Helgarpósturinn - 13.03.1995, Blaðsíða 10

Helgarpósturinn - 13.03.1995, Blaðsíða 10
UTLOND $ í| ' 1! * fcf || , r » %-ir Jý', O.J. Terminator O.J. VONDUR SEM MORÐINGI Mike Medavoy hjá Orion Pictures vildi bjóða O.J Simpson hlutverk Ijóta kallsins í myndinni The Terminator en Arnold Schwarsenegger fór með aðalhlutverkið í mynd- inni og mótmœlti víst þeirri hugmynd að O.J Simpson yrði boðið hlut- verkið. Mótmœli hans höfðu víst úrslitaáhrif en einnig var leikstjór- inn James Cameron and- snúinn hugmyndinni. Það þótti einfaldlega ekki trúverðugt að jafn góður strákur og O.J Simpson léki samvisku- lausan morðingja á hvíta tjaldinu. ■ Á BARNUM MEÐ MADONNU Madonnubar Madonna er búin að kaupa sér hommabar í New York en hún hefur verið átrúnaðargoð margra homma um langt skeið og engin drag- drottning sem eittkvað kveður að hefur látið undir höfuð leggjast að herma eftir henni. Bar- inn sem heitir The Sound Factory eða Hljóðsmiðj- an kostaði litlar 93 millj- ónir. Barinn hefur lengi verið undir eftirliti sið- gœðislögreglunnar og ný- lega dró borgarstjórinn, Rudolph Giuliani, opnun- arleyfí klúbbsins til baka en það varð einmitt til þess að söngkonuna fór að klœja í kauplófann en hún erþekkt fyrirannað en umburðarlyndi við borgaralegt siðferði. ■ Murdock med RUGBY-LIÐ Fjölmiðlakóngurinn Ro- bert Murdoch hefur ákveðið að hleypa af stokkunum eigin rugby- deild í Ástralíu. Ætlar hann að fara í sam- keppni við hina opin- beru deild og hefur þeg- ar fengið níu lið með sér t baráttuna. Þetta kemur meðal annars til afþví að deildin til þessa hefur verið styrkt aföðrum milljarðamœringi, Kerry Packer, sem Murdoch hefur lengi glímt við. Packer hefur átt sjón- varpsréttinn frá deild- inni en Murdoch hefur barist fyrirþví að koma henni inn í alheimssjón- varp sitt. En niðurstað- an var sem sagt sú að hann varð bara að búa til sína eigin deild, sem hann munaði ekki mikið um. ■ Stjörnur „lcelandic popstar" Björk Guðmundsdóttir í hringiðu hausttískusýn- inganna í London um helgina. Brosandi og í glaðlegum litum fylgist Björk með þeirri línu sem hönnuðurinn Hus- sein Chalayan lagði í London í gærdag. Með- al þeirra hönnuða sem Björk hefur hins vegar tekið mest mark á er Jean-Paul Gaultier. Er Björk ef til vill að hugsa um að breyta um stíl? iipaði meiðyrða- máli eg drap flmm Austurríkismenn hafa verið blessunarlega lausir við fjölda- morðingja þar til hinn 64 ára gamli Rudolf Kehrer í borginni Linz tók sig 4il og drap fimm manns á föstudaginn. Eftir það skaut hann sig sjálfan. Kehrer hafði þá verið dæmdur í meið- yrðamáli vegna nágrannaerja. Þegar dómsorðið var lesið upp tók hann allt í einu upp byssu, skaut dómarann, lögmann sinn og þrjá aðra sem viðstaddir voru réttarhöldin. Þrátt fyrir að lög- reglan hefði strax umkringt dómshúsið slapp hann í burtu en fannst fljótlega í bústað sín- um. Austurríkismaðurinn Rudolf Kehrer flutti fjöldamorð til Austurríkis. Veniulequr vinnudaqur á ritstjórn kvnlífsblaðsins LEK wa En Karl og Renata eru í vinnunni og þrátt fyrir að þau liggi þarna allsnakin og geri það sem venju- lega fer fram fyrir luktum dyrum eru þau ekki einsömul. Þetta er venjulegur vinnudagur á rit- stjórn kynlífsblaðsins LEK og förðunardama, sem reyndar er líka nektarfyrirsæta, skokkar í kringum þau með púður og farða, ljósmyndarinn, Fróði, gef- ur fyrirskipanir og norskur blaðamaður frá VG spyr þau „spjörunum úr.