Helgarpósturinn - 13.03.1995, Síða 8

Helgarpósturinn - 13.03.1995, Síða 8
FRETTIR ÓUPPLÝST ÍSLENSK SAKAMÁ'Q UMSJON: ÆVAR ORI\l JOSEPSSON X) Sió itian; I landlitii *« reyni aAheftafi ír»asui úróiíÍHuitatóarliMikaB.itKkjáUi Irifsaði á fjórða hundrað Ekkert túsund úr skuffu gjaidker bankan fejtrion náói að ««ta stg la»wan þe«ar starfsfðik tey»di*ó to Cm hi £££% „Herðablaöamaðurinn" í Iðnaðarbankanum Vðr bara asnalegt - segir annar gjaldkeranna sem rændur var.v „Þetta var bara asna- legt, það verður að segjast eins og er,“ sagði annar gjaldker,anna sem stolið var frá í Iðnaðarbankan- um í Breiðholti þann 10. febrúar 1984. „Það var bú- ið að loka bankanum og það var bankað á hliðar- hurð, sem venjulega var notuð af sendli sem kom til að taka skjöl og annað eftir daginn. Nú, þessi hurð var bara opnuð fyrir manninum og honum hleypt inn. Hann var með svona lambhúshettu og gekk bara rakleitt að gjald- kerastúkunum tveimur og tók slatta úr hvorri fyrir sig án þess að nokkur gerði neitt, hvorki við sem sátum í stúkunum og horfðum á hann taka pen- ingana né nokkur annar.“ Alls hafði þjófurinn á brott með sér 364.000 krónur sem er jafnvirði 1,2 milljóna í dag. „Hann tók bara þá peninga sem hann vildi, þetta var al- gjört rugl,“ segir gjaldker- inn og kann enga skýringu á þessu aðgerðarleysi sínu og annarra við- staddra. Að hennar sögn vakti það engar grun- semdir að maðurinn var íklæddur skíðahúfu sem aðeins hafði op fyrir augu og nef, þar sem kalt var úti og því ekki óeðlilegt að menn væru vel búnir. „Fyrrum samstarfskona okkar var þarna 1 heim- sókn og var að bíða eftir manni sínum. Einhvern veginn hélt ég að þetta hlyti að vera hann að ná í hana en það var auðvitað ekki raunin.“ Sami maður og opnaði fyrir þjófnum reyndi hins vegar að koma í veg fyrir að hann kæmist út aftur þegar menn loks áttuðu sig á því hvað var að gerast. Sá maður var að bíða eftir eiginkonu sinni, sem starf- aði í bankanum. „Þar sem við gerðum ekki neitt þá hélt hann auðvitað að þetta væri bara grín og gerði þess vegna ekkert fyrr en það var orðið allt of seint. Þá var þjófurinn búinn að opna dyrnar aft- ur og náði að skjótast út um þær,“ segir gjaldker- inn fyrrverandi. A flóttan- um sló þjófurinn til mannsins sem reyndi að stöðva hann og hvarf út í vetrarmyrkrið. Síðan hef- ur ekkert til hans spurst. 0ITORÐSMABUR IBANKANUM „Þetta flokkast nú eigin- lega ekki undir rán, þetta er gripdeild, þetta hel- víti,“ segir Helgi Daníels- son hjá rannsóknarlög- reglunni. „Hann réðist ekki á neinn, heldur tók bara peningana og labb- aði út.“ Arnþrúður Karlsdóttir, fyrrverandi rannsóknar- lögreglumaður, segir þó allt benda til þess að þjóf- urinn hafi þekkt vel til í bankanum og því hljóti grunurinn eðlilega að hafa beinst að starfsfólki og kunningjum þess fyrst og fremst. Rannsóknarlögreglan gaf eftirfarandi lýsingu á ræningjanum: Aldur 18 til 20 ár. Allur mjósleginn, hokinn í herðum, herðablöð standa út. Göngulag sér- stakt, fjaðrandi. Fætur langir miðað við búk og mjóir. Maðurinn er tal- inn skolhærður og stutt- klipptur, hár áberandi stutt í hnakka, nær ekki yfir eyru. Mjóieitur með hvasst nef. Hæð 180 til 185 sentimetrar, gæti virkað hærri en er í raun, vegna þess hve grannur hann er. Klæðn- aður; blá peysa úr bóm- ullarefni með hettu. Lík- lega háskólabolur eða jogging-peysa. Galla- buxur bláar að lit, snjáð- ar, sérlega þröngar um leggi. Var klæddur biá- um strigaskóm með þunnum hvítum botni og tveimur hvítum röndum á hliðum. Var klæddur svörtum vettlingum, gætu verið tvílitir, svo- nefndar grifflur, sem opnar eru fremst á fingr- um. r „Það er alveg borðleggj- andi að þetta hefur verið einhver sem þekkti mjög vel til og vissi nákvæm- lega hvernig starfsfólk hreyfði sig á milli stóla hvað þá annað. Það er alls ekki ósennilegt að einhver starfsmaður hafi verið í vitorði með honum,“ segir Arnþrúður. „Þetta á ekki að geta gerst og ég held að það hafi orðið að taka starfsfólkið svolítið vel á beinið í þessu.“ Að sögn gjaldkerans var þó ekki mikið þjarmað að fólki í yf- irheyrslunum. ■ Hvert ætlar fnlk ísumar? Til Benidorm „Snjóþyngslin í vetur hafa mik- ið að segja varðandi val fólks á áfangastöðum og mér virðist sem flestir sæki í sumar og sól,“ segir Kristín Sigurðardóttir, mark- aðsfulltrúi Samvinnuferða Land- sýnar. Það hefur legið frekar þéttur straumur af fólki inn til okkar frá landsbyggðinni sem leitar einna helst eftir sólar- ströndum í sumarfríinu og mér finnst það nokkuð eðlilegt eftir þessar frostköldu vetrarhörkur. Vinsælustu sólarlandastaðir unga fólksins í ár eru án efa stað- irnir Benidorm og Mallorca. Fjöl- skylduparadís ársins ‘95 verður að teljast Rimini.