Helgarpósturinn - 05.01.1995, Blaðsíða 23
FIMMTUDAGUR 5. JANÚAR 1995
MORGUNPÓSTURINN MANNLÍF
23
Eins og fram kemur annars staðar
í blaðinu hafa lögregluyfirvöld, með
Böðvar Bragason í broddi fylkingar
og Reykjavíkurborg undir forystu
Guðrúnar Ágústsdóttur, rætt ýtar-
lega um breytingu á opnunartíma
veitingastaða. Ástæðan er einkum
tvíþætt. Annars vegar það að mann-
fjöldinn komi allur út af stöðunum á
sama tíma og kvartanir nágranna
vegna ónæðis^^amtalivi^Gu^
rúnu Ágústsdóttur kom fram að
einkum er kvartað yfir tveimur
skemmtistöðum, Ara í Ögri og Deja
Vu. Kvörtunum hefur itrekað verið
komið á framfæri vegna þessara
staða án þess að merkjanleg breyt-
ing fylgi í kjölfarið. Verði ástandið
ekki lagað er til skoðunar að endur-
skoða úthlutun á vínveitingaleyfi til
þessara staða...
jj J_/g sé sjúkraliðaverkfallið ekki
leysast fyrr en að þremur vikum
liðnum," segir Guðrún Hiörleifs-
dóttir miðill sem spáir í nýtt ár í
áramótablaði DV. Spádómsgáfa
Guðrúnar byrjar ekki vel því að í
sama blaði og spáin birtist er aðal-
frétt DV á baksíðu „Samið við
sjúkraliða“. Það verður fróðlegt að
fylgjast með því hvernig öðrum spá-
dómum Guðrúnar reiðir af en ljóst
er að ekki fór hún vel af stað. Meira
af DV. f jólablaðinu var aðalfréttin
á síðu 2 um ungan dreng sem smíð-
aði piparkökuhús. Ekki skal lagt
mat á fréttamatið í þessu tilviki en
varla hefur sú staðreynd að dreng-
urinn er sonur fréttastjórans, JóN-
asar Haralds, haft þar nokkuð að
segja...
„ Ari Gísli
Bragason
skáld um myndina af sjálfum
sér: Þessi maður er með tvö augu,
munn og nef og allavega eitt eyra.
Ósýnileg á bakvið bækurnar gæti
ég trúað að leyndist svolítil bumba,
svona bókaormsbumba, og þó
hann minni óneitanlega svolítið á
Orson Welles, þá minnir hann líka á
Bjössa bollu. Samt er hann hvorug-
um skyldur enda annars heims en
þeir; hann er úr bókheimum. Hann
er umkringdur bókum og honum lík-
ar það síður en svo illa. Honum líður
vel innan um bækurnar því hann
þekkir ekkert annað. Samt er eins
og hann hafi verið að uppgötva að
það er í raun og veru til annar heim-
ur; heimur, sem hann sér glitta í
gegnum skarðið sem rofið hefur
verið í
bókavegg-
inn. Hann hefur ekki séð þennan
heim áður, hann er að rekast á þetta
skarð fyrsta sinni. Hann er hálf hissa
á því sem hann sér þótt hann hafi
reyndar heyrt orðróm um þennan
heim handan bókanna áður; hann
hefur lesið um hann í bókum. Þess
vegna grunaði hann innst inni að
slíkur heimur væri einhvers staðar
til, en það kemur honum á óvart að
hann skuli vera svona í seilingar-
færi. Hann virðir fyrir sér þennan
nýja heim, svolítið Sþenntur, svolítið
hikandi, alveg óhræddur — en ef-
ins. Og heldur sig þess vegna í ör-
uggri fjarlægð...
farið í bíó
meðAgJi
Gangið niður dimma ganga kvíkmyndahúsanna með Agli
Bíóborgin
Konungur Ijónanna The Lion King
★★★★ Fallegt á að horfa, stundum
mátulega væmið og stundum hæfilega
ógnvekjandi. Stjarna númer fjögur er
fyrir islensku talsetninguna.
Kraftaverk á jólum Miracle on 34th
Street ★★ Erjólasveinninn til eöa er
hann bara klikkæingur? Endurgerð á
frægustu jólamynd allra tíma, en varta
til bóta.
I blíðu og stríðu When a Man Loves a
Woman ★★ Nákvæm lýsing á alkó-
hólisma ivæmnum thirtysomething-
stíl.
