Helgarpósturinn - 13.03.1995, Page 4

Helgarpósturinn - 13.03.1995, Page 4
FRETTIR „Þetta er athyglisvert en ástæð- una er að finna i því að konur sætta sig við að fá lág laun fyrir sína vinnu,“ segir Amal Rún Quase en hún hefur kynnt sér innihald nýrrar skýrsiu sem lýtur að launa- mun kynjanna. Samkvæmt skýrslu stjórnvalda um réttindi og stöðu kvenna á íslandi hefur kaup kvenna sem hlutfall af kaupi karla lækkað úr 88,1 prósent í 83,1 eða alls 5 prósent. Þrátt fyrir jafnrétt- isbaráttuna og ýmsa áfangasigra sem lúta að réttindum kvenna virðist sem jafnrétti til launa stefni niður á við. „Konur hætta líka fyrr að leita fyrir sér jafnvel þó að þær séu óánægðar á vinnustað," segir Am- al. .Atvinnurekendur ráða frekar karlmenn í vinnu. Þeir eru ekki heima í veikindum barna og þeir fara ekki í fæðingarorlof, ef konan þeirra fær atvinnutilboð á Akur- eyri flytja þeir ekki með henni en í flestum fjölskyldum ráða atvinnu- tækifæri karlmannsins hvar fjöl- skyldan ákveður að búa. Árið 1989 vann ég á saumastofu með 15 til 20 konum en starfið var illa borgað og þær voru komnar með ýmis heilsuvandamál af vinnu, til dæmis þjáðust þær margar af bakverkjum vegna ein- hæfra vinnustellinga. Ég spurði þær af hverju þær færu ekki eitt- hvað annað því að ekki héldu launin í þær. Þau voru smánarleg, eitthvað um 40 til 50.000 á mán- uði. Þær sögðu þá að upphaflega hefðu þær bara ætlað að vera þarna í stuttan tíma þar tll þær fengju eitthvað annað að gera. Þessi stutti tími verður stundum Hvað segir Amai Rún Quase um launamun kynjanna? ævilangur og það er einmitt svo hættulegt. í annan stað þá vann ég einu sinni í Hampiðjunni þar sem starfsfólkið gekk um með heyrn- árskjól sökum hávaða. Karimenn- irnir hættu eftir stuttan tíma ef þeir fengu ekki yfirmannsstöðu en konurnar sátu eftir og einangruð- ust félagslega enda eru takmörk fyrir því hvað hægt er að hafa mik- ii samskipti við aðra með hlífar fyrir eyrunum. Það er ekki undir körlum komið að breyta þessu kerfi því áð þeir munu aldrei gera það. Konur eru ómissandi á vinnu- markaði, þær verða að berja í borðið og breyta þessu sjálfar og viðhorfum sínuni til sjálfra sín.“ B Austfirðingar fengu Miklu- brautar- stækkunina Forráðamenn Reykjavíkurborg- ar hafa undanfarna daga vaknað upp við vondan draum um það hvað átti sér stað við afgreiðslu vegaáætlunar en þá voru umtals- verðar fjárhæðir teknar af Reyk- víkingum af fyrirhuguðum fjáveit- ingum til þjóðvegagerðar í Reykjavík. Um er að ræða 100 milljónir og fengu Austfirðingar þessa peninga. Þessi ákvörðun var tekin af meirihluta fjárveit- inganefndar. Samkvæmt upplýs- ingum PÓSTS- INS þá vökn- uðu embætt- í s m e n n Reykjavíkur- borgar til vit- undar um hvað hafði gerst þegar verið var að raða niður fjárveiting- um til verk- efna. Mun vera ljóst að undirgöng á Miklubraut- Halldór Blöndal. Er búinn aö taka af vegapeningunum sem Reykvíkingar áttu að fá. ina við Rauðagerði sem kostuðu um 40 milljónir voru settar til hliðar en þar hafa orðið nokkur dauðaslys í gegnum tíðina. Þá verður breikkun Miklubrautar heldur ekki á dagskrá í ár en þang- að átti að verja um tug milljóna króna. ■ Mektarsýning á Café Bóhem stulkunum „Stúlkurnar virtust frek- ar ungar og virtust ekki hafa neina stjórn á neinu. Þær gengu bara þægar á milli manna þegar þær voru orðnar naktar og leyfðu þeim að þukla sig að vild, bæði um brjóstin og milli fótanna.“ Þannig komst heimildamaður blaðsins að orði sem kíkti inn á nektarsýningu á skemmtistaðnum Café Bó- hem sem býður nú upp á eina íslenska fatafellubar- inn. Eftir lýsingunni að dæma er þó frekar um að ræða þjónustu á borð við þá sem veitt er á vændis- húsum. Guðjón Sverrisson, framkvæmdastjóri staðar- ins, sagði í samtali við blaðið að þetta væri rangt. í samtali við stúlku, sem að síðar hafði samband við blaðið þegar Café Bóhem auglýsti eftir nektardans- meyjum á sínum tíma, sagði Guðjón Sverrisson að hémn hefði stjórnað slík- um sýningum úti í Tæ- landi. „Þar fóru stúlkurnar heim með mönnum en það verður ekkert þannig á Ca- fé Bóhem.