Helgarpósturinn - 13.03.1995, Page 17

Helgarpósturinn - 13.03.1995, Page 17
wragigBpijgfgfHB IÞROTTIR •4 Gunnar H. Gunnarsson. Ákveðin uppgjöf að stofna öldungadeild. Elsti leikmaður íslandsmótsins Stofnar deild með jafnöldrum sínum Gunnar H. Gunnarsson knatt- spyrnumaður, sem elstur allra hefur spilað á íslandsmótinu í knattspyrnu, hefur loksins stofn- að öldungadeild. Það er hjá fé- laginu Létti sem hann átti þátt í að stofna fyrir rúmum 18 árum. Hann er núverandi formaður fé- lagsins. „Jú, ég lét loksins verða af þessu en það má auðvitað segja að þetta sé ákveðin uppgjöf," sagði Gunnar. Hann spilaði einn leik í 4. deildinni í fyrra gegn Njarðvík og þótti harður, enda leikmaður fyrr á öldinni með stórliðum KR og Fram. Hann sagðist hafa orðið fyrir „nýmóð- ins bellibrögðum" í leiknum og uppgötvað kvöldið eftir leikinn að tvö rif í honum sprungu. ■ Enn verða KR-ingar fyrir áfalli Brynjar úr leik KR-ingar urðu fyrir miklu áfalli í leiknum við Njarðvík þegar Brynjar Harðarson þurfti að fara meiddur af velli í síðari hálfleik eftir að hafa fengið fingur í annað augað. Það var Njarðvíkingurinn Kristinn Einarsson sem var svo óheppinn að vera valdur að þessu þegar hann sótti að Brynj- ari undir körfu KR, eftir að Brynj- ar hafði tekið varnarfrákast. Brynjar er annar leikmaðurinn sem KR missir á skömmum tíma en Falur Harðarson, stigahæsti leikmaður liðsins í vetur er úr leik. Fyrst eftir að Brynjar meiddist voru menn mjög áhyggjufullir því augað leit ekki vel út og hann sá ekkert með því. Læknisskoð- un leiddi þó í ljós að Brynjar var ekki eins illa slasaður og var álit- ið í fyrstu og mun hann ná sér að fullu. Hann er hins vegar úr leik næstu daga og getur því ekki leikið með KR í kvöld gegn Njarð- ' vík í hinum mikilvæga oddaleik liðanna í kvöld. ■ T+ Loksins hafa Norðmenn eignast frjálsíþróttastjörnu Bjartasta von hvíta mannsins í spreilaupum Norðmenn eru í skýjunum yfir árangri spretthlauparans Geirs Moens sem sigraði í 200 metra hlaupi á Heimsmeistaramótinu innanhús sem haldið var í Barce- lóna um helgina. Norska þjóðin ræður sér ekki yfir gleði en ár- angur Moens er tekið sem enn eitt dæmið um árangur af íþróttastarfi í Noregi. Moen, sem státar sig af Evrópumeistaratitli, sigraði Englendinginn John Reg- is sem var í öðru sæti. Það skyggði á keppnina að aðeins 4 gátu keppt í úrslitahlaupinu og auk þess var Linford Christie ekki með í keppninni. Norðmenn hugsa ekki um það þar sem Mo- en er fyrsti Norðmaðurinn til að vinna verðlaun á heimsmeistara- móti síðan 1989. Moen er af mörgum talinn vera líklegur til að vera fyrsti hvíti maðurinn sem kemst undir 10 sekúndur í 100 metra hlaupi. Hann býr ennþá í Noregi, nánar- tiltekið Osló en er á góðri leið með að verða tekju- hæsti norski íþróttamað- urinn. Geir Moen er nú þjóðar- dýrlingur í Noregi. 'T’*3" Pétur Guðmundsson Pétur hættur Pétur Guðmundsson kúlu- varpari varð að hœtta keppni á heimsmeistara- mótinu innanhúss um helgina eftir að hann hafði tognað á fingri. Jón Arnar Magnússon komst ekki í úrslit en hann gerði ógilt í sínum bestu stökkum. ■ Fernandez kætir áhorfendur Tenniskonur SEM KYNTÁKN Þœr eru ekki margar tenniskonurnar sem ein- beita sér að tvíliða- keppni en það má segja um hana Gigi Fernandez sem ásamt félaga sínum Natöshu Zvereva hafa vakið mikla athygli ekki -» síst fyrir glœsilegt útlit. Þœr þykja sériega fjör- ugar á velli og eftirsótt- ar á mót fyrir vikið. ■ Yolanda Chen fagnar sigri Heimsmet hjá Yolöndu Chen Framfarirnar í þrístökki kvenna eru gífurlegar en Yolanda Chen frá Rúss- landi varð fyrst kvenna að komastyfir 15 metr- ana þegar hún setti nýtt heimsmet, 15.03 metra. Chen er á 32. aldursári og hefur hingað til aðal- lega lagt stund á lang- stökk. ■

x

Helgarpósturinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/286

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.