Helgarpósturinn - 16.03.1995, Qupperneq 4

Helgarpósturinn - 16.03.1995, Qupperneq 4
4 MORGUNPÓSTURINN FRÉTTIR FIMMTUDAGUR 16. MARS 1995 vikunnar Eiríkur EmÆm) í kennara- 1 eðli sínu er kennaraverkfallið einkar ógeðfellt og er þar af mörgu að taka. Ógeðfelldasta frétt vik- unnar er hins vegar að finna á for- síðu Tímans á þriðjudaginn. Þar gerist Eiríkur Jónsson, formaður Kí, sjálfskipaður fulltrúi kvenna og heldur því fram að viðsemjendur leyfi sér meira gagnvart kvenna- stéttum en karlastéttum. Verkfallið hjá honum (henni?) og kollegum sé aðeins enn einn anginn af stétta- baráttu og launamun kynjanna. Ei- ríkur persónugerir þannig ríkið sem karlkyns og fjandsamlegt en sjálfan sig og aðra kennara sem konur sem ekki njóti sannmælis í stéttarbaráttu sinni. Það verður að teljast ógeðfellt að heimta meira en aðrir af því að maður sé kona — og heita Eiríkur. Eiríkur segir ástæðu þess að samninganefnd ríkisins vilji ekki gangast við öllum kröfúm þeirra sé af því að um konur og kvennastétt er að ræða. Einnig bendir hann á að kvennastéttir meinatækna og sjúkraliða hafi einnig þurft að fara í verkfall til að ná sínu fram, af því að þar voru konur sem ekki náðu eyrum hins karlkynjaða ríkisvalds. Það er einmitt athyglisvert því þetta eru þær stéttir sem heimtuðu meira en aðrir fengu í þessum kjarasamningum, og fengu meira en aðrir. Konur fengu meira en karlar. Og kennarar sem einnig eru konur, samkvæmt Eiríki, heimta einnig meira en aðrir. Hið vonda karlkyns ríkisvald hefur hins vegar aðeins boðið kerl- ingunum í kennarastétt 730 millj- ónum króna meira en aðrir fengu í nýgerðum kjarasamningum. Það sem Eiríki finnst verst er að kerl- ingarnar eiga að vinna örlítið meira en þær hafa gert fram að þessu. Kennarar eru jú vanir því að vera í fríi hálft árið. Gagntilboð kennara á að ganga út á að fá pen- ingana án þess að bæta við kennsluskyldu. Nýjasta nýtt hjá kennurum er að leggja gagntilboð- ið ekki fram þar sem þær telja sig „sjá teikn á lofti“ um að Jón Bald- vin Hannibalsson og Davíð Oddsson séu að fara að leysa verk- fallið á eigin spýtur í einhvers kon- ar uppboðsleik um kröfur kvenn- anna í kennarastétt.B hún þurft að henda karlmanni frá sér, en að öðru leyti gengi þetta vel. „En þetta er ekki draumastarfið og maður fær heldur ekki góðan pening fyrir að vinna þama. Það er bara rétt svo að maður geti lifað af þessu. Það sem bætir þetta þó upp er að stundum fáum við tips sem karl- arnir stinga í nærbuxurnar okkar.“ Aðspurð sagði hún íslensku stúlk- unar ekki fara úr öllu, bara þá dönsku sem fýrir mánuði bættist í hópinn. Sú væri öllu reyndari en þær og hafi því kennt þeim talsvert. „Við íslensku stelpurnar viljum ekki fá slæmt orð á okkur, því reyn- um við að sleppa því að fara úr öllu.“ Hún staðfesti það sem fram kom í blaðinu á mánudag að sýningar væm stanslausar allt kvöldið með um það bil korters millibili og að að- eins ein stúlka sýndi í einu. Úr því þú segir að þetta sé ekki draumastarfið, hvað kom til að þú fórst að starfa sem nektardansmœr á Café Bóhem? „Mér datt þetta bara í hug þegar ég sá þetta auglýst enda hafði ég enga aðra vinnu. Ég tek það fram að ég hef aldrei unnið við svona áður. Ástæðan fýrir því að ég missti vinn- una mína sem ég var áður í var sú að ég datt og brotnaði og þurfti því að vera lengi í gifsi og var þá tilkynnt að ég gæti ekki haldið vinnunni. En um leið og ég fæ aðra vinnu hætti ég hér.“ Nú er sagt að Pan-hópurinn hafi bara verið saklaus miðað við þetta? „Ég get ekki dæmt um það, en jú, ég hef heyrt það.“ Hverjir sœkja þennan stað? „Það em aðallega, að ég tel, ein- hleypir karlar. En þama líta þó við slatti af konum. Annar er ofsalega misjafnt hversu margir em að horfa hverju sinni. Oftast er samt fúllt.