Helgarpósturinn - 13.03.1995, Blaðsíða 2

Helgarpósturinn - 13.03.1995, Blaðsíða 2
FRETTIR riRhnrah Riyrian troöiö á lista Þjóövaka að sér forspurðri „Ha, 16. sætið, Guð mim góður ■ „Ha, 16. sæti, Guð minn góður. Nú ertu að grínast, shit. Ég veit ekki hvað ég á að segja,“ segir Deborah Dagbjört Blyden, aðspurð um nýhafin opinber afskipti sín af pólitík. Á laugardaginn barst PÓSTIN- UM tilkynning frá Þjóðvaka um hverjir sitja á lista flokksins í komandi Alþingiskosningum og er Deborah, eða Debbie eins og hún er oftast kölluð, í 16. sætinu. Debbie er þekktust sem þolfimikennari og þátttak- andi í keppninni um titilinn „Sterkasta kona íslands" en hingað til hefur hún verið óþekkt stærð í pólitík. „Ég var ekki búin að gefa fullt leyfi fyrir að nafn mitt yrði á lista Þjóðvaka. Þetta eru svona smá mistök," segir hún. „Ég sagðist alveg vera til í að ljá nafn mitt við eitthvað sem ég stæði fyrir en ég yrði fyrst að fá að vita hvað það væri. Ég fékk nú aldrei að vita neitt meira um það. Síðan hringdi ég á skrifstofu Þjóðvaka um daginn og sagðist ætla að sleppa þessu. Þá var mér sagt að nafnið mitt hefði verið sett á listann og ég er allt í einu komin út í hringiðu stjórnmál- anna án þess að vita af því. Þetta er alveg rosalegt." Debbie segir aldrei hafa komið í ljós af hverju hún var beðin um að taka sæti á listan- um en tekur undir að hugsan- lega sé þetta svar Þjóðvaka við þátttöku Amal Rúnar Qase í störfum Sjálfstæðisflokksins. En lítur Debbie þannig á að verið sé að nota sig sem pólit- íska skrautfjöður? „Jú reyndar, en ég efast ekki Deborah Dagbjört Blyden. „Ég sagðist alveg vera til í að Ijá nafn mitt við eitthvað sem ég stæði fyrir en ég yrði fyrst að fá að vita hvað-það væri. Ég fékk nú aldrei að vita neitt meira um það.“ um að Jóhanna á eftir að gera góða hluti. Ég er bara ekki bú- in að kanna alveg hvað hún er að spá.“ ■ Innihinrn Snlriin Ríslarinttir Hnif r Símoni út úr Ráðhúsinu Nú hefur verið tekin ákvörðun um að embætti borgarendur- skoðanda verði ekki lengur í Ráðhúsinu við Tjörnina. Eftir að kom til átaka milii Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur borgar- stjóra og Símonar Hallssonar borgarendurskoðanda hefur Ingibjörg ákveðið að sýna æðstu embættismönnum borgarinnar að henni er alvara. Fyrst útilok- aði hún Símon frá fundum borg- arstjóra og embættismanna og nú hefur hússtjórn Ráðhússins fengið það verkefni að finna hon- Járnfrúin í Ráðhúsinu lætur endurskoðandann finna fyrir því hver ræður. um húsnæði. Er líklegt að hann fari í húsnæði borgarinnar við Tjarnargötu. ■ Þetta var líka í FRÉTTUM ■ Engin rannsókn vegna Hafnarfjarðar og Hagvirkis-Kletts, segir Þorsteinn Páls- son. I Davíð Oddsson forsætisráðherra ávarpaði félagsmála- ráðstefnu SÞ í Kaup- mannahöfn í gœr. Hann talaði á ensku. I Snjóflóð féll á Siglufjarðarveg á sunnudagsmorgun. ■ Snjóflóð féll í Ól- afsfjarðarmúla. ■ Ekki var samið í kennaraverkfallinu um helgina. ■ Evrópuaðild ekki hafnað í nýrri stefnuskrá Kvenna- listans. ■ Reykjavíkurborg œtlar að rífa glerhýsi við Iðnó. I Tveir létust í um- ferðarslysi á Hellis- heiði. ■ Talsvert tjón varð í trésmiðju Byko í Njarðvík um helg- ina. Lukkuturninn við Hofsvallagötuna. Getraunir Gerpla meö vinninginn Hæsta vinnings sem komið hefur á einn miða hérlendis í ís- lenskum getraunum, samtals 15.6 milljónir króna, hafði ekki verið vitjað þegar PÓSTURINN fór í prentun í gærkvöld. Kom vinn- ingurinn á miða sem keyptur var í söluturninum Gerplu við Hofs- vallagötuna, en hann á þegar orðið vinningsmet bæði í lottó- inu og getraununum. Með vinn- ingnum á laugardag sló Gerpla út þriggja ára gamalt eigið vinn- ingsmet sem var upp á 10.5 millj- ónir. „Eigandinn veit ábyggilega ekki af vinningnum ennþá,“ sagði Kristinn Pétursson, eigandi söluturnsins. „Ég er viss um að þetta verður eins og síðast þegar vinningshafinn mætti ekki fyrr en laugardaginn á eftir til þess að kanna hvort eitthvað hefði komið á miðann.