Helgarpósturinn - 16.03.1995, Síða 8

Helgarpósturinn - 16.03.1995, Síða 8
8 MORGUNPÓSTURINN SKOÐUN FIMMTUDAGUR 16. MARS 1995 Pósturihn Útgefandi Miðill hf. Ritstjóri Aðstoðarritstjóri Framkvæmdastjóri Markaðsstjóri Auglýsingastjóri Dreifingarstjóri Setning og umbrot Filmuvinnsla og prentun Gunnar Smári Egilsson Styrmir Guðlaugsson Kristinn Albertsson Guðmundur Örn Jóhannsson Örn ísleifsson Sveinbjörn Kristjánsson Morgunpósturinn Prentsmiðjan Oddi hf. Verð í lausasölu kr. 99 á mánudögum og kr. 280 á fimmtudögum. Peningar sem brunnu upp í dagsljósi í PÓSTINUM í dag er tekið dæmi af árangri af því að fylgjast með störfum ráðamanna. I haust flutti Pósturinn fréttir af stórfurðulegum fjárveitingum ráðherra ríkisstjórnarinnar af svokölluðum skúffupeningum — það er fjármunum sem Al- þingi hafði gefið ráðherrum til frjálsrar ráðstöfunar. Ráð- herrunum virtist fátt mannlegt óviðkomandi. Hvar sem þeir töldu sig geta keypt sér vinsældir og velvild voru þeir tilbúnir að reiða fram fé úr þessum sjóðum skattgreiðenda. Þeir hirtu ekki um hvort viðkomandi málefni tilheyrði þeirra ráðuneyti eða ekki. Mestu skipti hvar atkvæði þeirra sem sporslurnar fengu kynnu að lenda í næstu kosningum. Þegar PÓSTURINN leitar nú á ný eftir upplýsingum um ráð- stöfun á þessum vasapeningum ráðherranna kemur í ljós að flestir þeirra hafa sáralitlu eytt miðað við umfang undanfar- inna ára. Tveir ráðherrar eyddu engu. Það er tvennt sem má læra af þessu. í fyrsta lagi þá er nauð- synlegt að ráðamönnum sé veitt aðhald. Að hver einasta embættisfærsla þeirra sé skoðuð, að kannað sé hvernig þeir verja þeim fjármunum sem þeim er treyst fyrir, að horft sé yfir öxlina á þeim til að athuga hvort þeir séu að gefa frænd- um sínum, vinum eða flokkssystkinum það sem þeir eiga ekki en er treyst fyrir að gæta. En sá lærdómur, sem er þó markverðari er sá, að skúffu- peningar ráðherranna eru óþarfir. Þegar ráðherrarnir vita af því að fylgst er með þeim hafa þeir enga lyst á að deila þess- um peningum út. Þeir voru ekki hugsaðir til þess. Þeir áttu að vera eins konar aukasjóður fyrir flokkana svo þeir gætu haldið áfram að vera góðir við sitt fólk. En það er erfitt að vera að gera fólki greiða með því augnamiði að geta endur- heimt hann seinna ef einhver horfir yfir öxlina á manni. Þess vegan urðu skúffupeningar ráðherranna ónýtir um leið og kastljósinu var beint að þeim. Það var eins og litakúturinn sem brást í Skeljungsráninu í Lækjargötu hefði sprungið í skúffunum hjá ráðherrunum. Ef þeir deildu peningunum út mátti rekja þá til þeirra. Og þá hefði komist upp með þá. Þess vegna liggja þessir peningar enn óhreyfðir. Og úr því hægt er að spara skattgreiðendum tugir milljóna með því einu að fylgjast með eyðslu ráðherranna er spurning hvort næsta skref sé elcki að kanna hvað flokkarnir gera við þá peninga sem þeir hafa tekið af skattgreiðendum og kallað sérfræðiaðstoð við þingflokka og útgáfustyrki til handa flokkunum. í raun er lítill munur á þessari sjálftöku flokk- anna úr ríkissjóði og skúffupeningum flokkanna. Sérfræði- aðstoðin