Bíóhöllin
kvíkmyndagerð.
Laugarásbio
Góðurgæi Good Man ★★ Evrópu-
menn eru.fullir, heimskirog spilltir, en
negrar hjátríiarfullir, heimskirog spilltir.
Griman The Mask ★★★ Myndin er
bönnuð innan tólf ára og þvi telst það
lögbrot að þeir sjái hana sem skemmta
sér best — tíu ára drengir.
Regnboginn
Stjömuhliðið Stargate ★★* Guðirnir
voru geimfarar og Jay Davidson er
einn afþeim. Ef maður gengur inn um
réttar dyr lendir maður i Egyptalandi
hinu foma.
Konungur Ijónanna ★★★★ Dýrmega
éta önnur dúr en bara í hófi. Þar skilur
frá Dýrunum ÍHálsaskógi. Talsetningin
er frábær.
Sérfræðingurinn The Specialist ★
Gengur út á að sýna líkamsparta á
Stone og Stallone. Sólgleraugun eru
samt best. James Woods er svo góður
sem vondi karlinn að maður kemst
varla hjá þviað halda með honum.
Leifturhraði Speed ★★★ Keanu fíee-
ves er snaggaralegur og ansi sætur.
Skyjahöllin ★★ Fyrirböm sem elska
hunda og hugsa ekki mikið út ísögu-
þráð.
Háskólabíó
La Belle Epoque Glæstir timar ★★
Smáklám frá Spáni. Annars fjallar
myndin um eiginlega ekki neitt —
nema það ersmávegis talað um pólit-
ik.
Junior ★ Með þviað gera litið sem
ekki neitt er Schwarzenegger betri leik-
ari en Emma Thompson sem leikur
óþolandi meðvitaða kvenpersónu með
rykkjum og skrykkjum.
Lassie ★★ SkýjahöHin, 100 milljónum
dýrari, en ekki endilega betri. Þarfekki
bráðum að. gera mynd um góðan kött?
Konungur í álögum Kvitebjöm kong
Valemon ★ Norski álagaísbjörninn er
sauðmeinlaus og ævintýrið kauðskt.
Forrest Gump ★★★★ Annað hvort
eru menn með eða á móti. Ég er með.
Næturvörðurinn Nattevagten ★★★
Mátulega ógeðsleg hrollvekja og á
skjön við huggulega skólann ídanskri
Bakkabræður í Paradis Trapped in
Paradise ★ Jólamynd sem kemur
engum íjólaskap en eyðileggur það
varla heldur.
Reyfari Pulp Fiction ★★★★★ Tarant-
ino erséniog Travolta frábær.
Undirieikarinn L’accompagnatrice
★★ Aðaltilgangurinn er að láta leikar-
ann Richard Bohringer, hitta fallega og
svarteygða dóttursina, Romane. Ann-
ars erþetta dauft.
Lilli er týndur Baby’s Day Out ★
Óheppnu bakkabræðumir eru ekki vit-
und fyndnir.
Sagabíó
Junior ★ Schwarzenegger er miklu
trúverðugri sem óléttur karlmaður en
sem háskólamaður með gleraugu.
Skuggi The Shadow ★★★ Djengis-
kan er tekinn ofan úr skáp, vill leggja
undir sig heiminn en mætir Skuggan-
um, ofjarli sinum. Þeir hefðu samt átt
að sleppa aðalkvenpersónunni.
Stjörnubio
Einn, tveir, þrír Threesome ★★★ Allt
gengur þetta út á uppáferðir og er
möst fyrir karia og konur á aldrinum 14
til 20.
Biódagar ★★★ Margt fallega gert en
það vantar þungamiðju. Jón Sigur-
bjömsson er svo góður að hann er
þess virði að labba þarna upp á loft.
Módel óskast
Jóna Lárus-
dóttir hjá
Módel ‘79 er
að leita að
fulltrúa ís-
lands ífyrir-
saetukeppni í
Suður-Afr-
íku.
Módel 79 leitar nú að fulltrúa í
fýrirsætukeppni sem haldin verður
í Suður-Afríku á vegum ítalskrar
umboðsskrifstofú. Alls verða kepp-
endur frá 26 þjóðlöndum og mun
sigurvegarinn hljóta samning við
umboðskrifstofuna Why Not í
verðlaun auk annarra viðurkenn-
inga.
