Helgarpósturinn - 13.03.1995, Page 7
'MMRSWAW l!J ÐW6UJ R1
FRETTIR
Pétur Pétursson:
Aöeins tímaspursmál
hvernær þetta veröur
vandamál á íslandi.
ið vandamál um árabil og talið er
að um 6 prósent drengja á aldr-
inum 14-17 ára og um 2 prósent
stúlkna hafi neytt stera. Pétur
Pétursson, læknir á Akureyri,
segir það aðeins tímaspursmál
hvernær þetta verður vandamál
á íslandi. Á Norðurlöndunum
hafa rannsóknir sýnt að tengsl
ofbeldisverka og misnotkunar
anabólískra stera eru mikil. Ný-
leg bandarísk rannsókn bendir
til þess að misnotkun anaból-
ískra stera sé hættulegri en mis-
notkun kókaíns og heróíns því
að misnotendur stera séu meiri
ógn við umhverfi sitt og fjöl-
skyldu. Landlæknir segir að hér-
lendis sé vitað til þess að mjög
alvarleg ofbeldisverk hafi verið
framin af þeim sem misnota
stera. ■
9 kílómetrar af strimlum fvrir aluqaa utanríkisráðunevtisins
Blöskrar upphæðin
segir Þórður H. Hilmarsson, forstjóri Globus.
Dýr myndi Hafliði allur,“ sagði
Þórður H. Hilmarsson, forstjóri
Globus, þegar blaðamaður
greindi honum frá kostnaðinum
við að tjalda fyrir glugga utanrík-
isráðuneytisins. Aðspurður um
hvernig honum litist á að nánast
allir þeir skattar, sem hann
greiddi í fyrra, hafi farið í gardínu-
kaup í einu ráðuneyti, sagði Þórð-
ur það vera augljóst hvað sér
hlyti að finnast um það.
„Mér líst bara ekkert á það,“
sagði Þórður, „og þú mátt hafa
það eftir mér í nánast einni línu að
mér blöskri upphæðin. Það eru til
alveg helvíti góðar plastrimla-
gardínur, sem duga nú ágætlega á
flestum heimilum og ég er meðal
annars með hangandi uppi hjá
mér.“
Alls þurfti 9 kílómetra af striml-
um fyrir glugga ráðuneytisins og
fimmþúsund lóð til að halda þeim
niðri. Herlegheitin kostuðu tæpar
tvær og hálfa milljón, eða 42.500
krónur á hvern starfsmann ráðu-
neytisins.
Jóhann Guðmundsson í landbún-
aðarráðuneytinu, sem var með
skrifstofu á Rauðarárstígnum,
sagði gardínunum hafa verið
fremur illa við haldið.
„Það var alltaf öðru hvoru verið
að gera eitthvað við þær,“ sagði
Jóhann, „og það var orðið eitt-
hvað vesen á þeim. En þær dugðu
svosem alveg.“
Þórður, sem borgaði rétt rúm-
lega gardínuverðið í skatta á síð-
asta ári sagði strimlagluggatjöld,
svipuð þeim sem endurnýjuð
voru í ráðuneytinu, hafa hangið
uppi í Globus í 10 eða 15 ár.
„En er ekki utanríkisráðuneytið
bara á einhverju öðru „level" en
önnur ráðuneyti?" spurði Þórður
H. Hilmarsson. ■
„Dýr myndi Hafliði all-
ur“ sagði Þórður H.
Hilmarsson, forstjóri
Globus, þegarhann frétti
að skattarnir hans fóru
að mestu í að borga
gardínur í utanríkisráðu-
neytið.
€Ltaf náð að snúa þá niður
Júlíus Þorbergsson, eigandi sölu-
turnins Draums við Rauðarárstíg:
„Maður er þrælvopnaður hérna
bak við borðið og vei þeim sem
ætlar sér að djöflast hingað inn í
ránshugleiðingum. Ég bið þessa
vitleysinga að voga sér ekki hing-
að inn því ég er harður í horn að
taka. Ég hef lent í þeim nokkrum
gegnum tíðina en alltaf náð að
snúa þá niður með mínum fanta-
brögðum, maður einfaldlega bít-
ur og gerir allar kúnstir til að
hrista þessa djöfla af sér. Hér er
skothelt gler í gluggum og hurð-
um, rimlar fyrir öllu gleri og sér-
stakar þjófalæsingar sem verja
verslunina að nóttu til. Meira
dettur mér ekki til hugar að láta
uppi um varnarkerfið að svo
stöddu. Þjófarnir geta
fundið það út sjálfir ef
þeir þora í mig.“
f JFÉMM AFBROT
A ÞREMUR VIKUM
María Guðnadóttir, eig-
andi Kokksins með kabyss-
una, Smiðjuvegi 6: „Hér
voru framin 5 innbrot á
þremur vikum í febrúar á
síðasta ári og í framhaldi af því
fengum við okkur geysilega öfl-
ugt þjófarvarnarkerfi með flóð-
lýsingu og tengdu aðvörunar-
kerfi. Ef einhverjum dytti í hug
að fara hér inn að næturlagi færi
allt af stað og þetta er eiginlega
spurning um sekúndur. Lögregl-
an er á sífelldu vappi hér í hverf-
inu og það eru ekki margar und-
ankomuleiðir færar fyrir þá inn-
brotsþjófa sem voga sér inn til
okkar. Við höfum hins vegar ekki
lent í neinum árásum ennþá, en
erum vel vopnum búin ef til þess
kemur.“
•eð eiturlyfja-
GRENIVIÐ HLIÐINA
Hrafn Pálsson, eigandi sölu-
! Maria Guðnadottir: Logreglan er a si-
felldu vappi hér í hverfinu og þaö eru ekki
margar undankomuleiðir færar fyrir þá
innbrotsþjófa sem voga sér inn til okkar.
