Helgarpósturinn - 13.03.1995, Síða 5
IU DWGUJ R1
FRETTIR
Albert Reimarsson, sjómaöur á
Dalvík. „Þetta er búin að vera
samfelld þrautaganga í tíu ár.“
U
Sjómaður fær
l Hflemrtar hantiir
Aldrei að
gefast upp
„Þetta er búin að vera samfelld
þrautaganga í tíu ár,“ sagði Al-
bert Reimarsson, sjómaður á Dal-
vík, en Hæstiréttur dæmdi hon-
um 1,4 milljónir króna í bætur
síðastliðinn fimmtudag. Albert
höfðaði mál á hendur Söltunarfé-
lagi Dalvíkur vegna slyss í Dal-
borgu EA 317, í september 1984,
sem varð til þess að hann
mjaðmagrindarbrotnaði og var
frá vinnu í fimm mánuði. A tíma
veikindanna fékk Albert samn-
ingsbundna veikindadaga en að-
eins tryggingabætur eftir það.
„Þetta var slys um borð í skip-
inu og Hæstiréttur komst að því
að ábyrgðin væri aðeins að hluta
til mín en ég er 25 prósent öryrki
í dag,“ sagði Albert.
„Læknar sögðu eftir slysið að
ég gæti ekki stundað vinnu á
sjó í sama mæli og áður. Ég er
Stýrimannaskólagenginn og
það hefði þýtt að ég þyrfti að
byija uppá nýtt með grunn-
skólaprófið eitt. Ég hef hins veg-
ar reynt að vinna í landi og það
hefur ekki verið neitt betra. Það
sem þetta mál kennir manni er
þó það að gefast ekki upp.“ ■
b
Hrahi vill láta reka þá alla
Hrafn Friðriksson segir að það sé full
ástæða til að krefjast opinberrar rann-
sóknar á starfsemi Tryggingastofnun-
ar og heilbrigðisráðuneytisins.
RevkjavíkuröQrfl
Mútuferðir
til skoðunar
Það hefur borið á góma með
óformlegum hætti inni í borgar-
ráði að skoða hvort og þá í hve
miklum mæli, yfirmenn og inn-
kaupastjórar hjá fyrirtækjum og
stofnunum borgarinnar þiggi
ferðir eða aðrar sporslur af
heildsölum eða öðrum innflutn-
ingsfyrirtækjum. Sigrún Magnús-
dóttir staðfesti þetta í samtali við
PÓSTINN. Hún sagði jafnframt að,
„engar sérstakar stofnanir hefði
borið á góma en ætlunin væri að
kanna hvort slíkt viðgengist og
bregðast við því ef svo reyndist
vera.“ ■
,Það er full ástæða til að krefjast opinberrar rannsóknar á
starfsemi Tryggingastofnunar og heilbrigðisráðuneytisins,"
segir Hrafn Friðriksson, dr.med. fyrrverandi yfirlæknir heil-
brigðis- og tryggingamálaráðuneytisins og skólayfirlæknir.
„Nýjasta hneykslið á Trygg-
ingastofnun er skattlagabrot
tryggingayfirlæknis og læknir-
inn ætti að sjá sóma sinn í því
að segja af sér, líkt og reyndar
forstjórinn Karl Steinar Guðna-
son og Tryggingaráð með Jón
Sæmund Sigurjónsson í broddi
fylkingar. Ef að þessir menn
segja ekki sjálfviljugir af sér þá
á skilyrðislaust að segja þeim
upp. Það er borðliggjandi með
tryggingayfirlækni en senni-
lega hafa þeir allir brotið lands-
lög.“ Hrafn var einn af átján
umsækjendum um stöðu trygg-
ingayfirlæknis, og var í hópi
þeirra fimm umsækjenda sem
þóttu hæfastir. Fyrir valinu
varð hins vegar Júlíus Valsson,
sem var ekki í fimm manna
hópnum, en ráðning hans var
eitt af umdeildum embættis-
verkum Guðmundar Árna Stef-
ánssonar fyrir tæpu ári síðan.
Björn Önundarson hafði ráðið
hann á stofnunina fjórum árum
áður, en eiginkona Björns er
systir tengdamóður Júlíusar.
RÁÐINN VEGNA SKATTSVIKA
„Heilbrigðisráðherra lýsti
því yfir í útvarpsviðtali að
hann hefði ekki vitað um skatt-
lagabrot Júlíusar en Trygginga-
ráði og forstjóra Trygginga-
stofnunar var fullkunnugt um
það svo að þeir hafa kosið að
þegja. Hjá ráðherra eru svo
starfandi háttsettir embættis-
menn sem eiga að aðstoða
hann í starfi en á öllum þessum
monnum
hvílir
rannsóknarskylda
samkvæmt stjórnsýslulögum.