Áhugasamar stelpur eiga að
hringja eða senda myndir til Módel
79 en að sögn Jónu Lárusdóttur
eiga þær að vera orðnar 16 ára og
hafa falleg augu og failega húð og
gjarnan sérstakt útlit.
„Þær þurfa ekki endilega að vera
algert bjútí. Fyrirsætur eru það ekki
endilega, þær þurfa hins vegar að
vera sterkar týpur,“ sagði Jóna.
Stelpan sem verður fyrir valinu
verður kostuð til fararinnar af um-
boðsskrifstofunni og nú er bara að
taka upp símann og myndamöpp-
una eða tala við ljósmyndara. ■
Tvö hundruð úr afleiðindum
VlÐTAL VIÐ VAMPÍRUNA
INTERWIEW WITH THE VaMPIRE
Sambióunum
★
Undir lokin er Tom Cruise að
jafna sig á einhverju sem virðist
hafa verið einnar aldar eða nokk-
urra áratuga lífsleiði og framtaks-
leysi. Situr undir stýri á rauðum
Mustang og með kvöldmatinn
hálfdauðan og máttlítinn við hlið-
ina á sér. í kassettutækinu malar
viðtalið við Brad Pitt; þunglyndis-
legt raus um vanda þess að vera
blóðsuga og samviskubitið sem
nagar það litla af mannlegu sálinni
sem honum hefur tekist að vernda
með sífelldu voli og væii. „hvernig
geturðu hlustað á þetta? spyr Tom
Cruise, núverandi matinn sinn og
fyrrverandi útvarpsmanninn,
Christian Slater. „Ég er búinn að
hlusta á þetta helvíti í tvö hundruð
ár,“ bætir hann við um leið og
hann slekkur.
Orð í tíma töluð, hugsaði ég og
gekk út. Ég var búinn að sitja und-
ir þessu voli í rúma tvo tíma og var
löngu búinn að fá nóg. Tvö hundr-
uð ár með þunglyndum Brad Pitt,
sem sparaði þá litlu lífslöngun sem
hann hafði til að vera svolítið duló
en þó snmart, er hreint helvíti. Þá
hefði verið betra að hanga með
gamla Nóa, sem eyddi sínum átta-
hundruð árum rneira og minna
fylleríisdauður nakinn á kojufyll-
eríi í tjaldinu sínu — ef marka má
biblíuna.
Þegar ég var tólf ára las ég það í
Samúel eða Jónínu að engin kona
gæti staðist að láta sjúga á sér
eyrnasnepilinn. Ég reyndi það á
bekkjarsystur minni og hef síðan
ekki trúað orði af því sem skrifað
hefur verið í Samúel. Ef til vili er
það útafþessari sáru reynslu minni
að ég hef aldrei kveikt ahnenniiega
á þessurn seiðandi kynlífsórum
sem eiga víst að krauma undir
vampírunum. Ef til er ég bara
svona kyndaufur. Allavega, þá
fannst mér þeir Tom og Brad álíka
spennandi og kallarnir á skattin-
um sem hafa lífsviðurværi sitt af
því að mergsjúga fólk, vissulega
smartari í tauinu, síðhærðari og
snoppufríðari en álíka fylulegir,
daufir og óáhugaverðir.
Þar sem maður sat í myrkrinu
hefði maður hugsanlega getað
reynt að hafa gaman af sviðsetn-
ingunni og búningunum, jafnvel
farið í endurskoðunarleik og velt
því fyrir sér hvað Jakob Magnús-
son gæti haldið margar listahátíðir
í London fyrir þann pening sem
var sóað á tjaldinu. En í raun var
ekkert af þessu merkilegra en í
meðalgóðu vídeói með Michael
Jackson — sem vel að merkja,
hefði ábyggilega lyft þessari mynd
upp í öðru hvoru aðalhlutverkinu.
Samband þeirra féiaga við stelpu-
hnokkann hefði þá fengið aðeins
syndsamlegri undirtón en þennan
tvær- vampírur-og-ein-lítil-dama-
stemmningu sem varð ofan á.
Þrátt fyrir allt er þetta ekki al-
vond mynd. Því það vita þeir sem
alltaf leiðist heima hjá sér að
stundum er skömminni skárra að
skipta um umhverfi og láta sér
leiðast í bíó.
Gunnar Smári Egilsson