I Hrafn Pálsson: Við búum yfir
öflugu þjófarvarnarkerfi sem er
tengt við stjórnstöð og mér
finnst það hreinlega nóg.
turnsins Engihjalla 8, Kópavogi:
„Hér hafa ekki verið framin nein
rán og ég vil meina að það sé
vegna staðsetningar okkar hér,
því við erum í fremur opnu
hverfi og alltaf fólk á sífelldu
vappi kringum okkur. Auðvitað
hefur maður hugsað um öll þau
rán sem hafa verið framin að
undanförnu en ekki svo að mað-
ur leggi virkilega höfuðið í bleyti
og fari að geyma reykbombur
undir borðinu. Við búum yfir öfl-
ugu þjófarvarnarkerfi sem er
tengt við stjórnstöð og mér
finnst það hreinlega nóg. Ég tel
þetta vera spurningu um að fara
rétt að þeim krökkum sem hing-
að koma, þannig tel ég vera hægt
að halda uppi stjórn á ástand-
inu.“ ■
I Júlíus Þorbergs-
son: Maður ein-
faldlega bítur og
gerir allar kúnstir
til að hrista þessa
djöfla af sér.
“I Erla Sigurðar-
dóttir: Við erum
öllu vön núorðið og
það er fátt sem
kemur manni á
óvart lengur.
Davíð Oddsson og Ossur Skarphéðinsson ættu nú að vera
þjóðfélagslega hagkvæmari en áður eftir að sá fyrrnefndi
losnaði við rúm tíu kíló en sá síðarnefndi átta. Össur var
reyndar fyrir Norðurlandaráðsþingið búinn að losna við ein
ellefu kíló.
nm/íð nq físsiir í mpgrnn
Megrun stelnir
stjórninni í Itæl
„Ég tel að búið sé að úti-
loka frekara samstarf Al-
þýðuflokks og Sjálfstæðis-
flokksins," sagði Össur
Skarphéðinsson þegar hann
var inntur eftir því hvernig
gengi að halda í við forsæt-
isráðherrann í megrunar-
kúrnum. „Ósvífni Davíðs í
þessum kappleik er gríðar-
leg, reyndar svo mjög að
þegar ég var staddur úti í
Vestmannaeyjum um dag-
inn ásamt Tim Wirth, að-
stoðarutanríkisráðherra
Bandaríkjanna, og var sest-
ur til borðs með honum,
Gauja bæjó (bæjarstjóra),
sem er formaður Hrekkja-
lómafélagsins, og fleirum
var borinn fram gríðarlega
fínn reyktur lundi. Þegar
komið var að mér stökk
skyndilega fram kona með
þrjár skreyttar gulrætur og
setti fyrir framan mig með
kveðju frá Davíð Oddssyni.
Það tók mig hálfan daginn
að útskýra fyrir aðstoðar-
utantríkisráðherranum að
Davíð sæi ofsjónum yfir því
hversu miklu betur mér
hefði gengið í megrunar-
kúrnurn."
Þegar best lét var Össur
búinn að ná af sér ellefu
kílóum frá því í haust og
þegar síðast fréttist var
Davíð kominn í tíu kíló.
Össur viðurkennir hins
vegar að hann hafi látið
undan freistingum á nýaf-
stöðnu Norðurlandaráðs-
þingi og þyngst aftur um
þrjú kíló. „Hitt er annað að
þessi megrunarkeppni okk-
ar Davíðs stefnir orðið rík-
isstjórnarsamstarfinu í
hættu, eins og það var gott
á milli okkar Davíðs. Hann
er stöðugt þessa dagana að
monta sig á ríkisstjórnar-
fundum og stoppar gjarnan
við stólinn minn á leið inn á
fund og spyr mig hvað ég
hafi borðað í nótt. En þess
má geta að Davíð gat ekk-
ert borðað í tvær vikur
vegna þess að hann fékk
tannrótarbólgu. Þá gekk
eðlilega vel hjá honum. Nú
er hins vegar búið að kom-
ast fyrir þessa meinsemd
hjá honum og ég hef haft
spurnir af því að á nýaf-
staðinni ráðstefnu í Kaup-
mannahöfn hafi hann hang-
ið öllum stundum á ísbör-
unum á Strikinu.“
Af keppni Össurar og
Davíðs slepptri var aðal-
meinsemd Össurar áður en
hann réðst til atlögu gegn
aukakílóunum ísskápurinn
heima hjá honum eftir mið-
nætti. „Svefnvenjur mínar
eru þannig að ég fer aldrei
að sofa fyrr en klukkan tvö
á nóttunni. Það sem var
hættulegast eftir miðnætti,
þegar konan mín var farin
að sofa, var ómótstæðilegt
segulmagn ísskápsins sem
ég lenti oft í á þessum tíma
án þess að hafa ætlað mér
það.“
Heldur þú með öðrum orðum
uppi hefðbundnum matarvenj-
um, nema hvað þú sleppir mið-
nœtursnarlinu?
„Já, svona nokkurn veg-
inn. Ég borðaði reyndar allt
að þrjár máltíðir á dag, en
nú er ég farinn að skera út
hádegið og borða þess í
stað ávexti. Á meðan það
tekst ganga hlutirnir vel,“
segir Össur sem er hvergi
nærri hættur í megrun þótt
hann gruni Davíð um að
vera sprunginn á limm-
inu. ■