“ ■ ÍÉOÉá Jij Svarti leigubíllinn sem er merkt- ur Hreyfli er í raun af frægu banda- rísku leigubílakyni sem er Chevro- let Impala árgerð 59. Árið 1959, sem mörg önnur ár, voru Chervol- et Impalabílar, gulu bílarnir sem kallaðir eru Yellow Cab. Hingað til landsins voru reyndar fluttir nokk- rir heiðgulir bílar af þessu kyni til að keyra fólk um göturnar árið 1959. En stjörnuleikarinn með Hreyfilsmerkinu var nú reyndar í einkaeigu áður'en hann var keypt- ur til landsins af Fornbílaklúbbn- um sem hafði hann sem happ- drættisvinning, og hreppti Ársæll Árnason gripinn og hefur hann leikið í bíómyndum og auglýsing- um, áramótaskaupi og nú síðast keyrandi auglýsing fyrir Hreyfil. ■ Enskur höfundur og írskur útsetjari að íslenska júróvisjónlaginu Magnús Kjartansson „Is- lendingar allt í einu ekki nógu góöir.“ Svarlur íslenskri tónlistarsögu Segir Magnús Kjartansson hljómlistarmaður. íslenskir lagahöfundar eru sjóðbullandi óánægðir með að júróvi- sjónlag íslands í ár er samið af Englendingi og útsett af íra. Björg- vin Halldórsson, sem hefur haft veg og vanda að undirbúningi vali lagsins, er meðhöfundur að því og mun flytja það í keppninni í Dublin, segir eðlilega að vali lagsins staðið. Magnús Kjartans- son hljómlistarmaður segir að málið sé einn skrípaleikur frá upp- hafi til enda. „Eins og ég hef sagt við Björg- vin, finnst mér mjög sorglegt að íslenskir höfundar skuli allt í einu ekki vera nógu góðir fyrir hann. Þetta er svartur dagur í ís- lenskri tónlistarsögu,“ segir Magnús Kjartansson hljómlistar- maður um val lagsins. Undir þessi orð tekur kollegi hans Geirmundur Valtýsson og leggur áherslu á þá skoðun sína að Islendingar eigi sjálfir að sjá um gerð þess lags sem þeir senda í júróvisjónkeppnina. Samkvæmt heimildum PÓSTSINS voru 15 þjóðþekktir lagahöfund- ar beðnir um að leggja fram lög í ^formlegt forval að júróvisjón- lagi. Auk Magnúsar og Geir- mundar voru þeirra á meðal: Gunnar Þórðarson, Eyjólfur Krist- jánsson, Friðrik Karlsson og Þórir Baldursson. Niðurstaða þessa forvals varð að Björgvin valdi lag eftir samverkamann sinn til margra ára, Englendinginn Ed Wells og sjálfan sig. „Það var mikið af fínum lög- um send inn. Þau voru lögð fyr- ir hina ýmsu hópa til hlustunar, sem staðfestu mína skoðun að það væri rétt að stefna í þá átt sem að demóið að okkar lagi gaf til kynna,“ segir Björgvin. Aðspurður um það hvernig Bretinn kom að málinu svarar I Magnús Kjartansson segir Björgvin hafa leitaö að höfundi sem leyfði honum að skrá sig sem meðhöfund. Björgvin: „Hann hefur unnið með mér lengi og var einn af þeim sem komu með hugmyndir í þessu sambandi. Hann hefur til dæmis unnið með mér að þremur eða fjórum plötum, með Kristjáni Jó- hannssyni, einni plötu sem ég gerði sjálfur og Lifunarplötunni með Sinfóníuhljómsveitinni.“ En Wells er ekki eini útlending- urinn sem kemur nálægt gerð lagsins því írinn Frank McManara mun útsetja það. Aðspurður hvort hann hafi ekki orðið var við óánægju með- al íslensku lagahöfundanna yfir því að útlendingar eru með putt- ana í þessu segir Björgvin: „Það er íslenskur textahöfund- ur, þannig að af þremur höfund- um lagsins eru tveir íslendingar. Það eru fordæmi fyrir þessu, Jon Kjell fór einu sinni fyrir íslands hönd á júróvisjón og hann er Norðmaður." Og bendir Björgvin jafnframt á að írinn hafi útsett lag íslands í fyrra án þess að það hafi valdið fjaðrafoki. Magnús Kjartansson fer þó ekki ofan af þeirri skoðun sinni að mjög einkennilega hafi verið staðið að málinu. „Ég sagði fyrir mörgum mán- uðum við nokkra kollega mína að Björgvin myndi taka lag eftir einhvem sem er tilbúinn að láta hann hafa „co-writer“-rétt- indi, eða að hann myndi láta okkur alla senda inn lög og taka það sem honum litist best á og endursemja það sjálfur. Það gekk eftir. Þetta hefur ver- ið einn skrípaleikur frá upphafí til enda.“ ■

x

Helgarpósturinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/286

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.