Helgarpósturinn - 13.03.1995, Blaðsíða 13
_
1'9'9'5; 13. MARS MANUDAGUR
Svala Björgvinsdóttir á milli þeirra
Davíðs Magnússonar gítarleikara
Bubbleflies og Páls Banine,
söngvarans sem var sparkað.
Bubbleflies
Ráku Pál og
réöu Svölu
Þau merku tíðindi áttu sér
stað í hljómsveitaheiminum fyrir
fáeinum dögum að Svala Björg-
vinsdóttir, fyrrum meðlimur
hljómsveitarinnar Scope, gekk til
liðs við Bubbleflies. Mun þessi
atburður hafa átt sér stað eftir
að aðalsöngvari hljómsveitar-
innar til þessa, Páll Banine, var
látinn fjúka, enda félagar hans
orðnir langþreyttir á príma-
donnuhlutverki kappans, sem
var — auk þess að vera söngvari
hljómsveitarinnar — andlit og
kyntákn hennar út á við. Hermt
er að hann hafi frá upphafi ekki
staðið undir þeim væntingum
sem gerðar voru til hans, en þar
sem stúlkurnar sáu ekki sólina
fyrir Palla voru miklar vonir
bundnar við að úr honum myndi
rætast. Það gerðist ekki og því
var tekið á það ráð að leita á náð-
ir Svölu. Eins og flestum er kunn-
ugt er Svala Björgvins dóttir Bo
Haildórs stórsöngvara með
meiru. ■
„Það var kominn tími til að hleypa
suður-amerískri matarmenningu
inn í landið,“ segir Mario og legg-
ur bananalauf að vitum sér.
Mario á Candilejas
Gefur
öllum ábót
„Ég býð öllum upp á ábót sem
vilja. Ef fólk er feimið við að
þiggja ábót færi ég gestum mín-
um gjarnan glas af víni eða köku-
sneið í eftirrétt þeim að kostnað-
arlausu," segir Mario sem nýver-
ið opnaði Candilejas, nýjan veit-
ingastað á gömlum merg í kjall-
ara á Laugavegi 73, eða sama
stað og Eldvagninn, sællar minn-
ingar, var eitt sinn til húsa.
Mario segir nafn staðarins vísa
til matargerðarlistar frá Suður-
Ameríku. Aðspurður um hvort
hann leggi áherslu á eitt land
fremur en annað segir hann að
sama blóðið renni í öllum þeim
sem þar búa.
En af hverju svona rausnarleg-
ur?
„Ég vil bara láta fólki líða eins
og heima hjá sér. Hér á að vera
happy-hour öllum stundum.“ ■
■ Skammt er stórra högga á milli í lífi Lindu Pétursdóttur. Allar
götur síöan hún breyttist úr saklausri sveitastúlku frá Vopnafirði
yfir í veraldarvana alheimsfegurðardrottningu hefur hún verið í
kastljósi fjölmiðla. Nú síðast vegna viðskipta sinna við lögregluna
eins og frægt er orðið. Öllum að óvörum birtist hún svo á dögun-
um sem umsjónarmaður íslands ídag um helgar á Stöð 2.
í kjölfar þess að vera boðin
staða gestafréttamanns á Stöð 2
eina kvöldstund þar sem fyrrum
alheimsfegurðardrottningin þótti
sýna afbragsgóða, að minnsta
kosti loðnu-fréttatakta, var Linda
Pétursdóttir, öllum að óvörum,
komin með fasta vinnu á Stöð 2
sem umsjónarmaður íslands í dag
um helgar.
„Það er rétt mér var boðin
vinna eftir að hafa verið gesta-
fréttamaður á Stöð 2. Ég sagði
strax já, enda alltaf gaman að
prófa eitthvað nýtt,“ segir Linda
aðspurð um nýja starfið.
Því hefur verið haldið fram að
það standi jafnvel til að Linda ger-
ist meira en þulur á Stöðinni, jafn-
vel fréttamaður þegar fram í sæk-
ir. Hún segir hins vegar ekkert á
prjónunum í augnablikinu, annað
en vinnuna um helgar enda sé
hún öllum öðrum stundum í Bað-
húsinu sem hún rekur sjálf.
Er eftil vill draumurinn að verða
sjónvarpsstjama?
„Ég myndi ekki segja að það að
verða sjónvarpsstjarna sé draum-
urinn heldur bara að það að hafa
gaman af því að vinna. Svo
skemmir ekki að ég er ég passlega
vön að koma fram.“
Ertu búin að ná þér eftir allt sem
á undan ergengið?
„Já, svona eins og hægt er að ná
sér. Mér líður mjög vel og er orðin
fær í flestan sjó,“ segir fréttamað-
urinn Linda. ■
WBHmm ,
Llnda Pétursdóttir segir sjónvarps-
starfið viðbót við mikla vinnu sem
hún vinnur nú þegar.
r
KÓLÓMBÍUKAFFI
Afburða ljúffengt hreint Kólombíukaffi ineð kröftugu og frískandi bragði.
Kaffið er méðalbrennt sem Jaðar fram hin fínu blæbrigði í bragði þess.
Kólonihi'ukaffi var óður í hvítuin mnbúðum.
MEÐALBKKNNT
Einstök blanda sex ölíkra kafíltegunda. Milt Santos kaffi frá Brasilíu
ér megin uppistaðan. Kólombíukaffi gefur ilminn og frísklegt, kröftugt bragð.
Blandan er loks fnllkoinnuð með kostakaffi frá Mið-Ameríku
og kjarnmiklu Kenýakaffi.
gevalia
E-BRli G(i séri>lamla
Kaffi sem lagað er í sjálfvirkuin kaffikönnum þarf að búa yfir sérstökum
eiginleikum til að útkoman verði eins og best verður á kosið.
Gevalia E-brygg er blandað með sjálfvirkar kaffikönnur í liuga.
Aðeins grófara, bragðmikið og ilmandi.
MWW KI.I. HOTSE
Fádæma gott kaffi frá eyjunni Java í Indónesíu. Bragðið er mjúkt,
liefur mikla fyllmgu og sérstalvlega góðan eftirkeim
sem einkennir Old Java. Kaffi sem ber af.
-Það er kaffið!
Fyrirsœtur á öllum aldri
voru fengnar til þess að
sýna hvað hausttískan
hefur upp á að bjóða á
sýningum sem nú
standa yfír í háborgum
tískunnar. Það eru
einkum þeir ítölsku sem
vöktu okkar athygli.
Rautt silki frá ítalska
hönnuðinum Mila
Schon’s fer velsaman
við blóðheitar ítalskar
konur.
Eitt frœgasta unglinga-
módel heims klœðist
hér fatnaði frá Giorgio
Armani. Fyrirsœtunni
sem er 13 ára brasilíu-
búi, Gianne Albertoni
að nafni.
Kvöldklœðnaður frá Gi-
anfranco Ferre sem
myndi fara ágœtlega í
forsetaveislunum á ís-
landi.
Red or Dead fyrirtœkið í
London hljómar nœst-
um eins og „betra vœri
að vera dauður en
rauður“ sem hœgri
menn notuðu óspart
gegn R-listanum í borg-
arstjórnarkosningunum
vor. ■