Þeir létu þó ekki kanna hvort
Júlíus hefði verið viðriðinn
skattsvik en reynslan hefði átt
að kenna mönnum það.“
Hrafn Friðriksson kvartaði á
sínum tíma til umboðsmanns
Alþingis og taldi ráðherra hafa
brotið lög um réttindi og skyld-
ur opinberra starfsmanna og
mörg ákvæði stjórnsýslulaga.
„Ég tel að meðferð umsókna
á öllum stjórnsýslustigum hafi
verið það miklum annmörkum
háð að rifta eigi ákvörðun heil-
brigðisráðherra og taka málið
■ Hrafn telur að Karl Steinar
Guðnason og Jón Sæmundur
Sigurjónsson eigi að segja af
sér svo og margir aðrir.
upp aftur. Enda er það margít-
rekað í stjórnsýsiulögum að
slíkt eigi að gera þegar ákvörð-
un er ekki lögum samkvæm."
Hrafn segir ennfremur að
skilja megi ráðninguna þannig
að Tryggingaráð hafi ráðið Júlí-
us, ekki þrátt fyrir skattsvik
hans heldur vegna þeirra. „For-
maður Tryggingaráðs marg-
lýsti því yfir að þeim hafi þótt
Júlíus trúverðugur, þrátt fyrir
að þeir vissu um skattsvikin."
Alls hafa fimm trygginga-
læknar fengið dóma fyrir skatt-
svik. ■
BLAOSIIMS I DAG UM
PTTT SPARIFÉ?
Verðbréfasjóðir Skandia bjóða fjölbreyttar
leiðir til að ávaxta sparifé þitt
\/erðbréfasjóðir Skandia eni góður kostur
jyrir þá sem vilja spara markvisst og
jjárfesta til lengri eða skemmri tíma.
Þegar þú Jjárfestir í verðbréfasjóðum
Skandia geturþú verið viss um að alltaf er
leitast við að ná hœstu ávöxtun
sem mögulegt er, án þess að mikil
áhœtta sé tekin með peningana þína.
Á árinu 1994 nam munávöxtun sjóða Skandia
alltað 11.1%.
Skandia býður upp á 5 sjóði sem hver
um sig er sniðinn að mismunandi
þörfum jjárfesta: Kjarabréf, Tekjubréf,
Markbréf, Skyndibréf og Fjölþjóðabréf.
Ráðgjafar Skandia eru ávallt reiðu-
búnir til að leiðbeina þér við val
á rétta verðbréfasjóðnum jýrir þig.
Tryggðu þér góðar fréttir í blaðinu
á rnorgun og jjárfestu i veróbréfa-
sjóöurn Skandia.
l|p? Skandia
Löggilt veröbréfafyrirtæki • Laugavegi 170 Sími • 561 97 00
Fjárfestingarfélagið Skandia hf er alfarið í eigu Skandia
vm
iwmmi
Þórunn LArusdóttir gerir
ÞAÐ GOTT Á ÍTALÍU
Framkvæmda-
STJÓRINN VIÐ
STÖRF Á ÍTALÍU
Fegurðarsamkeppni
Reykjavíkur, sem halda
átti á Hótel íslandi þann
31. mars, hefur verið
frestað um óákveðinn
tíma vegna tafa. Það
stafar afþví að fram-
kvœmdastjóri keppninn-
ar, Þórunn Lárusdóttir,
dvelur nú í Mílanu á
Ítalíu við fyrirsœtustörf.
Hún kemst ekki til
landsins fyrir fyrirhug-
aðan keppnistíma vegna
anna. Ný dagsetning
mun þó vœntanlega
ákveðin í nœstu viku
enda undirbúningstími
staðið yfír allar götur
síðan í janúar og heljar-
vinna þar að baki. Á
meðan púla stúlkurnar
áfram undir handleiðslu
þjálfara og nýta frestinn
til frekari undirbúnings
og bíða ákvarðana Þór-
unnar. ■
Ingibjörg Sólrún Gísladóttir
Ingibjörg
í Madríd
Ingibjörg Sólrún Gísladótt-
ir fór áleiðis til Madríd-
ar í gœrmorgun. Þar
mun hún sitja ráðstefnu
og sýningu um norrœna
menningu sem kostuð er
afNorrœnu ráðherra-
nefndinni. Kristín Árna-
dóttir, aðstoðarmaður
hennar, er með i för-
inni. ■