og útgáfustyrkirnir eru notaðir til að gera vel við fólk sem hefur unnið vel fyrir flokkana eða er líklegt að verða viljugri til þess gegn greiðslu. Dæmið um skúffupeningana sýnir að líkast til er nóg að fylgjast með hvert þessir peningar fara. Um leið verða þeir ónýtir. PðSturihn Vesturgötu 2, 101 Reykjavík, sími 552-2211 fax 552-2311 Bein númer: Ritstjórn: 552-4666, símbréf: 552-2243 Tæknideild: 552-4888 Auglýsingadeild: 552-4888, símbréf: 552-2241 Dreifing: 552-4999 Fréttaskotið: 552-1900 Smáauglýsingar: 552-5577 Skrifstofa Morgunpóstsins er opin mánudaga til föstudaga frá 9:00 til 17:00 Dreifingar- og áskriftardeild er opin mánudaga og fimmtudaga frá 8:00 til 19:00, aöra virka daga frá 9:00 til 17:00 Auglýsingadeild er opin mánudaga og fimmtudaga frá 9:00 til 18:00, aðra virka daga frá 9:00 til 17:00 Smáauglýsingadeildin er opin frá 9:00 til 21:00 virka daga, nema miðvikudaga, til 18:00, 12:00 til 16 á laugardögum og milli 12:00 og 16:00 á sunnudögum. 100 miJJur eru ekki vandamál á þessum bæ. Munið afnotagjöldin! Ummæli Þegar við tölum um togara þá er- um við komnir með það sem við köllum báta en eru mjög öflug tog- skip og eru að mínu mati litlir tog- arar. Kristján Ragnarsson, formaður LÍÚ Hrópandinn í eyðimörkinni Sjálfstœðisflokkurinn gefur ekki út eigið málgagn eins og Alþýðuflokk- ur, Framsóknarflokkur og Alþýðu- bandalag. Björn Bjarnason sjálfstæðishetja í Mogganum Sumt breytist aldrei Við skenkinn í kaupfélaginu í Norðurflrði gengu menti svo langt að halda þvífram, að Alþýðuflokks- menn vildu hreinlega útrýma bœnd- um. Og eiginlega allt sem miðurfór í lífinu var einhvern veginn skrifað á reikning kratatina: lágt afurðaverð, kal í túnum, vont veður. Hrafn Jökulsson lýsir bernsku sinni á Ströndum Verða flokkamir þá ekki að opna sleðaleigu? Þeir sem eiga flesta vélsleða fá flest atkvœði. Kristján Möller, snjótepptur á Sigló Þungavigtin Nýjar leiðir í kjarabaráttu frœðslustétta Undarleg staða er komin upp í menntamálum þjóðarinnar. Á sama tíma og við blasir að gera þarf stór- átök í að efla menntun hennar þá er launadeila kennara í hnút og margir skólar landsins lokaðir. Hefðbundnar launadeilur snúast yfirleitt um skiptingu á köku af ákveðinni stærð. Þær eru erfiðar á tímum stöðnunar. Þegar einn fær meira þá fær einhver annar minna. Sá aðili sem á að borga brúsann þrá- ast því við allar úrbætur umfram hlutfallslega smámuni. Á tímum samdráttar, erfiðleika og aðhalds verða slíkar deilur illvígar, erfiðar og langvinnar. Þetta sjáum við í dag. Ný sóknarfærí fræðslustétta Nú vill svo til að til er sóknarfæri í málinu sem komið getur að gagni að uppfylltum vissum skilyrðum. Þetta sóknarfæri byggir á þeirri meginstað- reynd að vinnumarkaðurinn er að taka hröðum breytingum og þjóðfé- Iagið að aðlaga sig að nýjum veru- leika. Af þessu leiðir gríðarleg og vax- andi þörf fyrir símenntun og endur- menntun af öllu tagi. Það launafólk sem litla menntun hefur þarf að fá aukna undirstöðufræðslu. Þeir sem lengra eru komnir þurfa hvers kyns nýja sérþekkingu. Aukin framleiðni í