“ Guðjón hafði ennfremur sagt við stúlkuna að þær réðu hversu langt væri gengið. Þær gætu jafnvel endað á huggulegum und- irfötum, enda skildist henni á honum að Guðjón hyggðist gera samning við fyrirtæki sem flytti inn undirfatnað. Hkki HUGGULEGAR nær- FATASYNINGAR Veruleikinn virðist þó vera öllu harðari á Café Bó- hem en huggulegar nær- fatasýningar. Áhorfendur greiða áttahundruð krónur í aðgangseyri inn á staðinn Seoja Davið hafa en þar starfa þrjár íslensk- ar nektardansmeyjar og ein dönsk. Um hundrað manns voru á staðnum á laugardagskvöldið þegar heimildamanninn bar að garði, að stærstum hluta karlmenn. Ein vön nektarsýningar- stúlka frá Danmörku sýndi og hafði stjórn á hversu langt áhorfendur fengu að ganga en hinar voru ís- lenskar óvanar og dansat- riðin klaufaleg enda virtust þau skipta minnstu máli að sögn heimildamannsins. „Um leið og stúlkurnar, sem virtust mjög ungar, voru orðnar allsnaktar gengu þær á milli manna sem þukluðu þær að vild bæði um brjóstin og milli fótanna og þegar ferðinni var lokið milli ótal karl- manna í salnum klæddi stúlkan sig í nærföt og sett- ist við borð í salnum og fylgdist með hinum þar til röðin kom aftur að henni en staðurinn býður upp á sýningar allt kvöldið með tíu til fimmtán mínútna hléum inn á rnilli." Heimildamaðurinn sagði í samtali við blaðið að hon- um hefði verið nóg boðið enda hefði hann fylgst með slíkum sýningum erlendis og þær væru einfaldlega allt annars eðlis en sýning- arnar á Café Bóhem. Annar maður sem sá sýninguna á föstudagskvöldið, þegar nokkuð færri voru við- staddir, sagði í samtali við blaðið að menn hefðu mátt koma við stelpurnar með- an þær gengu um salinn. Einnig hefðu þeir mátt ganga að þeim meðan á dansinum stóð og stinga peningum í sokka eða nær- buxur. ■ „Ég vænti þess fastlega að um- boðsmaður Alþingis taki málið til meðferðar eins og honum ber að gera þegar alvarleg mál koma upp á borðið," sagði Benedikt Sigurðarson, skólastjóri á Akur- eyri, í samtali við PÓSTINN. „Það er hins vegar ljóst að honum er ákveðinn vandi á höndum þar sem ákveðnir starfsmenn hans hafa tengst málinu. Við vonum hins vegar að hlutlaus umfjöllun um málið leiði til þess að það verði tekið upp að nýju.“ Kvörtunin til umboðsmanns Alþingis vegna ráðningar Þórhild- ar Líndal í starf umboðsmanns barna er í mörgum liðum en kær- endurnir, Benedikt Sigurðarson skólastjóri og Páll Tryggvason læknir, telja að bæði forsætis- ráðherra, Davíð Oddsson og Þór- hildur Líndal hafi gerst brotleg við stjórnsýslulög en það er ein- mitt til þess tekið í lokaorðum kærunnar að Þórhildur var ein- mitt ráðin af forsætisráðuneyt- inu til að tryggja snurðulausan framgang við gerð stjórnsýslu- laga. lChNN vijo 1SIJ0RNSYSLU- IL0GIN Eiginmaður IÞórhildar, Eirík- ur Tómasson Ihæstaréttarlög- maður, sem jafn- framt er í vin- Ifengi við Davíð Odds Oddsson, vann Iað samningu laganna og Þór- Ihildur Líndal vann að kynn- ingu þeirra. Þau leru einnig sögð ^vpra QAman í t Umsækjendur um stöðu umboðsmanns barna hafa kvartað undan ráðningu Davíðs Oddssonar. í bréfi til umboðsmanns Alþingis segja þeir að klíkuskapur hafi ráðið því að Þórhildur Líndal var ráðin. vera saman í einkaspilaklúbb sem hittist reglulega. Margir um- sækjendur um stöð- una tjáðu sig um mál- ið á sínum tíma auk þeirra Benedikts og Páls sem sóttu báðir um. Þar má nefna Hugo Þórisson sálfræðing og Borghildi Maack hjúkrunarfræð- „En slík tengsl milli embættis yðar og forsætisráðuneytisins hljóta að teljast afar óheppileg." Þessum orðum er beint til Gauks Jörunds- sonar. hæfni Þórhildar sjálfrar til að taka við umsóknum og svara fyr- irspurnum um stöðuna þegar hún var sjálf einn umsækjenda. ing. Enginn viðunandi rökstuðn- ingur hefur fengist að mati Bene- dikts og Páls á því af hverju Þór- hildur var talin hæfari en aðrir umsækjendur en enginn þeirra var kalíaður í viðtal vegna stöð- unnar. Hæfni Davíðs til að ráða í stöðuna er dregin í efa svo og IÉ4TTSETTAR HEIMILDIR í lokaorðum greinargerðarinn- ar sem er mjög ítarleg segja Benedikt og Páll að þeir hafi heimildamenn, háttsetta menn innan stjórnsýslunnar, sem hafi beðið þá að gæta trúnaðar og sá trúnaður hefði haft mikil áhrif á bréfið. Þar er jafnframt bent á að Páll Hreinsson, starfsmaður Gauks Jörundssonar, umboðs- manns Alþingis, hljóti að teljast vanhæfur til að fjalla um málið þar sem hann hafi unnið að gerð og kynningu stjórnsýslulaga ásamt þeim hjónum Eiríki Tóm- assyni og Þórhildi Líndal. „En slík tengsl milli embættis yðar og forsætisráðuneytisins hljóta að teljast afar óheppileg og draga jafnvel í efa óhlut- drægni yðar þegar til umfjöllun- ar eru mál sem varða æðstu embættismenn ríkisins." ■

x

Helgarpósturinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/286

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.