“ IÍVERNIG DATJ ÞEIM ÞETTAIHUG? Karl og Renata unnu ljós- myndasamkeppni blaðsins þar sem fjöldinn allur af ungum kær- ustupörum sendi inn nektar- myndir af sér. Þau segja hlæj- andi frá því þegar hópur skokk- ara hljóp fram á þau við mynda- tökuna. Renötu brá hrottalega og hún stökk nakin til skógar en Karl stóð eftir íklæddur engu með allt flaggandi fyrir framan sjálfvirka myndavélina. ■ Hin 19 ára gamla Renata, og kærastinn hennar Karl sem er árs gamall, veltast um á rúminu í ástarleik. Hann er með flensu og hún snýr höfðinu að bringu hans. Hann strýkur henni blíðlega um hárið. „Ekki kyssa mig á munninn," hvíslar hún. „Þá smitast ég líka.“ Þetta gæti verið ósköp venju- ■legur morgunn hjá ungu pari í |Oslóborg og lesandinn gæti ímyndað sér að þau þyrftu innan skamms að skella sér í fötin og í strætó til að komast í vinnuna. irnar alls ófelmið. „Geturðu kysst hana aftur svona,“ segir ljósmyndarinn og stílistinn biður Lindu um að sleikja naflann á Karli. „Örlítið meiri sveig á hrygginn, hökuna upp. Svona já.“ EKKI BANNAÐ AÐ SÝNA ÞAÐ SEM ER FALLEGT En hvað finnst parinu spenn- andi við þessa vinnu? „Það er ofbeldi út um allt en það sem er fallegt milli tveggja einstaklinga er eitthvað sem er bannað að sýna,“ segir Karl og segist ekki sammála slíku. „Okk- ur finnst þetta spennandi og það er gaman að eiga fallegar myndir af okkur saman,“ segir Renata. „Þau myndast vel,“ segir rit- stjórinn Linda Johansen sem sjálf hikar ekki við að fækka fötum fyrir myndatökur. Lesendur blaðsins senda sjálfir inn hug- myndir að efninu og oft er beðið um myndir af þroskuðum konum BÆJARSOPURINN - og allt er á hreinu - ARVIKHF ÁRMÚLI 1 • REYKJAVlK • SÍMI 687222 • TELEFAX 687295 ■ Pía, sem vinnur sem ritari á blað- inu á í engum vandræðum með að fækka fötum fyrir blaðið þegar vantar fyrirsætur, hér er hún full- klædd við ritarastörf en margir aðrir, til dæmis Linda förðunar- dama, starfa einnig sem nektar- fyrirsæfur. en Linda segir að það sé erfiðara að fá þær til að sitja fyrir á slík- um myndum. Hún segir að rit- stjórnin ræði vel við umsækjend- ur um fyrirsætustörf og ef það eru ungir krakkar ráðleggja þau þeim að fá samþykki fjöískyld- unnar. „Við tökum aldrei við fyrirsæt- um þar sem við skynjum að það er hrein og klár peningaþörf sem rekur þær til verksins." Tímarit- in eru tvö með ellefu manná rit- stjórnum, það er annars vegar Coctail sem er meira fyrir karl- menn með stórum myndum og hins vegar LEK sem er meira fyr- ir konur en þar spilar textinn stærri rullu. Samkvæmt norsk- um lögum er bannað að sýna kynfæri karlmanns í fullri reisn og því skrifa oft inn óánægðar konur sem finnst sér mismunað. Karlmenn hafa einnig sýnt van- þóknun sína á lögunum í verki með því að senda myndir af blý- standandi kynfærum sínum og óska eftir birtingu þeirra með auglýsingum frá þeim sjálfum í einkamáladálkum blaðanna. io VINNA VIÐ KYNLÍF „Mikill hluti spennunnar kring- um kynlíf hverfur þegar þú vinn- ur við svona blað,“ segir einn karlkyns blaðamaðurinn en starfið hefur gefið honum tals- vert aðra sýn á það að lifa út kynlífsóra sína. „Ég man eftir eldri hjónum þar sem eiginkonan hafði átt sér draum um að vera með mörgum mönnum í einu. Hjónin fram- kvæmdu hugmyndina og fengu til þess tíu karlmenn sem höfðu mök við konuna meðan karlinn deildi út smokkum. Þau fengu ör- ugglega kikk út úr þessu en vandinn fólst engu að síður í að lifa með þessu eftir á. Ég hef tal- að við allt of margar manneskjur sem eru í vandræðum með ein- mitt það.“ ■ Byggt á VG I

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/286

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.