fræðslu Önnur staðreynd sem máli skiptir er sú að með breyttum vinnubrögð- um þá má ná stórum betri árangri en nú er raun á í öllu framhaldsnámi, æðra námi og endurmenntun. Rannsóknir benda þannig til að viða megi tvöfalda framleiðnina. Þetta er unnt að gera með því einfalda móti að byggja í auknum mæii á hágæða gögnum sem krefjast lítilla útskýr- inga kennara og stuðla þannig að auknurn möguleikum á sjálfsnámi. Með því að draga úr fjölda kennslu- stunda og gefa kennurum kost á að nýta þann tíma sem sparast til gagna- gerðar má skapa nauðsynlegt svig- rúm án aukins tilkostnaðar fyrir rík- ið. Með þvi síðan að opna möguleika á því fyrir sem flesta eða helst alla kennara að þróa gögn og fjar- kennsluefni fyrir sívaxandi sí- menntamarkað þá væri búið að skapa veruleg ný verðmæti, það er, fræðsluþjónustu sem ekki er kleift að sinna í dag nema að sáralitlum hluta miðað við raunverulega þörf. Að grunnskólanum undanskild- um þá er það víða svo í skólakerfinu að óhóflegur fjöldi kennslustunda er farinn að draga úr mögulegum af- köstum og framleiðni í námi. Nem- andi sent situr undir munnlegri ffamsögn kennara lærir mun hægar en sá sem hefur góð og vel útskýrð gögn og lærir sjálfur. Þetta gerir kennslustundir ekki óþarfar. Hversu góð sem gögn verða þá þarf kennara sem stjórnar náminu og vekur áhuga nemendanna. Þetta er á hinn bóginn ekki verkefni sem á að taka nema 2-3 klukkustundir á dag. Og sú hug- mynd að kennarinn eigi að „fara yf- ir“ allt námsefnið er fráleit. Læsir nemendur geta oftast nurnið stóran hlut einstakra námsgreina upp á eig- in spýtur. Nemendum er enginn greiði gerður með því að tefja þá við námið með munnlegum endursögn- um auðskilins námsefnis. Og kenn- urum er enginn greiði gerður með því að halda þeim að árvissri endur- tekningu einni saman og nýta ekki krafta þeirra til skapandi þróunar- starfs. Kennarar eiga í stuttu máli að ein- beita sér að gagnagerð og þeirn verk- efnum sem þeir sem manneskjur geta einir leyst og þar sem upplýs- ingatækni verður ekki við kornið. Þessi verkefni eru fullkomlega óþrjótandi. Og sé á þeim tekið leiða þau til kröftugrar nýrrar verðmæta- sköpunar í stað þeirra endalausu og hvimleiðu og óarðbæru munnlegu endurtekningar sem nú tíðkast. Mik- ill fjöldi kennara og nemenda sem ég hef rætt við er algerlega sammála um óhóflegan fjölda kennslustunda og bættan árangur þegar unnt er að koma í gang kröftugu sjálfsnámi. Ekki er við kennara að sakast í þessu efni. Launakerfi það sem þeir búa við miðast að langmestu leyti við fjölda kennslustunda. Enginn skyldi því furða á því að þegar einstakir kennarar reyna að bæta kjör sín þá reyna þeir að fjölga kennslustund- um. Að lokum fer því svo að þeir sem mestum árangri ná eru yfirhlaðnir af kennslu og geta fáum öðrum verkum sinnt, til dæmis gagnagerð. Stöku af- reksmenn í kennarastétt hafa þó sinnt slíkum verkurn. Þessir menn eru á hinn bóginn alltof fáir. Gagna- skortur er því landlægt vandamál í ffamhaldsskólum og æðri skólum. Þessi niðurstaða er í ósamræmi við heilbrigða skynsemi og þekktar