“ GK Islensku stúlkurnar neituðu að láta mynda sig. Hér sést hins vegar sú danska sem hefur verið að kenna þeim ís- lensku klækina. Myndin var tekin á Café Bóhem. Á þeim sést glögglega að gestirnir fá að koma við þær. Atján ára stúlka, sem undanfarna tvo mánuði hefur dansað nektardans á Café Bóhem, segir það ekki rétt að karlmennirnir fái að káfa á þeim að vild: „Þeir fá aðeins að komavið brióstin á okkur“ „Mamma mín og pabbi em brjál- uð út í mig eftir fréttina sem birtist í PÓSTINUM. Þau vissu að ég væri að vinna þarna en ekki hvað ég væri að gera,“ segir ein fjögurra fatafella sem undanfarna tvo mánuði hafa verið að sýna nektardans á Café Bóhem. Þar af eru þrjár íslenskar á aldrinum 16 til 18 ára og ein dönsk. Samkvæmt lýsingu heimildarmanns PÓSTSINS sem sótti eina sýninguna virtist þarna fremur um að ræða þjónustu á borð við þá sem veitt er í vændis- húsum en hefðbundna nektarsýn- ingu, því stúlkurnar virtust ekki hafa stjórn á neinu. „Þær gengu bara þægar á milli manna þegar þær voru orðnar nakt- ar og leyfðu þeim að þukla sig að vild, bæði um brjóstin og á milli fót- anna,“ sagði heimildarmaðurinn. Stúlkan sem er 18 ára og vill ekki láta nafhs síns getið af tilliti við foreldra sína, segir hins vegar lýsinguna ekki alveg rétta. „Það er ekki rétt að við leyfum þeim að þukla okkur að vild. Við látum þá ekkert káfa á okkur. Þeir fá aðeins að koma við brjóstin á okkur, en það telst varla káf. Ef þeir gerast of ágengir er okkur ráðlagt að slá á hendurnar á þeim. Auk þess að sýna eigum við í mesta lagi að setjast til borðs með þeim og athuga hvort þeir bjóði okkur í glas og svoleiðis." Stúlkan segir hins vegar ekki nema fáeina karlmenn drukkna og ágenga, og aðeins einu sinni hefði Rannsóknarlögreglan hafði nýlega uppi á þýfi úr innbroti í Reykjavík, sem notað hafði verið til að fjármagna fíkniefnakaup í Hollandi Stolið í Síðjimúla— fannst 1 Amsterdam Þýfi, sem stolið var úr ljósmynda- stofu í Reykjavík til að fjármagna fíkniefnakaup, fannst nýlega hjá veðmangara í Amsterdam. Fyrir nokkru var handtekinn maður á Leifsstöð með 320 grömm af amfet- amíni í fórum sínum, en hann var að koma frá Amsterdam. Við áfram- haldandi rannsókn málsins tókst að rekja slóð hans til veðmangara nokkurs í Amsterdam. Hjá veð- mangaranum fannst Hasselblad- myndavél Brynjólfs Jónssonar, sem stolið hafði verið þegar brotist var inn í ljósmyndastofu hans og fé- laga hans, Lárusar Karls Ingason- ar, við Síðúmúla nokkru fyrr. Alls var stohð frá þeim myndavél- um og öðrum búnaði að verðmæti einnar og hálfrar milljónar króna og fundust myndavélar Lárusar við húsleit í Reykjavík skömmu eftir að maðurinn var handtekinn í Leifs- stöð. f yfirheyrslum yfir hinum handtekna og tveimur mönnum öðrum, sem dvöldust í húsinu þar sem myndavélarnar fúndust, kom síðan ffarn hvar myndavél Brynjólfs væri að finna. Brynjólfúr hafði hins vegar þegar fengið myndavél sína bætta frá tryggingarfélagi sínu þegar þetta gerðist og er sú, sem endur- heimt var í Amsterdam væntanlega í vörslu þess nú. Að sögn Harðar Jóhannesson- ar, yfirlögregluþjóns hjá Rannsókn- arlögreglunni, er þetta ekki eina þekkta dæmið um að þýfi úr inn- brotum hérlendis hafi verið flutt út fyrir landsteinana í því skyni að koma því í verð. „Við höfúm eitt eða tvö dæmi önnur um slíkt, og var í báðum tilfellum um útflutning á þýfi til Danmerkur að ræða, og tókst að ná þýfinu til baka í bæði skiptin.“ Hörður taldi þetta ekki ýkja algengt enn sem komið væri og vissi ekki um fleiri dæmi en þessi þrjú. ■

x

Helgarpósturinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/286

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.