“ Sló hann með þessu reyndustu tippurum landsins við því hann lét tölvuna velja fyrir sig. ■ Umaenamsdeila í Hafnarfirði ■ „Ég hef ekki friö heima hjá mér fyrir eldri börnum barns- móður minnar. Þetta gengur þaö langt aö þau ráöast á eign- ir mínar,“ segir Sigurgeir Sig- urðsson, 43 ára Hafnfirðingur, sem undanfarin fimm ár hefur átt í umgengnisdeilu við barns- móöur sína, Katrínu Gerði Júlíusdóttur. „Viðhorf Katrínar til mín eru slík að eldri börnin eru farin að eyðileggja eigur rnínar," segir hann. „Fyrir viku síðan kom kók- flaska inn í gegnum rúðu heima hjá mér og það liggur fyrir játn- ing hjá RLR af hálfu drengsins, sem er 18 ára, um að hann hafi gert þetta." Sigurgeir segir börnin leik- soppa móður sinnar sem oti þeim gegn sér. „Það hafa ítrekað verið brotnar rúður í húsinu mínu og bílar sem standa fyrir utan verið skemmdir með spörk- um og sykur verið settur í bens- ínið.“ Árið 1991 var tekið fyrir um- gengni Sigurgeirs við dóttur hans og Katrínar vegna ásakana hennar um að hann misnotaði barnið kynferðislega. „Allar ávirðingar um kynferðislega mis- notkun mína eru hreinar lygar,“ segir hann. „Umgengnin er búin, ég get ekki séð annað. En það sem ég er að velta upp núna er hvernig stjórnvöld geta horft upp á svona aðgerðalaust. Það getur haft ófyrirsjáanlegar afleiðingar að ala upp barn í þeirri trú að það hafi verið misnotað kynferð- islega." Sigurgeir hefur lagt fram kæru til RLR á hendur Katrínu, auk Mörtu Bergmann félagsmála- stjóra í Hafnafirði, sem hann seg- ir hafa borið Ijúgvitni í málinu, og Gissuri Kristjánssyni, lögfræð- ingi og fyrrverandi formanns Barnaverndarnefndar Hafna- fjarðar. Katrín er systurdóttir Gissurar og vék hann sæti við meðferð málsins hjá barna- verndarnefnd í Hafnarfirði en Sigurgeir telur að með því „að sjá til þess að ekki var skipaður annar lögfræðingur í sinn stað“ hafi Gissur komið í veg fyrir að fjallað yrði um málið á faglegan hátt og „hann hafi stutt systur- dóttur sína í aðförinni að sér“ eins og Sigurgeir orðar það í kærunni. PÓSTURINN náði tali af Katrínu Gerði Júlíusdóttur og bar undir hana ávirðingar Sigurgeirs í garð hennar. Hún viðurkennir að son- ur sinn hafi kastað kókflöskunni í rúðuna hjá Sigurgeir en segist sjálf ekki hafa átt hlut að máli. „Þegar við Sigurgeir bjuggum saman beitti hann börnin slíku andlegu ofbeldi að sonur minn er ekki búinn að jafna sig ennþá. Það er ýmislegt sem situr enn í börnunum frá þessum tíma. Sig- urgeir hefur verið með ágang og sent mér morðhótunarbréf. Eg á tvítuga stúlku og hún getur ekki verið í námunda við hann því hann hefur ráðist á hana og sparkað í bílinn hennar ásamt fleiru." Katrín segist vera búin að kæra Sigurgeir til RLR og hann segi ekki rétt frá á vettvangi fjöl- miðla. „Það er búið að rannsaka þetta mál af barnaverndarnefnd Hafn- arfjarðar, félagsmálastofnun Hafnarfjarðar og barnaverndar- ráði íslands og hann getur aldrei hreinsað sig, enda sást á barn- inu. Ég var í afneitun gagnvart þessu og fór ekki með barnið strax til læknis en það eru vitni að ástandi telpunnar." Katrín segist hafa klippt á öll tengsl við Sigurgeir en hún sé hvorki reið út í hann né hati hann. „Ég er búin að gera upp mín mál og standa og berjast fyr- ir mínu barni. Hún sagði mér margt þótt hún hafi ekki verið gömul og þessi maður er alveg ofboðslega veikur. Mér dettur ekki í hug að ansa ávirðingum hans í fjölmiðlum. Hann vill það helst, en ég afvopna hann með því að sýna engin viðbrögð." ■ Sigurgeir Sigurðsson segist saklaus af kynferðislegri misnotkun dóttur sinnar en segir barnsmóður sína of- sækja sig í gegnum börn sín. Hér er Sigurgeir við glugga sem sonur hennar hefur viðurkennt að hafa brotið.

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/286

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.