rannsóknir. Það er til dæmis að minnsta kosti 5-10 sinnum fljótíegra að lesa einhvern tiltekinn texta en hlusta á hann í munnlegri endur- sögn. Kennarar eru ómissandi Nú koma kennslubækur og kennslugögn ekki að fullu í stað kennara. Kennarinn gegnir ómetan- legu hlutverki sem verkstjóri og leið- beinandi. Hafi hann náð góðum tök- um á hvatningu (e. motivation) þá getur slíkt skipt sköpum um náms- áhuga nemenda. Og kennarar eru í einstakri stöðu til að taka til hendinni við þróun símenntaefnis. Þeir hafa ýmist nokkra eða verulega þjálfun við gagnagerð. Að auki þekkingu á kennslufræði sem auðveldar þeim verk sitt. Þeir verða að vísu að til- einka sér fagþekkingu á nýjum svið- um því ekki mun duga að kenna meira af því sem verið er að kenna í dag. Stór hluti af verkefninu mun snúast um að taka fyrir fjölbreytt ný efnissvið, ýmist hefðbundin eða óhefðbundin. Nauðsyn trygas símenntamarkaðar Forsenda þess að kennarar auki umsvif sín við gagnagerð er sú að til staðar sé tryggur og stór markaður fyrir símenntaefni. Höfúndur þessa pistils hefúr sett fram hugmynd sem hefur lykilþýð- ingu til að tryggja slíkan markað (það er „Atvinnutryggingar í stað at- vinnuleysistrygginga“). Hún felst í grundvallarbreytingu á atvinnuleys- istryggingakerfinu. Hætta að greiða bætur fyrir verkleysi en greiða ein- ungis fyrir verkefni. Helst einungis arðbær verkefni við nýsköpun sem ekki keppa við það sem fyrir er. Gera um leið kröfu á alla sem kerfið spannar að þeir sinni sívirkri at- vinnutengdri símenntun. Að auki tækifærasköpun, þeir sem færir eru um slíkt. Auka með þessum hætti at- vinnulega fyrirhyggju og sveigjan- leika vinnumarkaðarins. Slíku skipu- lagi yrði að koma á í áföngum á að minnsta kosti 5-10 ára tíma. Af þvi rnyndi leiða að skapaður yrði tryggð- ur 100.000 manna markaður fyrir sí- menntun. Þær hugmyndir sem hér hafa verið viðraðar gefa ekki til kynna að kenn- arar séu óþarfir eða að gögn eigi að koma í stað kennara. Öðru nær. Kennarar eiga á hinn bóginn að að- laga sig að breyttum veruleika, ná stórfellt betri árangri innan skólanna og hasla sér um leið völl á þeim gríð- arlega símenntamarkaði sem vex hröðum skrefum. Þetta eiga þeir að gera með því að halda fjölda kennslustunda í lágmarki, leggja of- uráherslu á hvatningu, þróa hágæða námsgögn á tölvutæku formi sem stuðlað geta að hraðfara aðlögun þjóðfélagsins á breytingartímum þeim sem við upplifúm um þessar mundir. Kennarar eiga í stuttu máli að ein- beita sér að gagnagerð ogþeim verk- efnum sem þeirsem manneskjur geta einir leyst ogþar sem upplýsinga- tœkni verður ekki við komið. “ ■■■ W Þungavigtarmenn eru meðai annars: Árni Sigfússon, Geir H. Haarde, Halldór Ásgrímsson, Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, Jóhanna Sigurðardóttir, Jón Eriendsson, Jón Steinar Gunnlaugsson, Ólafur Ragnar Grímsson, Óskar Magnússon, Páll Kr. Pálsson, Svavar Gestsson, Ögmundur Jónasson, Össur Skarphéðinsson.

x

Helgarpósturinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/286

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.