nú varst þú að gefa út bók, er þetta áframhaldandi samkeppni við Krumma eða tókst þú upp á þessu sjálfur? „Já, sko, hluti af þessari bók er skrifaður fyrir tíu árum. Þetta er nú allt öðruvísi bók heldur en Krumma bók, þetta er miklu sann- ari bók.“ Einn og annar er rotaður í þessum grobbsögum þínum, eru þetta ekki hálf veiðimannslegar tölur allt sam- an? Sannleikurinn fegraður, eins og leikstjóra er venja? „Kvikmyndaleikstjórar ljúga náttúrlega alltaf sem mest, kvik- myndir ganga út á það að ljúga, að blekkja fólk. Flestar þessar sögur eru nú sannar, minningabrot." Sagan af gjöf Þorkels Valdimars- sonar til ykkar, Fjalakettinum. Er þetta ekki íslenska menningarelítan í hnotskurn, fyllerí og blaut loforð? „Nei, nei. Menn segja náttúrlega ýmislegt í fylleríi sem þeir standa svo ekki við, en það er nú bara hluti af þeirri skemmtun sem áfengi get- ur verið eða getur skapað.“ Nú er mikið talað umfyllerí íþess- ari bók þinni, treystir þér einhver fyrir peningum eftir þetta allt sam- an? „Þar sem peningar eru þá er nú alltaf íyllerí skammt undan en ég held að ég hafi alla tíð farið mjög vel með peninga.“ Cold Fever, segðu mérfrá henni. „Hún verður frumsýnd núna stuttu eftir áramót. Ég er búinn að sjá hana og hún lítur vel út.“ Verður hún markaðssett víða er- lendis, verður þetta góð landkynn- ing? „Já. Ég hef fengið góða markaðs- setningu á þessar myndir mínar. Börn náttúrunnar fékk góða dreif- ingu, Bíódagar betri dreifingu. Hún er að opna núna í Danmörku, Frakklandi, Þýskalandi, Japan, Brasilíu, Mexíkó, Noregi, Austur- ríki og Sviss. Cold Fever slær þetta allt út. Þetta er reyndar mjög lík mynd og Börn náttúrunnar en fell- ur betur í útlendingana þar sem hún er á tungumálum sem eru töl- uð víðar en hér heima, það er að segja japönsku og ensku, ásamt því að vera á íslensku.“ Hvað gerist með Bíódaga og óskar- inn, ertu vongóður? „Það ræðst í febrúar, þetta er eins og happdrætti. Það hafa aldrei ver- ið fleiri myndir sökum þess að austantjaldslöndin eru að skipta sér í svo mörg lítil ríki. Ja, það eru fimmtíu og fjórar myndir um hit- una og fimm sem komast inn. Einn á móti ellefú, ágætar líkur. En þetta er bara heppni.“ Nú hefur akademían oftþótt ákaf- lega hlutdrœg sem er kannski ekki nema von þar sem þetta eru 4500 manns sem allir eru í bransanum, hvaðfmnst þér um það? „Þegar ég var þarna síðast þá komst ég að því að akademían sam- anstendur af hópi klippara, hópi hljóðmanna, hópi leikara og svo ffamvegis. Þessir aðilar sjá mynd- irnar sem tilnefndar eru, gefa þeim einkunn þegar þær koma út. Við fengum til dæmis mjög góða ein- kunn, mjög háa. Síðan er bara spenningurinn fyrir bestu erlendu myndinni ekki það mikill. Þetta er að vinnast á þetta fjögur hundruð atkvæðum. Jafnvel minna. Ef ítölsk mynd er tilnefnd vinnur hún yfir- leitt. Síðan fer það mikið eftir því hvaða dreifingarfyrirtæki eru á bakvið myndirnar, ef þau eru sterk þá er enginn vandi fyrir þau að segja við sína starfsmenn í akadem- íunni að kjósa þessa mynd eða hina.“ Loðið allt saman? „Já, mjög loðið.“ Nú komu ekkijafn margir og búist hafði verið við til að sjá Btódaga hér heima, þarftu tilnefningu tilaðverða aftur „strákurinn okkar“ svo að allir flykkist í bíó að sjá mynd sem þeir annars hefðu ekki séð? „Það er vonandi að það gerist. Það komu þrjátíu þúsund til að sjá hana í sumar en ég hélt að þetta væri mynd sem höfðaði til fleiri. Þetta er mynd sem þarf að sjá á tjaldi. Börn náttúrunnar er til dæmis ekki komin í sjónvarp og var framleidd ‘91, ég get haldið mínum myndum lengur frá sjónvarpi. Þannig að fólk verður eiginlega að sjá myndirnar mínar á tjaldi ef það ætlar á annað borð að sjá þær.“ Ertu vanmetinn hér heima? „Nei, nei. Þrjátíu þúsund manns er í sjálfú sér ágætis aðsókn. Ég bjóst við tíu þúsund manns í viðbót þar sem að myndin höfðaði til allra aldurshópa.“ Er auðveldara fyrir þig að fjár- magna myndirþínar eftir tilnefning- una? „Já, það er greinilega miklu auð- veldara. Ef ég kem með krónu get ég fengið þrjár, stundum fjórar, í viðbót.“ Ertu ánægður? „Já,já,já.“ Má ekki segja að þú sért sá af okk- ar kvikmyndagerðarmönnum sem hefur náð hvað lengst? „Ég er ekki maðurinn til að segja til um það, ég veit bara að mínar myndir eru einu íslensku kvik- myndirnar sem hafa keppt til verð- launa á alþjóðlegum kvikmyndahá- tíðum. Hinar myndirnar hafa ekki náð inn í keppni á stærri hátíðun- um eins og Montreal og Lucarno. Einu hátíðarnar sem skipta máli hér í Evrópu til dæmis eru Cannes, Berlín, Lucarno og Feneyjar. Skyt- turnar fóru til Lucarno, fyrsta myndin sem fór þar inn, Börnin fóru inn í Montreal og Bíódagar fóru inn í Lucarno." Þú virðist snemma hafa ákveðið að gerast kvikmyndasmiður, hvaða ferlifylgdi þessari ákvörðun? „I upphafi var þetta meiri hvöt til að sýna myndir í kvikmyndaklúbb- um og þess háttar. Síðan þegar ég var búinn að ákveða að sýna ein- hverja mynd, hvort sem var í klúbbi eða á hátíð, fannst mér að þetta væri einhvern veginn manns eigin mynd og maður þurfti oft að verja hana fýrir öðru fólki, sem átti það til að koma hlaupandi út úr Tjarn- arbíói. Á endanum var maður bú- inn að sýna það margar myndir að mann langaði að fara að gera myndir sjálfur." Ertu eitthvað menntaður sem kvikmyndagerðarmaður? „Menntaður, menntun? Þetta er nú bara eins og með rithöfundana, þeir þurfa að vera vel lesnir, ég er vel séður.“ Hvað er nœst á döfinni hjá þér? „Það er Djöflaeyjan sem byggð er á skáldsögunum Þar sem Djöflaeyj- an rís og Gulleyjunni eftir Einar Kárason. Við erum búin að fá mik- ið erlent fjármagn þannig að við förum líklegast af stað með hana þann 8. ágúst.“ Baldur Bragason

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/286

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.